Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún og konur í Afghanistan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk þá vafasömu upphefð í gegn um fjölskyldu "vininn" Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra að vera send til Afghanistan til að sinna málefnum þarlendra kvenna.

Launin eru að vísu firnagóð en verkefnið nánast óleysanlegt og starfsaðstaða óneitanlega ein hættulegasta sem hægt er að bjóða þeim upp á sem ekki gegna hermennsku á vígvelli.

Eðlilega gerir Ingibjörg nú sem mest úr mikilvægi þessa viðamikla verkefnis. Samt sem áður er hætt við að allt það starf verði lítils metið þegar vestræn vopn og hermenn hverfa af svæðinu. Í þessu efni eins og með herhlaupið til Afghanistan er spurningin til hvers? Alveg eins og með þá hundruði milljarða sem hafa verið sendir til landsins og hafnað oftar en ekki í vösum spiltra stjórnmálamanna sem krefjast þess að konur þeirra klæðist skósíðum búrkum og líta á það sem dauðasynd að þær mennti sig eða keyri bíl.

Vestrænt stjórnmála- og fjölmiðlafólk er sannfært um að við höfum skipulagslega og hugmyndafræðilega yfirburði sem allir aðrir bíði eftir að tileinka sér.  Þessi hrokafulla hugsun er röng og það sýnir sig eftirminnilega á hverjum degi í Írak og Afghanistan.

Vandi Vesturlandabúa eða á ég að segja kristna heimsins er að skoða sjálfa sig og þjóðfélagsgerð sína og átta sig á að hugmyndafræðilega erum við orðin viðskila við ákveðin grunngildi og erum tilbúin til að loka augunum fyrir kvennakúgun og mannfyrirlitningu þegar það hentar.  Þess vegna er Dalai Lama iðulega útskúfað en furstar Saudi Arabíu boðnir velkomnir.

Af hverju eru konur seldar og svívirtar svo þúsundum skiptir á Vesturlöndum á sama tíma og við teljum okkur bær um að koma vitinu fyrir aðra? Það er eitthvað rotið ekki bara í konungsríkinu Danmörku heldur víðar í hinum vestræna heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef trú hvað sem hun nefnist- er með nismun á konum og körlum- er hún hentistefna karla- með kúgunarþörf.

 Því miður er kúgun lika á Íslandi- á konum sem eru á lægstu launum og hafa ekki kjark til að slita sig frá ofbeldi maka eða sambylismanna- vegna þess að þær geta þá ekki brAUÐFÆTT BÖRN SÍN- ER MUNUR Á ÞESSU OG múslimum ! Þetta er valdbeiting.

ERLA MAGNA (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 18:32

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Má ég taka ofann fyrir greinarhöfundi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.8.2013 kl. 19:40

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Kristján en ég veit ekki fyrir hvað.

Jón Magnússon, 4.8.2013 kl. 23:29

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fyrir skerpu og víðsýni.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.8.2013 kl. 23:56

5 Smámynd: Óskar

Þegar ég sá fyrirsögnina á bloggfærslunni þá bjóst ég við að Jón Magnússon ætlaði að hrauna yfir Ingibjörgu, Samfylkinguna og múslima.  En hvað gerðist? Aldrei þessu vant er ég sammála hverju orði Jóns, eða svona næstum því.

Óskar, 5.8.2013 kl. 06:23

6 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Kristján. Ég vona að ég eigi það skilið.

Jón Magnússon, 5.8.2013 kl. 11:59

7 Smámynd: Jón Magnússon

Af hverju bjóstu við því Óskar. Ég hef aldrei hraunað yfir múslima. Ég hef talað um öfagamenn í þeirra röðum og ég vilji þá sem lengst frá mér. En aldrei gert athugasemdir við trúarbrögðin frekar en annan atrúnað sem ég aðhyllist ekki.  En takk fyrir það. Ég vona að við eigum samleið sem oftast.

Jón Magnússon, 5.8.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 95
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 4278
  • Frá upphafi: 2296068

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 3919
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband