Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðin og ofurlaunin

Rúmri viku eftir að sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FSÍ) var opinberuð um brot Íslandsbanka við hlutafjárútboð í bankanum hafa 5 stjórnendur, regluvörður og bankastjóri hætt störfum eða allir sem komu að hlutafjárútboði í bankanum. Skv. sáttinni greiðir bankinn 1.160.000.000 í sekt. 

Málið kom upp fyrir hálfu ári. Af hverju var ekkert gert þá? Bankastjórn og umræddir starfsmenn þ.á.m. bankastjórinn töldu að þau kæmust upp með þetta og mundu halda áfram óáreitt í störfum sínum "busines as usual"

Formaður bankastjórnar segir að starfslokasamningur hafi verið gerður við starfsmennina í samræmi við ráðningarsamning, sem má ætla að losi hálfan milljarð auk kostnaðar vegna starfsloka bankastjórans. 

Þegar allt er talið má ætla að sektin sem Íslandsbanki þarf að greiða auk greiðslur til burtflæmdra starfsmanna nemi hátt í tvo milljarða, sem neytendur þurfa á endanum að greiða. 

Hvað afsakar það að slík hyldýpisgjá skuli vera á milli æðstu stjórnenda banka og almenns launafólks í landinu og þó vísað væri þessvegna til alþingismanna eða ráðherra? Ekki er ábyrgðinni fyrir að fara eins og þetta dæmi sýnir. Í raun er ekkert sem afsakar ofurlaun sem viðgangast fyrir toppana í bankakerfinu. Banka sem eru að meginstefnu til í eigu ríkisins.  

 


mbl.is Allir stjórnendur og regluvörður hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

"Samkeppni er synd" sagði Rockefeller einu sinni.  

Ríkið og bankarnir taka þessu mjög alvarlega og passa vel upp á sig og sína.

Skúli Jakobsson, 4.7.2023 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 441
  • Sl. sólarhring: 479
  • Sl. viku: 4231
  • Frá upphafi: 2295966

Annað

  • Innlit í dag: 413
  • Innlit sl. viku: 3879
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 381

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband