Leita í fréttum mbl.is

Hækka skatta lækka laun.

Það var athyglivert að  hlusta á Katrínu Jakobsdóttur varaformann Vinstri Grænna fjalla um framtíð velferðar- og atvinnmála á fundi frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður. Leið varaformanns Vinstri grænna var sú að  hækka ætti skatta og lækka ætti launin.

Hver er framtíðarsýn stjórnmálamanns sem heldur því fram að helsta bjargráðið í íslenskri pólitík sé að hækka skatta og lækka laun. Hafa launin ekki lækkað nú þegar um þriðjung vegna gengisfalls íslensku krónunnar?

Það var galli að Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG skyldi ekki spurð að því í þaula hvaða skatta hún vildi hækka fyrir utan fjármagnstekjuskattinn sem mun ekki skila miklu miðað við núverandi stöðu og það verður að muna það að fjármagnstekjuskattur bitnar hart á öldruðu ráðdeildarfólki.

Þá var Katrín ekki spurð um það hvað lækka ætti laun í ríkisþjónustu mikið. Ef varaformaður VG vill lækka launin um ákveðið hlutfall þá er hún líka að tala um að lækka elli- og örorkulífeyri.

Er það svona stjórnarfar sem við viljum?  Ekki ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nóg með að þau hafi lækkað vegna gengisfalls, heldur hafa margir launþegar tekið á sig beinar launalækkanir og einnig hefur yfirvinna verið felld niður eins og í mínu tilfelli. Burt með kommana.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll Jón

Það var mjög gott að fá þetta á hreint á opinberum vettvangi.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.4.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þau voru fátækleg svörin um atvinnu sköpun hjá núverandi stjórnarflokkum. Ástþór var jafnvel skárri. Við þurfum að leita allra leiða að skapa atvinnu sem gefur eða sparar gjaldeyrir.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.4.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já það var gott að fá þetta á hreint. Það er rétt að raunlækkun launa er miklu meiri vegna þess að yfirvinna hefur verið felld niður og launin hafa verið lækkuð.

Jón Magnússon, 14.4.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Ragnar svörin voru fátækleg og Ástþór kom klárlega best út af talsmönnum minni framboðanna fyrir sína kjósendur.

Jón Magnússon, 14.4.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Jónas Egilsson

"Skattleggja þjóðina út úr vandanum"

Svo er verið að halda því að skólabörnum að Danakóngar hafi verið vondir við okkur á fyrr á öldum.

Má ég næstum biðja um þá aftur"!

Jónas Egilsson, 14.4.2009 kl. 23:40

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það var eitt sinn maður sem bjó að sögn á því svæði, sem nú er Þýskaland.

Hann vó sig upp OG HEST sinn, með því að toga sig upp á hárinu einu saman.

Að vísu sagði hann það hafa þurft mikinn kraft til en það tókst. 

Baróninn á sér áhangendur hér,--í það minnsta hjá Kommum.

Miðbæjaríhaldið

vill setja grunnþætti þjóðar í forgrunn,--Fjölskylduna

Bjarni Kjartansson, 15.4.2009 kl. 08:47

8 Smámynd: Offari

Ég er ykkur sammála með að mér fannst Ástþór standa sig best af frambjóðendunum. En þrátt fyrir að hugmyndir katrínar um að lækka laun og hækka skatta sé algjörlega ógerarnleg þá fannst mér hún koma næst á eftir Ástþóri.

Ég tel því úrvalið fyrir kjósendur ekki veraálítlegt.

Offari, 15.4.2009 kl. 08:58

9 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Af hverju er hún þá líka að tala um að lækka líka elli og örorkulífeyri Jón.

Þorvaldur Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 10:36

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki ætla ég að taka hanskann upp fyrir Katrínu og VG en hins vegar verð ég að segja að VG er eini flokkurinn sem þorir að tala örlítið um aðhald í ríkisfjármálum.  Við erum með ríkishall sem stefnir í 200ma og þetta á að vera komið niður í 0 2012.  Hvernig gerist það án skattahækanna og niðurskurðar?   

Spurningin sem þarf að svara er: hver verða hlutföllin?  Írar með svipaðan halla og við hafa ákveðið að þeirra halli verði brúaður með 1/3 skattahækkunum og 2/3 niðurskurði. 

Kann enginn íslenskur stjórnmálamaður hlutfallareikning?

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 13:00

11 identicon

Andri Geir, hjartanlega sammála.  Gerir fólk sér virkilega ekki enn grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í?  Verð eiginlega bara að viðurkenna mig steinhissa á minni vel menntuðu þjóð?

ASE (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:29

12 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Landsmenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að allar okkar skuldir eru ekki í ÍSLENSKUM KRÓNUM og þar að auki oft á tíðum háir vextir á þeim.

Það er gjörsamleg veruleikafirring að halda að það sé hægt að komast af án skattahækkanna. Ekki nema þið ætlið að gefa útlendingum allar eigur okkar og mismuna Íslendingum eftir stétt, það er einungis börn ríka fólksins geti hlotið góða menntun og fátæklingar helst enga læknisþjónustu.

Írsku leiðina takk.

Björn Halldór Björnsson, 15.4.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 626
  • Sl. viku: 2959
  • Frá upphafi: 2294578

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2696
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband