Leita í fréttum mbl.is

Ísland í framhjáhlaupi

Í rúmlega hálftíma viðtali Egils Helgasonar við Evu Joly véku þau að málefnum tengdum Íslandi í um það bil 20% af viðtalinu en 80% viðtalsins fór í að ræða Evrópumál og almenna lífssýn Evu.

Eina réttlæting þess að kosta ferð fyrir Egil Helgson til Parísar til að tala við Evu Joly vinkonu sína er að ræða við hana  um málefni sem varða Ísland og hún hefur komið að sérstaklega, á háum launum.

Byggðar höfðu verið upp væntingar um að Eva mundi segja eitthvað sem máli skipti. En svo var ekki.  Hún virðist hins vegar horfin frá þeirri skoðun að rannsókn sérstaks Saksóknara kostað ekki neitt, það þyfti bara að ná í peningana. Nú segir hún að rannsóknin muni kosta mikla peninga. Þá sagist hún spennt að sjá ákærur og taldi að einhver mál hlytu að vera tilbúin. Það sama hafa margir lögmenn o.fl. sagt nú þegar.

Það urðu mikil vonbrigði að Eva Joly skyldi hvorki spurð um neitt sem máli skiptir varðandi rannsókn á hrunsmálum né segja neitt sem máli skiptir. Eva Joly var jú hálaunaður starfsmaður sértaks Saksóknara á annað ár. Eftir á að hyggja þá virðist hún frekar hafa nálgast þau mál út frá pólitík en lögfræði. Ummæli hennar um glæpi og refsingu í viðtalinu sýndu að þar talaði stjórnmálamaður en ekki saksóknari.

Egill ræddi meginhluta þáttarins við Evu eins og hún væri alvöru forsetaframbjóðandi í Frakklandi. Í lok þáttarins kom þó fram að Evar telur sig góða að fá 5% atkvæða.  Hefði því ekki verið eðlilegt að snúa hlutföllunum við og tala um íslensk mál 80% tímans en 20% um vonlaust framboð Evu og sýn hennar á Evrópumál og gjaldmiðlakreppuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll og blessaður Jón!

Ég tek undir með þér, Þetta var alveg fáránlegt og svo var maður búinn að bíða spenntur eftir þessari hörmung.

Ég var farinn að halda að þátturinn ætti að vera mikið lengri en venjulega þar sem aldrei ærtlaði að koma að því sem að Íslandi snéri og varð svo hvorki fugl né fiskur

Þórólfur Ingvarsson, 4.12.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Jón Magnússon.

Mikið og rétt hjá þér að vekja athygli á þessu.

En ég held að bæði þú og ég og margir fleiri áttum okkur alveg á því að þetta er bara enn einn framhaldsþátturinn í Silfri Egils við að koma örvæntingarfullu ESB- Trúboðinu á Íslandi til bjargar í vandræðum sínum.

Egill veit sem er að alveg sama hvað þá mun Eva Jolly og fólk af hennar sauðahúsi endalaust halda í sína ESB barnatrú og það fram í rauðan dauðann, alveg sama hvað.

RÚV er því miður einn helsti opinberi áróðursmiðill á Íslandi fyrir ESB aðild Íslands !

Egill Helgason er verkfæri þessarar opinberu stofnunar til að útvarpa og sjónvarpa ESB áróðri sínum.

Ég skynja hinns vegar alltaf betur og betur mér og fleirum til mikillar ánægju að þú ert af skynsemi þinni og yfirvegun að missa alla trú á þetta vonlausa stjórnsýsluapparat ESB, sem ég kalla hönd Dauðans !

Gunnlaugur I., 4.12.2011 kl. 17:01

3 Smámynd: Jón Magnússon

Við erum greinilega sammála Þórólfur. Tvisvar var þá snúið á heimaslóðir en í mjög stuttan tíma í hvort skipti fyrir sig.

Jón Magnússon, 4.12.2011 kl. 22:53

4 Smámynd: Jón Magnússon

Eðlilegt að Eva Joly tali hlýlega um ESB af því að þaðan fær hún launin sín sem Evrópuþingmaður

Mér fannst rangt þegar Evrópusambandið fór út í þá pólitík að hraða ferlinu við inntöku aðildarþjóða og taka inn Austur Evrópuþjóðirnar sem voru alls ekki tilbúnar fyrir aðild. Með því hefur Evrópusambandið breyst verulega til hins verra auk þess  sem veikleikar í stjórnkerfi bandalagsins eru mjög alvarlegir.  Ég hef alltaf sagt að það verði að nálgast þetta mál út frá hagsmunum Íslands og einskis annars.  Ég er sömu skoðunar hvað það varðar en bandalagið er mun ófýsilegra en það var fyrir nokkrum árum síðan það er alveg rétt hjá þér Gunnlaugur.

Jón Magnússon, 4.12.2011 kl. 22:57

5 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Jón og takk fyrir að vekja máls á þessu. Þetta "spjall" eða snakk þeirra EJ&EH var alveg ótrúlega taktlaust, hnökrað og rýrt að efnisinnihaldi.Skil eiginlega ekki alveg ennþá hver tilgangurinn var með þessu .... annar en frekari pólitísk innræting og almenn della.

Pólitísk sýn Evu Joly er jafn barnalega einfeldningsleg eins og íslenskra flokkssytkina hennar .... sem er jafnframt ástæða þess að hún er æviráðinn álitsgjafi og fyrirlesari í stjórnmálaskóla VG sem rekinn er á RÚV milli 12:30 og 13:50 flesta sunnudaga ... 

Guðmundur Kjartansson, 5.12.2011 kl. 00:36

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þesssi Jón!!! þessum peningum RUV ílla varið!!!!

Haraldur Haraldsson, 5.12.2011 kl. 01:39

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Jón, 

Heldur finnst mér þetta heimóttarlegt, eða finnst þér að "heimurinn" komi okkur kannski ekki við lengur?

Eva benti á að 75% af orku Frakklands væri framleidd með stórhættulegri kjarnorku.  Hefði viljað sjá þessa tölfræði útfærða yfir Evrópu, því landamæragirðingar eru svo sem ekki byggðar úr blýí.

Hún talaði líka um að "minnstu" líkur á kjarnorkuslysi þegar verið er að brenna "mox" eru aldrei ásættanlegar, vegna þeirrar gjöreyðingar og katastrófu sem eitt slys hefði í för með sér.  Fúkóshima átti ekki að geta gerst; kælibúnaður var þrítryggður með alls konar orku, sem skolaðist svo á haf út með flóðbylgjunni. 

Stundum er allt í lagi að taka nefið úr naflanum og athuga hvað er að gerast á móður jörð!  Það gæti jafnvel orðið hvatning til góðra verka eins og flutning á orku gegnum ofurleiðara til meginlandsins, svo hægt verði að loka þessum "tímasprengjum" um alla Evrópu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.12.2011 kl. 12:11

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er það staðreynd að RUV borgaði þessa utanferð Egils? Til þess eins að taka viðtal við Evu Joly?

Spyr sá sem ekki veit.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.12.2011 kl. 23:18

9 Smámynd: Jón Magnússon

Guðmundur þetta er alveg rétt hjá þér. En hluti íslensku þjóðina trúði á að þessi Eva Joly væri bjargvætturinn í grasinu, en áttaði sig ekki á að hún var fyrst og fremst að slá pólitískar keilur og ná sér í góð laun. Eftir á að hyggja hvaða góðu hluti gerði þessi kona fyrir íslenska þjóð?

Jón Magnússon, 8.12.2011 kl. 00:23

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Haraldur.

Jón Magnússon, 8.12.2011 kl. 00:24

11 Smámynd: Jón Magnússon

Jenný nú varð ég fyrir vonbrigðum með þig eins og mér finnst þú almennt tala máli skynseminnar.

Það hafa fleiri farist eða beðið bana í og við byggingu vatnsaflsvirkjana en kjarnorkuvera og það dó einum fleiri í bíl Edward Kennedy heitins eins helsta andstæðings kjarnorkuvera í USA,  en í öllum bandarískum kjarnorkuverum til samans. 

Allt orkar tvímælis, en hrikalegar náttúruhamfarir í Japan og löng reynsla af kjarnorkuverum bendir til að öryggið sé ásættanlegt. Vindmylluskógar munu ekki leysa orkuþörf Evrópu.

Næði framtíðarsýn Evu Joly fram að ganga mundi raforkuver a.m.k. hækka um 100% og óðaverðbólga mundi fylgja í kjölfarið. Hvað mundi þá verða til varnar verðtryggingarþrælunum Jenný.

Jón Magnússon, 8.12.2011 kl. 00:30

12 Smámynd: Jón Magnússon

Það er venjan þegar svona viðtöl eru tekin Slegga o.s.frv. Let them deny it.

Jón Magnússon, 8.12.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 750
  • Sl. sólarhring: 757
  • Sl. viku: 3806
  • Frá upphafi: 2295484

Annað

  • Innlit í dag: 693
  • Innlit sl. viku: 3480
  • Gestir í dag: 665
  • IP-tölur í dag: 646

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband