Leita ķ fréttum mbl.is

Fęrsluflokkur: Kjaramįl

Aš gefa annarra manna fé.

Afabróšir formanns Sjįlfstęšisflokksins, Pétur Benediktsson, bankastjóri, sendiherra og alžingismašur, gaf śt kver sem hét "Millilišir allra milliliša.".

Ķ kverinu kom fram skörp gagnrżni į nišurgreišslur rķkisins į neysluvörum og į žaš bent, aš meš žvķ vęru peningar fólks teknir meš sköttum og endurgreiddir meš nišurgreišslum. Sjįlfstęšismenn žess tķma böršust hatrammlega gegn žessari stefnu fįrįnleikans.

Ķ kverinu var mynd af ręfilslegum glorsoltnum hundi, sem kom aš veisluborši akfeits manns og renndi til hans bišjandi augum og dillaši rófunni. Feiti mašurinn tók upp hnķf, skar af rófunni og stakk upp ķ hundinn, sem labbaši alsęll ķ burtu. Žessi mynd sżndi vel fįrįnleika nišurgreišslna og millifęrslna rķkisins.

Nįšst hefur žjóšarsįtt į vinnumarkaši, žar sem ašilar sömdu um aš rķkiš tęki upp vķštękara kerfi millifęrslna og rķkisafskipta. Rķkisstjórn samžykkti hįtt ķ hundraš milljarša auknar nišur- og millifęrslur. 

Žeir sem greiša skatta į Ķslandi eru launafólk og atvinnurekendur. Meš einum eša öšrum hętti munu žvķ ašilar vinnumarkašarins greiša framlag rķkisins og žvķ į myndin ķ kveri Péturs Bendiktssonar um svanga hundinn einstaklega vel viš um nżgerša kjarasamninga.

Vķštęk žjóšarsįtt allra flokka og ašila vinnumarkašarins rķkir um aš leiš aukinna rķkisafskipta og aukinnar skattheimtu skuli farin og trónum viš nś samt į toppi OECD rķkja hvaš žaš varšar.

Žrįtt fyrir aš skuldastaša rķkisins sé komin į hęttulegt stig, skal halda įfram stefnu fyrrverandi fjįrmįlarįšherra, sem góš žjóšarsįtt viršist rķkja um, aš:

"tryggja góš lķfskjör meš hallarekstri rķkissjóšs." 

 

 

 

  

 


Orkuskortur og vindmyllur

Ķ įratugi hafa Vinstri gręnir barist gegn vistvęnum vatnsafslvirkjunum. Fyrrverandi formašur VG hafši ekki erindi sem erfiši žegar hann hrópaši aftur og aftur aš veriš vęri aš drekkja landinu, žvķ hann var įhrifalaus og įfram haldiš ķ uppbyggingu vistvęnna orkuvera landi og žjóš til góšs. 

Nśverandi formašur VG hefur haft meiri įhrif til ills ķ žessum mįlum, žó lķtiš fari fyrir henni og ķ tķš rķkisstjórnar hennar hafa engar nżjar vistvęnar virkjanir veriš reistar. Afleišingin er orkuskortur, sem hamlar framžróun og dregur śr möguleikum landsmanna til betri lķfskjara.

Afleišingin er lķka sś, aš nś hafa stórgróšapungar séš sér hag ķ žvķ aš eyšileggja óbrenglaš śtsżni ķ landinu og reisa višamikla vindmyllugarša. Gerš er grein fyrir žvķ ķ dag meš hvaša hętti meiningin er aš eyšileggja óbrenglaš śtsżni og landslag Noršurįrdals ķ Borgarfirši. Önnur svęši landsins munu fylgja į eftir.

Vindmyllur eru vondur og dżr kostur til orkuöflunarž Vegna žvergiršingshįttar stjórnmįlamanna,sem haldnir eru sömu firrum og VG ķ loftslagsmįlum hafa margir slķkir risiš vķtt um Evrópu og išulega valdiš tķmabundnum straumrofum og žaš sem verra er aš verš į raforku til neytenda hefur hękkaš grķšarlega. 

Žaš į ekki aš leyfa VG aš eyšileggja landiš meš žvergiršingshęatti ķ orkumįlum og koma žvķ til leišar ķ skjóli Evrópusambands reglna aš neytendur žurfi aš greiša mun hęrra verš fyrir orkuna en įšur.

Žaš er óskiljanlegt hvernig Sjįlfstęšisflokkurinn hefur getaš hengslast ķ rķkisstjórn meš VG og bera nś įsamt VG įbyrgš į orkuskortinum. 

Eftir aš hafa veriš undir pilsfaldinum hjį VG ķ tępan įratug er trśveršugleiki Sjįlfstęšisflokksins sem flokks frelsis, framfara og takmarkašra rķkisafskipta ekki lengur til stašar. 

Spurningin er žį góšir Sjįlfstęšismenn. Hvaš mį til varnar verša vorum sóma?

 


Vel aš verki stašiš.

Fįtt er mikilvęgara fyrir aršsköpun og góš lķfskjör en aš frišur rķki į vinnumarkašnum og hjól atvinnulķfsins snśist meš ešlilegum hętti. 

Žaš žarf framsżnt fólk, heišarlegt og velviljaš til aš lįta skynsemina rįša ķ kjarasamningum staš žess aš reyna aš nį meintum persónulegum įvinningi meš žvergiršingshętti. Sį meinti įvinningur reynist oftast tap en ekki gróši žegar upp er stašiš. Hętt er viš aš Ragnar Žór Ingólfsson formašur VR sitji nś uppi meš žann Svarta Pétur vegna eigin vandamįla.

Įstrįšur Haraldsson rķkissįttasemjari hefur leitt samningavišręšur af stakri prżši og žau Vilhjįlmur Birgisson forustumašur breišfylkingarinnar, Sigrķšur Margrét Oddsdóttir framkvęmdastjóri Samtaka atvinnulķfsins nįlgušust mįlin lausnarmišaš frį upphafi. Žjóšfélagiš stendur ķ žakkarskuld viš žau öll og žaš mį virkilega óska öllum žeim sem aš žessum samningum koma til hamingju.

Žau eru aš leggja sķn lóš į vogaskįlina til aš aukin velmegun verši ķ landinu og frišur rķki į vinnumarkašnum. Žennan įrangur veršur aš hlśa aš og standa gegn öllum žeim, sem reyna vitaš eša ómešvitaš aš eyšileggja žennan įrangur. 

 

 


Eina žjóšin.

Utanrķkisrįšuneyti erlendra rķkja hafa sum hver hlutast til um aš ašstoša eigin rķkisborgara į Gaza.

Ašgeršir utanrķkisrįšuneytis Ķslands vekja sérstaka athygli žar sušur frį og vķšar, en viš hlutumst til ein žjóša um dvalarleyfishafa, sem Ķsland ber enga įbyrgš į.

Aš venju var  utanrķkisrįšherra ķ fjölmišlafrķi žegar svara žurfti fyrir žessa ašgerš. En Katrķn Jakobsdóttir sagši mikiš glešiefni, aš utanrķkisrįšherra hefši hlutast til um aš flytja yfir 70 dvalaraleyfishafa frį Gasa til Ķslands. Ķ sama streng tók lautinant Gušmundur Ingi Gušbrandsson vinnumarkašsrįšherra, sem minnti į ljóšlķnuna śr kvęši Steins Steinars: "Og lautinant Valgeršur (Gušbrandur) vitnar um veginn af Drottins nįš." 

Hvorki dönsku né sęnsku rķkisstjórninni hefur nokkru sinni dottiš ķ hug aš gera ašra eins vitleysu og ķslenska utanrķkisrįšuneytiš stendur nś fyrir. Hlutfallslega mišaš viš fólksfjölda, samsvarar žessi innflutningur rįšuneytisins til žess, aš Svķar flyttu inn 2.016 manns og Danir 1.224. Žetta dettur žessum žjóšum ekki ķ hug. Žęr hafa vķtin til aš varast.

En ķslenska rķkisstjórnin viršist į sama róli og bent er į ķ helgri bók aš sjįandi sjį žeir ekki og heyrandi heyra žeir ekki. En žetta er bara byrjunin. Meining rķkisstjórnarinnar er aš flytja inn helmingi fleiri. Hvar er žetta fólk eiginlega statt?

Ķ dag eru birtar nišurstöšur rannsóknarstofu vinnumarkašarins. Žar kemur fram aš 11% launafólks bśi viš skort. Ekki nóg meš žaš. Meirihluti einstęšra męšra eša 63% į erfitt meš aš nį endum saman. Ekki hefur frést af višbrögšum vinnumarkašsrįšherrans Gušmundar Inga Gušbrandssonar viš žessu enda į hann sjįlfsagt nóg meš aš fagna eins og lautinant Valgeršur į sķnum tķma žeirri auknu ómegš sem hann er aš flytja inn ķ landiš og ķslenskir skattgreišendur verša aš ala önn fyrir um ókomin įr. 

Žaš er von aš fólki ofbjóši eins og Stefanķu Jónsdóttur sem skrifar skelegga grein ķ Mbl. ķ dag um stjórnmįlamenn žjóšarinnar: 

"Ekkert af ykkur er aš verja land og žjóš." 

Taka mį undir žetta aš mestu, en samt eru sem betur fer nokkrar heišarlegar undantekningar. Žaš er hins vegar dapurlegt aš svo viršist sem meirihluti stjórnmįlastéttarinnar įtti sig ekki į meginhhlutverki sķnu: Aš verja kjör almennings ķ landinu og standa vörš um žjóštungu, menningu og fullveldi žjóšarinnar. 

 

 

 

 


Hve lengi enn ętliš žiš aš misbjóša žolinmęši vorri?

Stjórnskörungurinn og ręšusnillingurinn Cicero ķ Róm, um öld f.kr., hóf mikilvęgustu ręšu sķna į žessum oršum. "Hve lengi enn ętlar žś Catalķna aš misbjóša žolinmęši vorri." Meš sama hętti mętti segja um rķkisstjórnina vegna kynningar į tillögum um minnihįttar breytingar į śtlendingalögum ķ dag:

"Hve lengi enn ętlar rķkisstjórnin aš misbjóša žolinmęši vorri."  

Algjört öngžveiti rķkir į landamęrunum  og kostnašur skattgreišenda er kominn yfir žolmörk,vegna grķšarlegs ašstreymis hęlisleitenda. Žegar svo hįttar til ętti aš gefa auga leiš, aš verkefniš er aš nį stjórn į landamęrunum.

Ķ dag var kynnt frv. rķkisstjórnarinnar til breytinga į śtlendingalögum. Formenn stjórnarflokkana žriggja kynntu žaš og fagnašarerindi rķkisstjórnarinnar af žvķ tilefni. Fyrirfram töldu landsmenn bošskapurinn vęri um aš nį stjórn į landamęrunum og gęta hagsmuna fólksins ķ landinu ekki sķst skattgreišenda og rķkissjóšs. 

Annaš kom ķ ljós. 

Rķkisstjórnin bošar af gefnu tilefni žetta: 

"Ašgerširn­ar byggj­ast į žvķ aš horft er į mįla­flokk­inn śt frį fjór­um meg­in­mark­mišum. „Ķ fyrsta lagi įherslu į hag­kvęm­ari og skil­virk­ari regl­ur og betri žjón­ustu. Ķ öšru lagi aš stušlaš verši aš jöfn­um tęki­fęr­um og žįtt­töku ķ sam­fé­lag­inu. Ķ žrišja lagi betri nżt­ingu mannaušs. Ķ fjórša lagi betri sam­ręm­ingu og sam­hęf­ingu,“ seg­ir ķ til­kynn­ing­unni."

Hvar eru stjórnmįlamenn eiginlega staddir sem fjalla um mįl meš svona brenglašri sżn mišaš viš tilefniš af óendanlegum léttleika eigin tilveru. Hvaš kemur žetta sjórn į landamęrunum viš? 

Žegar breytingatillögur stjórnarfrumvarpsins um śtlendinga eru skošašar,kemur ķ ljós aš žar eru įkvęši, sem miša aš aukinni skilvirkni į nokkrum svišum, en kemur ekki ķ veg fyrir hinn strķša straum hęlisleitenda meš einum eša neinum hętti og hafi žaš įtt aš vera tilgangurinn aš viš nęšum stjórn į landamęrunum og eyddum minna fé ķ žessa algjöru dellu sem svonefnt "verndarkerfi hęlisleitenda" byggir į, žį hefur frumvarpiš ekkert meš žaš aš gera og er žvķ mišur bara nżtt kįk sem žjónar ekki neinum žeim megintilgangi sem ętlast er til og sķaukinn fjöldi landsmanna gerir kröfu til. 

Žvķ mišur eru žetta sįr vonbrigši og alvarlegt fyrir framtķšarheill lands og žjóšar.  

 


Skelfilegt

Žaš er skelfilegt aš verša vitni aš žvķ, aš nįttśruhamfarir ógni Grindavķk. Į žessari stundu vitum viš ekki hvaša tjón veršur af eldgosinu sem hófst ķ morgun. Vonandi veršur žaš sem minnst og vonandi rķs Grindavķk fljótlega viš eins og Vestmannaeyjar geršu žegar gosinu žar lauk. 

Samfélaginu ber aš koma til lišs viš ķbśa Grindavķkur og gera žį jafnsetta og hefšu žesar nįttśruhamfarir ekki lent į žeim. Aš sjįlfssögšu hlķst verulegur kostnašur af žvķ, en žaš sér enginn eftir žvķ aš greiša žaš sem til žarf, žannig aš fólkinu, sem veršur nś aš flżja heimili sķn geti lišiš vel og notiš žess sama og ašrir borgarar žessa lands. 

Rķkisstjórnin žarf aš bjóša Grindvķkingum aš kaupa hśsin žeirra sem vilja selja į markašsvirši og ganga frį samningum um forkaupsrétt žeirra til aš kaupa eignir sķnar aftur af rķkinu vilji žeir žaš žegar nśverandi įstandi lżkur. Žaš er um margt skynsamlegri rįšstöfun en aš kaupa hśseignir fyrir Grindvķkinga annarsstašar į sama tķma og fólkiš veršur ķ óžolandi įstandi gagnvart lįnastofnunum og lķfeyrissjóšum. 

Įlag į alla innviši mun aukast verulega vegna nįttśruhamfaranna. Žeir innvišir eru žvķ mišur margir žandir til hins ķtrasta vegna žjóšfjandsamlegrar stefnu rķkisstjórnar ķ hęlisleitendamįlum undanfarin įr. 

Nś er mįl aš linni. Viš berum įbyrgš į žvķ fólki sem er ķ landinu og viš eigum aš gera okkar besta hvaš žaš varšar. Meira įlag er ekki hęgt aš leggja į heilbrigšisžjónustu, ķbśšamarkašinn eša skólakerfiš. Viš getum žvķ ekki veriš aš brušla meš fé, sem ekki er til, en rķkissjóšur er rekinn meš miklum halla. Viš veršum aš loka landinu alla vega tķmabundiš gagnvart svoköllušum hęlisleitendum og allt tal um aš flytja eitthvaš fólk, sem hér į ekki heima og ašlagast ekki samfélaginu frį Gasa yrši grišrof af hįlfu stjórnvalda gagnvart hagsmunum fólksins ķ landinu. 

Bśum vel aš okkar og gętum žess, aš fólk sem veršur fyrir tķmabundnu tjóni geti bśiš viš góš lķfskjör eins og viš hin.  


mbl.is „Mašur horfir bara į hśsiš sitt ķ bakgrunninum“
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Jólin, kaupmašurinn og lķfskjörin

Oft er sagt aš jólin séu hįtķš kaupmanna vegna ofurneyslu og gjafaflóšs, sem fylgir jólum ķ okkar heimshluta. Žaš skiptir žį miklu aš hafa góša kaupmenn, sem hafa ašhald frį öflugum samtökum neytenda. 

Bent hefur veriš į, aš lķfskjör fari aš nokkru eftir žvķ hve góša kaupmenn viš eigum. Pįlmi Jónsson stofnandi Hagkaupa sżndi svo sannarlega fram į žaš į sķšustu öld, žegar lįgvöruveršs verslanir Hagkaupa lękkušu vöruverš ķ landinu.   

Į fyrr og sķšmišöldum voru kryddvörur eftirsóttustu vörur ķ Evrópu. Kryddiš žurfti aš flytja frį Austurlöndum. Ķtalskir kaupmenn fundu hagkvęmar verslunarleišir, sem voru eyšilagšar af Mongólum og Tyrkjum um 1200.

Žį voru góš rįš dżr og góšir kaupmenn brugšust viš. En verslunarleišin var dżr, hęttuleg og erfiš. Sagt var aš krydd sem komst fyrir į hnķfsoddi ķ Evrópu kostaši jafn mikiš og 50 kg. af sama kryddi ķ upprunalandinu. Žaš gekk aš sjįlfsögšu ekki og fundnar voru nżar leišir til aš nį fram veršlękkun.  

Ķ vaxandi męli heyrast raddir, sem hallmęla frjįlsum markaši og finna honum allt til forįttu. Žaš er fólk, sem er haldiš žeim ranghugmyndum, aš meš mišstżringu og rķkisvęšingu sé hęgt aš lękka vöruverš. Raunin er önnur. Hvarvetna sem žetta hefur veriš reynt, hefur žaš leitt til vöruskorts og langra bišraša eins og gįtan frį Sovétrķkjunum sįlugu lżsir vel, en hśn er svona:

"Hvaš er žriggja kķlómetra langt og boršar kartöflur?" Svariš var: Bišröšin ķ Moskvu eftir aš komast ķ kjötbśšina. Žannig var žaš žį. En nś er öldin önnur jafnvel žó aš Rśssar eigi ķ strķši.

Allir eru sammįla um aš rķkisvaldiš setji įkvešnar leikreglur į markaši eins og öryggisreglur og samkeppnisreglur, sem miša aš žvķ aš lögmįl frjįls markašar fįi aš njóta sķn. En žaš er einmitt žessi frjįlsi markašur, sem hefur tryggt neytendum į Vesturlöndum hagkvęmt vöruverš og nęgt vöruframboš. 

Rķkishyggjufólk skilur ekki hvernig į žvķ stendur, aš ķ öllu kaupęšinu fyrir jól, žį skuli alltaf vera fyllt į og žörfum neytenda svaraš, žó engar ašrar reglur séu ķ gangi,en hin ósżnilega hönd markašarins.

Sś reynsla sem viš höfum af frelsi ķ verslun ętti aš leiša huga stjórnmįlafólks aš žvķ hvort žaš sé ekki hagkvęmara aš śtvķsa fleiri verkefnum frį hinu opinbera til einstaklinga.

Ég var um langa hrķš forustumašur ķ neytendastarfi og formašur Neytendasamtakanna um nokkurt skeiš. Reynsla mķn var sś, aš erfišustu fyrirtękin sem viš žurftum aš eiga viš vegna hagsmuna neytenda į žeim tķma voru rķkisfyrirtękin, Póstur og sķmi, Gręnmetisverslunin o.s.frv. Sś reynsla sżndi mér aš žó žaš sé misjafn saušur ķ mörgu fé hvaš varšar kaupmenn eins og ašrar stéttir, žį var žaš žó hįtķš aš eiga viš svörtu saušina žar mišaš viš einokunarstofnanir rķkisins.

Viš skulum varast aš lįta falsspįmenn eyšileggja frelsiš, en sękja fram til meira frelsis į öllum svišum žjóšlķfins neytendum til hagsbóta.


Var virkilega naušsyn į žessu

Svo viršist sem verkalżšshreyfingin og samtök atvinnulķfsins séu um žaš bil aš nį hófstilltum langtķmasamningum. Žaš er aš sjįlfsögšu glešiefni og er mikilvęgt innlegg ķ barįttuna gegn veršbólgunni. 

Žvķ mišur hefur rķkisstjórnin ekki gętt sķn nęgjanlega vel og hękkar gjöld um žessi įramót og rekur sķšan rķkisstjórn meš halla sem er ekkert annaš en įvķsun į veršmęti sem ekki eru til sem leišir til veršbólgu.

Žegar Kjararįš śrskuršaši įriš 2017, aš ęšstu embęttismenn rķkisins og stjórnmįlamenn skyldu hękka verulega ķ launum og umfram ašra launžega, žį var žaš įvķsun į óróa į vinnumarkašnum. Verkalżšshreyfingin og atvinnurekendur nįšu žį aš sżna meiri įbyrgš en rķkisstjórn žess tķma og hvaš žį Kjararįš, sem kvaš upp śrskurš įn nokkurs haldbęrs rökstušnings. Žetta rugl hefur sķšan žvęlst fyrir og į žvķ bera žeir stjórnmįlamenn įbyrgš, sem aš létu galinn śrskurš Kjararįšs verša aš veruleika. 

Eins og nś įrar er vęgast sagt óheppilegt aš žeir launžegar sem hvaš hęstar hafa tekjurna skuli ekki sętta sig viš örlitla leišréttingu į žvķ sem hefši aldrei įtt aš koma til framkvęmda. En svo viršist sem hįlaunaašallinn ętli sér hvaš mest um žessar mundir į mešan verkalżšshreyfingin įsamt atvinnurekendum viršist ętla aš sżna fulla gįt og huga aš žjóšarhag. En žaš getur aldrei oršiš žannig til langframa, aš lįglaunafólkiš sżni meiri įbyrgš en rķkisstjórn og žeir sem hęst hafa launin.

En įbyrgšina bera umfram ašra žeir sem létu śrskurš Kjararįšs koma til framkvęmda į sķnum tķma,hvaš žį žaš lįnlausa Kjararįš, sem śrskuršaši gjörsamlega śt ķ blįinn įriš 2017.

Žaš veršur aš bregšast viš og endurskoša allt launakerfi rķkisins frį grunni. Rķkiš į ekki aš vera leišandi ķ launahękkunum og žaš umfram getu og žjóšarhag.   

 


mbl.is Vonbrigši aš dómarar įskilji sér rétt į ofgreišslum
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Hótel fyrir heiminn

Svo viršist, sem ķslensk stjórnvöld telji ešlilegt aš Ķsland verši hótel fyrir allan heiminn.

Laugardaginn 16.des.s.l. samžykkti Alžingi mótatkvęšalaust, aš veita 20 manns žar af 16 mśslimum rķkisborgararétt, sem įttu ekki rétt į žvķ  skv. almennum reglum og hafši veriš hafnaš. Slķkar gešžóttaįkvaršanir stjórnmįlamanna eru ólķšandi og ósišlegar. Engin rök voru fęrš fyrir žvķ aš ógilda nišurstöšu stjórnsżslunnar meš žessum hętti. 

Fjöldi fólks af erlendum uppruna hefur vaxiš grķšarlega hratt undanfarin įr og fólk af erlendu bergi brotiš er nś įlķka margt og ķ Svķžjóš og žykir žaš ęrinn fjöldi žar og skapar margvķslegan vanda, en hér mį ekki tala um žaš. 

 

Viš erum fį og žaš er ljóst aš žegar ķ staš veršur aš sporna viš žessari óheillastefnu ef ķslenska žjóšin į ekki aš glata menningu sinni, tungu og gildum sem sérstök sjįlfstęš žjóš. 

Hóteliš sem ķslenska rķkiš rekur ķ hęlisleitendamįlum er sérstakt aš žvķ leyti aš žar žurfa gestirnir ekki aš borga heldur fį borgaš auk rķflegra vasapeninga, lęknisašstošar o.s.frv. Sé hótelgestunum vķsaš burtu eru žeir išulega komnir aftur nokkrum dögum seinna ķ įframhaldandi hóteldvöl. 

Ķslenskir skattgreišendur borga allan kostnaš af rekstri hótelsins. En žar sem óįbyrg rķkisstjórn afgreišir fjįrlög įr eftir įr meš methalla, žį kemur žaš ķ hlut barnanna okkar aš greiša žennan hótelkostnaš og kostnaš af fjölda fólks į rķkisframfęri, sem er reynsla nįgrannarķkjanna af allt of mörgum mśslimskum innflytjendum og ķbśum.

 

Žjóšvinir geta ekki horft upp į žetta ašgeršarlausir heldur verša aš bregšast viš. Atkvęšagreišslan į Alžingi 16.des.s.l. sżnir aš viš erum meš óįbyrga stjórnmįlastétt, sem hugar ekki aš žjóšarhag heldur dansar žann hrunadans sem Svķar žekkja oršiš svo vel. Vķtin eru til aš foršast žau en ekki til aš falla lóšbeint ofan ķ žau eins og ķslensk stjórnvöld stefna aš.


Gjöršu svo vel

Ķ gęr var frétt ķ sjónvarpinu um myndarlegan styrk hins opinbera til aš višhalda listsköpun ķ Tjarnarbķó. Ķ dag er fjallaš um vķštękar styrkveitingar Reykjavķkurborgar til żmissa einkafyrirtękja į sviši "menningar og listsköpunar".

Menntamįlarįšherra réttir einkafyrirtękjum ķ fjölmišlun myndarlega styrki og žį er ótalinn heimsmethafinn ķ opinberum fjįrstušningi Rķkisśtvarpiš.Engu mįli skiptir hve illa RŚV er rekiš alltaf skulu fjįrhirslur rķkisins opnašar fyrir RŚV.

Allt er žetta gott og blessaš ķ Rįšstjórnarrķki, žar sem mišaš er viš aš hiš opinbera hafi meš listsköpun, félagsstarfsemi og fjölmišlun aš gera. En ķ rķki sem byggir į frjįlsri samkeppni og framtaki einstaklingsins, žį er veriš aš gefa vitlaust. Žóknanlegir ašilar njóta styrkja į mešan ašrir, sem gętu jafnvel gert enn betur hafa ekki samkeppnishęfan grundvöll til aš starfa į vegna styrkja hins opinbera til samkeppnisašila.

Ķ frjįlsu rķki er višmišunin aš skattar séu lįgir og fólkiš įkveši sjįlft hvaš žaš vill gera viš peningana sķna ķ staš žess aš stjórnmįlamenn taki žį af žeim og rįšskist meš žį.

Ešlilega krafan er aš lękka skatta til aš fólk rįši meira hvernig žaš vill verja peningunum sķnum ž.į.m. hvort žaš vill vera įskrifandi aš RŚV eša ekki. Žaš er ósamrżmanlegt rķki einstaklingsfrelsisins og frelsi borgaranna, aš žvinga fólk til aš vera įskrifandi aš fjölmišli og taka peninga fólksins til aš halda sumri starfsemi gangandi į kostnaš frjįlsrar samkeppni. 

Hvernig vęri aš leyfa einstaklingnum aš rįša og lękka skatta svo einstaklingurinn gęti vališ hvaša fjölmišil eša listsköpun sem hann vill? Fyrsta skrefiš er aš losa žį sem žaš vilja undan oki RŚV.

Hvernig vęri aš Sjįlfstęšisflokkurinn raungerši žį stefnu sķna aš stušla aš einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.

 

 

 

 


Nęsta sķša »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fęrslur

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.4.): 383
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 2769
  • Frį upphafi: 2294320

Annaš

  • Innlit ķ dag: 359
  • Innlit sl. viku: 2526
  • Gestir ķ dag: 350
  • IP-tölur ķ dag: 341

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband