Leita í fréttum mbl.is

Hvaða gjaldmiðill?

Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að íslenska krónan reynist okkur vel og á honum er að skilja að hún sé besti gjaldmiðill í heimi. Um hvaða krónu er hann  að tala?

Er hann að tala um krónuna sem notuð er til að borga fyrir vörur og þjónustu sem sveiflast upp og niður þrátt fyrir gjaldeyrishöf. Lækkaði t.d. um rúm 7% í síðasta mánuði gagnvart Evru og Dollar.

Eða verðtryggðu krónuna sem étur upp eignir alþýðufólks?  Verðtryggð lán eru verstu neytendalán í okkar heimshluta. Verðtryggða krónan stenst ekki reglur um lánasamninga til neytenda að Evrópurétti. 

Eða innflutningskrónu Más Seðlabankastjóra, sem gefur forréttindaaðlinum kost á að koma með gjaldeyri og breyta í íslenskar krónur á yfirverði?  Þannig verða hundrað milljónir að hundrað og tuttugu. Hækkun við landtöku. Flott kerfi fyrir forréttindaaðalinn og þá sem geta stöðugt látið peningana hringsóla og fá 20% álag í hvert skipti.

Hvernig ætla menn að reka réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag með svona kerfi?  

Var furða að spænski doktorinn í Evrópurétti spyrði hvers vegna fólk gerði ekki byltingu í landinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er þín draumastefna í þessum málum?

Jón Þórhallsson, 6.12.2012 kl. 14:38

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég á í sjálfu sér enga draumastefnu. Ég var hins vegar og er þeirrar skoðunar að við eigum að tengjast öðrum gjaldmiðli t.d. Kanada dollar, Norskri krónu eða Evru. Ég lagði það til á sínum tíma að kannað væri hvað væri heppilegast í þessu efni.

Jón Magnússon, 8.12.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 107
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 4290
  • Frá upphafi: 2296080

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 3929
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband