Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Samgöngur

WOW og lánastarfsemi Isavia. Hver vissi hvađ?

Fyrir nokkru flaug vélin, sem Isavia ohf hafđi tekiđ sem tryggingu fyrir skuldum WOW af landi brott. Isavia hefur ţví enga tryggingu lengur fyrir milljarđa óheimilum lánveitingum.

Af ţessu tilefni vakna nokkrar spurningar.

Í fyrsta lagi hver tók ákvörđun um stórfelldar óheimilar lánveitingar Isavia til WOW air? 

Í öđru lagi vissu ráđherrar fjármála og samgöngumála af ţessum óheimilu lánveitingum og voru ţeir međ í ráđum varđandi máliđ?

Í ţriđja lagi, hver tók ákvörđun um ţann fáránleika sem tryggingartaka í flugvél ţriđja ađila ALC fyrir skuldum WOW var? 

Vert er ađ benda á ađ hlutverk Isavia er ekki lánastarfsemi og ţessvegna er brýnt ađ fá allar upplýsingar um ţađ hverjir komu ađ ţessu máli og hvort ráđherrar í ríkisstjórninni voru hafđir međ í ráđum um ţetta löglausa atferli stjórnenda Isavia?

Iđulega hefur veriđ minna tilefni til ađ Umbođsmađur Alţingis hćfi frumkvćđisrannsókn. Hvađ gerir hann nú?


Huglćg ţráhyggja og forrćđishyggja

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur veriđ haldinn ţeirri huglćgu ţráhyggju, ađ Borgarlínan svokallađa mun leysa allan vanda í samgöngumálum höfuđborgarsvćđisins. Nú hefur Dagur eignast samherja í ţessari ţráhyggju, en ţađ er Helga Vala Helgadóttir alţingiskona.

Í grein sem Helga Vala skrifar í Morgunblađiđ ţ.21.september s.l. fjallar hún um stórátak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og segir ađ stinga megi "ţessu stórátaki í loftslagsmálum strax ofan í skúffu og stimplađ, falleg orđ á blađi, en lítiđ í verki" Ég vona ađ hún hafi rétt fyrri sér.

Ástćđa ţess ađ Helga Vala kemst ađ ţessari niđurstöđu varđandi stórátakiđ í loftslagsmálunum er sú, ađ ríkisstjórnin hugsar ekki um ţađ mikilvćga skref ađ fćkka einkabílum á götum borgarinnar. Eins og Dagur hefur hamast viđ ađ reyna ađ gera međ litlum árangri.

Ţau Dagur og Helga Vala eiga ţađ sameiginlegt ađ vilja hafa vit fyrir fólki og segja ţví hvernig ţađ á ađ hegđa sér og ganga iđulega langt í forrćđishyggjunni. Ađ ţeirra mati er vont ađ fólk skuli aka um á einkabílum. 

Nú er ţađ svo ađ furđufyrirbrigđi ríkisstjórnarinnar um stórátak í loftslagsmálum tekur forrćđishyggju Helgu Völu og Dags fram ađ nokkru leyti. Skv. áćtluninni á ađ banna fólki ađ kaupa og nota bíla sem brenna jarđefnaeldsneyti. En ţađ er ekki nóg ađ mati Helgu Völu enn frekari tálmanir skulu lagđir í götu einkabílsins og ţá er ţađ Borgarlínan sem leysir allan vanda. 

Í biđ eftir Borgarlínunni mega síđan íbúar höfuđborgarsvćđisins norpa í kulda og norđangarra af ţví ađ ţađ er gott ađ ferđast međ ţessum nýmóđins strćtó og ţetta forrćđishyggjufólk nú í öllum flokkum telur ađ Borgararnir séu ţess ekki umkomnir ađ velja sjálfir međ hvađa hćtti ţeir telja hentugast ađ komast milli stađa. 

En jafnvel ţetta er ekki nóg fyrir Helgu Völu lengra skal haldiđ. Spurningin er hvort hún skrifar nćst pistil um ađ allir skuli neyddir til ađ borđa skv. matseđli frá Lýđheilsustöđ ríkisins.


Rafmagnsbílaađallinn.

Rafmagnsbíllinn minn er orđinn eins árs og ţetta ár hef ég ekki notađ jarđefnaeldsneyti ekki einu sinni á sláttuvélina sem líka er rafmagnsdrifin. Samneyti mitt viđ bíl og sláttuvél hafa veriđ međ ágćtum ţrátt fyrir ađ ţau séu ekki knúin jarđefnaeldsneyti. 

Eitt fer ţó í taugarnar á mér í ţessu sambandi. Ríkisvaldiđ mismunar mér á kostnađ annarra borgara, sem nota bensín eđa olíur til ađ knýja farartćki sín eđa annađ áfram. 

Ríkiđ leggur gríđarlega skatta á bensín og olíur, en okkur rafbílaeigendum stendur til bođa ókeypis rafmagn úr hrađhleđslustöđvum ţar sem ţćr eru. Auk ţess borgum viđ lćgri ađflutningsgjöld og bifreiđagjöld. Er eitthvađ réttlćti í ţví?

Ţađ er alltaf hćttulegt ţegar ríkisvaldiđ fer ađ beita ávirkum ađgerđum til ađ breyta neysluvenjum fólks. Stutt er síđan fólk fékk umbun fyrir ađ kaupa díselbíla. Nokkru síđar kom í ljós ađ díselinn er mun verri en bensíniđ. 

Viđ rafbílaeigendur eigum ađ borga okkar hlut til veghalds og ađrir bíleigendur međ hvađa hćtti svo sem ţađ kann ađ vera innheimt. Ţá er glórulaust ađ hafa rafmagniđ úr hrađhleđslustöđvunum ókeypis. Eđlilegt vćri ađ fólk borgađi ákveđna upphćđ t.d. fyrir tengingu og síđan mínútugjald. Ţađ gjald mćtti síđan nota til ađ byggja upp hrađhleđslustöđvakerfi hringinn í kring um landi međ um 50 km. millibili. 

Hvernig vćri t.d. ađ tengigjald viđ hrađhleđslustöđ vćri kr. 500 og síđan greiddu menn ekkert fyrir fyrstu 10 mínúturnar en ţá kr. 50 á mínútuna nćstu 10 mínutur og kr. 250 nćstu 10 mínútur. Ţađ vćri alla vega sanngjarnt og gćti stuđlađ ađ ţví ađ fólk vćri ekki ađ hanga lengur í hrađhleđslustöđ en brýna nauđsyn bćri til.   

 


Ber Reykjavíkurborg enga ábyrgđ á ónýtum götum í borginni?

Leiđari Fréttablađsins er oft athyglisverđur einkum ţar sem fyrrum borgarstjóri Jón Gnarr er í fleti fyrir aftan ritstjórana í stjórnunarstöđu á 365 miđlum.

Í leiđara blađsins í dag er fjallađ um hryllilegt ástand gatna í borginni, ástand sem aldrei hefur veriđ verra og kemst leiđarahöfundur ađ ţeirri niđurstöđu ađ um sé ađ kenna eftirfarandi atriđum fyrst og fremst:  1.Nagladekk 2.Veđriđ 3. Ferđamenn 4.Ríkiđ.

Nagladekk hafa veriđ viđ lýđi í áratugi í Reykjavík og veđriđ hefur iđulega veriđ ámóta erfitt fyrir göturnar. Ţá verđur ekki séđ ađ ferđamennirnir spćni upp götur eđa hvernig á ađ skýra bágt ástand gatna ţar sem engin tengdur ferđamönnum fer um. Ţá telur leiđarahöfundur ađ ríkiđ forgangsrađi međ röngum hćtti og Vegagerđin standi sig ekki sem veghaldari.

Til ađ kóróna ţessa makalausu ritsmíđ leiđarahöfundar er tíundađ ađ borgin hafi lagt aukiđ fé til viđgerđar gatna í borginni.

Niđurstađa leiđarahöfundar er ţví sú ađ ţeir fjórir ţćttir sem fyrr eru nefndir séu orsakavaldur en stjórnendur Reykjavíkur hafi hins vegar stađiđ sig einstaklega vel.

Eitt sinn var borgartjóri í Reykjavík, sem hét Geir Hallgrímsson síđar formađur Sjálfstćđisflokksins. Hann setti fram ţá stefnu ađ malbika skyldi allar götur í Reykjavík. Vinstri menn hćddust ađ ţessu og töluđu um ómerkilegt áróđursbragđ ţví ţetta vćri ekki hćgt. Vissulega hefđu ţeir ekki getađ gert ţađ, en í borgarstjóratíđ Geirs Hallgrímssonar laust eftir miđja síđustu öld urđu vegir í Reykjavík malbikađir og greiđfćrir.

Um sama leitiđ og vegir í Reykjavík urđu greiđfćrir og malbikađir var Gambíu veitt sjálfstćđi frá Bretum. Til voru nokkrir vegir í Gambíu sem Bretar höfđu malbikađ. Síđan leiđ hálf öld og ţeir sem koma til Gambíu gćtu allt eins haldiđ ađ ţeir vćru ađ aka Hverfisgötuna í Reykjavík vegna ţess ađ á malbikuđu vegunum í Gambíu eru álíka mörg göt í malbikinu og á Hverfisgötunni í miđbć Reykjavíkur. Götin á götunum í Gambíu eru vegna ţess ađ viđhald skortir. Ţađ sama gildir í Reykjavík og gerđi alla borgarstjóratíđ Jóns Gnarr og nú Dags B.Eggertssonar og af sömu ástćđu eru göt á götum í Reykjavík og í Gambíu.

Í stađ ţess metnađar og framsýni sem Geir Hallgrímsson sýndi og síđar Davíđ Oddsson hafa setiđ viđ stjórnvölinn borgarstjórar sem hafa áhuga á ađ gera allt annađ viđ göturnar í Reykjavík, en gera ţćr greiđfćrar. Aldrei hefur ţađ veriđ verra en síđustu tvö kjörtímabil.

En ţađ er náttúrulega ferđamönnunum, veđrinu, nagladekkjunum og ríkinu ađ kenna en ekki borgarstjóranum núverandi eđa fyrrverandi eftir ţví sem leiđari Fréttablađsins segir.

Sjálfur Göbbels áróđursmálaráđherra Hitlers hefđi ekki getađ gert betur en leiđarahöfundur Fréttablađsins í dag viđ ađ afvegaleiđa umrćđuna og afsaka ţá sem ábyrgđ bera á Holuhrauninu í Reykjavík.

 


Nú eru gróđapungarnir góđir.

Sósíalistarnir sem stjórna Reykjavíkurborg segja ađ bílastćđahús í rekstri borgarinnar séu rekin međ stórkostlegu  tapi. Ţeir sjá ekki rekstrarlegar forsendur fyrir ţví ađ halda áfram rekstri bílastćđahúsanna og ţá eru góđ ráđ dýr.

Arftaki Jóns Gnarr í Besta flokknum/Bjartri framtíđ kynnti ţađ sem einu lausnina sem ţeir sósíalistarnir í borgarstjórninni ásamt honum, Samfylking, Vinstri grćnir og Píratar sću á vandanum vćri ađ selja gróđapungum í borginni húsin til ađ ţeir gćtu ráđiđ bót á ţeim vanda sem sósíalistarnir í Reykjavík sjá ekki nokkur tök á ađ gera.

Einkaframtakiđ á nú ađ leysa ţann vanda sem sósíalisminn rćđur ekki viđ. Sjaldan hefur heyrst eđa sést jafn fullkomin málefnaleg uppgjöf sósíalista gagnvart markađskerfinu, en kristallast í ţessari afstöđu vinstri meirihlutans í borgarstjórn.

Nú geta ţeir af ţví ađ viđ getum ekki.


Hjartađ í Vatnsmýrinni

Hjarta mitt slćr hvorki í Vatnsmýrinni né annarri mýri. Hvađ sem ţví líđur ţá er međ ólíkindum ađ nokkur skuli eyđa vinnu og peningum í ađ hugsa um ađra valkosti fyrir flugvöll á höfuđborgarsvćđinu en ţann núverandi.

Flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin svokölluđ leggur til er dćmi um háskólaspeki til lausnar einhvers ímyndađs vanda sem ekki verđur leystur međ nýjum flugvelli međ margra milljarđa tilkostnađi fyrir skattgreiđendur mitt á milli núverandi Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar.

Tímasparnađur fyrir fólk á höfuđborgarsvćđinu viđ ađ fara á flutvöll í Hvassahrauni í stađinn fyrir ađ fara til Keflavíkur er í hćsta lagi 20 mínútur. En ţann tíma mćtti ná upp međ ţví ađ auđvelda afgreiđslu á Keflavíkurflugvelli og breyta reglum varđandi komutíma farţega fyrir brottför.

Kostnađur viđ byggingu nýs flugvallar og rekstur hans er ţađ mikill ađ hvort sem einhverjum líkar betur eđa verr ţá verđur flugvöllur innanlandsflugs áfram í Vatnsmýrinni nema hann verđi fluttur til Keflavíkur. Valkostirnir eru ekki ađrir.


Ţjónusta borgarinnar er í ólestri.

Sama dag og rektor Háskóla Íslands blandađi ţeirri merku stofnun í kosningabaráttu Jóns Gnarr međ ţáttöku í svonefndu friđarsetri ţar sem Dagur B. Eggertsson og meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur forgöngu fyrir ţennan foringja sinn og leiđtoga, ţurftu almennir Reykvíkingar ađ gera sérstakar ráđstafanir vegna ţess ađ Reykjavíkurborg er hćtt ađ sinna lögmćltum skyldum sínum viđ borgarana sem skyldi.

Sorp hefur hlađist upp ţar sem einstaklingarnir hafa ekki úrrćđi til ađ koma ţví sjálfir frá sér. Afsökun borgaryfirvalda er sú ađ fćrđin í Reykjavík sé međ ţeim hćtti ađ ţađ afsaki sleifarlagiđ. Veđur eru ţó ekki vályndari en viđ má búast á ţessum árstíma og ófćrđ hefur ekki veriđ svo máli skipti í henni Reykjavík.

Jafnvel ţó ađ sú afsökun borgarstjóra vćri tekin sem sannleikur ađ vont veđur hefđi hamlađ ţví ađ borgararnir fengju eđlilega og viđunandi ţjónustu, ţá vćri samt hćgt ađ bregđast viđ vćri ţokkalega hugmyndaríkur borgarstjórnarmeirihluti viđ völd. Ţađ er hćgt ađ leysa slík vandamál ef vilji er fyrir hendi án mikils kostnađar. En viljann skortir og ţetta er afgangsverkefni hjá Latte lepjandi gáfumönnunum sem stjórna Reyikjavíkurborg.

Á sama tíma og fólk paufast međ stóra svarta plastpoka á endurvinnslustöđvar eftir ađ sorptunnurnar eru löngu orđnar yfirfullar, klćđir borgarstjóri sig uppá og býđur til veislu í Höfđa til ađ sinna ađ hans mati brýnasta verkefni borgarinnar, ađ stofna kosningamiđstöđ fyrir Jón Gnarr. Bogarstjóri og međvirkur háskólarektor lýsa ţví síđan fjálglega hvađ Reykjavíkurborg geti unniđ mikiđ starf í ţágu friđar. Fróđlegt ađ fylgjast međ ţví.

Viđ erum epli sögđu hrútaberin.

 


Barátta sem drepur miđborgina

Á sama tíma og fyrirbrigđiđ í stóli borgarstjóra berst fyrir ţrengingum á götum og aksturshindrunum međ góđri hjálp Gísla Marteins rćđa menn í Bretlandi um ađ ţessi stefna hafi beđiđ skipbrot.

Í Bretlandi er talađ um ađ setja nýjar viđmiđanir til ađ auđvelda bílaumferđ, ţá helst miđborgarumferđ. Stefna ţeirra Gísla Marteins og fyrirbrigđisins í stóli borgarstjóra er sögđ hrekja bílstjóra frá ţví ađ versla í miđborginni en stunda ţess í stađ viđskipti á netinu eđa stórmörkuđum í úthverfum.

Skortur á bílastćđum, ţrengingar á götum og hátt verđ í tímabundin bílastćđi dregur úr löngun fólks til ađ fara í miđbćinn. Mikilvćgt er ađ bílastćđum í og viđ miđbćinn verđi fjölgađ ţau verđi örugg og ódýr ef vilji er til ađ skapa daglega meira líf í miđborgarkjarnanum.

Sumarfríum er ađ ljúka og skólar ađ byrja. Umferđ ţyngist. Víđa í borginni eru umferđarteppur og umferđ gengur hćgt vegna ţess ađ ekki hefur veriđ hugađ ađ nauđsynlegum umbótum á umferđarmannvirkjum.  Í komandi umferđarteppum í vetur geta bílstjórar í Reykjavík hugsađ til Jóns Gnarr og međreiđarsveina hans í umferđarţrengingunum.  Minnast ţess í leiđinni ađ ţađ er nauđsynlegt ađ kjósa fólk í borgarstjórn sem veit hvađ ţađ er ađ gera og á ađ gera og skilur samhengi hlutanna.

Kosningar eru nefnilega alvörumál líka borgarstjórnarkosningar. Ekki grín og ekki fíflska.

 


Vađlaheiđargöng ađ sjálfsögđu

Vađlaheiđargöng eru mikilvćgari og nauđsynlegri samgöngubót en Héđinsfjarđargöng voru nokkru sinni.

Fyrst stjórnvöldum ţótti eđlilegt ađ gera Héđinsfjarđargöng í bullandi ofţenslu efnahagslífsins, eru ţá ekki mun skynsamlegri rök fyrir ađ grafa Vađlaheiđargöng ţegar atvinnuleysi er og samdráttur í efnahagslífinu.

Svo virđist sem stjórnvöld hafi markađ ţá stefnu ađ borga skuli sérstakan vegatoll fyrir jarđgöng sem eru mikilvćg og nauđsynleg samgöngubót sér í lagi liggi ţau nálćgt  ţéttbýli. Ţannig skal borga í Hvalfjarđargöng og einnig í fyrirhuguđ Vađlaheiđargöng.  Annađ gildir um Héđinsfjarđargöng, jarđgöng á Vestfjörđum og víđar.

Hvađ sem líđur kjördćmapoti ţá eru Vađlaheiđargöng forgangsverkefni í íslenskum samgöngu- og öryggismálum. Af sjálfu leiđir ađ miđađ viđ ađstćđur í dag ţá ţarf ađ setja framkvćmir viđ ţau í gang sem allra fyrst.


Landsbyggđin borgar eđa viđ öll.

Ríkisstjórnin hefur aukiđ skattheimtu á flugstarfsemi á rúmu ári um 400 milljónir. Hluti af ţessari skattlagningu er vegna átrúnađar ríkisstjórnarinnar á draugasöguna um hnattrćna hlýnun af mannavöldum.

Ţessi aukna skattlagning hćkkar verđlag í landinu og framkvćmdastjóri Flugfélags Íslands segir ađ ţessi skattur bitni harđas á landsbyggđinni. Raunar veit ég ekki hvernig á ađ skilgreina landsbyggđ í ţessu sambandi. Fólk á höfuđborgarsvćđinu flýgur jú eins og ađrir.

Ţađ er hins vegar ekki ađalatríđiđ heldur endalaus aukning á gjaldtöku ríkisins af neytendum.

Lendingagjöld hćkka á Reykjavíkurflugvelli um 72%, farţegagjöld um 71% og flugleiđsögugjald um 22%

Hvert var annars verđbólgumarkmiđ ríkisstjórnarinnar? Var ţađ ekki töluvert lćgra en ţessar  hćkkanir?

Er virkilega engin sem vill tala máli neytenda varđandi ţessar glórulausu skattahćkkanir?


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 204
  • Frá upphafi: 1558656

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband