Leita í fréttum mbl.is

Mistök,lögbrot og stefnuleysi

Geta Bandaríkin verið forustuþjóð hins frjálsa heims? Svo virðist sem Obama Bandaríkjaforseti geti ekki markað utanríkisstefnu með skynsamleg framtíðarmarkmið að leiðarljósi.

Obama segist ætla að berjast gegn Al Qaida og hryðjuverkastarfsemi í maí s.l. sagði hann að Al Qaida væri á flótta (on the run) en nú nokkrum mánuðum síðar þá þurfa Bandaríkjamenn að loka 19 sendiráðum vegna ógnar Al Qaida.  

Samband Bandaríkjanna og Rússa hefur versnað og stráksleg ummæli Obama um Putin eru ekki til þess fallin að laga þau. Obama ákvað að hætta við fund með Putin þrátt fyrir að hafa lýst áður yfir mikilvægi góðra samskipta og samvinnu Rússa og Bandaríkjanna. Sennilegasta ástæða þess að Obama vill ekki hitta Putin núna er vegna þess að Putin mundi líklega koma út úr fundinum sem sterki maðurinn en Obama sá veiki.

Stefna Bandaríkjanna,Tyrkja, Frakka og Breta í Sýrlandi eru hættuleg mistök. Þessar þjóðir hafa sent mikið af vopnum til uppreisnarmanna,  sem hafa lent í höndum Al Qaida liða. Þá hefur stefnan aukið á spennuna á þessum slóðum og stuðlað að baráttu milli trúarhópa og þjóðfélagsbrota. Eini raunverulegi sigurvegarinn í þessari baráttu virðist á þessari stundu vera Íran.

Obama hefur ekki lokað fangabúðunum í Guantanamo. Þar sitja menn sem hafa setið í fangelsi í meir en áratug án dóms og laga. Fangabúðirnar í Guantanamo er brot á aljþóðalögum og Bandaríkjunum til mikillar minnkunar. Uppljóstranir Snowden um framferði NSA grefur einnig undir áliti á Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir að Obama tali stöðugt um framtíðina og þær vonir sem við hana eru bundnar þá verður ekki séð að hann hafi nein ráð eða sé fær um að veita forustu eða hafi skilning á þeim nýju kröfum og þeirri breyttu heimsmynd sem nú er fyrir hendi.

Það er slæmt þegar Bandaríkin voldugasta ríki heims eru komið í þá stöðu að geta ekki veitt pólitíska eða siðferðilega forustu. Vonandi sjá Bandaríkjamenn sig knúna til þess í næstu kosningum að velja forseta sem er fær um að vera forustumaður og hefur sýn á framtíðina og skilning á því sem er að gerast.  Slíkur forseti hefur ekki verið í Bandaríkjunum síðan Ronald Reagan gengdi embættinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Bandaríkin eiga einstaka snillinga sem eru að gera góða hluti; en það fólk er ekkert endilega að koma fram fyrir hönd Bandaríska-ríkisins.

Bandaríska ríkið sér grýlur í öllum hornum en gleymir að flagga því sem vel er gert=AÐ búa til fyrirmyndir=Að leiða á jákvæðan hátt.

Það er allt of mikið af Amerískum rusl-kvikmyndum

sem ganga bara út á fíflagang og horror.=Dregur niður allt jákvætt.

Kastljós heimsins ætti oftar að beinast að Sameinuðuþjóðunum í öllum utanríkismálum.

Jón Þórhallsson, 12.8.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 4255
  • Frá upphafi: 2296045

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 3899
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband