Leita í fréttum mbl.is

Gjafakvótakerfið er óréttlátt.

Niðurstaða mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um fiskveiðistjórnun á Íslandi byggir m.a. á því að frjálsa framsalið þar sem sumir geta leigt öðrum eða selt öðrum þjóðareignina sé óréttlátt og ósanngjarnt.

Þetta er það sem við Frjálslynd höfum alltaf haldið fram.  Af hverju er íslenska stjórnkerfið svo forstokkað að það þurfi ítrekað að fá niðurstöðu dómstóla og nefnda erlendis frá til að tryggja almenn mannréttindi á Íslandi.

Spurningin er nú ætla ráðherrarnir að fara að niðurstöðu nefndarinnar og breyta kvótakerfinu þannig að það sé í samræmi við almenn mannréttindi eða ætla þeir að viðhalda ójöfnuðinum og óréttlætinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hvað með þá sem fengu kvótann gefins á sínum tíma og heilu byggðalögin eru rústir einar eftir það, og síðan geta þessir KVÓTAKÓNGAR lifað kóngalífi í dag. Sleppa þeir ? Þvílík ósanngirni sem allt þetta kvótamál er. Ég veit dæmi þess að kvótakóngarnir leggja peningana sína inná bankareikning eftir að þeir hafa selt kvótann og lifa á vöxtunum einum saman GÓÐU LÍFI og borga síðan bara 10 % í fjármagnstekjuskatt. Grrrrrrrrrrrr !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.1.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er mest hræddur við að ríkisstjórnin reyni enn einu sinni að lappa upp á þetta ónýta kvótakerfi. Það sýnir sig alltaf betur að þetta kerfi er ólán enda algörlega vanhugsað frá upphafi. Það er ekkert vit í að reyna að breyta kerfinu skynsamlegra er að afnema það og koma á vitrænni fiskveiðistjórnun.  Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem hefur haft dug og framsýni til að að koma með nýjar og betri lausnir.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2008 kl. 11:33

3 identicon

Jón hættið þessari vitleysu

Ég er búinn að starfa lengi í sjávarútvegi og hef flust á milli staða um leið og mitt fyrirtæki var selt, það sem ég hafði upp úr þessu var það að ég kynnstist öðru fólki.

Að starfa við sjávarútveg er það eina sem að ég kann, nú er ég bara orðinn það ráðsettur að ég nenni ekki eina ferðina enn að flytja, ég hef það fínt hjá mínu fyrirtæki því vill ég biðja ykkur um að hætta þessu rugli um að sprengja þetta upp, því að þið þurfið að gera ykkur grein fyrir því að við sem störfum í sjávarútvegi erum fólk líka, ekki bara skyndiatkvæði fyrir flokk eins og ykkur, látið þetta vera og leyfið þeim sem að hafa lífsviðurværi af greininni að gera það áfram. Það verða eins og þið segið ennþá fleiri hjónaskilnaðir og velsæl börn, ef þið sprengið þetta upp

Hrannar 

Hrannar (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 101
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 4284
  • Frá upphafi: 2296074

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 3925
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband