Leita í fréttum mbl.is

Vindmyllur græna hagkerfisins.

Í Hollenskri skýrslu sem sagt er frá í enska stórblaðinu Daily Telegraph í gær kemur fram að vindmyllur til rafgmangsframleiðslu valdi meiri koltvísýringsmengun en þau orkuver sem knúin eru með olíu. Auk þess er kostnaður neytenda miklu hærri.

Sama gildir fyrir Bretland og væntanlega aðrar þjóðir sem hafa komið sér upp vindmyllufrumskógum eins fallegt og það nú er í landslaginu.

Hollenska skýrslan er gefin út af Dr. C le Pair sem er efnafræðingur á eftirlaunum og þar segir m.a.

" Vindmyllurnar eru ekki sjálfbærar. Þær eyða meira eldsneyti en þær spara og þær draga ekki úr útblæstri koltvísýrings. Þvert á móti þá valda þær auknum umhverfisskaða."

Þá hefur Civitas hugmyndabankinn gefið út skýrslu þar sem niðurstaðan er svipuð. Það virðist því vera niðurstaðan að hvar sem gripið er á hinu svonefnda "græna hagkerfi" að þá fylgja því meiri vandamál en það leysir.

Við búum svo vel að hafa náttúrulega orku úr iðrum jarðar og afli fossa. Þess vegna eigum við ekki að láta okkur dreyma um að fara í kostnaðarsama tilraunastarfsemi græna hagkerfisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eitt sinn voru kjarnorkuver talin umhverfisvæn og þá gjarnan talað um hreina orku. Ekki dettur nokkrum manni að halda því fram lengur.

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2012 kl. 11:19

2 identicon

Hverjum hefði svo dottið í hug að þær illu geislamengun!

http://www.tw312.org.uk/?page_id=474

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 12:48

3 identicon

Þess ber raunar að geta að sú mengun sem smíði rafala veldur er ekkert minni eða meiri hvort sem rafallinn er tengdur við vind,vatn eða gufu.   

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 12:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Jón

Þetta er ekki tilraunastarfsemi því þetta var fyrirfram dauðadæmt. Þetta er trúarstarfsemi.

Þeir sem þekkja lífshættulega og steinaldarlega járnröraflutninga vindsvikamyllubransans á steinaldartækni þessari eftir harðbrautum ætluðum bifreiðum. Þeir sem þekkja úrbrædda gírkassa vindmylla eftir einn storm. Þeir sem þekkja ömurlegan endingartíma þeirra. Ómögulega arðsemi þeirra. Ljótleika þeirra. Ærandi hávaðamengun þeirra. Sérstakan hæfileika þeirra til að framleiða ekki neitt nema kostnað, þeir sáu í gegnum þessi mál frá byrjun. En þetta er eins og hver önnur bóla. Nema að hér bólar ekki á neinu nema kostnaði og fullkomnu gagnsleysi undir yfirskini umhverfismála.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2012 kl. 15:24

5 identicon

Sæll Jón.

Þetta minnir um margt á hina sprenghlægilegu og vonlausu baráttu hinns hugumprúða Spænska riddara Don Quixote, hér fyrr á öldum þegar hann barðist hatrammlega við vindmyllurnar og vann þar að eigin áliti stóra sigra.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 21:03

6 identicon

Ja Jón nú er ég aldeilis hissa og mikið væri gaman að sjá þessa skýrslu og gaumgæfa, eða hvernig eiga vindmyllur að valda kolsýrismengun????? Auðvitað getur verið að það valdi kolsýrismengun að nota rafmagnið sem þær framleiða, en ég sé ekki hvernig þær eiga að valda kolsýringsmengun annars.

Er þessi efnafræðingur á eftirlaunum bara jafngalinn og indverjinn á Sameinuðuþjóðalaununum?

Ég held að það sé raunverulegt vandamál á vesturlöndum, sífelt meiri þörf á orku. Og ætli það sé ekki ein af ástæðunum fyrir vilja Evrópuríkja að innlima Ísland svo gera megi jarðstreng til Evrópu, selja rafmagnið héðan sem er af skornum skammti, en ekki óþrjótandi eins og þú segir ekki í þessu bloggi þínu, selja það á Evrópuverði, þá verður að selja okkur það á Evrópuverði líka, síðan meigum við ekki eiga orkuverin saman eins og ég held að það sé þjóðarsátt um heldur verður að selja þau prívateigendum sem geta gert þau að veði í eyðandi peningakerfi Cicago skólans. Það er vandlifað, en ég er samt mjög forvitinn að vita hvernig vindmillur fara að því að valda kolsýringsmengun.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 22:46

7 Smámynd: Jón Magnússon

Kjarnorkuverinn hafa þegar á allt er litið reynst mjög vel. Það er hins vegar hræðslan við það sem gæti gerst ef allt færi á versta veg sem veldur því að aðrir valkostir eru teknir.

Jón Magnússon, 10.1.2012 kl. 23:59

8 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er athyglivert Bjarni Gunnlaugur.

Jón Magnússon, 10.1.2012 kl. 23:59

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt það sem er raunin Gunnar. Þetta er ótrúlegur dans í kring um tækni sem er ekki enn komin á það stig að hún geti leyst nokkurn vanda.  Veldur því miður bara kostnaði og leiðindum eins og þú bendir réttilega á.

Jón Magnússon, 11.1.2012 kl. 00:01

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að þú sért eitthvað að misskilja Gunnlaugur. Það er ekki barátta við vindmyllurnar. Málið er einfaldlega það að þessi tækni er ekki að gera sig. Það kann vel að vera að í framtíðinni leysi menn þann vanda en það er annað mál. 

Jón Magnússon, 11.1.2012 kl. 00:03

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég á slóðina Sigurður í Daily Telegraph og þú getur skrifað mér á jm@nu.is og ég skal reyna að finna hana fyrir þig.  Þessi maður er á eftirlaunum það kom fram í fréttinni. Ég hef ekki það mikla vísindalega þekkingu að ég geti skýrt þetta Sigurður.

Jón Magnússon, 11.1.2012 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 696
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 3752
  • Frá upphafi: 2295430

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 3427
  • Gestir í dag: 618
  • IP-tölur í dag: 601

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband