Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Gjafir eru yđur gefnar

Samtök fjármálafyrirtćkja segjst hafa lćkkađ skuldir heimilanna um 143.9 milljarđa. Er ţetta virkilega rétt?

Ţegar betur er ađ gáđ ţá er ţetta röng og villandi framsetning á einföldu máli. Stađreyndin er sú ađ međ endurreikningi ólögmćtra gengistryggđra lána lćkka ţau um 119 milljarđa. Ţetta er ekki lćkkun heldur leiđrétting í samrćmi viđ niđurstöđu Hćstaréttar.

Ţá standa eftir 24.9 milljarđar en af ţeim eru 18.7 milljarđar sem er lćkkun vegna ţess ađ fjármálafyrirtćki samţykktu lćkkun óveđtryggđra lána međ svokallađri 110% leiđ. Rúmir 5 milljarđar eru síđan lćkkun vegna sértćkrar skuldaađlögunar. 

Stađreyndin er ţá sú ađ engin lćkkun hefur orđiđ á innheimtanlegum skuldum eins og ţćr eru kallađar. Eina lćkkunin sem hefur orđiđ og fjármálafyrirtćkin telja sér til gćđa er lćkkun í samrćmi viđ landslög og langt umfram veđmörk ţannig ađ sýnt var ađ ţćr mundu aldrei innheimtast. 

Sýnist einhverjum ađ ţađ sé veriđ ađ gefa gjafir? 

 


Vinstri grćnir á Suđurnesjum styđja Guđlaug Ţór

Vinstri grćnir á Suđurnesjum lýsa yfir stuđningi viđ málaleitan Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar ţingmanns Sjálfstćđisflokksins um rannsókn á falli Sparisjóđs Keflavíkur og ađdraganda ţess.  Guđlaugur Ţór hlýtur ađ vonum ađ vera ánćgđur međ stuđning úr ţessari óvćntu átt.

Ekki er á vísan ađ róa međ ţađ ađ formađur Vinstri grćnna, Steingrímur J. Sigfússon verđi eins ánćgđur međ ţessa ályktun flokkssystkina sinna.  Engin ráđamađur hefur haft eins mikiđ um málefni sparisjóđanna ađ segja og Steingrímur J. Sigfússon og ađ ţví er virđist skipađ húskörlum sínum ađ heimila undanţágur fyrir sparisjóđi, sem ekki uppflylltu skilyrđi laga um fjármálafyrirtćki. Ţađ verđur ţví kćrkomiđ ađ rannsaka til hlítar hvernig á ţví stendur t.d. ađ málefni Byr og Sparisjóđs Keflavíkur síđar Spar/Kef skuli vera í ţeim ógöngum međ tilheyrandi milljarđakostnađi fyrir ríkissjóđ sem raun ber vitni.  Nćrtćkt virđist ađ ćtla ađ  fjármálaráđherra, ţessi sami Steingrímur J., beri mestu ábyrgđ á ţeirri ćvintýraferđ sem fariđ hefur veriđ í međ gjaldţrota sparisjóđi.

Ţađ vćri e.t.v. ekki úr vegi ađ Vinstri grćnir á Suđurnesjum brytu odd af oflćti sínu og keyptu og lćsu grein ţingmanns síns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstćđisflokksins um máliđ í Morgunblađinu, en greinin birtist  fyrir nokkrum dögum


Eru Vinstri grćnir ekki í ríkisstjórn?

Ríkisstjórn Íslands er ábyrg fyrir hernađi NATO í Afghanistan og Líbýu.  Ráđherrar VG hafa ekki hreyft andmćlum eđa krafist ţess innan ríkisstjórnarinnar ađ Ísland mótmćli ţessum hernađarađgerđum NATO og taki fram ađ Ísland er ekki ađili ađ ţeim.

Ráđherrar og ţingflokkur Vinstri grćnna er ábyrgur fyrir afstöđu Íslands í utanríkismálum ţ.á.m. ađ andmćla ekki hernađi NATO í Afghanistan og Líbýu. Formađur utanríkismálanefndar Alţingis er auk heldur ţingmađur Vinstri grćnna.

Nú hefur Steingrímur J af sinni alkunnu snilld fengiđ forustusauđina í flokksráđi VG til ađ samţykkja ađ skipuđ verđi rannsóknarnefnd til ađ rannsaka af hverju Ísland ber ábyrgđ á hernađi NATO í Líbýu. Forustusauđirnir réttu allir sem einn upp hendina meira ađ segja formađur utanríkismálanefndar Alţingis.

Skyldi Ţráinn Bertelsson hafa valiđ sér vettvang međal ţess meiri hluta ţjóđarinnar sem hann lýsti svo fjálglega fyrir rúmu ári sem fá.........?


Ţórólfur hér og Ţórólfur ţar

Nóbelsskáldiđ hitti naglann á höfuđiđ ţegar hann lýsti umrćđuhefđ  íslendinga.

Ţađ er nöturlegt ađ fylgjast međ ţví hvađ sumir hagsmunaađilar, talsmenn bćndasamtakanna ţessa daganna, hafa takmarkađa ţekkingu á mál- og skođanafrelsi.

Ţórólfur Matthíasson prófessor hefur í nokkrum greinum vakiđ athygli á styrkjum til sauđfjárrćktar og segir upplýsingar sínar komnar frá Bćndasamtökunum. Talsmenn bćnda hafa hreytt fúkyrđum í Ţórólf og reitt til höggs gegn starfsfélögum hans, en ekki sýnt fram á ađ Ţórólfur fari nokkursstađar međ rangt mál.  Ţetta geta tćpast talist ásćttanleg vinnubrögđ í lýđrćđisţjóđfélagi.

Hvort sem okkur likar betur eđa verr ţá er sauđakjöt dýrt í framleiđslu. Framleiđslan er óhagkvćm og dýr. Flest sauđfjárbú eru of lítil. Ríkisstyrkir eru of miklir. Verđ til neytenda er of hátt. Bćndur hafa ekki viđunandi kjör. Er ţetta ekki mergur málsins?

Viđfangsefniđ er ţá, hvernig verđur komiđ á betri framleiđsluháttum sem stuđla ađ hagkvćmni, betri afkomu, lćkkuđu vöruverđi og minni styrkja. Af hverju ekki ađ rćđa ţetta í alvöru. Bćndur eiga ekki lögvarinn rétt til ţess ađ skattgreiđendur borgi endalaust framleiđslustyrki.

Ég vorkenni Ţórólfi Matthíassyni ađ vera í ţessari orrahríđ. Fyrir 30 árum skrifađi ég framsćkna grein í Morgunblađiđ, ţar sem sagđi m.a. "Búum ţarf ađ fćkka og ţau ţurfa ađ stćkka."  Talsmenn bćndasamtakanna á ţeim tíma ćrđust  og ég stóđ í  látlausum ritdeilum  viđ hvern tindátann úr Bćndahöllinni  á fćtur öđrum. Ţeir voru sendir fram međ skipulegum hćtti. 

Ţessi orđ voru rétt eins og komiđ hefur á daginn. Međ sama hćtti sýnist mér ađ Ţórólfur Matthíasson prófessor hafi rökin sín megin i málflutningi sínum um sauđfjárbúskapinn.

Talsmenn bćnda eiga ţví ađ taka á málflutningi Ţórólfs af karlmennsku ef ţeir telja hann rangan og sýna fram á ţađ međ rökum í stađ ţess ađ fara í lúalegt stríđ gegn einstaklingi sem setur fram skođun.


Spámađur í föđurlandi

Velferđarstjórn Jóhönnu Sigurđardóttir valdi sem viđskiptaráđherra fyrst í stađ Gylfa Magnússon kennara viđ Háskóla Íslands. Ţađ var ađ vonum ţar sem hann hafđi međ góđum árangri stjórnađ áhlaupi á bankakerfi landsins í október 2008.  Í framhaldi af ţví fór Gylfi mikinn á útifundum Harđar Torfasonar og hafđi ráđ undir rifi hverju og sá allt fyrir.

Í apríl 2009 kom Gylfi fyrir viđskiptanefnd Alţingis en neđangreint er úr frétt Viđskiptablađsins af ţeim fundi ţ.2.4.2009:

"Nú sér loks fyrir endann ná ţví hrunsferli sem hófst í október 2008. Viđ höfum nokkra skýra mynd af ţví sem ţarf ađ gera til ađ hér verđi heilbrigt fjármálakerfi međ ţokkalega rekstrarstöđu,“ sagđi Gylfi Magnússon viđskiptaráđherra á opnum fundi viđskiptanefndar sem nú stendur yfir.

Jón Magnússon ţingmađur Sjálfstćđisflokksins óskađi eftir fundinum til ađ rćđa viđbrögđ stjórnvalda viđ erfiđleikum á fjármálamarkađi síđustu vikur m.a. um ađgerđir stjórnvalda gagnvart smćrri fjármálafyrirtćkjum og beitingu neyđarlaga gagnvart Straumi, SPRON og Sparisjóđabankanum, fjárhagslega fyrirgreiđslu til VBS og Saga Capital og fyrirheit um stuđning viđ nokkra sparisjóđi."

Frá ţví ađ Gylfi sá fyrir endan á hrunsferlinu  hafa 8 fjármálafyrirtćki falliđ.


Burtflćmdir Norđmenn

Sú var tíđin ađ snillingurinn Fleksnes kallađi íslendinga "bortskrćmta Nordmćnd".  Ţađ var á ţeim tíma ţegar Haraldur konungur lúfa, sem síđar var nefndur hárfagri,  var ađ brjóta undir sig Noreg međ harđrćđi og aukinni skattheimtu.

Frjálshuga fólk undi ţessu illa og neitađi helsinu og kaus frelsiđ. 

Nú er svo komiđ ađ skipast hafa veđur í lofti og  Steingrímur Sigfússon flćmir frjálshuga fólk úr landi međ harđrćđi og skattheimtu. Fjármagnseigendur flćma fólk líka úr landi međ afarkostum verđtryggingarinnar.

En viđ ćtlum ađ lifa hérna og ţess vegna er mál til komiđ ađ taka á ţessu og víkja helsinu frá og fá skattastefnu sem sligar hvorki fólk né fyrirtćki og lánakerfi sem býđur upp á sömu kjör og lánakerfi í nágrannalöndum okkar t.d. Noregi. Ef ekki verđur af ţví má búast viđ ţví ađ straumurinn til Noregs aukist af burtflćmdum Íslendingum.


Hvort er gengishrun eđa ríkishrun?

Seđlabanki Íslands bauđst  til ađ kaupa Evrur á genginu 210 íslenskar krónur í gćr og borga međ  verđtryggđum ríkisskuldabréfum. Seđlabankinn vildi kaupa 72 milljónir Evra á ţessu yfirgengi en fékk 3.

Ţegar Seđlabanki býđst til ađ kaupa Evrur á gríđarlegu yfirverđi miđađ viđ skráđ gengi og nánast engin vill selja ţá segir ţađ alvarlega sögu um stöđu íslensku krónunnar eđa ríkisins eđa  hvorutveggja. Fjárfestar telja raungengi  krónunar  lćgra en 210 krónur  á Evru eđa  skuldabréf íslenska ríkisins vonda pappíra. 

Seđlabankastjóri kann ţó ađrar skýringar og segir ađ ţetta komi sér ekki á óvart. Fyrst svo var af hverju stóđ Seđlabankinn ţá fyrir útbođinu. Styđst svona háttalag viđ heilbrigđa skynsemi?

Seđlabankastjóri segir síđan ađ  ţví betra ástand sem sé á erlendum mörkuđum ţví  fyrr getum viđ afnumiđ gjaldeyrishöft.  Er ţađ svo?  Liggur styrkleiki eđa veikleiki íslensku krónunar í ástandi erlendra markađa? Sýnir saga tíđra gengisfellinga krónunar fram á réttmćti ţessa skýringarkosts? 

Ţegar íslenska ríkiđ getur ekki keypt Evrur á yfirverđi ţá er ţađ grafalvarlegt mál.  Ţetta útbođ bendir til ţess ađ peningamálastefna Seđlabankans og ráđstafarnir frá ţví ađ Már Guđmundsson tók viđ standist ekki. Ekki frekar en peningamálastefnan sem fylgt var fyrir hrun og merkilegt nokk Már Guđmundsson núverandi Seđlabankastjóri er höfundur ađ. 

Af hverju ekki ađ rćđa ţetta mál í alvöru í stađ ţess ađ grípa til útúrsnúninga og rangra skýringa eins og Seđlabankastjóri gerir.


Níđst á neytendum

Neytendum á Íslandi er bannađ ađ gera hagkvćm innkaup vegna löglausra stjórnvaldstilskipana.  Ţađ ţýđir hćrra verđ á mat og hćkkar verđtryggđ húsnćđislán. Jóni Bjarnasyni ráđherra er alveg sama um ţađ vegna ţess ađ hann er stađráđinn í ađ standa vörđ um hagsmuni hina fáu á kostnađ almennings.

Međan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur lćtur ráđherrann fara sínu fram ţá ber öll ríkisstjórnin ábyrgđ á árás Jóns Bjarnasonar á neytendur og lífskjörin í landinu. Ríkisstjórnin ber líka öll ábyrgđ á ţví ađ ekki skuli fariđ ađ lögum en valdheimildum sem Umbođsmađur Alţingis segir ađ standist ekki lög skuli beitt gegn hagsmunum fólksins í landinu.

Brýnasta hagsmunamál fólks er ađ brugđist sé viđ hćkkandi verđbólgu. Ţađ verđur m.a. gert međ viđskiptafrelsi ţannig ađ fólk geti keypt ódýrt. Ţađ verđur líka m.a.gert međ ţví ađ ríkisstjórnin aflétti órétmćtum neyslusköttum. 

Af hverju stendur Norrćna velferđarstjórnin ekki međ neytendum?  Er ţađ Norrćn velferđarstjórn sem stendur međ framleiđendum og fjármagnseigendum á kostnađ neytenda? 

Á hinum Norđurlöndunum standa stjórnvöld vörđ um hagsmuni neytenda. Hér níđast stjórnvöld á neytendum. 

 


Af hverju hćkkar íbúđarhúsnćđi í verđi?

Meir en 1400 íbúđir eru í eigu fjármálafyrirtćkja og yfir 400 ţeirra stendur auđur.  Kaupgeta almennings er nánast engin og lánafyrirgreiđsla til fasteignakaupa er takmarkađri en veriđ hefur um árabil.

Samt mćlist hćkkun á verđi fasteigna. Hvađ veldur ţví?  

Fasteignaverđ á Íslandi er lágt miđađ viđ fasteignaverđ á hinum Norđurlöndunum. Ástćđan er gengishruniđ  og  offrambođ á íbúđarhúsnćđi. Ţrátt fyrir ţađ verđur ekki séđ hvađ ţađ getur veriđ sem knýr fasteignaverđ upp nema ţá  hagsmunir fjármálafyrirtćkjanna sem eiga 1400 íbúđir. Ţađ kemur betur út í reikningum fjármálafyrirtćkjanna ađ fasteignaverđ sé skráđ sem allra hćst. Ţađ kemur ţeim einnig vel vegna ţess ađ ţá hćkka verđtryggđu lánin.

Verđtrygging veldur ţví ađ skuldarar tapa milljörđum vegna  gervihćkkunar á fasteignum á nánast steinddauđum fasteignamarkađi.   

Norrćna velferđin og réttlćtiđ er greinilega ekki fyrir ađra en fjármálafyrirtćkin.


Einrćđi meirihlutans

Stjórnlagaráđ skilađi tillögum sínum til Alţingis. Ţar á bć hreyktust menn af ţví ađ hafa allir greitt atkvćđi međ tillögunum jafnvel ţó engin sem sat í ráđinu vćri sammála öllum tillögunum.

Talsmenn stjórnlagaráđsins töldu ţetta merki um ný og betri vinnubrögđ í pólitík ađ banna minnihlutaálit og skođanir en sameinast um einrćđi meirihlutans. Ţetta er rangt.

Ţessi hugsun stjórnlagaráđs samrćmist ekki viđhorfum lýđrćđissinna og hugsjónamanna sem telja nauđsynlegt lýđrćđinu og hugsjóninni ađ menn standi á sínum skođunum hversu margir sem eru međ eđa á móti.  Stjórnlagaprófessorinn og forsćtisráđherra fyrrverandi Dr. Gunnars Thoroddsen benti á í ţessu sambandi  ađ minnihluti í dag gćti orđiđ meiri hluti á morgun í lýđrćđisríki.

Stjórnlagaráđiđ  misskildi  hlutverk sitt sem ráđgefandi nefndar um stjórnsýslumálefni. Eđlilegt hefđi veriđ ađ skila inn tillögum meirihluta og minnihluta til ađ Alţingi sem fćr álitiđ til skođunar og úrvinnslu áttađi sig á hugmyndum og  sjónarmiđum sem bćrđust međ ráđsliđum. 

Hver skyldi hafa fundiđ upp á ţví í stjórnlagaráđinu ađ framkvćma hugmyndir alrćđishyggjunnar um einrćđi meirihlutans en víkja frá hugmyndum og hugsjónum lýđrćđisins um virđingu fyrir öllum skođunum og rétti fólks til ađ halda ţeim fram? 

Herhvöt lýđrćđisins og frelsisins var e.t.v. hvergi orđuđ jafnvel og hjá franska heimspekingnum og skáldinu Voltaire ţegar hann sagđi "Ég fyrirlít skođanir ţínar en ég er tilbúinn til ađ fórna lífi mínu til ađ ţú fáir ađ halda ţeim fram."  

Stjórnlagaráđiđ var annarrar skođunar en Voltaire.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 391
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 2777
  • Frá upphafi: 2294328

Annađ

  • Innlit í dag: 365
  • Innlit sl. viku: 2532
  • Gestir í dag: 355
  • IP-tölur í dag: 346

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband