Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þegir Ómar Ragnarsson?

Það er athyglivert að formaður Íslandshreyfingarinnar Ómar Ragnarsson hefur ekki tjáð sig um nýjan meirihluta í Reykjavík.  Þögn Ómars um nýja meirihlutann í Reykjavík er þeim mun sérkennilegri þegar það er skoðað að varaformaður Íslandshreyfingarinnar Margrét Sverrisdóttir hefur sagt skilið við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra og stuðningsmann Íslandshreyfingarinnar í síðustu Alþingiskosningum.  Spurning er hvort Ómar hefur enga skoðun á atferli og deilum þessara vina sinna eða hvort hann telur heppilegast að tjá sig ekki í málinu?

Ólafur F. Magnússon upplýsti það í viðtali við Egil Helgason í Silfri Eglis nú í desember þegar hann snéri til starfa í borgarstjórn eftir veikindaleyfi að hann væri félagi í Íslandshreyfingunni og hefði gengið í hana fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Mér er satt að segja spurn hvort sá mæti maður Ómar Ragnarsson er sáttur við þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð undanfarna mánuði í borgarstjórn Reykjavíkur og síðan hvort hann styðji varaformanninn sinn Margréti Sverrisdóttur eða vin sinn  og flokksbróður Ólaf F. Magnússon?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef reyndar velt þessu líka fyrir mér. Mér finnst fjölmiðlar slappir að ná ekki á honum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er athyglisvert enda sérð þú lengra en margur.

Fjölmiðlar fjalla bara um það sem augljóst er og ættu þeir að snúa sér að alvöru fréttamennsku og fá sér skóflu til reyna að grafa upp orsakir,afleiðingar og tilgang mannanna sem þeir fjalla um. 

Halla Rut , 23.1.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Já, það er ekki hægt að segja að það ómi frá Ómari núna.

Magnús Þór Hafsteinsson, 23.1.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Brjánsi

Þögn þýðir ekki endilega sama og samþykki og ég held að ef þið stæðuð fyrir framan svona heitan graut mynduð þið ekki hlaupa með mundaða skeið heldur.

Brjánsi, 23.1.2008 kl. 20:31

5 identicon

Sæll og takk fyrir gott blogg hjá þér. Hef velt þessu fyrir mér, skortir Ómar kjarkinn til að láta skoðun sína í ljós?  Hann vill kannski ekki lenda í ljónynjukjaftinum sem verður síðan sagan endalausa. 

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir.

Ásgerður Jóna Flosadóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:08

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Lifir íslandshreyfinginn ennþá ?  kv.

Georg Eiður Arnarson, 23.1.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

líklega hefur hann ekki fundið hjá sér þörfina til að masa.

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 23:43

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar er raunar búinn að tjá sig á visir.is þar sem hann segir skv. frétt:

"Helstu trúnaðarmenn Íslandshreyfingarinnar funduðu um borgarmálin í gærkvöld. Allir efstu menn á F-listanum eru félagar í Íslandshreyfingunni. „Íslandshreyfingin tók ekki afstöðu til breytinganna á borgarstjórn fyrir þremur mánuðum og hefur heldur ekki gert það núna," segir Ómar Ragnarsson, formaður flokksins. Ómar segist sjálfur vera talsmaður Íslandshreyfingarinnar og því ekki hafa umboð til að taka opinberlega afstöðu til mismunandi sjónarmiða í málinu. Þá bætir hann við að Íslandshreyfingin hafi ekki verið til við síðustu borgarstjórnarkosningar og eigi ekki beina aðild að F-listanum.

Ómar viðurkennir þó að staðan sé sérkennileg. Margt fólk sem hafi gegnt miklu ábyrgðarhlutverki fyrir Íslandshreyfinguna skiptist nú í tvær fylkingar. Til dæmis hafi Ásta Þorleifsdóttir leitt lista þeirra í suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir hafi báðar verið á lista í Reykjavík.

Ómar segir erfitt að átta sig á því hvort eigi sér meiri hljómgrunn innan Íslandshreyfingarinnar, málstaður Ólafs annars vegar eða Margrétar og Guðrúnar hins vegar. Enginn könnun hafi farið fram á stuðningi við þau innan raða Íslandshreyfingarinnar.

„Ég vonast bara til þess að það fólk sem Íslandshreyfingin hefur í borgarstjórn tali fyrir umhverfismálum, hvort sem þeir eru meirihluta eða minnihluta," segir Ómar. "

Svo mörg voru þau orð. Þá liggur það fyrir að Ólafur Magnússon borgarstjóri, Margrét Sverrisdóttir varamaður hans í borgarstjórn og næstu 3 á F lista í síðustu kosningum eru flokksbundin í Íslandshreyfingunni en ekki Frjálslynda flokknum.  Hvernig skyldi standa á því að þau hafa ekki látið það koma fram í viðtölum og heitum þegar við þau er rætt. Af hverju tala þau alltaf um sig sem Frjálslynd? Skammast þau sín fyrir Íslandshreyfinguna og finnst betra að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

 

Góð athugasemd hjá þér Tryggvi.

Georg þér til upplýsingar þá var Íslandshreyfingin að fá 12 milljónir úr ríkissjóði fyrir nokkrum dögum.

Jón Magnússon, 24.1.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 101
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 4284
  • Frá upphafi: 2296074

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 3925
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband