Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Af hverju á ađ loka á Búlgara og Rúmena?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráđherra fór iđulega hörđum orđum um stefnu Frjálslynda flokksins varđandi ţađ ađ takmarka ađstreymi útlendinga til landsins.  Vert er ađ rifja upp ađ varaformađur Frjálslynda flokksins barđist fyrir ţví ađ undanţágan varđandi frjálst flćđi vinnuafls frá nýju ríkum Evrópusambandsins yrđi nýtt en á ţađ vildi hvorki ríkisstjórnin né Samfylkingin hlusta. Sl vetur benti ég á ađ í óefni vćri komiđ og nauđsynlegt vćri ađ grípa til ađgerđa í málinu. Ţá lagđist Samfylkingin í hatursherför gegn ţessari stefnu Frjálslynda  flokksins. Ţađ kemur ţví vel á vondan ađ Ingibjörg skuli mćla fyrir takmörkunum á frjálsu flćđi fólks frá Búlgaríu og Rúmeníu.

En spurningin er gilda einhver önnur sjónarmiđ varđandi ţessi lönd en hin lönd Austur-Evrópu sem Samfylkingin og Sjálfstćđisflokkurinn vildu ekki taka sömu tökum og Búlgara og Rúmena. Fróđlegt verđur ađ kalla eftir svörum utanríkisráđherra í ţessu máli.


Öryggisráđiđ.

Nýr utanríkisráđherra mun berjast fyrir ţví ađ íslendingar fái kjörinn fulltrúa í Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna. Til hvers vita bara innvígđir og innmúrađir stjórnmálamenn. Ţá segist hún ekki ćtla ađ fjölga sendiráđum. Ţađ er út af fyrir sig. En var ekki spurningin um ađ fćkka ţeim? Er bruđliđ ekki orđiđ nógu víđfemt í utanríkisţjónustunni. Ţá er spurning hvort formađur Samfylkingarinnar ćtlar ađ styđja ţađ ađ NATO verđi áfram í Afghanistan og íslenskir "friđargćslumenn" verđi ţar áfram. NATO var og á ađ vera varnarbandalag og dugđi vel sem slíkt međan ţađ hélt sér innan ţeirra marka.

En hvađ segir utanríkisráđherra sem hefur marsérađ undir kjörorđinu Ísland úr NATO og hvađ međ listann um viljugu ríkin sem eru siđferđilegur stuđningur viđ innrásina í Írak. Er ţađ í lagi núna?

Fróđlegt ađ vita hvađ Samfylkingarfólk segir um nýa stefnu flokksins í utanríkismálum.


Ţjóđleg hjátrú.

Hvítasunnan í minni minningu frá unglings- og sokkabandsárunum eru minningar um kuldalegt og hráslagalegt veđur. Síđan ţá á heilmikil hlýnun ađ hafa orđiđ af manna völdum en samt getur nú kólnađ og orđiđ hált á fjallvegum ţó komiđ sé ađ lokum maímánađar. Viđ  á Faxaflóasvćđinu ţurfum ekki ađ kvarta. Margir telja ađ ţjóđleg hjátrú sé af hinu góđa og ein er sú ađ veđrabrigđi í tengslum viđ breytingar í stjórnmálum segi mikiđ fyrir um hvađ gerist. Samkvćmt ţví ćtti hagkerfiđ ađ kólna heldur betur á tímum kyrrstöđustjórnarinnar ţví ađ kuldakastiđ hófst ţegar Geir og Ingibjörg fóru ađ tala saman og stendur enn.


Kyrrstöđustjórn

Viđ lestur stjórnarsáttmálans og rýni í texta ýmissa ályktana stjórnarflokkana sýnist manni helst ađ víđa hafi veriđ notađ cut og paste eftir atvikum og iđulega lítil sjálfstćđ textavinna. Stefnt skal ađ og orđalag međ svipađri meiningu koma fyrir rúmlega 30 sinnum á ţeim rúmu 5 blađsíđum sem um rćđir. Stjórnarsáttmálin er ekki merkilegur fyrir ţađ sem í honum stendur heldur fyrir ţađ sem ekki stendur í honum.

Ţađ er ţó ljóst af orđalagi stjórnarsáttmálans ađ ríkisstjórnin ćtlar ekki ađ breyta um stefnu í:

Sjávarútvegsmálum

Landbúnađarmálum

Virkjana- og stóriđjumálum.

Leiđari DV í dag lýsir vel ţeim vonbrigđurm sem venjulegt fólk á Íslandi hlítur ađ verđa fyrir ţegar ný ríkisstjórn ćtlar sér ađ viđhalda okrinu á neytendum og halda óbreyttu gjafakvótakerfi.

Viđ Frjálslynd töldum ţađ vera forsendu frjálslyndrar umbótastjórnar ađ gerđar yrđu breytingar á landbúnađarkerfinu fyrir bćndur og neytendur, ţjóđarauđlindir yrđu raunveruleg ţjóđareign og velferđarhallinn lagađur međ ţví ađ hćkka skattleysismörkin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir reynir ađ gefa stjórninni ţađ nafn ađ hún sé Frjálslynd umbótastjórn. Ţađ er ekki rétt. Ţetta er kyrrstöđustjórn. Rétta nafniđ á henni er Kyrrstöđustjórnin.  Ţó má ćtla ađ brimi í kring um kyrrstöđustjórnina ţegar gjaldmiđlinum verđur ekki haldiđ uppi lengur međ jöklabréfainnspýtingum.


Formannsskipti í Framsókn

Formannsskipti í Framsókn falla nánast í skuggann yfir gleđileik stjórnarfjölmiđlanna yfir kyrrstöđustjórninni.

Formannsskipti í gamalgrónum flokki eins og Framsóknarflokknum eru ţó mikil tíđindi. Jón Sigurđsson fráfarandi formađur er einstaklega traustur, góđur og heiđarlegur mađur eins og ég hef ítrekađ bent á frá ţví ađ hann tók viđ formennsku. Hans vandi var ađ taka viđ skelfilegri arfleifđ forvera síns. Jóni tókst ekki ađ marka sér sérstöđu á ţeim stutta tíma sem hann hafđi enda svigrúm hans ţröngt. Ađ mörgu leyti eru hlutskipti Jóns sem tók viđ af Halldóri og Gerald Ford sem tók viđ ađ Richard M. Nixon svipuđ hvorugum tókst ađ vinna sig frá forverum sínum.

Mér finnst miđur ađ missa Jón Sigurđsson úr íslenskri pólitík. Jón er víđlesinn frćđimađur, heiđarlegur og traustur. Ţađ hefđi veriđ gott ađ njóta krafta Jóns áfram.

Guđni Ágústsson tekur viđ. Hann er fulltrúi gamla Framsóknarflokksins. Ef til vill munu ţau merki sjást fljótlega. Ţess er ekki ađ vćnta ađ Guđni sćkist eftir eđa vinni ný lönd á Suđvesturhorni landsins en ţađ mundi Sif hins vegar reyna ađ gera yrđi hún formađur. Fróđlegt verđur ađ sjá hvernig Framsóknarmenn vinna úr ţeim vanda sem ţeir eru í.


Hvađ ćtlar ríkisstjórnin ađ gera?

Stjórnarsáttmálin er satt ađ segja merkilegastur fyrir ţađ sem ekki stendur í honum og ţćr hálfkveđnu ađ vísu mörgu góđur vísur sem ţar er ađ finna. Stefnt skal ađ, leitast viđ, huga ađ, skođa verđur koma fyrir um 30 sinnum á 5 blađsíđum.

Samt er eftirtektarvert. Međan myndun ríkisstjórnarinnar stóđ komu vandamál gjafakvótakerfisins fram í sinni verstu mynd en samt sér ríkisstjórnin ekki ástćđu til ađ fjalla um ţau mál nema međ ţessum orđum: "Tryggja skal stöđugleika í sjávarútvegi. Gerđ verđi sérstök athugun á reynslunni á aflamarkskerfinu viđ stjórn fiskveiđa og áhrifum ţess á ţróun byggđa."

 Á mannamáli sýnist mér ţetta ţýđa. Viđ ćtlum ekki ađ gera neitt. Engar breytingar á sjávarútvegsstefnunni sem máli skiptir. Hvađ skyldi Össur segja viđ ţví eđa Ellert Schram sem gekk á sínum tíma úr Sjálfstćđisflokknum yfir í Samfylkinguna vegna sjávarútvegsstefnunnar. Vegna andstöđu viđ gjafakvótakerfiđ. Í tilefni af ţessari lendingu ţá  biđ ég minn gamla vin og baráttufélaga Ellert Schram ađ skođa hvort hann á ekki betur heima í Frjálslynda flokknum en Samfylkingunni?


Ţá er komiđ andlit á ríkisstjórnina

Loksins er komiđ andlit á ríkisstjórnina og ástćđa til ađ óska ţví fólki sem sest í ríkisstjórnina til hamingju og farsćldar í starfi. Miklu skiptir ađ ráđherrar skili góđu dagsverki. Ekkert kom á óvart viđ skipun ráđherra Sjálfstćđisflokksins enda gamall stjórnar- og kerfisflokkur. Val Samfylkingarinnar kemur  heldur ekki á óvart nema hvađ varđar skipan Björgvins G. Sigurđssonar í sćti viđskiptaráđherra. Ég var ánćgđur ađ sjá ađ fyrrverandi stjórnarmađur í Neytendasamtökunum skuli nú vera orđinn viđskiptaráđherra og vćnti ţess ađ hann eigi eftir ađ taka undir međ mér í ţinginu varđandi brýn hagsmunamál neytenda í landinu.

Ţó andlitin séu komin og skipun í ráđherraembćtti ţá er ţó enn eftir ađ sjá fyrir hvađ stjórnin stendur. Hvađ flokkarnir hafa samiđ um. Ég hef beđiđ mun spenntari eftir ţví.

Nýr utanríkisráđherra byrjar sennilega á ađ taka okkur af lista yfir hinar viljugu ţjóđir og hefja ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ. Var ţađ ekki annars höfuđmálin sem Samfylkingin stóđ fyrir í utanríkismálum?


mbl.is Ţrjár konur og ţrír karlar ráđherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţorgerđur

Mér er sagt ađ Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir sé einskonar guđmóđir ţeirrar ríkisstjórnar sem er ađ fćđast. Hún hafi lagt á ráđin og viljađ slíta samstarfi viđ Framsóknarflokkinn. Sé ţetta rétt ţá vćri e.t.v. ekki úr vegi ađ kalla samstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđísflokksins "Ţorgerđi"  Nema annađ nafn finnist betra.

Fróđlegt verđur í ljósi frétta síđustu daga ađ sjá međ hvađa lođmullu kvótakerfiđ verđur afgreitt í stjórnarsáttmálanum og hvort Samfylkingarmenn standi viđ ţađ ađ afnema bćri kvótakerfiđ sem vćri mesta ranglćti Íslandssögunnar.

Ástandiđ á Flateyri ţar sem braskararnir taka sitt en fólkiđ sem hefur atvinnu af sjávarútvegi og á allt sitt undir bćđi atvinnu og eignir ćtti ađ hafa sýnt ţeim sem setiđ hafa viđ stjórnarmyndun fram á nauđsyn ţess ađ afnema óréttlćtiđ.


mbl.is Sjálfstćđismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđćrin eru tekin ađ láni.

Grein sem Víglundur Ţorsteinsson skrifar í Morgunblađiđ í dag um peningastefnuna vekur athygli. Víglundur  hefur lengi veriđ í forustu íslenskra iđnrekenda og víđar og forustumađur í  Sjálfstćđisflokknum. Hann gefur peningastefnunni ţá einkunn ađ hún hvetji til skammsýnna ađgerđa. Góđćrin eru tekin ađ láni. Á sama tíma lenda samkeppnis- og útflutningsgreinar í ađstćđum sem leiđir til samdráttar  hjá ţeim og ţvingađar til spákaupmennsku og erlendrar lántöku til ađ fjármagna viđskiptahallann.

Harđari dóm yfir peningastefnu ríkisstjórnar og Seđlabanka hef ég ekki séđ úr röđum Sjálfstćđismanna. Hvađ sem ţví líđur ţá er allt satt og rétt sem Víglundur Ţorsteinsson segir í ágćtri grein sinni í Morgunblađinu. Fölbleikt sólarlag Geirs og Ingibjargar gćti ţví komiđ fyrr en sumir hafa spáđ.

 


Hvađ ţýđir hlé á viđrćđum.

Ţađ er sérkennilegt ađ forustumenn Samfylkingarinnar og Sjálfstćđisflokksins skuli hafa gert hlé á viđrćđum sínum.  Slíkt orđalag er helst ţekkt viđ kjarasamninga ţegar ađilar telja örvćnt um ađ ţeir nái saman og tilgangslaust sé ađ halda áfram ađ sinni.  Ţađ á ţó sennilega ekki ţađ sama viđ hér miđađ viđ yfirýsingar ţeirra um ađ ţau muni halda áfram og engin sérstök ágreiningsmál séu uppi.

Hvađ sem líđur fullyrđingum ţeirra Geirs og Ingibjargar ţá virđist einhver fyrirstađa vera sem flokksformennirnir telja nauđsynlegt ađ unniđ sé úr áđur en lengra er haldiđ. Annars ţyrfti ekki ađ gera hlé. Svona hlé eru notuđ til ađ tala viđ ţingflokkana og fá samţykki ţeirra fyrir áframhaldandi viđrćđum. Fróđlegt ađ vita hvađ er ađ.

 


mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviđrćđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 39
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 600
  • Frá upphafi: 2291717

Annađ

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband