Leita í fréttum mbl.is

Skemmtulegur samanburður.

Þessi samanburður á hamborgaraverði hjá The Economist er skemmtileg aðferðarfræði við að bera saman verðlag og gengi í mismunandi löndum heimsins. Væri verð á hráefnunum í hamborgarann ekki skekkt með niðurgreiðslum, ríkisstyrkjum, sköttum og öðru slíku þá gæfi hamborgaravísitalan góða mynd af mismun í ýmsum þjóðfélögum.

Íslenska hamboragravísitalan hefur venjulegast verið sú allra hæsta. Ástæðurnar eru ekki bara ofmetin króna. Þar kemur lika til hæsta verð á landbúnaðarvörum í heiminum.  Vinnulaun skipta líka máli. Þessi mikli munur er samt allt of mikill og sýnir nokkuð sem er einkennandi fyrir íslenskt þjóðfélag í dag. Það er okur á neytendum.

Af hverju er hamborgarinn meir en helmingi dýrari hér en í Bandaríkjunum. Af hverju eru lyf þrefalst dýrari hér en í Svíþjóð. Af hverju kostar brauð miklu meira hér en annarsstaðar í Evrópu. Það getur vel verið að íslenska krónan sé ofmetin. En sé svo þá ættu erlendar vörur að vera ódýrari en þær eru. Af hverju lækkar ekkert þegar krónan styrkist en allt hækkar þegar hún veikist?


mbl.is Íslenska krónan ofmetnasta myntin samkvæmt Bic Mac vísitölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Þessi vístala bendir á að samkvæmt "kaupmáttar jafnvægiskenningunni, "PPP" er íslenska krónan allt of hátt metin gagnvart $. Fyrr eða síðar þurfi hún að leiðaréttast. Betra fyrr en seinna svo að einhver framleiðsla fái þrifist í þessu landi.

Hagbarður, 9.7.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: K Zeta

Það er notað nautakjöt í McDonald's og það kjöt er ekki niðurgreitt.  Vegna skekktrar samkeppnisstöðu kjötframleiðenda og áratuga neyslustýringar frá Hótel Sögu og Valhöll þá er ekki skrýtið að okkur takist að skreyta kennslubækur í Bandaríkjunum einsog raunin er.  Spurning hvort Frjálslyndi flokkurinn þori að fara gegn fornaldarmennigu bændsamfélagsins og kalla á nýjan þankagang?

K Zeta, 9.7.2007 kl. 22:36

3 Smámynd: Jón Magnússon

Góð athugasemd KZeta.  Á ekki þjóðin rétt á að geta keypt vörur á svipuðu verði og í okkar heimshluta. Ég hef barist fyrir því að þannig yrði það um áratuga skeið. Mun halda því áfram sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Þetta er spurning um lífskjör fólksins í landinu.

Jón Magnússon, 9.7.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 302
  • Sl. sólarhring: 852
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2295827

Annað

  • Innlit í dag: 288
  • Innlit sl. viku: 3754
  • Gestir í dag: 282
  • IP-tölur í dag: 276

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband