Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Vér einir vitum

Arfakóngar fyrri alda töldu sig einir vita hvađ ţegnunum vćri fyrir bestu. Ţeir töldu sig hafa ţegiđ vald sitt frá Guđi og gengju nćstir páfanum ađ óskeikulleika.

Nú hafa 9 ţingmenn lagt fram ţingsályktunartillögu sem byggđ er á viđhorfum arfakónga. Hugmyndir manna eins og John Stuart Mill um Frelsiđ og ţau sjónarmiđ sem lögđ voru til grundvallar viđ myndun nútíma lýđrćđisríkja er ţeim fjarlćg.

Óneitanlega sérstakt ađ  ţingmađur Sjálfstćđisflokksins taki ţátt í ţessu og tveir ţingmenn Hreyfingarinnar.  Sér í lagi ţar sem ţingsályktunartillagan fer í bág viđ hugmyndir um frelsi borgaranna, sjálfsákvörđunarrétt og virđingu fyrir ólíkum lífsstíl og löngunum  og umburđarlyndi.

Tillaga ţingmannanna sem telja sig ganga nćst arfakóngum ađ gáfum kveđur á um margháttađar frelsissviptingar reykingafólks og einungis megi selja tóbak í apótekum. Af hverju apótek. Selja  ţau ekki heilsuvörur og lyf?

Nćsta tilllaga verđur  um ađ hangikjöt, saltađ folaldakjöt og annađ saltkjöt, transfitusýrur og franskar kartöflur verđi eingöngu seld í apótekum eđa bannađ vegna skađsemi fyrir heilsuna.

Ţeir einir sem hafa höndlađ sannleikann um réttan lífsstíl eins og ţingmennirnir 9 og telja sér heimilt ađ ráđa fyrir öllum öđrum munu ţá vćntanlega ganga  leiđina á enda og skylda fólk til ađ borđa ađ viđlögđum sektum og fangelsisvist í samrćmi viđ matseđil sem gefin yrđi út af Lýđheilsustofnun.

Reykingar eru hvimleiđar fyrir okkur sem ekki reykjum. En viđ eigum samt ekki rétt á ţví ađ svipta ţá sem reykja öllum rétti til ađ gera ţađ frekar en ađ svipta fólk rétti til ađ borđa franskar kartöflur, ís og reykt kjöt svo dćmi séu nefnd.

Ţjóđfélag sem virđir grundvallarskođanir um frelsi einstaklingsins verđur ađ sćtta sig viđ ađ okkur kemur takmarkađ viđ hvađ ađrir gera svo fremi sem ţađ skađar ekki annađ fólk.  Ţingmennirnir 9  vilja sjálfsagt í samrćmi viđ forsjárhyggju sína ađ fólk borđi klálböggla og arfa í allan mat og stundi sjóböđ fjallgöngur og lyftingar eftir vinnu. En ţannig getur ţađ ekki veriđ í lýđrćđisríki.

Forsenda lýđrćđis er  frelsi og umburđarlyndi og ţađ má ekki gleyma ţví ađ löstur er ekki glćpur


Ţessi manneskja

Ţráinn Bertelsson Vinstri Grćnn er ţekktur af öđru en ţví ađ sýna konum virđingu.

Stutt er síđan hann kallađi nokkrar ţingkonur  fasistabeljur og íhaldsbullur og brigslađi ţeim um ómálefnaleg vinnubrögđ.  Gamlir félagar Ţráins héldu ađ ţar vćri gamli Komminn og fótaveiki Bóheminn kominn í gamla stuđiđ, eins og hann var á tímum kalda stríđsins.

Í dag minnir Ingibjörg Sólrun Gísladóttir utanríkisráđherra á loforđ ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.  Ţá bregst Ţráinn svo viđ ađ vísa til fyrrverandi ţingmanns, ráđherra og formanns Samfylkingarinnar, sem "ţessarar manneskju" og fárast yfir ţví ađ hún skuli yfir höfuđ vilja eitthvađ upp á dekk. Raunar orđar Ţráinn ţađ međ ţeim hćtti ađ hann sakfellir Ingibjörgu og sakar utanríkisráđherra um ţađ ađ hafa bjargađ henni frá Landsdómi. 

Međ öđrum orđum ţá virđist  ţingmađurinn sem tryggir ríkisstjórninni meiri hluta á Alţingi telja ađ svipta eigi Ingibjörgu Sólrúnu málfrelsi og skođanafrelsi auk ţess sem hana hafi átt ađ ákćra af Alţingi og Landsdómur ađ dćma hana seka. Ekki í fyrsta sinn sem menn, sem mótađir eru úr ţessum hugmyndafrćđilega leir, telja rétt ađ ţeir fari međ löggjafarvald, ákćruvald og dómsvald yfir ţeim sem ţeir telja ekki ţóknanlega.

Ţađ hlítur ađ vera gott ađ búa á kćrleiksheimili stjórnarflokkana ţar sem Ţrárinn Bertelsson, sem Framsókn tróđ inn í rađir ţeirra sem fá heiđurslaun listamanna, sakfellir ţingkonur og fyrrverandi ţingkonur til hćgri og vinstri auk ţess sem hann kallar nánast alla ţjóđina nema ţingflokk Vinstri grćnna hálfvita.

Ríkisstjórnin telur  sig eigi samstöđu međ ţessum ţingmanni og  Ţráinn er sannfćrđur um ađ ţćr skođanir sem hann viđrar eins og ađ ofan greinir séu viđhorf ríkisstjórnarinnar. Međan ţví er ekki mótmćlt ţá er ţađ líka ţannig.

 


Steingrímur sigar varđhundinum á flokkssystur sína

Steingrímur J. Sigfússon á í vök ađ verjast eftir ađ upplýst hefur veriđ ađ hann seldi íslensk heimili og fyrirtćki í skuldaánauđ erlendra vogunarsjóđa. Sem liđ í ómálefnalegri málsvörn sinni hefur hann sigađ varđhundinum sínum Birni Val Gíslasyni á ţá sem hafa gagnrýnt ţessa embćttisfćrslu fjármálaráđherra.

Málsvörn varđhundsins felst í ţví ađ reyna ađ gera lítiđ úr ţeim sem hafa bent á ţessi nánast glćpsamlegu mistök Steingríms J. Sigfússonar. Ţannig vegur Björn valur í fćrsu á netsíđu sinni m.a. ađ Lilju Mósesdóttur flokkssystur sinnar, en lćtur ekki nćgja ađ vega ađ henni sem stjórnmálamanni heldur líka ađ henni sem frćđimanni.

Steingrímur og nánustu samstarfsmenn hans vita ađ ţađ er ekki er hćgt ađ afsaka framsal Steingríms á skuldakröfum heimilanna til erlendra vogunarsjóđa og grípa ţví til ţeirra "málefnalegu" vinnubragđa ađ reyna ađ gera lítiđ úr öllum sem gagnrýna.

Hvernig skyldi standa á ţví ađ varđhundurinn Björn Valur skuli ekki víkja einu orđi ađ ţví ađ ađgerđ Steingríms J. međ skuldaframsalinu til vogunarsjóđanna hafi veriđ rétt og skynsamleg? Segir ţađ ekki mikla sögu?

Athyglivert ađ ţessi atlaga Björns Vals ađ Lilju Mósesdóttur kemur fram á sama degi og flokksstjórnarfundur VG álytkađi ađ öll VG dýrin ćttu ađ vera vinir og vinna saman. Björn telur greinilega enga ástćđu til ađ taka ţessa ályktun alvarlega.


Hin eini ţóknanlegi sannleikur

Međan ţursaveldiđ Sovétríkin var og hét, var haldiđ úti tveim opinberum dagblöđum, sem sögđu frá ţví sem ćđsta stjórn Kommúnistaflokksins vildi ađ fólkiđ fengiđ ađ vita, til ađ skođanir ţess vćru mótađar í samrćmi viđ hinn eina ţóknanlega sannleika. Blćbrigđamunur var á ţví hvernig blöđin Isvestia og Pravda hin opinberu málgögn sögđu frá málum, en allt féll ţađ í einn farveg ađ lokum sem sýndi fram á mikilleik og stjórnvisku leiđtogana.

Í gćr kom fram birtingarmynd af ţessari sovésku fréttamennsku ţegar Isvestia Íslands, Stöđ 2 talađi viđ Steingrím J. vegna ţess sem sýnt hefur veriđ fram á ađ hann afhenti erlendum vogunarsjóđum  kröfur á íslensk fyrirtćki og heimili án fyrirvara ţó ađ kröfurnar hefđu áđur veriđ afskrifađar ađ verulegu leyti.

Fréttamađur Isvestia, Stöđ 2 spurđi Steingrím og hann sagđi ađ allir ţeir sem héldu ţví fram ađ hann hefđi afhent kröfurnar međ ţeim hćtti sem m.a. Ólafur Arnarson og Lilja Mósesdóttir halda fram vćru ađ fara međ rugl og fleipur.  Ţar međ var stóri sannleikur kominn. Foringi flokksins var ekki spurđur frekar og fréttamanninum fannst ekki ástćđa til ađ tala viđ ţessa meintu rugludalla Ólaf og Lilju. Hinn eini ţóknanlegi sannleikur var kominn fram. Fréttastofan hafđi gengt hlutverki sínu til ađ sýna fram á mikilleik stjórnvalda.

Fréttastofa ríkissjónvarpsins sem er eins og Pravda í gamla Sovét hefur ekki látiđ neitt frá sér heyra um máliđ. Alveg eins og ţađ hafi alveg fariđ framhjá fréttamönnum á ţeim miđli. Ef til vill er ţađ vegna ţess ađ ţeir eru ţó ţađ vandir ađ virđingu sinni ađ ţeir vilja ekki tala um ţađ sem ţeir vita ađ er ekki hćgt ađ verja hjá ríkisstjórninni. Samt skal ţađ sagt međ fyrirvara og skođa hvađ gerist á nćstunni hvort fréttastofan ţegir um máliđ eđa segir frá ţví međ eđlilegum hćtti sem fréttastofa eđa fer í sama stíl og Pravda forđum.

Í dag var Ólafur Arnarson í Silfri Egils og gerđi rćkilega og skilmerkilega grein fyrir hvađ hér er um ađ rćđa og hvernig íslensk stjórnvöld međ Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar brugđust íslenskum hagsmunum í febrúar 2009.  Athyglivert var ađ hlusta á viđmćlendur hans í kjölfar umfjöllunar Ólafs. Róbert Marshall talađi um ađ gera yrđi eitthvađ í skuldamálum fyrir nćstu kosningar. Ţingflokksformađur Sjálfstćđisflokksins talađi í framhaldinu um skuldastöđu fyrirtćkis sem missti yfirdráttinn.

Ef til vill er ekki von á ţví ađ fjölmiđlafólk átti sig á grundvallaratriđum ţegar forustufólk á Alţingi sýnir jafn nćman skilning og raun bar vitni í ţessum Silfurţćtti  á ađalatriđum og aukaatriđum. Stöđ 2 og fréttastofa Rúv munu ţví áfram komast upp međ fréttamennsku í samrćmi viđ hin ţóknanlega sannleika, jafn lengi og engin vitrćn viđspyrna er gegn ţví.


Formađur Framsóknarflokksins brýtur gegn pólitískri rétthugsun.

Formađur Framsóknarflokksins hefur brotiđ gegn pólitískri rétthugsun međ ţví ađ bera fram tvćr fyrirspurnir á Alţingi um hlutdeild erlendra ríkisborgara í innbrotum á íslensk heimili og hlutfallslegan fjölda ţeirra í fangelsum á Íslandi.

Ég hef spurt ţessara spurninga og ţá hafa talsmenn pólitískrar rétthugsunar og fjölmenningarsamfélagsins jafnan brugđist ókvćđa viđ og haldiđ ţví fram ađ ţetta kćmi málinu ekki viđ og vćri hćttulegt bćđi ađ rannsaka og hvađ ţá heldur rćđa.  Ég reikna međ ađ Sigmundur Davíđ formađur Framsóknarflokksins verđi fyrir svipuđu ađkasti nú ţegar hann leyfir sér ađ fara inn á ţetta jarđsprengjusvćđi sem varđar ţó mikilvćga  hagsmuni heiđarlegs fólks.

Mér hefur alltaf veriđ  óskiljanlegt af hverju má ekki skođa ţessa hluti eins og ađra. Ţađ hefur ekkert međ fordóma ađ gera heldur spurningu um viđbrögđ viđ ţví ađ erlendir glćpamenn hafa komiđ í allt of stórum stíl til landsins. Ţađ ađ bregđast ekki viđ međ eđlilegum hćtti ţar á međal upplýsingagjöf er hćttulegt. 

Hvert einasta ţjóđfélag verđur ađ verja hagsmuni borgara sinna. Augu fólks víđa í Evrópu eru nú ađ opnast fyrir ţví ađ Schengen reglurnar og opin landamćri Evrópusambandsins  án vegabréfa hafa opnađ glćpahópum nýja möguleika. Viđ ţví verđur ađ bregđast af skynsemi. Ef skynsemin verđur ađ víkja fyrir pólitískum rétttrúnađi fjölmenningarhyggjunar ţá er hćtt viđ ţví ađ fordómar og kynţáttahyggja aukist. Međ skynsamlegri umrćđu og nauđsynlegri upplýsingagjöf og fordómalausri umrćđu eru meiri líkur á góđum árangri.

Formađur Framsóknarflokksins sýnir pólitískt hugrekki međ ţví ađ spyrja ţessara nauđsynlegu spurninga. Ţví miđur hefur pólitísk nauđhyggja fjölmenningarsinnana fćrt okkur á ţann stađ.  En til upprifjunar má benda á ađ á einu ári hafa bćđi David Cameron og Angela Merkel talađ um ţau mistök sem gerđ hafa veriđ  á grundvelli fjölmenningarhyggjunnar.

Á stuttum tíma hafa ađstćđur á Íslandi breyst ţannig ađ í stađ ţess ađ hér vćru hlutfallslega fćstir innflytjendur á Norđurlöndum ţá eru ţeir nú flestir en á sama tíma streymir ungt dugnađarfólk úr landi.

Vćri ekki eđlilegt ađ stjórnmálamenn veltu ţeirri spurningu fyrir sér hvađ ţađ er sem veldur ţessu. Svörin liggja í augum uppi en er ef til vill ekki gott ađ svara svo ţau verđi ţóknanleg ţeirri pólitísku rétthugsun sem hefur heltekiđ stóran hluta talandi og skrifandi stétta í landinu.


Ótrúlegt, en satt.

Lilja Mósesdóttir, Guđlaugur Ţór Ţórđarson alţingismenn og Ólafur Arnarsson hafa vakiđ athygli á máli sem er ţess eđlis ađ fyrirfram hefđi mátt ćtla ađ fjölmiđlar ţjóđarinnar mundu loga og gera málinu verđug skil. Máliđ snýst um ađ hundruđir milljarđa voru afhentir ađ óţörfu erlendum kröfuhöfum. Ţetta er ótrúlegt en satt. Svona glópa höfum viđ sem ćđstu stjórnendur ţví miđur.

Máliđ varđar einmuna glópsku fjármálaráđherra og forsćtisráđherra sem gáfu erlendum kröfuhöfum skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtćki. Ţessi glópska ráđherranna er međ ţeim hćtti ađ manni fallast hendur. Ţrátt fyrir takmarkađa virđingu fyrir stjórnvisku og hćfileikum ţeirra Steingríms og Jóhönnu ţá hvarflađi ekki ađ mér ađ ţau vćru ţeir glópar ađ selja framtíđ íslenskra heimila og atvinnufyrirtćkja í hendur kröfuhafa endurreistra viđskiptabanka.

Nú bíđ ég eftir ţví ađ stjórnarandstađan taki ţetta mál upp nú ţegar og beri fram vantraust á ţá ráđherra sem ábyrgđ bera á ţessari ađför ađ heimilum landsins og atvinnurekstri.  Ţá verđur ţađ ekki nćgjanlega undirstrikađ ađ ţessar upplýsingar sýna ađ Jóhanna Sigurđardóttir er svikin vara. Skjaldborgin gat aldrei orđiđ til vegna ţess ađ Jóhanna fórnađi henni í febrúar 2009.

Nánar má lesa um ţessa glópsku og svívirđingu Jóhönnu og Steingríms í góđri fćrslu Ólafs Arnarssonar á Pressunni en slóđin er ţessi: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/skotleyfi-a-skuldara---helstu-punktar

Nú reynir á hvort stjórnarandstađan er vanda sínum vaxin.  Ef til vill vćri rétt ađ Lilja Mósesdóttir yrđi fyrsti flutningsmađur ţessarar vantrauststillögu á ţá ráđherra sem ábyrgđ bera á ţessari ađför ađ almenningi og atvinnulífi í landinu. Hún hefur alla vega tjáđ sig međ ţeim hćtti, og á ţakkir skildar fyrir ţađ, ađ ţađ er rökrétt ađ hún beri fram vantrauststillögu á fyrrum formann sinn og fleiri ráđherra.


Bara svolítinn sykur

Ţeir sem hafa séđ kvikmyndina Mary Poppins muna vafalaust eftir ţví ţegar hún fékk börnin til ađ taka međaliđ sitt og söng "Just a spoonful of sugar helps the medicine go down( sykurskeiđ hjálpar til ađ koma međalinu niđur) Nú áratugum eftir ađ ţessi sannindi komu fram hjá barnfóstrunni Mary Poppins ţá er sagt frá ţví í tímaritinu "Nature" ađ ţetta sé ekki bara rétt hjá Mary Poppins heldur auki sykurinn virkni sumra lyfja.

Ţannig ađ "a spoonful of sugar makes the medicine work" (sykurskeiđ lćtur lyfiđ virka) Ţannig segir tímaritiđ frá ţví ađ sýklalyf sem gefin eru međ sykri geti aukiđ virkni sýklalyfsins eins og t.d. ţegar um berkla er ađ rćđa og ýmissa ađra sjúkdóma.

Mary Poppins hefur greinilega vitađ sínu viti og rúmlega ţađ.


Út úr Afghanistan

David Cameron hefur kynnt ţá skođun sína ađ Bretar eigi ađ hefja heimflutning herliđs síns úr Afghanistan sem fyrst.  Ţrátt fyrir ţađ ađ forsćtisráđherrann vilji kveđja herinn heim ţá eru nokkur ljón á veginum.  Foringjar hersins eru ekki á sama máli og forsćtisráđherrann.

Nú er spurningin hvađ verđur ofan á og hver rćđur.  Taliđ er líklegt ađ heimkvađning breska hersins byrji í sumar á sama tíma og Bandaríkin fćkka í herliđi sínu. En ţar eru líka hershöfđingjar sem segja eins og ţeir bresku ađ nú sé ţetta alveg ađ koma og ekki megi fćkka hermönnum.

Skrýtiđ hvađ fólk lćrir lítiđ af sögunni. Bretar ţurftu ítrekađ ađ fara frá Afghanistan iđulega eftir mikiđ mannfall án nokkurs árangurs. Rússar ţurftu ađ fara frá Afghanistan eftir mikiđ mannfall án nokkurs árangurs. 

Herliđ Bandaríkjanna og Breta er búiđ ađ vera í Afghanistan frá 2001 eđa í tíu ár og gríđalegum peningum hefur veriđ variđ til landsins og mikiđ lent í höndum spilltra stjórnvalda í landinu.  Samt sem áđur sést engin árangur. En hershöfđingjarnir segja ađ ţetta sé alveg ađ koma. 

Ţeim mun fyrr sem Bandaríkin, Breta og ađrar NATO ţjóđir kalla herliđ sitt heim frá Afghanistan ţá vinnst ţađ ađ ungu fólki frá Vesturlöndum verđur ekki lengur fórnađ á blóđvöllum í Afghanistan í tilgangslausum hernađi sem er án markmiđs, takmarks eđa tilgangs. Hćtt verđur ađ henda peningum í milljarđavís í tilgangslausan hernađ.

Vonandi hefur David Cameron betur í viđureign sinni viđ bresku hershöfđingjanna og nćr ţví ađ kveđja herinn heim fyrir 2014 eins og hann hefur bođađ og  vonandi  sér Barack Obama ađ blóđfórnirnar og peningaausturinn er tilgangslaus í Afghanistan.  Bandaríkin ćttu ađ hafa Víetnam til varnađar.

En ţví miđur lćrir fólk lítiđ af sögunni og dregur ekki réttar ályktanir af ţeim stađreyndum sem ćttu ađ blasa viđ


Furđuleg ákćra

Ákćran á hendur Geirs H. Haarde er ađ jafn fáránleg og til var stofnađ af hálfu Rannsóknarnefndar Alţingis, Atla Gíslasyni og öđrum ákćrendum úr hópi Alţingismanna.  Saksóknari Alţingis ber ţó ábyrgđina á ákćrunni og er ţađ illt veganesti fyrir hana í starfi Ríkissaksóknara.

Miđađ viđ almennu ákćruatriđin hefđi eins mátt ákćra ţáverandi forsćtisráđherra Bretlands og Írlands svo og forseta og fjármálaráđherra Bandaríkjanna. En ţar dettur engum í hug ađ ákćra ţessa menn af ţví ađ ţar gera stjórnmálamenn og lögfrćđingar sér grein fyrir ţví ađ ţessir menn unnu sér ekkert til saka ekki frekar en Geir H. Haarde.

Ég mun á gera ţessum fáránlega málatilbúnađi og ţeirri skömm sem ţessi ákćra er fyrir Rannsóknarnefnd Alţingis, Alţingi, Saksóknara Alţingis og íslenska ţjóđ ítarleg skil á öđrum vettvangi enda brýn ástćđa til ađ ţegja ekki ţegar flokkspólitísku ofbeldi er beitt.

Athyglivert er ađ í ákćrunni eru m.a. ákćruatriđi  vegna mála sem  heyrđu ekki undir forsćtisráđherra heldur ađra ráđherra m.a. viđskiptaráđherra. Ţađ vefst hins vegar  ekki fyrir fólki sem hefur varpađ af sér oki ţröngrar lagahyggju, í samrćmi viđ ábendingar Rannsóknarnefndar Alţingis, ađ gefa út glórulausar ákćrur.

Hefur fólk velt fyrir sér hver er andstađa lagahyggju og til hvers umbođsmađur Alţingis og Páll Hreinsson Hćstaréttardómari hvetja stjónvöld og dómstóla ţegar ţeir amast viđ ţví ađ fariđ skuli ađ lögum viđ úrlausn mála?

Ekki verđur annađ séđ en ákćran á hendur Geir taki miđ af ţví ađ ekki skuli fariđ ađ lagahyggju.


Óţolandi árás á heimili ráđherra

Ţađ er óţolandi ađ ráđherrar á Íslandi geti átt von á ţví ađ ráđist sé á heimili ţeirra. Í gćr var ráđist á heimili Ögmundar Jónassonar og rúđur brotnar međ grjótkasti. Áđur mátti forveri hans Ragna Árnadóttir ţola ţađ ađ hópur fólks úr ađgerđarhópi fyrir frjálst ađgengi útlendinga inn  í landiđ veittist ađ heimili hennar.

Mađur sem gegndi tímabundiđ starfi forstöđumanns Útlendingastofnunar ţurfti einnig ađ  ţola ađsúg ađ heimili sínu af sama hópi og réđist gegn heimili Rögnu.

Ţađ er ánćgjulegt ađ lögreglan segist nú ćtla ađ veita ráđherranum vernd og taka upp ţađ nýmćli ađ rannsaka gaumgćfilega árásir á heimli fólks, grjótkast og skemmdarverk eins og ţađ var orđađ í fréttum í dag.

Ţannig hefđi lögreglan ţurft ađ taka á málum strax og ţetta kom upp. 

Já og stjórnmálamennirnir hefđu líka ţurft ađ fordćma árásir, skrílslćti og eignaspjöll strax og styđja viđ ađgerđir lögreglu gegn óeirđafólki hvar svo sem ţví datt í hug ađ láta til sín taka međ ósćmilegu og ólöglegu atferli.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 2291718

Annađ

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband