Leita í fréttum mbl.is

Hæfir og vanhæfir dómarar

Per Christiansen norskur dómari við EFTA dómstólinn hefur ákveððið að víkja sæti í ICESAVE málinu vegna vanhæfis. Per telur ekki sæma að sitja í dómnum vegna þess að hann skrifaði blaðagrein um málið. Á sama tíma og Per víkur sæti ákveður Páll Hreinsson dómari við sama dómstól að sitja sem fastast og dæma um ICESAVE þó að hann hafi skrifað um 100 blaðsíður um málið.

Markmið með hæfisreglum er að tryggja hlutleysi og traust á málsmeðferð dómstóls. Þær miða að því að koma í veg fyrir að þeir sem hafa tengsl við málefnið, málsaðila eða eiga hagsmuna að gæta dæmi í málum. Markmið hæfisreglna er ekki eingöngu að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á niðurstöður mála. Þær eiga að auka traust almennings og málsaðila á því að niðurstaðan verði hlutlæg og réttlát.

Vegna fyrri skrifa Páls Hreinssonar um ICESAVE málið er hætt við að Bretar og Hollendingar og jafnvel fleiri geti gert niðurstöðuna tortryggilega ef EFTA dómstóllinn dæmir Íslandi í hag. Dómurinn yrði þá ekki endir á deilunni um ICESAVE eins og menn höfðu vonað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ótrúlegt dómgreindarleysi Páls. kv. þþ

þþ (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 19:19

2 identicon

Hafðu engar áhyggjur, Íslendingar skíttapa þessu máli.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 20:47

3 identicon

Auðvitað stórfurðulegt að Páll sjái sig ekki vanhæfan, hvað er maðurinn að hugsa, eða ekki. Er þrýstingur á hann frá Íslandi að sitja?

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 23:58

4 Smámynd: Jón Magnússon

Svo virðist vera ÞÞ

Jón Magnússon, 15.9.2012 kl. 00:23

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þá fyrst þurfum við að hafa áhyggjur Guðmundur.

Jón Magnússon, 15.9.2012 kl. 00:24

6 identicon

Það er ekki bara icesave sem verður tortryggt heldur er nú Alþingisskýrslan, Landsdómur og öll stjórnsýsla sem liggur undir. Landid flassar.

ÞÞ (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 439
  • Sl. sólarhring: 486
  • Sl. viku: 3495
  • Frá upphafi: 2295173

Annað

  • Innlit í dag: 395
  • Innlit sl. viku: 3182
  • Gestir í dag: 392
  • IP-tölur í dag: 386

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband