Leita í fréttum mbl.is

Umboðsmaður Alþingis og Orkuveitan

Í gær var kynnt úttektarskýrsla um Orkuveitu Reykjavíkur og vikið m.a. að svokölluðu REI máli. En "stóra rannsóknin" á REI málinu hefur staðið í 5 ár. Umboðsmaður Alþingis tók REI málið til skoðunar á árinu 2007, en niðurstöður þeirrar athugunar hafa ekki enn litið dagsins ljós.

Mál dragast iðulega úr hófi  hjá umboðsmanni Alþingis. Þannig þurfti embættið 38 mánuði til að lýsa skoðun sinni á sérstöku vopnaleitarhliði fyrir Saga Class farþega á Keflavíkurflugvelli. 

Rannsókn umboðsmanns á lögmæti útreiknings Seðlabankans á verðtryggingu hefur staðið í 15 mánuði.  Fleiri dæmi mætti nefna. 

 

Til að störf, skoðanir og skýrslur Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns hafi þýðingu, þarf hann að skipuleggja störf sín þannig að tryggt sé að málum ljúki innan eðlilegs málsmeðferðartíma.  Embætti umboðsmanns er gagnslítið fyrir borgarana þegar efnisniðurstaða mála kemur seint og um síðir jafnvel eftir að tilefnið er ekki lengur til staðar.

 

Verra er þó  ef umboðsmaður forðast  að taka á óþægilegum málum fyrir stjórnvöld.

Það er e.t.v. ríkari ástæða fyrir Alþingi að beina sjónum sínum og gagnrýni  að embætti Umboðsmanns Alþingis  en Ríkisendurskoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 69
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 4252
  • Frá upphafi: 2296042

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 3896
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband