Leita í fréttum mbl.is

Fimmföld verðhækkun??????

Frétt í sjónvarpi RÚV í gær vakti athygli. Sagt var frá því að dagvörur hefðu hækkað allt að  fimmfalt í verði miðað við Norðurlönd. Þetta var stórfrétt. Vöruverðshækkun veldur hækkun verðtryggðu lánanna. Af hverju var ekki búið að gera neitt í málinu af Samkeppnisstofnun og/eða ríkisstjórninni? Af hverju var ekki rætt við viðskiptaráðherra Steingrím J. vegna þessa okurs á neytendum?

En nei. Það var engin ástæða til að tala við Steingrím Þetta var í raun ekki frétt. Alveg ótrúleg ekki frétt.  Því miður voru vinnubrögðin á fréttastofu RÚV óviðunandi.

Þegar heimildir Nordic Statistic eru skoðaðar en þaðan hlítur þessi frétt að vera komin, þá sést að það er verið að fjalla um hækkun á 5 ára tímabili. Ekki er tekið inn í þessa útreikninga RÚV  gengishrun á Íslandi og gríðarlegar skattahækkanir á áfengi, tóbaki og bensíni.

Semsagt óvönduð ekki frétt. Fréttastofa RÚV ætti að gaumgæfa að það er af nógu að taka þar sem íslenskir neytendur þurfa að borga meira en neytendur í nágrannalöndum okkar. Umfjöllun um það þarf að vera meiri og vandaðri. Þá er ekki úr vegi að minnast stöðugt á dýrustu lán í heimi, sem íslenskir neytendur þurfa að bera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Jón.

Gott að þú sérð í gegnum þetta plott hjá RÚV.

En RÚV hefur staðið fyrir skipulegri ófrægingar- og rógsherferð gegn öllu sem íslenskt er. Við þessa iðju sína eru þeir rækilega studdir af flestum öðrum fjölmiðlum. Ég gæti tekið ótal fyrirsagnir og greinar sem eru beinlínis villandi og kolrangar.

En þetta úrtölu- og landsölulið ESB trúboðsins á Íslandi veit alveg hvað það er að gera með þessari ófrægingarherferð.

Illur tilgangurinn helgar meðalið !

Vona að þú sért hættur að daðra við þetta rugl Jón.

Gunnlaugur I., 11.12.2012 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 4287
  • Frá upphafi: 2296077

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 3926
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband