Leita í fréttum mbl.is

Hvernig kemur kanínan páskunum við?

Þegar stórt er spurt verður á stundum fátt um svör. Svarið við spurningunni um það hvernig kanína komi páskunum við er hinsvegar einföld. Hún kemur þeim ekkert við. 

Samt er eðlilegt að spurt sé um þennan fáránleika vegna þess að kristin lönd mótmælenda virðast hafa gleymt öðru í tengslum við páska en því sem tengist páskaeggjum, sælgæti og að gera sér glaðan dag. 

Páskarnir eða "upprisuhátiðin", sem við ættum að kalla þessa hátíð, er mikilvægasta trúarhátíð kristins fólks. Upprisa Jesú er tilefni þessara hátíðahalda. Upprisan er fyrirheit um eilíft líf þeirra,sem eru þess verðugir vegna breytni sinnar og trúar. 

Vissulega er ástæða til að gera sér glaðan dag og fagna á upprisuhátíðinni þar sem Guð birti staðfestingu fyrirheits síns fyrir allt mannkyn með upprisu Jesú Krists. En við megum aldrei láta það vera aðalatriðið og gleyma tilefninu. 

Sigurinn yfir dauðanum, fagnaðarerindi Jesús Krists og staðfesting þess með upprisunni er svo stórkostleg að kristnar þjóðir verða að gera það að aðalatriði á hátíðum eins og þessum til að missa ekki rótfestu við trú sína og menningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 3099
  • Frá upphafi: 2296097

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2851
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband