Leita í fréttum mbl.is

Velsæld er vond

Umhverfisráðherra var í hópi 17.000 opinberra starfsmanna á loftslagsráðstefnunni í furstadæminu Qatar, þar sem samþykktar voru aðgerðir sem fela í sér nýja skatta og takmarka framkvæmdir. Að vísu ná samþykktir ráðstefnunar aðeins til 15% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum skv. upplýsingum ráðherrans í morgunútvarpinu.

Í viðtalinu sagði upptendraði umhverfisráðherrann í tengslum við þessa loftslagsráðstefnu,  að hún hefði móast gegn nýrri stóriðju í landinu. Atvinnulausir landsmenn hljóta að færa ráðherranum sérstakar þakkir fyrir það.

Einnig sagði ráðherrann gott að útblástur gróðurhúsalofttegunda hefði minnkað í kreppunni. Var á henni að skilja að það væri hið besta mál og við ættum að keppa að því að vera í viðvarandi kreppu. Þannig verður það raunar ef fólk eins og Svandís Svavarsdóttir halda áfram að stjórna landinu.

Athyglisvert var að heyra  frá umhverfisráðherranum að við heyrum undir lögsögu Evrópusambandsins í loftslagsmálum, en þar er rekin vitlausasta stefna sem um getur í þessum málaflokki. Ráðherrann sagði að losun í stóriðju og flugi væri alfarið á valdi Evrópusambandsins fyrir Ísland.

Evrópusambandið er eini hópur iðnríkja sem hafa með ákvörðunum sínum á ráðstefnunni í Qatar dæmt íbúa sína til að þola samdrátt og lakari lífskjör vegna pólitísku veðurfræðinnar. Einnig að dragast aftur úr öðrum þjóðum í iðnaði og annarri framleiðslu. Það er eðlilegt að ráðherra Vinstri grænna fagni að vera í þeim hópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

good post. thank for you!

jigma (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

„Metnaðarfull“ stefna Svandísar beinist einmitt að því að Ísland njóti ekki algjörrar sérstöðu sinnar með endurnýjanlega orku heldur þurfi að kaupa svindlkvóta af umhverfisskussum, við sem ættum að vera hreinir seljendur ef eitthvað væri af viti í þessum fræðum, þar sem engu máli skiptir hver gerir hvað vel eða illa, bara að prósentin fari ákveðið upp eða niður.

Tilgangurinn, að kæla jörðina (í óþökk Íslendinga) næst hvort eð er aldrei, hvað þá með samningi 15% heildarlosunar- þjóðanna. Álagningin á flug, bíla, skip og framkvæmdir vegna þessa skammarleg, sérstaklega þegar horft er á eldgosin hér spúa 500-1000 muldum Yarisbílum á sekúndu upp í loftið.

Þetta mál allt er rakin leið til þess að setja eyjuna Ísland aftar en sammkepnislönd þeirra standa.

Ívar Pálsson, 10.12.2012 kl. 17:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Ívar.

Jón Magnússon, 10.12.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 118
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 4301
  • Frá upphafi: 2296091

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 3940
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband