Leita í fréttum mbl.is

Haldið í nýja vegferð.

nývegferðSjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa samið um að halda á ný í þá vegferð sem flokkarnir hófu fyrir tveim árum í borgarstjórn Reykjavíkur. Vegurinn er þó mun grýttari en hann var þegar lagt var upp í hina fyrri.  Nú eru fyrrum oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfnir á braut eða í bakherbergjum og liðsheildin til muna veikari en hún var þegar upphaflega var lagt af stað.

Um leið og ég óska Hönnu Birnu til hamingju með að vera orðinn borgarstjóri þá finnst mér samt nokkuð sérstakt hvað hún leggur mikla áherslu á að hún treysti Óskari Bergssyni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins fullkomlega. Það er vonandi fyrir Reykjavíkinga að hún hafi lög að mæla, en var það ekki einmitt þessi sami Óskar Bergsson sem sat heima hjá Villa og sagði að Björn Ingi væri á leiðinni og alveg að koma meðan Björn Ingi sat á fundi með Degi Eggertssyni og Svannhvíti Svavarsdóttur við að mynda Tjarnarkvartetinn svonefnda? Getur verið að Björn Ingi hafi ekki látið Óskar Bergsson vita hvað hann var að gera og hann væri ekki á leiðinni heim til Villa á sínum tíma?

Mestu skiptir hvað sem öllu þessu líður að Hanna Birna treystir Óskari þrátt fyrir allt og Sjálfstæðismenn halda ótrauðir út í nýtt meirihlutasamstarf  þrátt fyrir að varamaður Óskars, Marsibil,  lýsi því yfir opinberlega að hún styðji ekki þennan meirihluta.  Eitthvað virðist hafa skort á samskiptatækni þeirra Framsóknarmanna í gær þegar Óskar hringdi í Marsibil, en þá gat hún ekki svarað borgarfulltrúanum af því að hún var upptekin í líkamsrækt. Svo virðist sem hún hafi haldið áfram að vera upptekin alla vega hafði hún ekki samband við Óskar eftir því sem segir í Fréttabaðinu.  Óskar fær nú að reyna það sem segir í alþekktri auglýsingu, þú tryggir ekki eftir á.

Það sama á við um Hönnu Birnu borgarstjóra. Hún tryggir ekki eftirá. Hún og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa ákveðið enn einu sinni að leggja á sjó þó að meirihlutinn sé jafn tæpur og raun ber vitni og byggist á því að Óskar Bergsson haldi heilsu og þurfi ekki frá að hverfa. Er það ábyrgð við stjórn borgar og myndun meirihluta að standa þannig að málum?

Ég óska Hönnu Birnu velfarnaðar í starfi vegna þess að það eru hagsmunir okkar Reykvíkinga að vel takist til við stjórn borgarinnar. Hins vegar þarf mikið að breytast til að ábyrgt fólk geti kosið Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum eftir það ábyrgðarleysi, upplausn og spillingu sem borgarstjórnarflokkurinn ber ábyrgð á að þróast hefur í stjórn Reykjavíkur.

Nú er spurningin hvort að nýi meirihlutinn haldi út kjörtímabilið eða gefist upp á Tröllahálsi?ófæra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frjálslyndiflokkurinn á að kasta þjóðnýtingaráformum fyrir borð og aðstoða við að venda þjóðarskútunni með réttum seglabúnaði til að forða henni frá strandi.Til þess þarf einarða menn sem eru tilbúnir til að halda við stýrið. Framtíð Frjálslyndaflokksins er í húfi.Það þarf oft kjark til að reyna vendingu til að forða frá strandi.

Sigurgeir Jónsson, 15.8.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hvaða þjóðnýtingaráform ert þú að tala um Sigurgeir. Ekki hef ég verið talsmaður þjóðnýtingar nema síður sé.

Jón Magnússon, 15.8.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll aftur Jón.Ef ríkið yfirtekur veiðirétt Íslendinga innan landhelgi sem utan sem ríkið hefur ekki haft, þá er það í mínum huga og reyndar fleiri þjóðnýting.Ég veit að þú ert annarrar skoðunur og ég virði hana.En ég trúi því að framtíð Frjálslyndaflokksins sé ekki síst fólgin í að hann hafni því að ríkið yfirtaki aflaheimildir Íslendinga.

Sigurgeir Jónsson, 15.8.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Endalausar árásir á Frjálslynda já.

Meðal annars fyrir útlendingastefnuna.

En hvernig getur flokkurinn verið rasískur þegar svertingi er einn þingmaður flokksins?

Sigurður Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 17:12

5 identicon

Góð grein hjá þér Jón, ég upplifi þetta eins og þú sért að koma heim, við störfuðum saman í gamladaga og mér líkaði það vel. Vertu velkominn.  Sigurði vil ég benda á á svertingjar geta ekki síður verið rasistar en við bleikafólkið.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 434
  • Sl. sólarhring: 516
  • Sl. viku: 4224
  • Frá upphafi: 2295959

Annað

  • Innlit í dag: 407
  • Innlit sl. viku: 3873
  • Gestir í dag: 383
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband