Leita í fréttum mbl.is

Peningastjórn eða óstjórn Seðlabankans

Krónan hefur fallið mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið. Yfirlýsingar Seðlabankastjóra eru ekki þess eðlis að þær skýri hvað um er að ræða eða við hverju megi búast.

Með gjaldeyrishöftunum og þeirri peningastefnu sem mótuð var af Seðlabankastjóra og ríkisstjórn var við það miðað að halda genginu þokkalega stöðugu og verðbólgu innan ákveðinna marka. Hvorugt hefur gengið eftir.  Spurning er þá hvað er framundan?

Á sínum tíma mótaði Már Guðmundsson Seðlabankastjóri þá stefnu í íslenskum gengismálum sem átti eftir að verða þjóðinni mjög dýrkeypt, þegar hann seldi stjórnvöldum og stjórnum Seðlabanka hugmyndina um flotkrónuna. 

Ef til vill er það ein mesta kaldhæðnin sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur sýnt að ráða Má Guðmundsson sem Seðlabankastjóra til að láta hann dansa í rústum misheppnaðrar kenningar hans sjálfs um stjórn gengismála.

Mér datt í hug þegar ég hlustaði á Má Guðmundsson í Silfri Egils um daginn það sem vitur maður sagði um hagfræðinga. "Fólk gerir grín að þeim sem trúa á stjörnuspár, en gerir síðan áætlanir og trúir því sem hagfræðingar segja."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er nú ekki vitur maður, en getur verið að erfiðustu og tyrfnustu fræðigreinar Háskólans séu guðfræði og hagfræði?  Ég veit þetta ekki og þess vegna spyr ég, og er þó vitandi um að sumum trúuðum líkar ekki spurningin.

Mamma mín var  trúuð á sinn hátt og mestur hagfræðinga sem ég hef kynnst, en hún hafði reyndar aldrei komið í háskóla. 

Það hafa þeir Þór saari og Már gert og státa því af mikilli hagfræðiþekkingu og Steingrímur varð mikill Jarðfræðingur, en skyldu moldvörpur og ormar trúa því?  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.11.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Fræðigreinar eru mismunandi en engin þeirra algild. Þess vegna deila lögfræðinar í hverju málinu á fætur öðru fyrir dómstólum. Þess vegna skrifaði einn merkasti hagfræðingur allra tíma John Maynard Keynes tvö álit þegar hann var í nefnd um stríðshagkerfið á tímum Churchill.  Nútíma lýðræði stafar nokkur hætta af ofurvaldi sérfræðinnar sem oft er raunar takmörkuð sérfræði og hins vegar sú hugmynd að vanþekking sé dyggð þegar kemur að löggjafarstarfi.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3158
  • Frá upphafi: 2296156

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 2900
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband