Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Og þú líka Jóhanna?

Jóhanna Sigurðardóttir tók þá ákvörðun að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og gera fólki erfiðara fyrir með að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Bent hefur verið á að lánveitingar Íbúðarlánasjóðs séu að verulegu leyti til fólks sem er að fjárfesta í húsnæði utan Stór Faxaflóasvæðisins. Nú þegar boðaður er mikill aflasamdráttur þá byrjar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á því að gera fólki erfiðara fyrir með að skipta um húsnæði, breyta til eða koma sér þaki yfir höfðuðið.

Sú skýring að lánahlutfallið sé lækkað til að draga úr þenslu er röng. Fyrirsjáanlegt er að þenslan verður ekki vandamál á landsbyggðinni þegar líður á árið heldur þvert á móti. Á meðan ríkisstjórnin er að velta fyrir sér mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðs þorskveiðiheimilda þá er sett í afturábakgír í lánamálum til húsnæðismála. Svipað og þegar bandaríska ríkisstjórnin 1929 og 1930 takmarkaði peningamagn í umferð í svipuðum tilgangi á þeim tíma í kjölfar verðbréfahruns og kom á stórfelldri kreppu í landinu.

En þetta er ekki það eina í kjölfar lækkunar lánshlutfalls Íbúðarlánasjóðs hefur KB banki tilkynnt um verulega vaxtahækkun af verðtryggðum lánum. Kaupþing hækkar vexti úr 4.95% í 5.2% af verðtryggðum lánum. Er þetta líka til að slá á þensluna?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið traustur stjórnmálamaður og vösk í baráttunni fyrir lítilmagnann í þjóðfélaginu. Hvað er nú að. Af hverju gengur hún nú fram og stingur rýtingnum á kaf í efnahag alþýðu þessa lands. Af hverju fer hún svona fram og leggur grunn að vaxtahækkun bankanna???


Heilbrigðisráðherra á að tryggja lægra verð á lyfjum.

Íslenskur læknir í Svíþjóð auglýsti að hann væri tilbúnn til að annast um innkaup á lyfjum fyrir íslendinga skv lyfseðli og senda þeim til baka. Talað var um að verðið á lyfjunum mundi verða 1/3 af því sem lyfin kosta hér á landi.  Í Svíþjóð þarf að borga 3.334 krónur fyrir lyfið sem kostar 10.000 hér. Gaman var að fylgjast með viðbrögðunum við þessari frétt. Í fyrsta lagi var málið sett til skoðunar viðkomandi eftirlitsnefndar til að hún skoðaði hvort þetta neytendavæna athæfi læknisins í Svíþjóð væri ekki ólöglegt. Í sjálfu sér ekki óeðlileg viðbrögð framleiðendavæns ríkiskerfis.

Það sem er merkilegt við þetta er að fjölmiðlar hafa ekki séð sér hag í því að fjalla mikið um þetta mál þó að gúrkutíð í fréttamennsku sé í algleymingi skv. dagatalinu.  Það er stórmál að lyf í Svíþjóð kosti ekki nema 1/3 af því sem sambærilegt lyf kostar hér. Sama dag og þetta kom upp hefði Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra átt að birta yfirlýsingu um sérstaka könnun á lyfjaverði í nágrannalöndum okkar og tilkynningu um að ríkisvaldið mundi bregðast við af alefli til að koma í veg fyrir lyfjaokur á neytendum. 

Það skiptir bæði ríki og einstaklinga máli hvað lyf kosta. Ríkið er langstærsti neytandinn og gæslumenn ríkisfjármála ættu því fyrir löngu að hafa tekið í taumanna og gert ráðstafanir til að gera hagkvæm innkaup á lyfjum og gæta almannahagsmuna.

Framtak læknisins í Svíþjóð var og er lofsvert og það verður fróðlegt að sjá hvort hann kemst upp með að kaupa ódýr lyf fyrir íslendinga í Svíþjóð eða hvort ríkiskerfið bannar það til að okrið á sjúklingum geti haldið áfram. Hver græðir á því? Eru hagsmnurirnir virkilega svo miklir ágæti heilbrigðisráðherra að þú bregðist trausti borgaranna og takir hagsmuni hinna fáu framyfir?


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 801
  • Sl. viku: 3809
  • Frá upphafi: 2295544

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3483
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband