Leita í fréttum mbl.is

Dýragarðsbörnin.

Heroinhatesyou

Saga Christine F er mjög sterk og myndin sem gerð var um hana var það líka. Mér er minnistætt þegar Christine F og kærastinn hennar höfðu vanið sig af heróíni og gengið í gegnum kvalirnar sem því fylgdu og fóru síðan að hitta vinina á Bahnhof Zoo í Berlín og þá sagði vinur þeirra að hann ætlaði að hætt líka en það væri bara svo gott efni á markaðnum núna að hann ætlaði að nota það og hætta síðan. Þau Christine F og kærastinn ákváðu þá að fyrst þau hefðu getað hætt þá væri það ekkert mál að prófa þetta frábæra efni og þar með voru þau bæði sokkinn í neysluna. Kærastinn og vinurinn dóu en Christine F lifði.

Líf þessarar 46 ára konu sýnir hvað það er erfitt fyrir fólk sem byrjar í harðri neyslu fíkniefna ungt að koma sér frá neyslunni í eitt skipti fyrir öll. Það er dauðans alvara að prófa fíkniefni.

Skyldi saga Christine F vera kynnt í íslenskum skólum  og kvikmyndin sem gerð var um hörmungar krakkana sem voru í fíkniefnaneyslu með henni vera sýnd í íslenskum skólum.

Ef til vill er virkara að beita fræðslu og forvörnum í stað refsinga og lögregluaðgerðum.


mbl.is Christiane F. enn í eiturlyfjavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Ef til vill er virkara að beita fræðslu og forvörnum í stað refsinga og lögregluaðgerðum."

Ekki spurning. Ef löggan segið að þetta sé slæmt er það orðið kúl.

Villi Asgeirsson, 11.8.2008 kl. 21:19

2 identicon

Þegar ég var í skóla vorum við látin horfa á þessa mynd, þá var hún alveg 15 ára gömul. Mjög góð mynd og stendur enn fyrir sínu.

Ingibjörg, ókunn (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ef til vill er virkara að beita fræðslu og forvörnum í stað refsinga og lögregluaðgerðum.

Ég er sammála þessu, ásamt meiri áheyrslu á að uppræta framleiðslu og innflutning harðra efna og taka harðar á þeim læknum sem skrifa út Contalgin og annað eins út fyrir fólk. Svipta þá hreinlega leyfinu og taka á þeim eins og öðrum sölumönnum harðra fíkniefna. 

Hinsvegar þarf örugglega von bráðar á Íslandi að fara að gefa nálar (draga úr tilfellum HIV og Hepatitis C) og Meþadón til þess að hjálpa ópíaðafíklum (sem eru orðnir þónokkrir hérlendis) að vinna sig frá vímunni.

Þetta eru vandfetuð mál, en það er  víst að hið svokallaða Stríð gegn eiturlyfjum hefur notað ranga taktík í alltof langan tíma.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.8.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Fínn pistill hjá þér og einmitt efni sem á að ræða aftur og aftur. Ég las þessa bók en hef ekki séð myndina en bókin hafði mikil áhrif á mig. Ég veit að forvarnarstarf sem rekið er í skólum landsins í samvinnu við Samhjálp (Maríta), lögregluyfirvöld og Reykjavíkurborg er mjög gott og áhrifaríkt, þó alltaf vaxi þessi vandi. Málið er, held ég, að hann er að verða sýnilegri og var gott dæmi um það í sjónvarpsfréttum í kvöld. Þar kom fram viðhorf forfallins dópista að það á einhver að bjarga honum frá dauða. Ef það er ekki viðvörun fyrir aðra þá veit ég ekki hvað er forvörn. Gott hjá fréttastofu stöðvar 2 að taka á þessu. Ég vildi sjá meira fé fara til forvarna og jafnframt þyngja refsingu. Forvörnin er jú til að reyna að fyrirbyggja notkun en refsingin til að vernda óbreytta borgara fyrir þessu þjóðfélagsmeini sem fylgir neyslunni. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.8.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Góð áminning, Jón; mér er minnisstætt að um það leyti sem ég hætti að lesa Tinna og álíka þá blasti þessi skelfilegi veruleiki við mér í bók sem mér var gefin og hafði mikil áhrif. Það er mikilvægt að halda við slíkum varnaðarorðum í söguformi.

Gísli Tryggvason, 12.8.2008 kl. 00:02

6 identicon

Held að dómsmálaráðherra ætti að leggja ofuráherslu á að hindra innflutning á fíkniefnum til landsins. Um leið og þessi efni verða illfáanleg hér, þá verður sennilega hægt að leggja minni áherslu á sérsveitina sem lögð hefur verið ofuráhersla á að koma upp á kostnað almennrar löggæslu í landinu. Að vísu hefur dómsmálaráðherra aðallega brugðið fyrir sig hryðjuverkavá þegar þessi sérsveit hefur verið rædd í fjölmiðlum, en þar sem tölfræðin segir okkur að fleiri látast í heiminum af því að fá eldingu í hausinn heldur en af völdum hryðjuverka á síðastliðnum 10 árum (11. september þar með talinn), þá held ég að við ættum kannski að beina spjótum okkar að þeim vandamálum sem valda flestum ótímabærum dauðsföllum íslendinga, td. fíkniefnainnflutningur, umferðamál, offita og reykingar.

Það væri óneitanlega skemmtileg tilbreyting í annars gráum og einsleitum veruleika stjórnmálanna ef einhver sýndi raunverulegann vilja til þess að taka á raunverulegum vandamálum.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 07:46

7 identicon

Ég las þessa bók svo oft sem unglingur að mamma hafði áhygggjur af því að hún hefði öfug áhrif á mig. 

Ég man að mér fannst þessi heimur svo spennandi (ótrúlegt en satt) en var sem betur fer það skynsöm (í þessum efnum) að vita það, og það sjálfsagt eftir lesturinn, að það er ekki aftur komið úr þessum heimi nema fyrir einhver kraftaverk.

En þessi bók á heima í skólunum svo sannarlega.

steina (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:33

8 identicon

Forvarnir gera gagn en takmarkað gagn samt sem áður. Það eru heimilin, uppalendurnir sem þurfa að vera vakandi gagnvart þeim freistingum sem mæta börnum þeirra. Það á að tala við börn og unglinga, sýna þeim áhuga, vera forvitinn, skipta sér af, kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, efla með þeim sjálfsvirðingu og umfram allt elska þau og bera virðingu fyrir þeim. Gömul hræðluáróðursmynd getur virkað þveröfugt á suma einstaklinga. Hef séð fullorðna sýna börnum og unglingum óvirðingu og þegar talað er um unglingavandamál væri nær að tala um fullorðinnavandamál.

Ábyrgðin er heimilisins og heimska að halda annað.

Nökkvi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:55

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég skil hvað þú ert að fara Nökkvi en ég myndi nú frekar orða þetta þannig að forvarnirnar séu almenn fræðsla sem unglingar taka kannski meira mark á en hræðsluáróðri foreldranna sem þeim finnst stundum að ofverndi  sig. En ábyrgðin er fyrst og síðast einstaklingsins sjálfs enda situr hann uppi með afleiðingarnar og ef hann hefur fengið fræðsluna og allt það sem þú telur upp heima fyrir, þá á hann að vita betur. Ef hann sér síðan hrópandi dæmi um þennan skelfilega heim hvort sem það er í bíómynd eða fréttatíma sjónvarps ætti hann að hugsa sig um tvisvar. Því miður eru alltof mörg ungmenni sem fá ekki tilfinningu fyrir þessari hættu og láta undan þrýstingi vina og sölumanna um að prufa og þá er ekki auðveldlega við snúið. Ekki get ég kennt heimilinu um það þannig að ég er þá bara heimsk að þínu áliti. Bróðir minn er forvarnarfulltrúi og fer í skóla landsins og ég hef upplifað það að ungt fólk kemur til hans á almanna færi og þakkar honum fyrir hans framlag og segir það hafi skipt sköpum fyrir sig.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:21

10 identicon

Þynging refsinga hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Það er líklegra að meðferð í fangelsi eða á viðeigandi stofnun geri það frekar, því þeir sem eru að selja fíkniefni eru nánast undantekningarlaust fíklar sjálfir.

Nökkvi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Nökkvi það kann vel að vera. Ég er ekki vel að mér í þessum efnum og mér er sama með hvaða ráðum við sigrumst á þessum vanda en það verðum við að gera. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 448
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 4238
  • Frá upphafi: 2295973

Annað

  • Innlit í dag: 420
  • Innlit sl. viku: 3886
  • Gestir í dag: 394
  • IP-tölur í dag: 388

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband