Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarsáttmáli í smíðum

Formenn VG og Samfylkingarinnar segja að stjórnarsáttmáli sé í smíðum. Það þýðir að flokkarnir hafa náð saman um stjórnarmyndun og meginatriði og verið er að færa það í letur sem samið hefur verið um.

Fróðlegt verður að sjá stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG sérstaklega með tilliti til þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn verður óhjákvæmilega að sinna. Þegar stjórnarsáttmálinn kemur fram má sjá að nokkru leyti hvert ríkisstjórnin hyggst stefna og hvort líkur eru á því að hún taki á vandamálunum með þeim hætti sem nauðsynlegt er.

Ég taldi eftir bankahrunið í október í fyrra að nauðsyn væri á myndun þjóðstjórnar því miður varð ekki af því. Ég tel með sama hætti nú að gott væri að mynduð yrði þjóðstjórn um lausn þeirra brýnu verkefna sem framundan eru. Ég er hræddur um að tveir sósíalistaflokkar ráði ekki við að taka á þeim vanda sem bregðast verður við með þeim hætti sem nauðsynlegt er.

En bíðum stjórnarsáttmálans og látum væntanlega ríkisstjórn njóta vafans meðan ekki liggur fyrir hvað hún ætlar að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Við sjáum það strax á stjórnarsáttmálanum hvort þessi ríkisstjórn valdi því hlutverki sem að þjóðin hefur falið henni. Ástandið í efnahagsmálum er grafalvarlegt og mjög róttækra aðgerða er þörf. Mér er sama hvort að þær aðgerðir kosti 100 milljarða eða 1000 milljarða, ríkisstjórnin verður að koma meirihluta heimila og fyrirtækja í gegnum þessar þrengingar. Íslenskt þjóðfélag eins og við þekkjum það er að veði.

Ef planið í efnahagsmálum er aðeins það að sækja um aðild að ESB þá er ég ansi hræddur um að þetta sé búið spil fyrir stórum hluta þjóðarinnar. Aðildarferli tekur í besta falli einhver ár, og fjölda mörg heimili og fyrirtæki geta bara ekki beðið svo lengi.

Ég hefði óskað eftir þjóðstjórn sem að ætti ekki sæti á Alþingi og ráðherrar væru ekki hluti af stjórnmálaflokkum. Með fullri virðingu fyrir Alþingi og þeim sem að þar sitja þá höfum við bara ekki tíma fyrir karpið á Alþingi. Ríkisstjórnin færi bara í þær aðgerðir sem að hún teldi þörf, sama hvað það kostar, og Alþingi væri þá í sjálfsvald sett hvort að það legði stein í götu þjóðstjórnarinnar. Seinna getur Alþingi karpað um hvernig best sé að byggja upp á ný. Sú stund er bara ekki núna.

Jóhann Pétur Pétursson, 3.5.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Jónas Egilsson

ER þetta ekki að verða löng bið og sýnilega verður lengri.

Hver borgar brúsan?

Er ekki eðlilegt að við uppgjör vegna hrunsins, að kostnaður við þessar pólitísku æfingar verði teknar með?

Jónas Egilsson, 3.5.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 446
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 4236
  • Frá upphafi: 2295971

Annað

  • Innlit í dag: 418
  • Innlit sl. viku: 3884
  • Gestir í dag: 392
  • IP-tölur í dag: 386

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband