Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrotin og léttúðin.

Bjarni Harðarson alþingismaður skrifar fróðlega grein í 24 stundir í dag um gjaldþrotin og léttúðina.  Þar bendir Bjarni á það með skilmerkilegum hætti að fjárhagslegir erfiðleikar og gjaldþrot bitni oft mest á þeim sem síst eiga það skilið. Þetta er hárrétt greining hjá Bjarna og góðar ábendingar.

Mér hefur fundist undarlegt að hlusta á það hjá ýmsum hvað þeir tala um fjárhagsleg vandamál einstaklinga og fyrirtækja af mikilli léttúð.  Þannig brá mér að heyra fulltrúa þeirra sem  telja peningana vaxa á trjánum þau Andra Snæ Magnason og talsmann Sjálfstæðisflokksins Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa tala um fjárhagsvanda einstaklinga og fyrirtækja eins og það væri lítið mál þó einhverjir færu illa eins  og þau gerðu  í þættinum í Vikulokin fyrir viku síðan.

Bjarni Harðarsson greinir hlutina réttilega þegar hann segir: "Hirtingin sem fólgin er í gjaldþrotinu hittir yfirleitt alla aðra fyrir en eiga það skilið enda sitja ráðgjafar bankanna, bruðlsamir stjórnendur hins opinbera og alls konar leiðtogar stikkfrí".

Fjárhagslegir erfiðleikar og gjaldþrot fólks og fyrirtækja er alvarlegt mál og það er tími til kominn að um slíkt sé fjallað ekki af léttúð og með því að sletta í góm heldur af alvöru eins  og Bjarni Harðarsson gerir í góðri grein sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég tek undir það að grein Bjarna, sem ég var að lesa, er vel skrifuð og vel uppsett. Það vantar hinsvegar í hana þann þátt sem ég tel mikilvægastan en það er ábyrgðarþátturinn. Hver ber ábyrgð á hverju? Eins og Bjarni  bendir á er það oft þannig að þeir sem hafa orðið gjaldþrota halda áfram og fara hring eftir hring og finnst það sjálfsagt að spila á kerfið og aðra einstaklinga. Þetta er vitað og því óþarfi fyrir fólk að vera að lána fyrirtækjum og einstaklingum peninga og vörur án skotheldra trygginga. Ég ræddi við mann um daginn sem hafði orðið fyrir verulegu fjártjóni af því hann pantaði í gegnum sitt fyrirtæki fyrir "góðan mann" sem var í rekstri og orðinn gjaldþrota eða búið að stöðva fyrirgreiðslu til. Hvaða glóra er þetta nú? Á að fara að vorkenna honum eða lærir hann kannski af þessari reynslu.  Bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Ég hef alllengi haldið því fram að þessi kvótamál fóru úr böndunum þegar farið var að lána út á kvótann. Stundum held ég að aðgerðir Hafró séu til að vernda allt annað en fiskinn í sjónum . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 420
  • Sl. viku: 4194
  • Frá upphafi: 2295984

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3843
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband