Leita í fréttum mbl.is

Er Ísland tifandi tímasprengja

Athyglisverð grein birtist í tímaritinu Fortune í gær þar segir að Ísland geti verið tifandi tímasprengja  efnahagslega og annað efnahagshrun (meltdown) gæti  verið á leiðinni. Getur eitthvað verið til í þessu?

Í Fréttablaðinu er leitað til Kúbu Gylfi Magnússonar fyrrverandi viðskiptaráðherra sem telur greinina jafnranga og fjarri raunveruleikanum og íslenskir ráðamenn töldu skýrslu den Danske bank árið 2006 og umfjöllun í Financial Times 2007. Hvorutveggja reyndist þó rétt. 

Er þetta bara heilaspuni pistlahöfundar sem ekkert veit og ekkert skilur. Cyrus Santani sem skrifar umrædda grein í Fortune bendir óneitanlega réttilega á að ekkert hafi verið gert raunhæft til að byggja upp íslenskt efnahagslíf frá hruni og á því ber m.a. Gylfi Magnússon ábyrgð.

Greinarhöfundur bendir á að með gjaldeyrishöftum og fleiru hafi vandamálum verið skotið á frest og gefur í raun efnahagsstjórn síðustu ríkisstjórnar algjöra falleinkunn sem er rétt.

Gríðarlega aukinn ferðamannastraumur og makrílveiðar fyrir milljarða voru gæfa okkar á tíma síðustu ríkisstjórnar þar sem hún amaðist við nýsköpun í atvinnulífi og byggingu vatnsaflsvirkjana. Annað var því í kyrrstöðu. Ofurskattheimta á lítil fyrirtæki og einstaklinga hefur líka haft neikvæð áhrif og fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að vinna úr því.

Ef við höldum áfram á sömu leið þá er hætt við að spádómur Cyrus Santani rætist að einhverju leyti. Við getum ekki rekið ríkissjóð með viðvarandi 20% halla. Við verðum að skera niður ríkisútgjöld og lækka skatta. Smáskammtalækningar duga ekki. Það verður að taka á skuldamálum heimilanna afnema verðtryggingu á neytendalánum og taka upp lánakerfi eins og gerist í okkar heimshluta. Þeir hlutir eru forsenda þess að við getum fyrr en síðar aflétt gjaldeyrishöftunum, sem er forsenda aukinar fjárfestingar og vaxtar í íslensku efnahagslífi.

Svo verða menn að horfa raunhæft á gjaldmiðilinn krónuna. Er hún blessun eða böl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lykilatriðið hjá Santani er að við erum í alvarlegri klemmu vegna gjaldeyrishaftanna. Ef við afnemum þau fer hér allt á hliðina hratt, ef ekki fer það hægar á hliðina.

Eina leiðin út úr vandanum er að draga úr innflutningi og auka útflutning. Þetta getum við gert með því að lækka gengið hægt og bítandi, en á meðan verðum við að sætta okkur við aukna verðbólgu og rýrnandi lífskjör.

Það er hárrétt hjá Santani að við höfum tekið núverandi lífskjör okkar að láni. Með gjaldeyrishöftunum pissum við í skóinn okkar. Það er skammgóður vermir.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2013 kl. 21:48

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Í raun Jón þá hefur pistlahöfundur verið of mikið á djamminu í miðborg Reykjavíkur og verið að lýsa sjálfum sér rétt áður en hann fór í afvötnun og búinn að æla út um allt.

Ómar Gíslason, 13.8.2013 kl. 23:10

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta sýnist mér vera alveg rétt greining hjá þér og það segir okkur þá líka þá sögu að vinstri stjórnin sem var að skilja við skilaði engum árangri heldur frestaði að taka á vandamálunum.

Jón Magnússon, 13.8.2013 kl. 23:11

4 identicon

Það er svolítið sérkennilegt að síðuritari sem vill að menn komi heiðalega fram skuli aðeins kenna sig við einn stjórmálaflokk á kynningu sinni um sig, maður sem hefur verið kenndur við fleiri en einn flokk.

Hér er ein spurning Jón : Hverjir settu á gjaldeyrishöftin og af hverju kemur það ekki fram hjá þér þar sem þér er mjög umhugað hverjir beri ábyrgð á þeim.

Önnur spurnig Jón : Er vandi sem varð til fyrir og til okt. 2008, vandi síðustu ríkisstjórnar eins og þú vilt af láta, ef svo er, skilgreindu það nánar og með faglegum rökum svo eftir verður tekið.

Þriðja spurning : Er núverandi ríkisstjórn eingögnu að eiga við vanda sem skapaðist við síðustu ríkisstjórn, útlistaðu það frekar.

Jónas Þórðarson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 07:08

5 Smámynd: Jón Magnússon

Heldurðu það Ómar. Ég þekki ekki pistlahöfundinn en dæmi bara það sem hann skrifar.

Jón Magnússon, 14.8.2013 kl. 22:58

6 Smámynd: Jón Magnússon

Svar 1: Gjaldeyrishöftin voru sett á skv. tillögu stjórnar Geirs H. Haarde. Af hverju ég átti að taka það sérstaklega fram í þessari færslu fæ ég ekki skilið. Sé ekki að það skipti máli í sjálfu sér varðandi efnisatriði færslunnar.

Svar 2. Vandinn sem til varð fyrir 2008 var vandi fyrri ríkisstjórnar eins og vandinn sem núverandi ríkisstjórn skilur eftir er vandi núverandi ríkisstjórnar. Þannig er það alltaf í pólitík að þú tekur við þeirri stöðu sem er þegar þú tekur við. Faglegri rök þarf ekki. Engilsaxar mundu kalla það common sense að gera sér grein fyrir þessu.

Svar 3. Nei þannig er það aldrei þó að vondir hlutir kunni að hafa orðið verri hjá fyrir ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn tekur líka á öðrum málum eðli máls samkvæmt.

Svo er það Jónas Þórðarson að bloggið er þannig miðlun að það gefur ekki tækifæri til langra útlistana og það ættir þú að vita. Ef þú vilt að ég tali á fundi um þessi mál þá getur þú haft samband. Ég er í símaskránni.

Jón Magnússon, 14.8.2013 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 66
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 4249
  • Frá upphafi: 2296039

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 3894
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband