Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur AfD í Þýskalandi.

Alternativ für Deutchland vann stórsigur í þýsku kosningunum og fékk 13% atkvæða og er þriðji stærsti flokkurinn. Flokkurinn hafnar stefnu Merkel um opin landamæri og gerir kröfu til þess að hælisleitendur þurfi að sæta ábyrgð og njóti ekki betri réttar en Þjóðverjar.

Nú ætlar Merkel sér að mynda stjórn með vinstri flokknum Græningjum og hægri flokknum FDP. Fróðlegt að sjá hvort að slíkt samstarf gangi, en sósíaldemókratar eru búnir að segja Merkel upp og formaður Sósíaldemókrata sendir henni núna heldur betur tóninn. Hefði sjálfsagt átt að gera það fyrr. 

Hefðbundin stjórnmál í Þýskalandi eru ef eitthvað er einsleitari en hér þó fólk ímyndi sér að það sé einhver reginmunur á milli flokka bæði þar og hér. AfD er ólíkur hinum flokkunum og þorir að tala um það sem hefðbundnir stjórnmálamenn á meginlandinu hamast við að þegja í hel og kalla öfgar.  

Nái Merkel að mynda stjórn með FDP og Græningjum er hún með Sósíaldemókrata og Vinstriflokkinn til vinsti við sig og AfD til hægri. Hætt er við að tap hennar verði því stærra þegar næst verður kosið en nú og þykir þó mörgum, að flokkur Merkel CDU og systurflokkurinn í Bæjaralandi CSU megi muna fífil sinn fegri þegar þeir voru með um helming kjósenda í stað þriðjungs eins og nú.

Það er fagnaðarefni að hrist sé upp í steindauðum stjórnmálum Þýskalands og var virkilega mál til komið að Merkel fái verðuga stjórnarandstöðu frá hægri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Rúv kallar AfD hægri öfgaflokk við öll tækifæri og það festist við flokkinn og alla sem hafa þannig skoðanir að vilja vernda þjóðerni sitt, fólk og land.

Því miður eru vinstriöfgaflokkarnir búnir að koma þessu þannig fyrir í allri umræðu um stjórnmál heimsins í sálum fólksins. Þjóðerni er eitthvað fíbjakk og jafnvel nasismi  og má ekki tala um nema þá helst í Bandaríkjunum sem enn virða fánn sinn og þjóðleg gildi.

En nasmisminn og fasisminn voru samstofna greinar af ungmennafélagsandanum sem hér tíðkaðist í byrjun 20.aldar.Guðbrandur Jónsson í Áfenginu sem dæmi flutti ræður eins og Hitler og Mússólíni og skalf í honum röddin af ósvikinni ættjarðarást.

Það er bara búið að trylla fólk núna vegna glæpaverka sem voru framin í nafni hreyfinganna sem áttu ekkert endilega sameiginlegt með hugsjónunum um þjóðlega uppbyggingu.

Núna eru allir úthrópaðir nasistar og skepnur sem voga sér að halda fram þjóðlegum gildum

Halldór Jónsson, 26.9.2017 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 3066
  • Frá upphafi: 2294744

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2795
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband