Leita í fréttum mbl.is

Gáfumannafélagiđ fellur á enn einu prófi

Gáfumannafélagiđ undir forustu Egils Helgasonar pistlahöfundar á Eyjunni finnur nú Brynjari Níelssyni alţingismanni allt til foráttu. Brynjar er kallađur nettröll, heimskur og jafnvel geđveikur.

Ástćđa ţessara skrifa Egils og ađdáenda er sú ađ Brynjar skrifađi málefnalega grein fyrir nokkrum dögum um starfsemi embćttis Sérstaks saksóknara. Í grein Brynjars kom fram m.a. hvađ ákćrt hefđi veriđ í fáum málum sem vörđuđu gjaldţrot stóru viđskiptabankanna 2008 og ekkert málanna varđađi í raun ţađ ađ banki eđa bankar fóru í ţrot.  Ţá benti Brynjar á hvađ gríđarlegur fjöldi mála hefđi veriđ felldur niđur af Sérstökum saksóknara, sem er ađ hluta til vegna ţess ađ Gunnar Andersen ţáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins skóflađi til hans lítt eđa óunnum og ónýtum málum undir húrra- og fagnađarhrópum Egils Helgasonar og Ţorvaldar Gylfasonar prófessors.

Allt eru ţetta stađreyndir sem Brynjar fjallar um og ekkert af ţessum atriđum varđar andlega hćfi hans. Umfjöllun Brynjars er innlegg í málefnalega umrćđu um stađreyndir.

Ţessir forustumenn hins eina sannleika bankahrunsins, ţeir Egill Helgason og Ţorvaldur Gylfason sporgöngumenn Evu Joly virđist í mun ađ girđa fyrir málefnalega og vitsmunalega umrćđu um stađreyndir málsins. Sjálfsagt vegna ţess ađ viđ skođun kemur í ljós ađ ţađ stendur ekki steinn yfir steini af fullyrđingum ţeirra eđa Evu Joly varđandi gjaldţrot bankanna í kjölfar gjaldţrots ţeirra.

Umrćđa eins og sú sem Egill Helgason stendur fyrir sem miđar fyrst og fremst ađ ţví ađ vega ađ einstaklingi og hćfileikum hans í stađ ţess ađ fjalla málefnalega um efnisatriđi er í samrćmi viđ ţá greindarlegu hugsun hans og Ţorvaldar Gylfasonar ađ bankarhruniđ sé stjórnarskránni ađ kenna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţađ er skelfilegt ađ sjá ţennan gargandi kór sem vegur ađ Brynjari. Talar um hann eins og ţú nefnir og segir hann "óvandađan mann".

Ţessu fólki er vorkunn, ađ geta ekki tekiđ rökrćđur um málefnin viđ Brynjar, heldur sendir skeyti sín á milli á bloggvefum um hversu ómöguleg persónan sjálf er. Ekkert um málefnin, bara um manninn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2013 kl. 15:36

2 identicon

Ég verđ ađ gera ţá athugasemd hér ađ ég hef hvergi kallađ Brynjar geđveikan né heimskan, ţótt látiđ sé ađ ţví liggja hér.

Hvađ málefnalegheit varđar, ţá kallar Brynjar Evu Joly "gamlan kommúnista". Ţađ eru hrein ósannindi.

Og svo er ţađ Sérstakur saksóknari. Ţađ er viđ ramman reip ađ draga ađ fá fram sakfellingar vegna hvítflibbabrota á Vesturlöndum. Varla dettur ţó neinum í hug ađ ţau séu ekki framin. Hins vegar er auđvelt ađ dćma fólk í fangelsi fyrir ađ stela sómasamloku og kókómjólk eins og kom fyrir konu sem ég ţekki nýveriđ.

bestu kveđjur

Egill

Egill Helgason (IP-tala skráđ) 31.7.2013 kl. 20:49

3 identicon

Nornaveiđar heitir ţetta réttu nafni

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 31.7.2013 kl. 21:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er rétt Gunnar og ţađ skiptir máli ađ koma á málefnalegri umrćđu í ţessu máli. Ţađ er komiđ nóg af upphrópunum án innihalds eđa skynsamlegrar skírskotunar.

Jón Magnússon, 31.7.2013 kl. 23:37

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er rétt Egill ađ ţú hefur ekki kallađ Brynjar geđveikan eđa heimskan en ţú sagđir minnir mig ađ hann vćri nettröll. Hvađ er ađ vera nettröll? Strax í kjölfar fćrslu ţinnar komu ađdáendur ţínir í röđum og töluđu um Brynjar sem heimskan eđa geđveikan. Óneitanlega kom mér nokkuđ á óvart ađ ţú skyldir ekki gera athugasemdir viđ ţađ. Ţá kom mér líka á óvart ađ sjá suma ţá sem beittu slíku orđfćri.

Hvort Eva Joly er gamall kommúnisti eđa ekki ţađ ţekki ég ekki. En hún er í flokki međ Daniel Chon Bendit sem er gamall kommúnisti og var kallađur Rauđi Danni ţegar sól hans skein í óeirđum í París um 1970 ef ég man rétt. Ef ţađ er rangt ađ Eva Joly sé gamall kommúnisti ţá ber Brynjari ađ leiđrétta ţađ. Hins vegar skiptir ţessi kona litlu máli og gerđi lítiđ annađ en ná til sín og ađstođarmanns síns peningum frá skattgreiđendum.

Ég er sammála ţér ađ ţađ er međ ólíkindum hvađ tekiđ er vćgt á ţví sem kallađ er hvítflibbabrot. Ţar er oft um hundrađa milljóna eđa milljarđa ţjófnađ frá almenningi ađ rćđa. Dćmi um ţetta eru m.a. sektir sem stórfyrirtćki fá sem brjóta samkeppnislög hér og erlendis. Sektin er venjulega brot af ţeim hagnađi sem fyrirtćkin hafa notiđ af lögbrotinu. Međ sama hćtti mćtti sćma Sómasamlokuţjófinn til ađ skila fjórđungi af Sómasamloku til baka og vćri hann ţá laus allra mála.

Jón Magnússon, 31.7.2013 kl. 23:45

6 Smámynd: Jón Magnússon

Er ţađ ekki frekar ađ reyna ađ gera lítiđ úr pólitískum andstćđingi Bjarne?

Jón Magnússon, 31.7.2013 kl. 23:46

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er ţađ ekki svolítiđ langsótt ađ eigna Agli Helgasyni ummćli annarra, af ţví ađ ţau komu í kjölfar skrifa Egils?

Ómar Ragnarsson, 1.8.2013 kl. 00:02

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er ţađ ekki svolítiđ langsótt ađ kenna Agli Helgasyni um ummćli annarra, af ţví ađ ţau komu í kjölfar skrifa Egils?

Ómar Ragnarsson, 1.8.2013 kl. 00:03

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ţetta eru ummćli á hans síđu Ómar. Ţú hefur iđulega gert athugasemdir viđ orđfćri og ummćli á ţinni síđu ţegar ţér finnst ţau fara yfir velsćmismörk. Ţađ eiga menn ađ gera. Eina afsökunin ađ ţađ sé ekki gert er ađ viđkomandi hafi ekki séđ ummćlin.  En ţađ var ekki afsökun Egils í ţessu tilviki hann kemur međ athugasemdir og ummćli í framhaldi af ţessum gölnu árásum á Brynjar án ţess ađ gera athugasemdir.  Var ekki einhvern tíma sagt ţögn er sama og samţykki Ómar. 

Svo er ţađ annađ. Menn eins og ţú, Egill ég og fleiri eigum ađ amast viđ og mótmćla svona ummćlum og ómálefnalegum athugasemdum svo oft sem fćri gefst strax. Nógu illyrt er umrćđan oft á netmiđlunum ţannig ađ ţađ er full ástćđa til ađ sporna viđ.

Jón Magnússon, 1.8.2013 kl. 11:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 617
  • Sl. viku: 2972
  • Frá upphafi: 2294591

Annađ

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 2709
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband