Leita í fréttum mbl.is

Opinberun forsætisráðherra

Jafnan er hlustað er á ræðu forsætisráðherra á gamlárskvöld með mikilli athygli. Eðlilega eru gerðar kröfur til þess að ráðherrann fari rétt með staðreyndir.  Þess gætti Jóhanna Sigurðardóttir því miður ekki í áramótaávarpi sínu. Í ávarpinu sagði forsætisráðherra m.a: „Danski greiningaraðilinn sem sá hrunið fyrir og varaði okkur við,“Hér vísar forsætisráðherra  til skýrslu  Danske bank frá 21.mars 2006 sem unnin var m.a. af Lars Christiansen.  Sú skýrsla fjallar um efnahagskerfið á Íslandi og meginniðurstaðan  að kerfið sé við að ofhitna, viðskiptahalli sé um 20% af þjóðarframleiðslu og skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja sé orðin hættulega mikil.„Danski sérfræðingurinn“  spáir engu um fall íslenskra banka.  Í skýrslunni segir  m.a. að bankar verði að draga úr lánum til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga, en bankarnir séu almennt vel settir varðandi gjaldmiðilsbreytingar en gætu þurft að selja erlendar eignir ef þeir lentu í mótvindi.  Ekkert kemur fram í skýrslunni sem vísar til hugsanlegs falls íslensku bankanna. Lars Christiansen hefur mótmælt því opinberlega að hann hafi spáð fyrir um bankahrunið.  En það hefur engin áhrif á forsætisráðherra og suma fjölmiðlamenn. Í skýrslu Danske bank er sérstaklega varað við, að komi til niðursveiflu í efnahagslífinu gætu einstaklingar lent í miklum vanda vegna verðtryggðra lána. Það voru fleiri en „danski sérfræðingurinn“ , sem vöruðu við. Seðlabankinn gerði það í ritinu Peningamál í nóvember 2006 og 2007. Árið 2007 talar Seðlabankinn um  þörf  á ströngu aðhaldi þar til jafnvægi næst og varar við auknum útgjöldum hins opinbera.Jóhanna Sigurðardóttir settist í ríkisstjórn á miðju ári 2007 og stýrði útgjaldafrekasta ráðuneytinu.  Við fjárlagagerð árið 2008 samþykktu þáverandi stjórnarflokkar rúmlega 20% raunhækkun ríkisútgjalda einkum til mála undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Það var að þvert á varnaðarorð „danska sérfræðingsins“, viðvaranir Seðlabanka Íslands og hluta stjórnarandstöðunnar þar á meðal þess sem þetta ritar. Af vitnaskýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir Landsdómi  má ráða að forsætisráðherra hafi ekki fylgst með efnahags- eða bankamálum á árunum 2007 og 2008.  Skýrslu danska bankans  frá 2006 virðist því vera henni opinberun nú.

Við hrunið krafðist ég þess að sett yrðu sérstök neyðarlög sem tækju verðtrygginguna úr sambandi sbr. það sem fram kemur hjá „danska sérfræðingnum“.  Jóhönnu Sigurðardóttur var falið það mál af þáverandi ríkisstjórn og hún ákvað að gera ekkert.  Forsætisráðherra hafði þá ekki áttað sig á hinni miklu opinberun „danska sérfræðingsins“.

(Grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Eins og sjá má á þjóðmálaumræðunni í dag hafa erlendar skuldir landsmanna vaxið langt umfram getu okkar litla hagkerfis eftir inngönguna í EES og hafa þær aldrei verið meiri. Góðæriskenningin á sínar rætur frá þessari þróun, skuldir undirstaðan þótt þeirra væri aldrei getið í sjálfum málflutningnum þ.e.a.s. þeirra sem studdu EES-samninginn. Sannarlega hafa þær verkað sem driffjöður á lífæð hagkerfisins hér á landi, já, hér er verið að tala um skuldir, sem jafnframt hafa verið stór þáttur stöðugleikans, svokallaða. En hvar er hin raunverulega framleiðni?

Uppsveifluna í efnahagslífinu má rekja að mestu leyti til uppbyggingar á Reykjavíkursvæðinu sem varð til vegna landsbyggðarflóttans sem hefur verið mikill síðustu tvo áratugina. Hornsteinn þessarar þróunar, (landsbyggðarflóttinn annars vegar og fjármagnsstreymið til uppbyggingar hér syðra hins vegar) var lagður með kvótabraskkerfinu sem tryggt var svo í sessi með aðildinni að EES-samningnum, áratug síðar. Þetta gerði hinum fáu útvöldu kleift að fjármagna mestu búsifjan af mannavöldum í sögu þjóðarinnar. Alls kyns spákaupmennska hefur rutt sér til rúms síðustu árin þar sem arður er gerður úr væntingum og greiddur út í milljörðum til réttra aðila. Þetta hefur verið að gerast í íslensku atvinnulífi og nú síðast í sjávarútveginum á Akureyri, sem tekið sé dæmi.''

Leyfi mér að setja inn tilvitnun úr grein eftir mig ,,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið'' sem birtist í Morgunblaðinu 6.júni 2004 sem var Sjómannadagurinn það árið.

B.N. (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 00:47

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í USA eru 80% veðskulda millistétta hrein jafngreiðslu [í veðsafns samhengi IRR full tryggingtil að fylgja 150% PPP hækkunum á 30 ára endurgreiðslu tíma. Segjum að umsamnin út borgun sé 20.000.000 kr. og varsjóðraunvexta álaga sé 3.760.000 kr. þá er raunvirðið alls 23.760.000 kr. og greiðast þá til baka á hverjum mánuði: krónur : 23.760.000/360 =66.000 kr.  Hámarka verðbætur á síðast gjalda eru þá umsamdar: 66.000 kr. x 150%= 99.000 kr. Raunvirði á síðasta gjalddaga til greiðslu  165.000 kr.

ER óeðlilegt að setja hámark á almenna upphæð verðbóta sem lenda á almennum launum mönnum í framtíðinni að greiða í eigin nafni en atvinnurekendum að úttvega reiðuféð.
Er eitthvað að alþjóðlegum veðskuldarveðsöfnum IRR í USA og UK t.d.

Hér verður að vera hlutfallslega eins fjármálstarfsemi og í ríkjum sem eru stöndug á öllum 30 árum.
Í USA er verðbótum dreift þannig að greiðast mestar fyrst, er það kostur því endurgreiðslur verða tryggari því færi sem eru eftir.

Veit Jóhanna að EU Seðlabanki setur hámörk á verðbólgu yfir öll 5 ára tímabil og þess vegna líka á 6 x 5 ára tímabil.

Það er hámark hvað hægt er verðtryggja tekjur Ríkistjórnar Jóhönnu af öðrum ríkjum.

Júlíus Björnsson, 6.1.2013 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 4183
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3832
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband