Leita í fréttum mbl.is

Hjónavígslur á forsendum ríkisins

Aftur og aftur opinbera þingmenn Vinstri grænna og Pírata andúð sína á kristni og kirkju. Engu skiptir þó að biskupinn reyni að friðþægja þeim með sömu hugsun og maðurinn sem henti kótelettum í tígrísdýrið í þeirri trú að það mundi leiða til þess að það gerði tígrísdýrið að grænmetisætu.

VG og Píratar hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að einungis opinberir starfsmenn geti framkvæmt hjónavígslu svo gilt sé og telja rétt að afnema þau persónubundnu réttindi sem borgarar landsins hafa í dag til að velja. Ekki í fyrsta skiptið sem Sovétið sýnir sitt rétta andlit hjá forustufólki VG og Pírata.

Í nokkurn tíma hafa Vinstri grænir, Píratar o.fl. barist fyrir rétti samkynhneigðra til að fá kirkulega hjónavígslu og nú þegar það hefur tekist þá finnst þessum sömu aðilum rétt að svipta kirkjuna þeim rétti að framkvæma hjónavígslu svo máli skipti.

Nú er það svo að hjónavígsla hefur trúarlega skírskotun hjá mörgum, það voru m.a. rökin fyrir að samkynhneigðir fengju vígslu í kirkjum. En nú snúa VG og Píratar þessu á haus og segja að þetta skipti bara engu máli. Alla vega ekki lengur.

Þingmenn VG og Pírata leggja til að einstaklingunum verði meinað að láta presta eða forstöðumenn trúfélaga sjá um hjónavígslur svo gilt sé. Sama kerfi og VG og Píratar leggja til var við lýði í löndum kommúnista og að hluta til hjá nasistum. Flott að samsama sig með þeim flokkum eða hvað?

Einstaklingsfrelsið skal afnumið en í stað þess komi ríkisræðið þar sem þú skalt hvort sem þér líkar betur eða verr hvort sem þú ert gagnkynhneigður eða samkynhneigður. Þú mátt ekki hafa valfrelsi því það er eitthvað sem þessu stjórnlynda fólki í VG og Pírötum finnst allt of mikið af í þjóðfélaginu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég hef heyrt að kommú-nasistarnir í Frakklandi hafi líka svona fyrirkomulag. Ekki viljum við líkja eftir því ófrjálsa einræðislandi!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2017 kl. 20:25

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristin trúfélög ættu að taka sig saman um þá kröfu, að hjónavígsla samkynhneigðra verði bönnuð í öllum kirkjum landsins, enda í andstöðu við heilaga Ritningu og finnur sér þar enga stoð. Sjá nánar:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1047119/

Jón Valur Jensson, 10.2.2017 kl. 20:35

3 identicon

Hjónavígsla hefur trúarlega skírskotun hjá mörgum, einhverra hluta vegna. En hefur ekki verið á hendi kirkju og presta nema hálfa kristni og er þúsundum ára eldri en kristni. Hjónaband er ekki trúarlegt samband frekar en víndrykkja trúarleg athöfn.

VG og Píratar hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að einungis til þess hæfir opinberir starfsmenn geti framkvæmt hjónavígslu svo gilt sé. Ætla má að þeir telji starfsmenn trúfélaga, blómabúða eða byggingaverktaka ekki réttu aðilana til að fara með það sem fyrst og fremst er löggerningur. Blessun presta, ganga inn kirkjugólf, blóm, vín og góður matur eru bara skraut.

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 22:42

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ríkisvæðingaröflin, sem gera út á frelsi til alls og einskis, eru sennilega hvergi eins ömurleg og á Íslandi. Þvílíkt og annað eins tækifærissinnað, einskins nýtt dusildrasl, af manneskjum. Hugsjónin aðeins ein.: Rústa öllu, hvað sem það kostar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.2.2017 kl. 03:34

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Í dag hefur fólk val. Það getur gift sig í kirkjum eða farið til sýslumannsins. Gott ef að fleiri aðilar en forstöðumenn safnaða og sýslumenn hafa rétt til að gefa saman hjón, t.d. skipstjórar. Og hjónabönd eru ekki eina sambúðarformið í dag. Frelsi er undirstaða þessa samfélags. Að banna hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjum landsins er ekki á færi trúfélaga. Eins og Jón Valur ætti að vita afsölaði kirkjan kirkjujörðum með öllum fasteignum til ríkisins í skiptum fyrir launagreiðslur presta fyrir margt löngu.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.2.2017 kl. 07:35

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er mín skoðun að fólk verði að vera í Þjóðkirkjunni og gagnkynhneigt til að mega gifta sig.

Jón Þórhallsson, 11.2.2017 kl. 10:29

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jós. T., hjónabandið hefur víst trúarlega skírskotun. Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold. - tekið úr 1. Mósebók 2. kafla, sköpunarsögunni.

Jósef, kirkjan hefur víst rétt til að banna hjónavígslur homma og lesbía. Eins og amerískur prédikari orðaði það:

It is written in the Bible, that God made Adam and Eve, not Adam and Steve.

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að trúleysingjar geti fengið borgaralega giftingu, þannig að ég skil ekki þetta frumhlaup hjá VG-liðunum. Það er trúfrelsi í landinu og það er einmitt brot gegn trúfrelsi að ætla að banna trúfélögum að hafa sína eigin trú.

Theódór Norðkvist, 11.2.2017 kl. 15:15

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Algjörlega sammála.  Þetta er þvílikt frumhlaup hjá þessum s.k. mannréttindarsinnum að vera með þessa tilburði. Hvað næst?

Guðmundur Pétursson, 12.2.2017 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 591
  • Sl. viku: 3006
  • Frá upphafi: 2294625

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 2739
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband