Leita í fréttum mbl.is

Býr þriðja hvert barn á Íslandi við fátækt?

Út er komin enn ein furðuskýrsla frá UNICEF um fátækt barna. Samkvæmt skýrslunni býr tæplega þriðjungur íslenskra barna við fátækt. 

Fátækastir á Íslandi eru þeir sem eru atvinnulausir eða geta ekki unnið vegna sjúkdóma. En þeir sömu njóta margvíslegrar aðstoðar t.d. varðandi húsnæði, greiðslu sjúkrakostnaðar, ókeypis menntun fyrir auk margs annars. Á heimilum svonefndu fátæku barnanna samkvæmt skýrslunni eru sjónvörp,tölvur, ískápar, stereógræur, bíll eða bílar og flest þeirra eiga farsíma. Er þetta fátækt?

Staðreyndin er sú að skýrslan byggir ekki á því sem fólk almennt skilur sem fátækt. Félagsfræðingarnir sem unnu skýrsluna líta ekki á fátækt sem það að vera of fátækur til að geta notið grundvallar efnalegra gæða til að geta haft það gott. Þess í stað hafa sérfræðingarnir tölfræðilega viðmiðun sem er sú að þú býrð við fátækt ef laun heimilisins eru minna en 60% af meðatekjum þjóðfélagsins.

Á grundvelli þessara skilgreininga þá skiptir það engu máli þó tekjur allra yrðu helmingi hærri. Hlutfall fátæktar yrði eftir sem áður sú sama. Ef laun almennt lækkuðu hins vegar gæti það orðið til þess að fátækum fækkaði á grundvelli sömu útreikninga þó að fólk hefði það efnalega mun verra. 

Til að sýna fram á fáránleika skýrslugerðar Unicef má benda á að í nýlegri skýrslu þeirra þá er niðurstaðan sú að fátækt barna í Lúxemborg sé meiri en í Tékklandi. Samt sem áður er einna mest velmegun og hæstu launin í Lúxemborg af öllum löndum Evrópu.

En hvers vegna notar stofnun eins og Unicef svona viðmiðanir. Stofnunin sjálf hefur gefið þá skýringu á því, að gerði hún það ekki, þá mundi ekki vera nein fátækt í ríkum löndum eins og Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Sú staðreynd hentar hins vegar ekki Unicef eða Samfylkingarfólki veraldarinnar, sem byggir á því að sé ekki um fátækt að ræða þá verði að búa hana til.

Þess vegna er búið til hugtakið hlutfallsleg fátækt og Stefán Ólafsson háskólakennari og skýrsluhöfundar Unicef vinna út frá því viðmiði en ekki raunveruleikanum um að fátækt sé fátækt sem er allt annað en tölfræðilíkan hlutfallslegrar fátæktar.

Þannig mundi sonur minn vera skilgreindur samkvæmt þessum vísindum sem fátækur ef ég gæfi honum 2000 krónur á viku í vasapeninga en meirihluti skólafélaga hans fengju 3.500 í vasapeninga frá sínum foreldrum. Hann héldi áfram að vera skilgreindur sem fátækur þó ég hækkaði vasapeningana hans um helming í 4000 ef vasapeningar félaganna hækkuðu í 7.000 Engu skipti í því sambandi þó að heildarneysla á hvert barn sé um 60 þúsund þegar upp er staðið og hvort barnið nýtur efnalegrar velmegunar eða ekki.  

Samfélagslega fátæktin verður að hafa sinn framgang jafnvel þó hún sé allsendis óraunveruleg. 

Við gerum grín af svonefndri háksólaspeki miðalda. Maður líttu þér nær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gott hjá þér Jón Magnússon. Án þess að ég vilji gera lítið úr fátækt eða erfiðleikum fólks enda sjálfur reynt ýmislegt !

En þú afhjúpar hér með þessi alþjóðlegu Samfóista "vísindi" sem eru fyrir neðan allar hellur. Þetta er búinn að vera aðalfréttinn á öllum fréttamiðlum Íslands í dag, aftur og aftur. Aumingja við á Ísland sé semsagt sárafátækt og hér sé landlæg barnafátækt og nú séum við versta og fátækasta land Evrópu.

Eftir að hafa búið mörg ár í útlöndum vissi ég náttúrlega að þetta væri eins stór kratalygi !

Þegar betur er skoðað eins og þú gerir þá er þetta enn ein samsæris stóra lygin þeirra eilíft Samfóista dekur til að þjóna Stórríkishugmyndum ESB Elítunnar og Krata elítunnar á Íslandi !

Gunnlaugur I., 29.10.2014 kl. 00:53

2 identicon

Sæll Jón.

Skýrsla UNICEF er að mestu unnin af hagfræðingum en ekki félagsfræðingum. Fyrst þú nefnir mitt nafn þá verð ég að upplýsa þig um það, að ég er mjög gagnrýninn á einhliða notkun afstæðra fátæktarmælinga og útlistaði það í umsögn minni um UNICEF skýrsluna og sýndi aðrar aferðir við mat á fátækt og fjárhagsþrengingum. Á kynningarfundinum kom einnig fram að mat á skorti á efnahagslegum lífsgæðum, sem Hagstofan hefur nýlega kynnt í góðri skýrslu, er allt annað en að þriðjungur barna á Íslandi búi við fátækt (sem er miðað við fátæktarmörk eins og þau voru á toppi bóluhagkerfisins fyrir hrun).

Nærri lætur að innan við 5% hjóna með börn búið við skort á efnahagslegum lífsgæðum árið 2013 en um 25% einstæðra foreldra (https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=16739).

Hins vegar eru það rétt skilaboð frá UNICEF að fjárhagsþrengingar barnafjölskyldna jukust meira á Íslandi en í öðrum Evróuplöndum í kjölfar hrunsins. Bestu kveðjur.

Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 127
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 3068
  • Frá upphafi: 2294687

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 2797
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband