Leita í fréttum mbl.is

Stríð, vopnahlé og friður.

Í gær samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna að vopnahléi skyldi komið  á í stríði Ísrael við hryðjuverkasamtök Hamas á Gasa. Vonandi gengur eftir að meðan vopnahléð stendur náist samningar um að Hamas láti af stjórn á Gasa þannig að hægt sé að semja um varanlegan frið svo þjáningum almennings á Gasa linni.

Utanríkisráðherra fagnaði vopnahléinu í færslu á fésbók, en var á sama tíma að undirrita samninga um að Ísland greiddi fyrir vopn fyrir Úkraínu til að drepa þar mann og annann. Það er frávik frá utanríkisstefnu Íslands frá því að við urðum frjálst og fullvalda ríki árið 1918. Mörgum þar á meðal þeim sem þetta ritar finnst miður að Ísland skuli blanda sér í vopnakaup fyrir stríðsaðila í stað þess að takmarka stuðning við hjálparstarfsemi og annað því tengt, svo sem verið hefur. 

En á sama tíma og Vesturlönd fagna vopnahléi á Gasa, þá er ekkert þeirra að tala fyrir vopnahléi og friðarsamningum í kyrrstöðustyrjöldinni í Úkraínu. Þjáningar óbreyttra borgara, sem verða fyrir drónaárásum og flugskeytum er gríðarleg. Þrátt fyrir það fá þeir sem tala fyrir vopnahléi eða friði í því stríði bágt fyrir meira að segja páfinn og utanríkisráðherra Íslands finnst í lagi að tala fyrir vopnahléi á Gasa á sama tíma og hann kaupir vopn fyrir Úkraínuher.

Hvernig skyldi standa á því að heimurinn fagnar vopnahléi á Gasa en telur það ekki eiga við í Úkraínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

„Hvernig skyldi standa á því að heimurinn fagnar vopnahléi á Gasa en telur það ekki eiga við í Úkraínu?“ Öxulveldi hins illa Rússland, Íran og Norður-Kórea (og Kína að sumu leyti) ásamt bandamönnum í Hamas hryðjuverkasamtökunum fagna ákaft vopnahléi á Gasa. BNA sitja hjá. Vísa til leiðara Klaus Wivels í Berlingske Tidende liðinnar helgar um afstöðu „heimsins“.

Stuðningur utanríkisráðherra við að Ísland greiddi fyrir vopn fyrir Úkraínu til að verja fullveldi sitt er aðdáunarverður. Þeir sem ekki styðja Úkraínu styðja Pútín. Þar er enginn millivegur. Evrópa mun loga þegar Pútín efnir loforð sín. Nema auðvitað að hann verði stöðvaður núna. Lærðum við ekki lexíuna sem Churchill kenndi okkur um hvenær grípa á til varna?

Einar Sveinn Hálfdánarson (IP-tala skráð) 26.3.2024 kl. 16:08

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Góður puktur  Jón
en það er morgunljóst að Selensky vill ekki frið
meðan óheyrilegt fjármagn streymir inn

Grímur Kjartansson, 26.3.2024 kl. 19:39

3 Smámynd: Jón Magnússon

En kæri vinur minn Einar S. Hálfdánarson. Það virðist ekki björgulegt fyrir Úkraínu nema þeir fái víðtækari aðstoð frá NATO en einungis hergögn og fjárhagsstuðning. Vesturveldin geta ekki leyft því að gerast, að Úkraína tapi þessu stríði. Það þýðir bara eitt eins og Macron Frakklandsforseti hefur sennilega bent réttilega á. 

Jón Magnússon, 26.3.2024 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 3072
  • Frá upphafi: 2294750

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2801
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband