Leita í fréttum mbl.is

Réttmæt gagnrýni Obama á George Bush.

ObamaBarack Obama var á móti innrásinni í Írak á sínum tíma. Hann gagnrýnir Bush forseta fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í baráttunni við hryðjuverk.  Gagnrýni Obama er réttmæt. Bush og félagar hafa því miður gert hræðileg mistök. Innrásin í Írak var mikil mistök.  Hernaðarafskipti í Afghanistan árum saman eru ekki til þess fallinn að skila tilætluðum árangri. Nú hefur hernaður Bandaríkjanna bæði í Írak og Afghanistan staðið lengur en sá tími sem þeir börðust í síðari heimstyrjöld

Vandinn er sá að með innrásinni í Írak hafa Bandaríkjamenn valdið meiri vanda en þann sem þeir leystu. Minni hlutahópar eins og kristnir íbúar Írak búa við miklar ógnir. Margir hafa flúið og margir verið myrtir.  Milljónir hafa flúið landið og fjölmörg grimmdarverk hafa verið unnin af þeim sem tóku við stjórn í skjóli bandarískra vopna.  Mannfall NATO og Bandaríkjanna eykst og skærur eru um allt land. Talað er um að þrátt fyrir gríðarlega hernaðaraðstoð og mikla fjárhagsaðstoð þá stjórni ríkisstjórn Hamid Karsai ekki einu sinni höfuðborginni Kabúl af öryggi.  John Mc Cain mun ekki gera grundvallarbreytingar á hernaðarstefnu Bandaríkjanna.

Ég vona hins vegar að Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna því að mér sýnist hann geta bætt stöðu Bandaríkjanna og áunnið traust þjóða heims á Bandaríkjunum. Traust sem að George W. Bush jr. forseti hefur eyðilagt. Gagnrýni á Bush á vissulega rétt á sér. Hann hefur verið hræðilegur forseti.


mbl.is Obama gagnrýnir Bush harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Það væri betur ef þessi maður áynni traust þjóða á Bandaríkjum Norður Ameríku á ný sem leiðtogi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stríðið í Írak er nú alls engin mistök, a.m.k. ekki við skilgreinum mistök sem "óvænta og ófyrirséða niðurstöðu sem er óæskileg frá sjónarhóli þeirra sem gjörninginn fremja", þá er morgunljóst að nær væri að tala um "success" hjá Bush og félögum, ekki satt?

Það er t.d. vitað að herskáu repúblikanarnir (Rumsfeld, Wolfowitz, Perle, Rove o.fl.) voru búnir að ákveða og skipuleggja innrás í Írak löngu áður en þeim tókst að koma fyllibyttunni Bush yngri á forsetastól og ná þannig til sín framkvæmdavaldinu. Það sem vantaði hinsvegar var stuðningur almennings og þingsins sem fer með fjárveitingarvaldið, og ekki síst stuðningur bandamanna þeirra í alþjóðasamfélaginu. Þann stuðning teymdu þeir svo fram í kjölfarið á 11.9.2001, að miklu leyti með fölsunum og lygum, sem þeir framleiddu m.a. í sérstakri áróðursdeild sem þeir settu á fót í varnarmálaráðuneytinu í þessum tilgangi.

Helstu "mistökin" voru kannski þau að með stærsta leyniþjónustubákn mannkynssögunnar undir sinni stjórn tókst þeim ekki að grafa upp neinn almennilega haldbæran skít um þvílíkan brjálæðing eins og Saddam þó var. Það hlýtur að sýna betur en allt annað hversu lítill fótur var fyrir innrásinni, að þeir skyldu ekki finna neinn betri kost en að notast við rökstuðning byggðan á upplýsingum sem evrópsk leyniþjónusta var búin að kasta út af borðinu og er síðan þá búið að staðfesta að var uppspuni frá rótum! Það var ekki einu sinni markmið þeirra að tryggja aðgang að olíu eins og þeir voru þó stundum sakaðir um, og því síður að breiða út fallegar hugsjónir á borð við lýðræði eða koma á stöðugleika.... það er aðeins villuljós rétt eins og gereyðingarvopnin sem aldrei fundust.

Nei, þessir menn hafa sko engan hag af stöðugleika í mið-austurlöndum, heldur þvert á móti. Við skulum ekki gleyma því að báðir Bush feðgarnir urðu ríkir af olíuviðskiptum, en með þeim óstöðugleika sem þeir viðhalda fyrir botni Persaflóa fer olíuverð á heimsmarkaði (og þar með hagnaður olíufélaganna) síhækkandi dag frá degi og slær hvert metið á fætur öðru. Þó þeir segi ekki frá því opinberlega, þá væri barnaskapur að halda að þeir líti á það sem mistök, mikið frekar sem fjárfestingartækifæri! Besti árangurinn frá þeirra sjónarhóli hlýtur samt að vera hagnaður Carlyle Group eins stærsta hergagnaframleiðanda heims, sem hefur stóraukist undir dyggri leiðsögn fyrrverandi yfirmanns CIA og forseta George H. W. Bush og  fv. utanríkisráðherra hans James Baker III. sem starfa þar af og til sem hátt launaðir "ráðgjafar". Við skulum heldur ekki gleyma því hverskonar peningaupphæðir þessir menn eru að sýsla með því útgjöld Bandaríkjanna til varnarmálanna einna eru stærri en heildarfjárlög flestra einstakra þjóðríkja!

Reyndar er kostulegur listinn yfir fyrrverandi og núverandi starfsmenn og "ráðunauta" hjá Carlyle group: Frank C. Carlucci fv. varnarmálaráðherra og glímufélagi Rumsfelds úr háskóla, Richard Darman fv. deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, Randal K. Quarles fv. aðstoðarfjármálaráðherra, Arthur Levitt fv. yfirmaður fjármálaeftirlitsins, John Major fv. forsætisráðherra Bretlands, Allan Gotlieb fv. sendiherra Kanada í Bandaríkjunum, Frank McKenna núverandi sendiherra Kanada, Peter Lougheed fylkisstjóri í Alberta Kanada, Paul Desmarais yfirmaður "Landsvirkjunar" Kanada, Oliver Sarkozy bróðir núverandi Frakklandsforseta, Luis Téllez Kuenzler samgönguráðherra og fv. orkumálaráðherra Mexíkó, Fidel Ramos fv. forseti Filipseyja, Shafig bin Laden (já bróðir Osama!) og svo mætti lengi telja... Svo var Georg yngri Bush auðvitað í stjórn eins af dótturfyrirtækjunum þangað til hann fór í starfsleyfi til að vera kostaður til forseta í eins og tvö kjörtímabil... ;)

Reyndar er stríðsgróðabrask og sambland stjórnmála við einkahagsmuni ekkert nýtt fyrir þessu fólki heldur þeirra ær og kýr. Samuel P. Bush sem var langafi núverandi forseta sat í fyrri heimsstyrjöldinni í "vígbúnaðarnefnd" á vegum ríkisins þar sem hann hafði umsjón með innkaupasamningum á öllum skotfærum vegna undirbúnings fyrir þáttöku Bandaríkjanna í stríðinu. Á sama tíma sat hann í stjórn eins af fyrirtækjum Rockefeller olíubarónanna þar sem einn besti viðskiptavinur hans var járnbrautarisinn Edward Henry Harriman sem réð yfir Southern Pacific, Union Pacific Railroad o.fl. Tengslin milli þeirra hafa verið meiri en venjuleg viðskiptatengsl því sonur Samuels, Prescott Bush (afi núverandi forseta) gekk að eiga dóttur George Herbert Walker aðalféhirðis Harrimans, og stofnaði svo ásamt sonum hans Roland og Averell (síðar fjármálaráðherra) fjárfestingarbankann Brown Brothers Harriman & Co. Gegnum hann fóru svo mikil viðskipti við þriðja ríki Hitlers, sem endaði með því að ýmis fyrirtæki undir hatti Harrimans voru gerð upptæk samkvæmt lögum er nefndust Trading With the Enemy Act. Hugsa sér að á heilli öld er eins og fátt hafi breyst hjá þessu fólki...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðrún María.

Þetta var fróðlegur vinkill Guðmundur.

Jón Magnússon, 16.7.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 410
  • Sl. sólarhring: 583
  • Sl. viku: 4200
  • Frá upphafi: 2295935

Annað

  • Innlit í dag: 385
  • Innlit sl. viku: 3851
  • Gestir í dag: 365
  • IP-tölur í dag: 359

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband