12.12.2024 | 09:00
Snúnar stjórnarmyndunarviðræður
Líklegur forsætisráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir stjórnamyndunarviðræður snúnari vegna þess að líkur séu á meiri halla á ríkissjóði en búist var við.
Það ætti ekki að koma Þorgerði sem setið hefur lengst allra á Alþingi á óvart, að afkoma ríkissjóðs sé verri en fjárlög mæla fyrir um. Hún hefur á þingferli sínum samþykkt fjáraukalög á hverju ári vegna þess að halli var meiri á ríkissjóði en ætlað var. Hún Kristrún og Inga tóku auk heldur þátt í afgreiðslu fjárlaga fyrir nokkrum dögum. Hvað var þá hulið sem er að koma í ljós núna?
En það er minna til að eyða en þær stöllur höfðu ætlað.
Stjórnmálamenn þurfa að forgangsraða og eyða ekki um efni fram. Eitthvað sem fráfarandi ríkisstjórn hafði allt of litlar áhyggjur af og þær, sem sitja við stjórnarmyndun höfðu ef eitthvað var helst áhuga á að eyða enn meiru.
Nú þegar horft er framan í að ábyrgðin flytjist á hendur pilsanna þriggja þá er vandinn snúnari.
Á sama tíma er gleðilegt, sem Þorgerður upplýsir, að það sé algjör samhljómur að styðja við Seðlabankann svo hann geti haldið áfram sínu "góða verki." Hvernig samræmist það sjónarmiðum Flokks fólksins sem vildu setja neyðarlög á Seðlabankann vegna illsku hans gagnvart fólkinu í landinu.
Það verður gaman fyrir fyrrverandi formann VR og fyrsta þingmann Suðurkjkördæmis bæði úr Flokki fólksins, að kokgleypa "góð" verk Seðlabankans nokkrum dögum eftir að þau sögðu þennan banka kyrkingaról um velferð fólksins í landinu.
![]() |
Verri afkoma tefur viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2024 | 16:39
2034
Fifa alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að beita afbrigðilegum aðferðum til að tryggja að heimmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034 verði í þursaríkinu Saudi Arabía.
Þegar valið stóð á sínum tíma á milli Bandaríkjanna og Abu Dabi um heimsmeistaramótið 2022 þá sóttu Bandaríkjamenn það fast að fá að halda heimsmeistaramótið og sendu hina bestu samninga- og sendimenn til að tryggja að þeir hrepptu hnossið.
Fyrir bandarísku sendinefndinni fór Bill Clinton fyrrum forseti og sagt er að þegar hann kom upp á hótelið sitt eftir að Bandaríkjunum hafði verið hafnað en Abu Dhabi valið, að þá hafi hann í reiði grýtt forláta vasa í næsta vegg með tilheyrandi afleiðingum.
Ljóst var afhverju Abu Dhabi var valið umfram Bandaríkin og þótti flestum nóg um.
En nú skal það vera Saudi Arabía. Ríkið sem virðir ekki réttindi kvenna auk ýmissa annarra mannréttindaskerðinga í samræmi við Sharia lögin. En það þvælist ekkert fyrir stjórnendum FIFA. Vegna þess að Mammon ræður för, en hvorki mannréttindi, siðfræði eða annað.
Sr. Friðrik Friðriksson merkasti æskulýðsleiðtogi landsins sagði við Valsmenn eftir að hafa stofnað félagið: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.
Nú hafa stjórnarmenn í Fifa ákveðið að láta peningana bera allt annað ofurliði. Sýnir enn og aftur hnignun okkar menningarheims og fráhvarf frá þeim gidum, sem gerðu Evrópu að forustuálfu í heiminum.
![]() |
Gestgjafalönd HM 2030 og 2034 staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2024 | 10:26
Of snemmt að fagna
Stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum fagna falli Assad. Sumir tala um sigur lýðræðisins. Fjarri fer því að bylting sem stýrt er af öfgafullum Íslamistum sé sigur lýðræðis og hætt er við að ný einræðisstjórn taki við af hinni fyrri jafnvel enn verri en hin fyrri. Koma verður í veg fyrir það.
Í Sýrlandi búa mörg þjóðarbrot, sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð. Þessi þjóðrabrot hafa lifað saman í þokkalegum friði, en helsta ógnin varð framrás ISIS liða, sem hraktir voru til Idlip fyrir nokkrum árum, en láta nú á sér kræla á ný ásamt öðrum hryðjuverkahópum, sem fagna nú sigri.
Ástandið í Sýrlandi er bæði hættulegt og eldfimt. Nú reynir á að komið verði í veg fyrir að nýtt Talibana ríki raungerist í Sýrlandi. Þó helsti talsmaður uppreisnarmanna sé mjúkmáll í dag, þá ber að hafa í huga að þannig töluðu talsmenn Talibana í Afganistan líka þegar ameríski herinn var að fara úr landinu.
Það virðist ganga illa fyrir vestræna stjórnmálamenn að átta sig á hverskonar óöld, frelsisskerðingar, kvennakúgun og þjóðarmorð fylgja alltaf yfirráðum öfgafullra Íslamista.
Nú reynir á að vestrænir stjórnmálamenn hlutist til um það, að fólk í Sýrlandi fái að njóta almennra mannréttinda, aðhyllast þá trú sem það vill og landinu verði stýrt á átt til þess lýðræðis sem gæti gefist best í landinu.
Það má ekki láta hryllingin sem fylgdi ISIS endurtaka sig. Þar voru konur sigraðra þjóðarbrota seldar mannsali á opinberum uppboðsmörkuðum, hommum hent fram af húsþökum, kristið fólk tekið af lífi í fjöldaaftökum og vestrænir hjálparstarfsmenn skornir á háls og morðin tekin upp á myndskeið sem síðan voru sýnd og send fjölmiðlum.
8.12.2024 | 10:23
Í upphafi skyldi jafnan endinn skoða
Íranir lögðu á ráðin með hryðjuverkaárásirnar á Ísrael 7. október 2023 og studdu hryðjuverkasveitir Hamas á Gasa, Hesbollah í Líbanon og Houti í Yemen. Ætlunin var að valda sem mestu tjóni og hrinda af stað stórstyrjöld gegn Ísrael.
Vegna baráttu varnarsveita Ísrael tókst það ekki. Meira en 20.000 vígamenn Hamas liggja í valnum. Hernaðarmáttur Hesbollah er nánast enginn.
Ríkisstjórn Assad Sýrlandsdforseta er fallin og í dag má sjá uppreisnarmenn fara ránshendi um íranska sendiráðið í Damascus. Svo mjög hafa Íranir og helstu hryðjuverkasamtök þeirra veikst vegna árásarinnar á Ísrael, að þeir gátu ekki bjargað óngarstjórn Assad lengur.
Íranir lögðu á ráðin með hryðjuverkaárásirnar 7.okt. en sitja nú uppi með ósigur á öllum vígstöðvum nema heimavígstöðvum. En að því mun koma fyrr heldur en síðar.
7.12.2024 | 09:21
Þitt er mitt
Í gær birtist sameiginleg yfirlýsing ASÍ og SA, þar sem varað var stranglega við tillögum Flokks fólksins um að iðgjöld í lífeyrissjóði verði skattlögð við inngreiðslu í lífeyrissjóði í stað þess að lífeyrir komi til skattlagningar við útgreiðslu.
Fátítt er að öflug samtök vari við stefnumálum flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, en nú þurftu þessi öflugustu og fjársterkustu samtök að stilla saman strengi og vara við þeim "afglapahætti" að laun sem greiðast í lífeyrissjóði séu skattlögð strax í stað þess að lífeyrissjóðirnir fari með þetta skattfé áratugum saman og við útgreiðslu sé það tekið af greiðslum til lífeyrisþega.
Í raun réttlætir ekkert það kerfi sem við höfum í dag, að ríkisvaldið taki ekki skattfé strax heldur feli lífeyrissjóðum vörslu þess og ávöxtun þar til útgreiðslur til lífeyrisþega koma til. Yrði tillaga Flokks fólksins samþykkt yrðu greiðslur til lífeyrisþega skattfrjálsar þegar þær greiðast.
Af hverju er það fráleitt að ríkið tæki þetta skattfé strax. Réttindi lífeyrisþegar rýrna ekkert við það svo sem forseti ASÍ hélt ranglega fram í viðtali í fréttum í gær.
Hvað mælir þá á móti því að ríkið taki þessa fjármuni sína strax og nýtti til að greiða ríkisskuldir og mætti setja lög um að svo væri og mætti ekki nota í annað fyrr en ríkisskuldir eru að fullu greiddar.
Er eðlilegt að öflugstu félagasamtök landsins skuli veifa fánanum með vígorðinu
"Þitt er mitt og láttu svo mitt í friði"
4.12.2024 | 11:33
Eru fiskar undir steinum hjá Biden feðgum?
Þ.31.maí s.l. sagði Joe Biden forseti Bandaríkjanna að enginn væri æðri lögunum, eftir að Donald Trump var dæmdur á vafasömum forsendum af dómstól í New York vegna minni háttar viðskiptabrota.
Biden sýnir nú að hann samsamar sig með hugmyndafræði svínanna í Animal farm,að hvað sem lögunum líður þá séu sum dýr jafnari en önnur dýr.
Biden náðaði Hunter son sinn með einstökum hætti. Náðunin tekur til allra glæpa sem Hunter hefur framið eða kann að hafa framið frá 1.janúar 2014 til ársins 2025. Náðun forseta Bandaríkjanna er endanleg og henni verður ekki hnekkt.
Ekki nóg með það Biden forseti tók sig til og gaf yfirlýsingu um að bandarísku dómskerfi væri lítt treystandi atriði sem fjölmiðlar hafa gefið lítinn gaum eins og raunar annað neikvætt sem varðar Demókrata.
Hunter Biden var dæmur í aðskildum málum fyrir skattsvik, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Dómstólarnir ætluðu að dæma um fangelsisrefsingu Hunter í þessum mánuði fyrir brot, sem geta varðað allt að 17 ára fangelsi í skattsvikamálinu eingöngu.
Allan tímann sem Hunter var fyrir rétti sagði faðir hans stöðugt að hann mundi hvorki náða son sinn né létta fangelsisrefsingu hans yrði hann dæmdur. Saksóknarar í báðum tilvikum gagnvart Hunter áttu starf sitt að þakka dómsmálaráðuneyti Biden, en samt lýsir Biden því yfir að þeim sé ekki treystandi og íjar að pólitískri misnotkun. Hvað hefur þá Trump mátt þola frá handlöngurum Biden og annarra ráðamanna Demókrata?
Margir velta því fyrir sér hvort að náðun Hunter eigi sér aðrar ástæður og varði brýna hagsmuni Joe Biden sjálfs auk Hunter.
Tímalengd náðunar frá 2014 til 2025 er athyglisverð í því sambandi. Árið 2014 var Hunter kjörinn í stjórn orkufyrirtækisins Burisma í Úkraínu, sem var grunað um glæpi, svindl og svik á þeim tíma sem Hunter sat í stjórninni og Biden var varaforseti Bandaríkjanna.
Hunter var valinn í stjórnina til að fyrirtækið gæti nýtt sér völd og áhrif Biden. Þegar saksóknari í Úkraínu byrjaði sakamálarannsókn á fyrirtækinu Bursima beitti Biden áhrifum sínum til að hann yrði rekinn og rannsókn hætt.
Ef til vill væri hollt að fjölmiðlar í lýðræðisríkjum færu í gagnrýna skoðun á því af hverju Biden sá sig tilneyddan til að náða Hunter son sinn og af hverju náðunin var látin ná aftur til ársins 2014 vegna hugsanlegra glæpa Hunter og hvort viðbrögð Bandaríkjanna síðar gagnvart Úkraínu, undir forsæti Joe Biden hafi eitthvað með þessa viðkvæmu stöðu þeirra Biden feðga að gera.
Hér er a.m.k. fiskur undir steini. Sennilega margir undir mörgum.
2.12.2024 | 22:40
Nú þarf að breyta leikreglunum
Þegar gengið er til kappleiks þekkja þáttakendur leikreglurnar og vita að það þýðir ekki að deila við dómarann eftir á yfir því að hann dæmdi skv. reglunum.
Þegar gengið var til kosninga vissu allir, að flokkar þurfa 5% atkvæða á landsvísu til að fá úthlutun jöfnunarsæta og þeir sem ná ekki 2.5% fylgi fá ekki ríkisstyrk. Raunar telur sá sem þetta ritar, að það sé spilling að stjórnmálaflokkar séu á framfæri ríkisins en það er annað mál.
Þannig eru leikreglurnar öllum ljósar fyrirfram og flokkar eins og Píratar og VG hafa enga tilraun gert til að breyta þeim.
Þrátt fyrir þetta kom ekki á óvart, að gamla vinstrimanninum Ólafi Harðarsyni sérlegum fréttamanni RÚV um stjórnmál, skyldi vera mikið niðri fyrir og óðamála þegar hann ræddi um lýðræðishalla vegna þess að villta tryllta vinstrið fékk engan mann kjörinn á þing.
Svo virtist sem þessi rólegi viðkunnalegi prófessor emeritus hefði farið á námskeið hjá Höllu Hrund Logadóttur í handahreyfingum því nú lá mikið við. Prófessorinn taldi að breyta þyrfti leikreglunum til að auka möguleika örflokka til að fá kjörinn þingmann. En er það það brýnasta?
Hvernig væri að taka kosningakerfið til rækilegrar endurskoðunar. T.d. að landið yrði eitt kjördæmi og hver kjósandi fengi 63 atkvæði jafnmörg og þingmennirnir sem kjósa á og gætu greitt hvaða einstaklingi, á hvaða lista sem er atkvæði sitt. Væri það ekki leið til að auðvelda valkosti kjósenda og tryggja virkt lýðræði og raunverulegt prófkjör og kosningu á kjördag.
Svo má spyrja hvort ekki væri í ráði að helmingur þingmanna yrði kjörinn hlutallskostningu og helmingur persónukosningu þar sem væri tvöföld umferð eins og í Frakklandi. Margar aðrar leiðir og aðferðir mætti nefna, sem mundi auka valkosti kjósenda og búa til betra og lýðræðislegra umhverfi.
Okkar kerfi er gott og skilvirkt og almennt hafa ekki mörg atkvæði dottið dauð niður fyrr en nú. Sú sérkennilega niðurstaða kallar ekki á að við förum smáflokkaleiðina eins og Danir heldur þurfum við að finna leiðir til að valkostir kjósandans sé sem mestur því að kosningakerfi á fyrst og fremst að vera fyrir kjósendur og tryggja rétt þeirra og sem mesta valkosti.
En ég spyr hvenær hefur Ólafur Harðarson prófessor emeritus gert athugasemdir við kerfið og krafist breytinga þau 40 ár, sem hann hefur verið helsti umræðustjórinn allar kosninganætur ásamt vini sínum og félaga Boga Ágústssyni.
Það er of seint að byrgja brunninn þegar vinstrið er dottið ofan í eins og segir í góðum og gömlum málshætti að breyttum breytanda.
2.12.2024 | 09:26
Næsta ríkisstjórn
Telja má upp á að Kristrún Frostadóttir muni fá umboð til myndunar ríkisstjórnar. Hún er formaður stærsta flokksins og stjórnarandstöðuflokkarnir, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins náðu hreinum meirihluta í kosningunum.
Allir þessir flokkar töluðu fyrir breytingum, sem fólst í að aðrir flokkar en núverandi stjórnarflokkar tækju sæti í ríkisstjórn.
Ríkisstjórnarflokkarnir urðu allir fyrir verulegu fylgistapi. Ekki þarf því að fara í grafgötur með það hver meirihlutavilji kjósenda er.
En þá reynir á hvort einhver innistæða er fyrir öllum loforðum stjórnarandstöðuflokkanna og orðagjálfrinu. Nú reynir á lipurð og stjórnkænsku Kristrúnar.
1.12.2024 | 11:27
Pilsin þrjú
Sigurvegarar kosninganna eru Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins. Sú stjórn hefði góðan þingmeirihluta og áherslur þeirra einkum í velferðarmálum eru í meginatriðum þær sömu. Þeir Dagur B. og Jón Gnarr gætu þá náð saman á nýjan leik um nýtt Reykjavíkurmódel, en vissulega hræða sporin.
Sem betur fer þurkaðist villta tryllta vinstrið út af þingi, sem skýrir að stórum hluta fylgisaukningu Samfylkingar og hluta til Flokks fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir verstu kosningaúrslitum, sem Flokkurinn hefur nokkru sinni fengið. Þó komist hafi verið hjá algerri niðurlægingu með vasklegri kosningabaráttu, þar sem skipulag og forn frægð reyndist heilladrjúg, þá eru þessi kosningaúrslit ekki ásættanleg og verða að leiða til endurskoðunar bæði á málefnalegum áherslum og forustu.
Keppikefli Sjálfstæðisflokksins er ekki að komast í ríkisstjórn hvað sem það kostar eins og verið hefu. Það þarf að byggja upp sterkan hugmyndafræðilegan grunn á forsendum Sjálfstæðisstefnunnar, sem mundi tryggja Sjálfstæðisflokknum á ný verðskuldað ótvírætt forustusæti í íslenskum þjóðmálum.
Við getum lagt út í baráttuna eins og Friðrik mikli Prússakonungar gerði þegar hann sagðist eiga í stríði við pilsin þrjú.Þ.e. keisaraynjurnar í Rússlandi, Austurríki og hjákonu Lúðvíks 15 í Frakklandi. Kjósendur hafa valið pilsin þrjú, Ingu, Kristrúnu og Þorgerði og þá þurfum við Sjálfstæðisfólk að finna okkar Friðrik mikla til að leiða baráttuna til sigurs.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 68
- Sl. sólarhring: 358
- Sl. viku: 1555
- Frá upphafi: 2504202
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 1452
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson