Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Hinn ţögli meirihluti hefur talađ.

Mikill meiri hluti kjósenda hefur engan áhuga á Stjórnlagaţingi. Niđurstađa kosninganna liggur fyrir ađ ţví leyti. Um eđa undir 40% kjósenda mćttu á kjörstađ. Ţađ ţýđir ađ 6 af hverjum 10 höfđu ekki áhuga á málinu. Sjálfur taldi ég nauđsynlegt ađ hvetja fólk til ađ nýta kosningaréttinn ţó ég hafi frá upphafi veriđ á móti ţessari leiđ og bent á ađra heppilegri.

Frá upphafi hef ég taliđ ţessa leiđ hiđ mesta óráđ og hrapađ vćri ađ máli sem fella yrđi í annan farveg. Vinstri sinnađa háskólaelítan, ásamt mörgum fjölmiđlamönnum og lukkuriddurum töldu breytingar á stjórnarskrá hins vegar ţađ mikilvćgasta sem gera ţyrfti í framhaldi af bankahruninu. Nú hefur ţjóđin talađ međ ţví ađ sitja heima og neita ađ taka ţátt í kosningunum. Hinn ţögli meiri hluti hefur ţví tjáđ sig ţannig ađ ekki fer á milli mála.

Ţann 6.október 2008 viđ afgreiđslu neyđarlaganna talađi ég um ţađ sem vćri mikilvćgast ađ gera í framhaldi af falli bankanna. Ţađ voru atriđi eins og ađ koma lánamálum í eđlilegt horf. Fella niđur verđtryggingu, lćkka stýrivexti og útlánavexti, auka fiskveiđiheimildir, virkja í neđri hluta Ţjórsár og hefja markvisst starf varđandi atvinnuppbyggingu. Mér fannst ţá eins og nú ţessi atriđi skipta mestu máli.

Ríkisstjórnin setti Stjórnlagaţing í forgang. Sennilega sjá ţađ flestir nú ađ heppilegra hefđi veriđ ađ einhenda sér í ţađ sem skipti máli, en ţađ er ekki Stjórnlagaţing.

Enn eru öll ţau mál óleyst sem ég taldi 2008  og tel  enn vera forgangsverkefni til ađ leysa ţá kreppu sem er í landinu. Ţess vegna verđur kreppan lengri og illvígari en hún hefđi orđiđ ef réttir hlutir hefđu veriđ settir í forgang.


Persónuleikalausar kosningar

Óskaplega er leiđinlegt ađ fylla út kjörseđilinn viđ kosningar til stjórnlagaţings. Fjórar tölur í fyrsta reit og síđan koll af kolli og mađur man ekki lengur hvađa persóna stendur á bak viđ töluna ţegar  neđar dregur á kjörseđilinn. Kosningin er persónuleikalaus og vekur upp minningar úr framtíđarskáldsögum ţar sem einstaklingurinn er aukaatriđi.

Umbúnađur ţessara kosninga er allt annađ en ţađ sem kjósendur ţekkja og skilja. Í stađ ţess ađ kjósa einstaklinga og fylgja hefđbundnum talningareglum um ađ sá sem fćr flest atkvćđi í fyrsta sćti er kosinn og sá sem fćr flest atkvćđi í fyrsta og annađ sćti er kjörinn o.s.frv. var búiđ til kerfi sem er illskiljanlegt  öđrum en innvígđum. Hćtt er viđ ađ ţađ valdi  ţví ađ vilji kjósandans komi síđur til skila en fengi kjósandinn ađ kjósa á grundvelli ţeirra leikreglna sem hann ţekkir og skilur.

Ég vona ađ ţetta verđi fyrstu og síđustu kosningarnar ţar sem kjósandinn ţarf ađ lúta lögmálum stjörnustríđsmyndanna ţar sem Svarthöfđi stjórnar,  en í framtíđinni geti kjósandinn kosiđ einstaklinga á grundvelli ţeirrar germönnsku nafnhefđar sem viđ höfum tileinkađ okkur í landinu í meir en ţúsund ár.

 


Stjórnlagaţing

Hugmyndin  um sérstakt stjórnlagaţing í framhaldi af bankahruninu 2008 var ófullburđa. Hún var knúin áfram ađ hluta til af vanţekkingu og lýđskrumi.  Ađ hluta var hún einnig knúin áfram á grundvelli kröfu um aukiđ og beint lýđrćđi og vilja til ađ breyta ćđstu stjórn ríkisins til ađ gera hana betri og skilvirkari.

Áhugafólk um breytingar á stjórnarskránni hefđi átt ađ geta gert sér grein fyrir ađ kosning stjórnlagaţings viđ ţćr ađstćđur sem viđ erum í núna var ekki líklegasta leiđin til ađ skila ţjóđinni breytingum á stjórnarskránni.  Auk ţess kostar stjórnlagaţing óafsakanlega mikla fjármuni einmitt á ţeim tímum sem beita ţarf ađhaldi og sparnađi.

Sú ţjóđ sem hefur fariđ auđveldustu og bestu leiđina viđ breytingar á stjórnarskrá sinni eru Svíar. Ég hef hvatt til ađ viđ fćrum sömu leiđ og ţeir. Ţví miđur varđ ţađ ekki ofan á ađ ţessu sinni en gćti orđiđ ţađ ţegar fólk áttar sig á hvađ litlu ţessi leiđ mun skila.

Hvađ svo sem líđur afstöđu til Stjórnlagaţings, ţá liggur fyrir ađ mikiđ af heiđarlegu og góđu fólki gefur kost á sér til kjörs og ţađ ber ađ sýna ţví fólki fulla virđingu. Ţađ ber ekki ábyrgđ á međ hvađa hćtti til er stofnađ af hálfu meiri hlutans á Alţingi.  Ţess vegna er nauđsynlegt ađ sem flestir kjósi. Međ ţví ađ kjósa ekki erum viđ ađ greiđa götu ţeirra sem viđ hugsanlega síst viljum ađ verđi kosnir.  Ţannig er ţađ alltaf ţegar kjósandinn neitar sér um ađ nýta réttindi sín.

Ég hvet ţví alla til ađ kjósa á morgun og reyna ađ gera eins gott úr málinu og unnt er. Ţađ verđur hvort eđ er ekki aftur snúiđ ţetta stjórnlagaţing verđur haldiđ.


RÚV og Pravda

Sú var tíđin ađ austur í Sovét höfđu menn fréttamiđla sem sögđu alltaf ţađ sem stjórnendurnir vildu.  Ţar var alrćđiđ og Pravda fréttastofa Sovétstjórnarinnar flutti alltaf ţann bođskap og fréttir sem foringjar Kommúnistaflokks Ráđstjórnarríkjanna vildu.  Ţannig er ţađ víđa enn í alrćđisríkjum ađ ríkisfjölmiđlarnir flytja bara ţađ sem stjórnendunum er ţóknanlegt.

Fyrir nokkru varđ opinbert ađ fjármálaráđherra hafđi sent ţáverandi félagsmálaráđherra hálfgerđ hótunarbréf til ađ tryggja greiđslur međ ákveđnum hćtti til kjósenda sinna í Árbót í Ţingeyjarsýslu. Máliđ fékk ţóknanlega afgreiđslu félagsmálaráđherra án ţess ađ máliđ fengi ađ ţví er virđist eđlilega stjórnskipulega međferđ.

Fram kom ađ ţingmenn kjördćmisins höfđu fjallađ um máliđ á fundum sínum ţar sem helst virđist rćtt um međ hvađa hćtti megi koma sem mestu af skattfé borgaranna heim í hérađ.

Ţađ var  nokkuđ sérstakt ţegar RÚV notađi tćkifćriđ til ađ rćđa Árbótarmáliđ í Kastljósi ađ fá til ţess tvo ţingmenn kjördćmisins annan úr Sjálfstćđisflokknum en hinn úr Vinstri grćnum. Ekki gekk hnífurinn á milli Ţingmannanna. Skođanalega féllust ţeir í fađma. Ekki var annađ ađ skilja en Árbótarmál vćri hiđ eđlilegasta í alla stađi hvernig svo sem ţví yrđi snúiđ eđa endastungiđ. Óneitanlega beiđ ég eftir ţví ađ pólitíski brúđkaupsvalsinn yrđi leikinn ţegar ţessir samherjar og verjendur Steingríms J. Sigfússonar gengu í andlegu bandalagi úr sjónvarpssal.

Í síđdegisútvarpinu í dag var síđan talađ viđ lögmann Árbótarfólksins sem skýrđi mál sitt ágćtlega eins og hans er von og vísa. Vel má vera ađ Árbótarfólkiđ hafi átt skiliđ ađ fá ţćr greiđslur sem um rćđir en hvorki ég né ađrir útvarpshlustendur höfum forsendur til ađ dćma um ţađ út frá ţeim forsendum sem RÚV hefur bođiđ upp á.  Hvar voru fulltrúar ţeirra sem hafa gert athugasemdir viđ afgreiđslu málsins? Af hverju voru ţeir ekki í Kastljósi eđa í síđdegisţćttinum? 

RÚV hefur kosiđ ađ slá varnarmúr um  Árna Pál og Steingrím J. til ađ dusta rykiđ af ađkomu ţeirra ađ Árbótarmálinu.

Af hverju má ekki allur sannleikurinn koma í ljós. Af hverju ađ standa svona strangan vörđ um Steingrím J og stjórnmálalega samspillingu ţeirra sem ađ bera ábyrgđ á afbrigđilegri afgreiđslu málsins.

Pravda sannleikurinn heldur aldrei endalaust. En hann getur ruglađ fólk tímabundiđ.


Árni Páll ber stjórnskipulega ábyrgđ

Jafnvel ţó  fjármálaráđherra hafi beitt sér međ ótilhlýđilegum hćtti til ađ fćra fjármuni frá skattgreiđendum til kjósenda sinna í Árbót í Ađaldal og einhverjir ţingmenn kjördćmisins hafi veriđ áfram um ađ misfariđ yrđi međ ríkisins fé, ţá ber Árni Páll Árnason ţáverandi félagsmálaráđherra stjórnskipulega og pólitíska ábyrgđ á málinu.

Árni Páll Árnason heldur ţví fram ađ eđlilega hafi veriđ ađ málum stađíđ af sinni hálfu og ţađ hafi veriđ ráđlegging sinna embćttismanna ađ ganga frá málinu međ ţeim hćtti sem gert var ţ.e. greiđa 30 milljónir umfram skyldu.  Eđlilegt er ađ Árni Páll verđi krafinn svara um ţađ hvađa embćttismenn ráđlögđu honum ţetta og á hvađa forsendu.  Raunar er hćpiđ ađ ráđherra sé ađ segja satt, vegna ţess ađ framkvćmdin er andstćđ góđri stjórnsýslu.

Árni Páll sagđi einnig ađ óţarfi hafi veriđ ađ leita eftir áliti Ríkislögmanns ţar sem hann vćri sjálfur lögfrćđingur og gćti ţví dćmt um ţađ hvort greiđa ćtti bćtur í svona máli eđa ekki, en bćtir svo viđ ađ hann hafi ekki tekiđ neinar ákvarđanir í málinu og einungis gert ţađ sem sínir embćttismenn hafi lagt til. Hvađ kom menntun hans sem lögfrćđings ţá málinu viđ?

Fyrir liggur ađ fjármálaráđherra skrifađi ţáverandi félagsmálaráđherra Árna Páli nánast hótunarbréf vegna málsins. Í einu orđinu segist Árni Páll hafa dćmt um máliđ sjálfur út frá lögfrćđiţekkingu sinni.  Í hinu orđinu ađ hann hafi í raun ekki gert ţađ heldur ţađ sem embćttismenn hans lögđu til.

Hvađa rökrćna samhengi er í svona málflutningi ?

Alla vega ţegar öllu er á botninn hvolft ţá var ekki leitađ til rétts ađila í ríkiskerfinu, Ríkislögmanns, til ađ fjalla um máliđ. Fram hjá ţví komast hvorki Árni Páll Árnason né Steingrímur J. Sígfússon

Nú verđur ekki hjá ţví komist miđađ viđ ummćli Árna Páls ađ ţeir embćttismenn komi fram eđa verđi nafngreindir sem Árni Páll segir ađ hafi í raun afgreitt máliđ. Verđi ekki vísađ á neinn eđa nokkur gefi sig fram ţá eru líkur fyrir ţví ađ ráđherra sé ekki ađ segja satt. Ţađ er raunar ekki einsdćmi međ viđskiptaráđherra ađ ţeir geri ţađ.

Eftir stendur hvađ sem hótunarbréfi Steingríms J. líđur og áliti embćttismanna ađ Árni Páll Árnason ber stjórnskipulega ábyrgđ á ţessari vafasömu bótagreiđslu.

 

 


Var Ögmundur fjarstaddur?

Á foringjaráđsfundi Vinstri grćnna um síđustu helgi var samţykkt ađ beina ţví til dómsmálaráđherra ađ málsókn gegn stjórnleysingjunum sem  ákćrđir eru fyrir árás á Alţingi  yrđi felld niđur.

Nú hefur Ögmundur ráđherra upplýst foringjaráđiđ og landsmenn alla ađ hann geti ekki gripiđ fram fyrir hendur dómstóla í ţessu máli eđa öđrum. Spurning er ţá hvort dómsmálaráđherra var ţetta ekki ljóst á foringjaráđsfundinum um helgina eđa vitsmunalega fjarstaddur.

Foringjaráđinu mátti vera ţetta ljóst. Af myndum af fundinum ađ dćma ţá sóttu fundinn ađallega núverandi eđa fyrrverandi ţingmenn flokksins og gamla Alţýđubandalagsins.  

Mörgum sýnist ađ ţessi samţykkt sverji sig í sömu ćtt og krafa Björns Vals Gíslasonar alţingismanns og skipstjóri hjá Brim. Björn lćtur eins og hann viti ekki um gildandi lög um rétt útlendinga til fjárfestingar í íslenskum fyrirtćkjum.  Ađ sjálfsögđu vissi Björn vel um ţetta og ađ sjálfsögđu vissi foringjaráđ Vinstri Grćnna ađ samţykktin um níumenningana var glórulaus vitleysa eins og ummćli Björns.

Svona er ţetta ţegar stjórnmálaflokkur telur betra ađ veifa röngu tré en engu. Skyldi Steingrímur Árbót  J.Sigfússon formađur Vinstri grćnna ekki hafa vitađ um ţessi grundvallaratriđi stjórnarskrár og laga? Sennilega ekki ţví annars hefđi hann sagt foringjaráđinu frá ţví og sagt samţingmanni sínum ađ hann fćri međ bull.  Ef til vill hefur Steingrímur ţó  taliđ ágćtt ađ hafa í frammi  svona lýđskrum og rugl til ađ dreifa athyglinni frá ađgerđarleysi ríkisstjórnarinnar.


Hvernig hefđu ţau brugđist viđ?

Fyrir um hálfum mánuđi skilađi reikningsnefnd forsćtirsráđherra útreikningum sínum vegna skuldavanda einstaklinga.

Tćpir tveir mánuđir eru síđan forsćtisráđherra skynjađi réttláta reiđi fólks vegna ađgerđarleysis ríkisstjórnarinnar. Ţá átti hún ađ skilja ađ ţađ er ekki hćgt ađ láta fólk sem hefu ţola launalćkkun og skattahćkkun bera síhćkkandi skuldabyrđar.  Leiđrétta varđ verđtryggđu og gengisbundnu lánin og afnema okurvexti af húsnćđislánum.

Vandinn vegna verđtryggđu og gengisbundnu lánanna hefur veriđ ljós frá ţví ađ ríkisstjórnin tók viđ völdum. Jóhönnu Sigurđardóttur varđ vandinn ljós a.m.k. fyrir tveim mánuđum. Reikningsnefndin skilađi af sér fyrir hálfum mánuđi. Ekkert gerist enn ţrátt fyrir ţetta.

Hvernig hefđu Steingrímur og Jóhanna  brugđist viđ bankahruninu sem kom óvćn,t ţegar ţau geta ekki tekiđ ákvörđun um lausn vanda sem hefur veriđ ljós og ađsteđjandi í meir en tvö ár.   


Hefđu Írar valiđ ţađ sama og Ísland vćru ţeir ekki í vanda

Írar sćkja um billjón Evra neyđarađstođ frá Evrópusambandinu og Alţjóđagjaldeyrissjóđnum vegna ţess ađ ţeir tóku ábyrgđ á írskum bönkum í lok september 2008.

Margir íslenskir hagfrćđingar og háskólaprófessorar vildu haustiđ 2008 ađ viđ fćrum sömu leiđ og Írar og láta skattgreiđendur ábyrgjast bankanna. Hefđi veriđ fariđ ađ ţeirra ráđum vćru skuldir íslenska ríkisins um 8.000 milljörđum meiri en hún er í dag. Ísland vćri  gjaldţrota.

Ísland valdi skynsamlegustu leiđina ţegar bankarnir riđuđu til falls. Viđ settum neyđarlög og höfnuđum ţeirri leiđ ađ láta skattagreiđendur bera ábyrgđ á bönkunum.

Í hinni makalausu skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis er ţess ekki getiđ ađ ţeir sem héldu um stjórnvölin á ţessum tíma á Íslandi forsćtisráđherra, seđlabankastjórar og stjórn og framkvćmdastjóri FME skuli hafa beitt vitrćnustu viđbrögđum viđ bankakreppunni haustiđ 2008. Ţess í stađ er hamrađ á aukaatriđum. Ţeir sem gegndu fyrrnefndum embćttum eru ómaklega bornir sökum á forsendum baunatalningar. Sé máliđ skođađ í heild ţá er meginniđurstađa Rannsóknarnefndar Alţingis um viđbrögđ stjórnvalda viđ bankakreppunni röng. Ţađ sýnir sig nú.

Stađreyndin er sú ađ forustumenn í íslenskum efnahagsmálum haustiđ 2008 stýrđu ţjóđarskútunni betur en ađrir forustumenn í heiminum ţar sem eins háttađi til varđandi bankakreppur.

Ţađ er til marks um lánleysi íslensku ţjóđarinnar ađ hún skuli hafa flćmt alla ţá úr embćtti sem stýrđu ţjóđinni giftusamlega frá ţeim mistökum sem opinberuđ hafa veriđ í Írlandi. Ţau mistök  eiga eftir ađ koma betur í ljós og bitna hart á skattgreiđendum  í Bretlandi og Bandaríkjunum. 

Ţá er ţađ einstakt međal siđađra ţjóđa ađ forsćtisráđherra sem stýrđi ţjóđinni ţegar réttar ákvarđanir voru teknar  á erfiđustu tímum hennar, skuli nú sitja á sakamannabekk fyrir tilstuđlan meiri hluta Alţingis. 

 


Ólíkt höfumst viđ ađ Davíđ minn

Nokkru eftir ađ utanríkisráđherra íjađi ađ skipun rannsóknarnefndar vegna stuđnings Íslands viđ innrás Bandaríkjanna í Írak, birtist hann glađbeittur í hópi forustumanna NATO sem lögđu á ráđin um stríđiđ  í Afghanistan.

Er ástćđa til ađ skipa rannsóknarnefnd til ađ rannsaka ađkomu Íslands ađ stríđinu í Afghanistan?  

Afskipti okkar af stríđinu í Afghanistan eru meiri en af Íraksstríđinu. Hvernig skyldu utanríkisráđherrar Samfylkingarinnar afsaka ţađ á sama tíma og deilt er á ţá sem tóku óvirka en jákvćđa afstöđu til innrásar Bandaríkjanna í Írak vafalaust međ hagsmuni Íslands í huga međ tilliti til herstöđvarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.

Hvernig skyldu taka ráđherrarnir Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon ţví ađ styđja hernađ NATO í Afghanistan. Ţeir hafa boriđ fram tillögur á Alţingi um ađ hćtt verđi afskiptum NATO herja af Afghanistan.

Afghanistan stríđiđ er glórulaus vitleysa eins og innrásin í Írak. Ţví fyrr sem erlend ríki fara međ her úr Afghanistan ţeim mun betra.  Íslenskir ráđamenn hefđu átt ađ spyrja hvađ afsakađi blóđfórnir ungs fólks frá Vesturlöndum í fjöllum og dölum Afghanistan. Ţađ sama og afsakađi blóđfórnir rússneskra ungmenna á sínum tíma. Ekki neitt.

Össur Skarphéđinsson, Jóhanna Sigurđardóttir og Steingrímur J. Sigfússon bera nú ábyrgđ á ţví ađ Ísland skuli styđja glórulausar hernađarađgerđir NATO ríkja í Afghanistan. Hvernig vćri ađ ţau gerđu ţjóđinni fullnćgjandi grein fyrir afskiptum sínum og ađkomu ađ stríđinu í Afghanistan.  Ţađ er ađ gerast í núinu. Írak er sagnfrćđi.


Dagdraumar

Samkvćmt grein í breska blađinu The Daily Telegraph ţá eyđum viđ tćpum helmingi af vökutíma okkar í dagdrauma. Nú hefđi mađur ćtlađ ađ fólk vćri hamingjusamast ţegar ţađ sökkti sér niđur í dagdraumana en ţví fer öđru nćr. Stađreyndin er nefnilega sú ađ dagdraumarnir gera okkur döpur og valda iđulega hugarvíli.

Ţess vegna segir í ţessari könnun líđur okkur best ţegar viđ erum ađ gera eitthvađ og lifum í núinu.  Ţađ gerum viđ til dćmis međ ţví ađ eiga samneyti viđ ađra, taka ţátt í samrćđum, fara í líkamsrćkt eđa út ađ ganga. Líka ef viđ einbeitum okkur ađ vinnunni merkilegt nokk. Ţetta fćrir fólki meiri vellíđan en ađ horfa á sjónvarp eđa gera ekki neitt annađ en ađ sökkva sér niđur í eigin dagdrauma.

Athyglivert.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 422
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 2808
  • Frá upphafi: 2294359

Annađ

  • Innlit í dag: 393
  • Innlit sl. viku: 2560
  • Gestir í dag: 380
  • IP-tölur í dag: 371

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband