Leita í fréttum mbl.is

Kosningabarátta Fréttablaðsins

Fréttablaðið hefur hafið markvissa baráttu fyrir því að koma Jóni Gnarr fyrrum borgarstjóra í embætti forseta Íslands. Fyrsti liður baráttunnar var að gera skoðanakönnun þar sem yfir 800 manns voru spurðir og af þeim nefndu rúm 15% Jón Gnarr sem einstakling sem þeim hugnaðist.

Næsta skref blaðsins í baráttunni fyrir kjöri Jóns Gnarr var að birta forsíðufrétt með stríðsletri á forsíðu helgarblaðsins þar sem fullyrt var að 40% landsmanna vildi fá Jón Gnarr sem forseta. Sú fullyrðing var röng, en gaf hins vegar kosningastjórn Jóns Gnarr á Fréttablaðinu tilefni til að  birta við hann drottningarviðtal í blaðinu, sem var þá þriðja skrefið í baráttu blaðsins fyrir kjöri mannsins.

Nýjasta skref Fréttablaðsins í baráttunni og það fjórða á þrem dögum er ritstjórnargrein þar sem ritstjóri blaðsins telur Jón Gnarr verðugan fulltrúa sem baráttumann fyrir alheimsfriði.  Fyrst það gerir Jón Gnarr hæfastan íslendinga til að verða forseti þá hefði þjóðin samkvæmt þessari rökfræði betur kosið Ástþór Magnússon á sínum tíma sem fulltrúa allsherjarfriðar.

Fróðlegt verður að sjá hvert verður næsta skref Fréttablaðsins í baráttunni fyrir að koma Jóni Gnarr á Bessastaði og fróðlegt væri að sá sem skrifaði ritstjórnargrein blaðsins í dag mánudaginn 3. nóvember útskýrði fyrir þjóðinni með hvaða hætti hugmyndafræði sú sem hann talar svo fjálglega um í leiðaranum geta leyst aðsteðjandi vanda vegna hryðjuverkaógnar og skulu þá ótalin önnur hryðjuverkasamtök en ISIL.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ga-ga-stefna Esb-Fréttablaðsins í ýmsum málum heldur áfram að vinda upp á sig í framhaldssögu-lygafréttum eins og fyrri daginn. Lágt leggjast þeir.

Af hverju er ekki hægt að reka slíkan auglýsingamiðil á hlutlausan hátt?

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 17:07

2 Smámynd: Már Elíson

Það er eins og þú sért opinberlega á móti Jóni - Ertu kannski með betri hugmynd ?

Er þetta ekki annars algengur gangur sem viðgengst í þínum flokki, eða er þetta einsdæmi ? - Átt þú ekki málgagn ? - Má hann ekki eiga málgagn ? - Er ekki málfrelsi og lýðræði ? - Hefur ekki sjálfstæðismaður (af betri sortinni) verið penni á Fréttablaðinu ?

Ég spyr bara - svara þú.

Már Elíson, 3.11.2014 kl. 21:42

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nú það ágæti nafni minn. Ekki kann ég skýringu á því.

Jón Magnússon, 5.11.2014 kl. 23:01

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það hefur ekkert með það agera hvort ég er á móti honum eða ekki Már. En ég gæti varla hugsað mér verri hugmynd. Að sjálfsögðu má Jón Gnarr eiga málgagn Már og það er einmitt það sem ég er að benda á. Fréttablaðið hagar sér eins og málgagn Jóns Gnarr.  Það hafa verið margir góðir pennar á Fréttablaðinu Sjálfstæðismenn sem aðrir en það hefur ekkert með þessa færslu að gera.

Jón Magnússon, 5.11.2014 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 208
  • Sl. sólarhring: 976
  • Sl. viku: 3998
  • Frá upphafi: 2295733

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 3665
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband