Færsluflokkur: Heilbrigðismál
2.3.2021 | 17:50
Sveltur sitjandi kráka.
Meðan heibrigðis- og forsætisráðherrar stöðugt fleiri Evrópuríkja sjá, að ekki er hægt að treysta yfirstjórn Evrópusambandsins til að tryggja aðgang að Covid bóluefnum aðhafast þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir ekki neitt og reyna að telja landsmönnum trú um það að best sé að láta Evrópusambandið um lyfjakaup fyrir íslensku þjóðina.
Nú síðast tilkynntu forsætisráðherrar Austurríkis og Danmerkur að þeir mundu leita eigin leiða til að tryggja sínu fólki Covid bóluefni sem allra fyrst. Áður höfðu Pólverjar, Slóvakar, Tékkar og Ungverjar haldið hver í sína sérleið. Ungverjar viðurkenna Sputnik V frá Rússlandi og ætla að kaupa það og það sama á við um Tékka og Slóvaka auk þess sem þessi ríki öll hafa leitað eftir að kaupa kínverkst bóluefni.
Í sjálfu sér er eðlilegt að þjóðir Evrópu bregðist við með þessum hætti þegar í ljós kemur að Evrópusambandið er vanhæft til að tryggja eðlilegt framboð á bóluefni til jafns við ýmsar aðrar þjóðir. Þannig hafa Bretar nú tryggt bóluefni fyrir 32% þjóðarinnar en Evrópusambandið einungis tryggt bóluefni fyrir 7.54% íbúa sambandsins.
Ríkisstjórnir gömlu Austur-Evrópu telja sig ekki eins bundnar af innkaupastefnu Evrópusambandsins og nú feta Austurríkismenn og Danir sama veg. En hér á Íslandi telja forsætis- og heilbrigðisráðherra sig meira bundnar Evrópusambandinu en mörg ríki sambandsins. Auk þess hafa þær engin önnur úrræði.
Var íslenski heilbrigðisráðherran virkilega svo heillum horfin, að hún hafi talið, að vandinn yrði leystur með því að Ísland yrði tilraunaverkefni Pfizer lyfjarisans og þegar það brást, að þá hafi engin varaáætlun verið í gangi?
Sums staðar mundu ráðherrar þurfa að taka pokann sinn fyrir slíka vanrækslu.
16.2.2021 | 08:40
Frelsið og manndáðin best.
Í gær var sagt frá því í fréttum, að síðast hefði greinst Covid smit utan sóttkvíar þann 20.janúar s.l.
Eðlilegt er að spurt sé hversvegna þarf að beita sóttvarnaraðgerðum innanlands þegar engin er sóttin? Er afsakanlegt að svipta fólk frelsi vegna sóttar sem geisar ekki í landinu?
Af hverju þarf að telja inn í verslanir og af hverju er grímuskylda. Já og af hverju er tveggja metra fjarlægðarregla og fólki bannað að horfa á íþróttakappleiki nema í sjónvarpi. Hversvegna er fólki bannað að heimsækja vini og ættingja á elli- og sjúkraheimili og bannað að mæta í jarðafarir án þess að það sé talið inn.
Íslenska þjóðin hefur tekið ótrúlega vel í þau tilmæli sem til hennar hefur verið beint varðandi sóttvarnir í Covidinu og góðan árangur í baráttunni má fyrst og fremst þakka ábyrgðarkennd alls þorra landsmanna, sem hefur gætt þess í hvívetna að hamla sem mest smitum vegna Covid.
Nú eru liðnir 37 dagar án þess að smit hafi greinst í landinu utan sóttkvíar. Yfirvöld hafa því engan rétt af sóttvarnarástæðum eða öðrum til að takmarka frelsi fólksins til að lifa lífi sínu með venulegum og eðlilegum hætti.
Við þessar aðstæður er það ekkert annað en ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að létta ekki af hömlum á frelsi fólksins til leika og starfa eins og var fyrir Covid með þeirri undantekningu þó, að gæta verður þess að smit berist ekki inn í landið.
Það kostar þjóðfélagið mikið að skerða frelsi fólksins og það er atlaga að framtíð og velmegun í landinu beiti ríkisvaldið áfram ónauðsynlegum frelsisskerðingum með þeim afleiðingum, að yfirdráttur ríkisins vegna innistæðulausra útgjalda eykst um eina milljón króna á hverri mínútu líka meðan fjármálaráðherra sefur.
Það er greinilega auðveldara að svipta fólk frelsi en að koma því á aftur, jafnvel þó að ástæðu frelsissviptingarinnar sé löngu liðin hjá. Hvar skyldi nú vera "frelsið og manndáðin best", sem þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson kvað um?
Ef til vill fallin í gleymsku og dá
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2021 | 11:42
Bólusetningarkapphlaupið og heilbrigð skynsemi
Þjóðir heims berjast við að tryggja sér sem fyrst svo mikið magn af einhverju bóluefni gegn Covid, að hægt verði að bólusetja landslýðinn.
Evrópusambandið og Bretar eiga í illdeilum og hver reynir að bjarga sér hvað best hann getur. Enn á ný opinberast vangeta Evrópusambandsins til að gæta raunverulegra eða ímyndaðra hagsmuna sinna.
Stjórnmálamönnunum liggur reiðarinnar ósköp á vegna þess, að þeir hafa lamað þjóðfélagsstarfsemina með lokunum og hræðsluáróðri í samkór með heilbrigðisyfirvöldum og fjölmiðlum. Út úr því þurfa þeir að komast sem fyrst, þannig að efnahagsstarfsemin og mannlífið geti blómstrað.
Sameiginleg stefna stjórnmálamanna veraldarinnar er að drífa sem mest má vera í því að bólusetja, þó prófanir á þeim lyfjum sem dæla á í fólkið séu ófullkomnar og veiti jafnvel takmarkaða vörn auk þess sem þau geta verið dauðans alvara og dauðadómur fyrir sumt eldra fólk.
Nýlega kom á markaðinn nýtt bóluefni gegn veirunni, Novavax, frá fyrirtækinu Johnson og Johnson. Af því sem maður les um það, þá virðist það skömminni til skárra og mun geðslegra en lyfin frá Pfizer, Moderna og Astra Seneca.
Lyfjafyrirtækjunum liggur á vegna þess að hundruða milljarða hagsmunir eru í húfi. Þau keppast við að dæla lítt prófuðum lyfjum inn á markaðinn og heilbrigðisyfirvöld hamast við að blessa þau vegna "neyðarástands". Stjórnmálamönnunum liggur á að komast úr pólitískri kóvíd innilokun og hamra því á nauðsyn allsherjar bólusetningar sem allra fyrst og þá skiptir ekki máli hvaða bóluefni er fengið bara það sem stendur til boða.
Það er næsta óhugnanlegt að fylgjast með þessu kapphlaupi þar sem öllu máli skiptir að bólusetja sem flesta helst alla þrátt fyrir að allt of lítið sé vitað um hver endanleg áhrif bólusetningarinnar verður og ekki liggi ljóst fyrir hvaða bóluefni hefur bestu virknina og er líklegast til að valda minnstum aukaverkunum.
Er þá ekki best að flýta sér hægt og gera hluti vitandi vits en ekki vegna örvæntingar?
26.1.2021 | 08:10
Hver ber ábyrgð á lífi og dauða
Á eins árs afmæli Kovid sjúkdómsins er eðlilegt að spyrja hvort hann sé versti sjúkdómurinn sem riðið hefur yfir heiminn síðustu 100 árin. Svarið er næsta örugglega nei. Lömunarveiki 1950 olli dauða og lömun milljóna barna svo dæmi sé tekið. Þá var mannfjöldi heimsins um helmingi minni en í dag.
Ýmsar inflúensur hafa verið skæðar og tekið mörg mannslíf. Þegar þetta er skrifað, er mannfjöldinn í heiminum 7.698.677.585 og fólki fjölgar um 3 á sekúndu eða um 260.000 á sólarhring. Á einu ári hafa 2 milljónir dáið úr Kovid, en á sama ári hefur fólki í heiminum fjölgað um 95 milljónir. Andstætt því sem margir halda fram, þá ógnar þessi sjúkdómur þó alvarlegur sé hvorki lífi mannsins á jörðinni og mundi ekki gera þó ekki yrði gripið til neinna ráðstafana.
Þróun í læknavísindum, næringarfræði og margvísleg önnur aukin þekking hefur stuðlað að betri lýðheilsu og lengt meðalævi fólks í okkar heimshluta jafnvel um tvo áratugi. Getur verið að vegna þessara miklu framfara á heilbrigðissviðinu, þá teljum við að hægt sé að koma í veg fyrir eða fresta dauðsföllum nánast í það óendanlega og það beri að gera það, hvað svo sem það kostar? Traust almennings og trú á heilbrigðiskerfið og krafan um ábyrgð ríkisins á lífi og dauða leiddi til þess, að heilbrigðiskerfið tók völdin í Kovid fárinu, en lætur stjórnmálamennina bera siðferðislega ábyrgð á því sem gert er eða ekki gert.
Krafan um að varðveita hvert einasta mannslíf og sú staðhæfing að mannslíf verði ekki metið til fjár, er flutt fram af slíkum þunga að athugasemdir um slæm áhrif vegna sóttvarnarráðstafana m.a. á líf annarra skipta ekki máli og afgerandi þjóðfélagsleg tilraun, á heilbrigðissviðinu er sett af stað og heldur áfram út í einhvern óendanleika. Svör við spurningum um siðferðlega ábyrgð á ákvörðunum sem varða líf og dauða eru mikilvæg. Ber einstaklingurinn ábyrgð, fjölskyldan, ríkið, Guð eða einhver annar?
Er í lagi að einstaklingurinn fari sér á voða en beri aldrei ábyrgð? Viljum við að ríkisvaldið setji ákveðnar reglur um líf og lífsstíl fólksins? Ef ríkisvaldið ber ábyrgðina á lífi og dauða er þá ekki rétt, að það taki ákvarðanir um fjarlægðarmörk, hvaða mörgum megi bjóða í boð, hvað margir mega koma saman, hvenær má kyssa ömmu og hvað megi borða og drekka og í hvað miklu magni. Matseðillinn frá lýðheilsustofnun verður þá það eina sem verður í boði.
Ef ríkisvaldið borgar allt hefur það þá ekki líka rétt til að taka allar ákvarðanir m.a. um atriði eins og hvað gerir lífið þess virði að lifa því og hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir að fólk deyi. Viljum við fela ríkisvaldinu svona víðtækt vald? Var það einhverntíma ákveðið að ríkið hefði alfarið með líf og dauða fólks að gera?
Sagt er að Morgan skipstjóri, mikilvirkasti sjóræningi Karabíska hafsins, hafi spurt áhöfn sína þegar hann tók við sem foringi sjóræningjanna, hvort þeir vildu stutt líf og skemmtilegt eða langt líf og leiðinlegt í hlekkjum. Áhöfnin valdi frekar stutt líf og skemmtilegt.
Í þeim faraldri sem nú ríður yfir hefur ríkisvaldið ítrekað tekið ákvörðun um og talið sér heimilt, að frysta efnahagsstarfsemina og borga fólki laun fyrir störf sem það vinnur ekki og eru jafnvel ekki lengur til. Það er fordæmalaust, að ríkisstjórnir loki á atvinnustarfsemi og opni aftur að geðþótta. Á ríkisvaldið að hafa svo víðtækar heimildir? Hvenær var það samþykkt, að ríkisvaldið hefði svona víðtæk völd yfir atvinnustarfseminni?
Yfirvofandi efnahagskreppa er vegna pólitískra ákvaðanna. Sú kreppa verður óhjákvæmilega þung, þó fáir virðist skynja alvarleika hennar og ráðherrar tali eins og aldrei komi að skuldadögum og ríkissjóður standi enn svo vel, að við getum leyft okkur þetta. Vafalaust verður reynt að viðhalda trylltum hrunadansi efnahagskerfisins fram yfir kosningar ef þess gefst nokkur kostur, en hvað svo? Hafa stjórnmálaflokkar sett fram raunhæfa stefnu um það hvað eigi að gera til að vinna okkur út úr þeirri kreppu og hvernig þá eigi að skipta þjóðarkökunni?
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði. Helsta skylda ríkisins er að vernda borgarana en ekki að stjórna lífi þeirra. Slíkt þjóðfélag krefst einstaklingsfrelsis og einstaklingsbundinnar ábyrgðar, þar sem fólki er treyst til að ráða meiru heldur en minnu um líf sitt og störf. Í slíku þjóðfélagi blómstra flest blóm og mannlífið nær þeirri reisn og fjölbreytileika, sem er útilokaður í alræðishyggju ríkislausnasamfélags, sem við höfum stefnt hraðfara til undanfarin misseri vegna þess að stjórnmálamenn dagsins vilja ekki taka á sig ábyrgð og hafa takmarkaða hugmyndafræðilega kjölfestu og viðmiðanir.
Er ekki kominn tími til að treysta heilbrigðum einstaklingnum betur og láta hann gera sína réttu hluti og/eða vitleysur á eigin ábyrgð en ekki á ábyrgð skattgreiðenda. (Grein birt í Morgunblaðinu í dag 26.1.2021.)
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2021 | 12:08
Fárið og fjölmiðlarnir
Í mörgum breskum fjölmiðlum er því slegið upp í dag, að nýa afbrigðið af Kóvíd sem greinst hefur í Bretlandi kæmi til með að valda 30% fleiri dauðsföllum en það hefðbundna sem glímt hefur verið við frá því í janúar 2020 og væri auk þess 70% smitnæmara.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði í gær, að nýja afbrigðið af veirunni "gæti valdið fleiri dauðsföllum (may be deadlier). Hann segir að ákveðnar upplýsingar bendi til, að þetta afbrigði kunni að vera hættulegra.
En er þetta einhlítt og er þetta rétt frétt?
Hingað til hafa breskir vísindamenn sagt að það væri ekkert sem sýndi fram á að nýja afbrigðiði væri hættulegra þó það væri smitnæmara.
Í öllum fréttamiðlum er því slegið upp að nýja afbrigið valdi 30% fleiri dauðsföllum. Raunar er sú prósentuala líka röng þegar niðurstaða könnunarinnar er skoðuð, en það er annað mál. Síðan gleymist það hjá mörgum fjölmiðlum, að gera grein fyrir áliti helstu vísindamanna Breta um málið og þeir sem gera það birta það neðanmáls og ekki í fyrirsagnastíl eins og helfréttin um auka ógn vegna Kóvíd, sem skal niður í lýðinn með góðu eða illu.
Helsti vísindaráðgjafi bresku stjórnarinnar Sir Patrick Vallance og Chris Whitty helsti ráðgjafi bresku stjórnarinnar á lækningasviðinu segja, að það sé mögulegt að nýja afbrigðið geti valdið fleiri dauðsföllum, en það liggi engar marktækar staðreyndir fyrir í þeim efnum og kannanir þriggja háskóla sem þessi niðurstaða byggir á séu ekki hafnar yfir vafa og hingað til hafi ekki fundist vísbendingar um a nýja afbriðið sé hættulegra þó það sé mun smitnæmara.
Svona er hægt að búa til staðreyndir úr fyrirsögnum, sem eru engar staðreyndir og valda fjöldahræðslu að ástæðulausu.
22.1.2021 | 10:28
Ekki slaka á
Í síðustu sjónvarpsútsendingu sinni sagði sóttvarnarlæknir, að ekki væri ástæða til að slaka á sóttvarnaraðgerðum. Af hverju var þá ekki ástæða til að taka þær upp þegar ástandið var svipað að áliðnu sumri og það er núna?
Smit innanlands eru svo lítil, að það er full ástæða til að slaka á ef meiningin er að fólkið í landinu búi einhverntíma við venjulegt ástand. Miðað við ástandið erlendis er hinsvegar full ástæða til að gæta allrar varúðar í samskiptum við útlönd.
Athyglisvert er að hlusta á veirutríóið og reiknimeistara þess viðhalda hræðsluáróðri og virðist ætla sér það út í það óendanlega.
Þegar talað er um ástandið í nágrannalöndum okkar, þá gleymist að næstu nágannalönd eru Færeyja og Grænland. Hvernig gengur baráttan við veiruna þar? Í sjálfbirgingshætti okkar hættir okkur til að tala um að allt sé best og fullkomnast hjá okkur. En hvað þá með árangur Grænlendinga og Færeyinga. Er ekki rétt að skoða hann til viðmiðunar og er hann ekki eðlilegri samanburður en samanburður við milljónaþjóðir í nánu samabýli?
Stjórnmálamenn hafa vanrækt að setja almennar viðmiðanir varðandi sóttvarnir og viðbrögð við Kóvíd fárinu og þessvegna fara allar ákvarðanir eftir kenjum og geðþóttaákvörðunum eins manns og í besta falli tveggja. Stjórnmálamenn eru stikkfrí sem ábyrgðarlausir leikendur þó þeir beri á endanum pólitíska og siðferðilega ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar þó þeir reyni til hins ítrasta að koma sér hjá þeirri ábyrgð.
16.1.2021 | 14:15
Fagnaðarboðskapur?
Um áramótin var því fagnað, að bóluefni vegna Kóvid væri að koma á markað. Fólk horfði fram á grímulausa framtíð, þar sem hægt yrði að faðmast, kyssast og knúsast ferðast og annað sem var í gamla daga. Gleðin var eðlilega mikil. Loksins hyllti undir það, að við værum að vera frjáls á nýjan leik.
Eftir því sem dagarnir hafa liðið, hefur komið í ljós, að þessi lyf eru ekki endilega ljósið við enda ganganna eða fagnaðarboðskapurinn um Kóvíd lausan heim.
Samkvæmt grein sem ég las í Daily Telegraph í morgun, þá er talað um að ónæmi verði 3 vikum eftir að fólk hefur fengið síðari sprautu miðað við lyf Moderna, Astra-Zeneca eða Pfizer. Samt sem áður er mögulegt að fólk geti smitast og ekkert bóluefni býður upp á 100% vörn.
Það sem kom mér meira á óvart var að það er ekki vitað, hvort að fólk sem fær sprauturnar geti smitað eftir sem áður eða ekki og því er ráðlagt að halda sig við grímur, fjarlægðarmörk, handþvotta o.s.frv.
Þá er ekki vitað hvað ónæmi eftir sprautn varir lengi talað er um allavega 5 mánuði. En hvað svo? Þarf e.t.v. að bólusetja alla aftur að liðnu hálfu ári?
Loks er ekki vitað hvað gerist nákvæmlega eftir að þú hefur fengið Kóvíd sprauturnar og hvaða langtímaáhrif bóluefnið hefur.
Loksins er ekki hættulaust fyrir fólk að fá bóluefnið og í Noregi eru 23 dánir skömmu eftir að hafa fengið sprautuna og 7 hér á landi. Haldið er fram, að tengsl milli dauðsfallanna og Kóvíd sprautu séu ósönnuð. Samt eru þau staðreynd og heilbrigðisyfirvöld í Noregi tala um að það geti verið of mikil áhætta fyrir eldri borgara með undirliggjandi sjúkdóma að láta sprauta sig. En það er einmitt sá hópur sem er í mestri hættu vegna Cóvíd.
Svo virðist, sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi upplýsi fólk ekki með viðeigandi hætti um áhættuna á því að fá sprautuna eða viðurkenni að ekkert sé vitað um mögleg skaðleg langtímaáhrif af bólusetningunni. Það er því spurning hvort verið er að fara að með réttum og löglegum hætti.
Þegar þessar staðreyndir og/eða skortur á staðreyndum eru vegnar og metnar, er þá ekki full ástæða til að flýta sér hægt þar sem að það liggur hvort sem er ekki fyrir hvort Kóvíd sprautuarnar leysa mikil vandamál miðað við það sem nú liggur fyrir.
13.1.2021 | 12:35
Frelsið er fallvalt
Lögreglan í Derbýhéraði á Bretlandi handtók þær Jessicu Allen og Elizu Moore fyrir nokkru. Þær ætluðu í göngutúr á auðu svæði og fóru frá heimilum sínum og óku 8 km. frá heimilum sínum hvor á sínum bíl þangað sem þær höfðu mælt sér mót. Þær höfðu með sér brúsa með piparmyntute til að svala þorstanum á göngunni.
Lögreglan gat ekki unnt þeim þessa og handók þær og sektaði hvora um sig um 200 pund eða jafnvirði kr. 35.000.- Glæpurinn var að ætla út að ganga of langt frá heimilum sínum. Sektin var raunar síðan felld niður en það er annað mál.
Þegar borgarar fá ekki að fara á auð svæði til að fara í göngutúr, til að halda við heilsu sinni og styrkja sig auk þess að fá lífsnauðsynlegt D vítamín til að berjast gegn Kórónuveirunni þá er langt gengið í sóttvarnarráðstöfunum og sýnir betur en margt annað hvað það er hættulegt að afhenda stjórnvöldum möguleika á að loka inni íbúa á ákveðnum svæðum hvað þá heilar þjóðir og svipta þá grundvallarfrelsi sínu til að ráða yfir verustað sínum.
Jafnvel hjólreiðamenn hafa verið handteknir og sektaðir á Bretlandi jafnvel þó ekki sé vitað til að Kórónuveiran ferðist um á reiðhjóli.
Við höfum orðið vitni að því að undanförnu hvað auðvelt er að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli raunverulegra eða ímyndaðra heilsufarsráðstafana.
Miðað við þá reynslu sem liggur fyrir eftir ítrekaðar frelsisskerðingar borgaranna þar sem farið er algjörlega umfram allt meðalhóf, þá verður ekki annað séð, en það sé glapræði af Alþingi að ætla að samþykkja að opinberir starfsmenn geti svipt fólk frelsi sínu nánast að geðþótta og fyrirskipað útgöngubann
Útgöngubann bæja, borga og jafnvel íbúa heils lands er svo hriklaleg frelsisskerðing að það er vægast sagt fráleitt, að ætla að samþykkja lög, sem heimila slíka frelsisskerðingu án aðkomu löggjafans.
Fyrir nokkru samþykkti Alþingi lög sem stöðvuðu verkfall ákveðinna starfsmanan Landhelgisgæslunnar vegna öryggismála. Meðferð málsins á Alþingi tók dagpart. Ljóst má vera, að komi upp aðstæður sem kalli á útgöngubann, þá eru engin vandkvæði á því að Alþingi geti afgreitt slíka tillögu verði í raun nauðsyn á aða beita slíkum aðgerðum.
Alþingi ber því að hafna tillögum í nýjum sóttvarnarlögum um heimild fyrir heilbrigðisyfirvöld til a beita hatrammari sóttvarnarráðstöfnum en nú er þ.á.m. útgöngubanni. Frelsið er vandmeðfarið og viðkvæmt og dæmin á síðasta ári og þessu sýna, að mikillar varúðar er þörf og frekari framsal valds til heilbrigðisyfirvalda býður hættunni heim.
8.1.2021 | 09:15
Það getur brugðið til beggja vona.
Covid smit eru fá hér á landi og hafa verið það frá því fyrir miðjan desember. Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum hafa þó verið fáar og óverulegar. Það sýnir hvað það er miklu auðveldara að taka frelsi frá fólki heldur en að veita það aftur.
Þrátt fyrir fá smit og góðan árangur, þá eru sömu þulurnar tuldraðar án afláts til réttlætis. "Það getur brugðið til beggja vona" "Það er hætta á að allt fari úr böndunum" "Við getum hæglega misst þetta í veldisvöxt"
en síðast en ekki síst "næstu dagar ráða úrslitum"
Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju við komumst aldrei út úr þessum "næstu dögum" og viðurkennt sé, að það séu ekki efni til að viðhalda þeim lokunum og takmörkunum sem sóttvarnaryfirvöld streitast við að halda í án nokkurrar framtíðarstefnumörkunar og þylji í síbylju möntruna: "Næstu dagar skera úr um það til hvaða ráðstafana verður gripið"
Þjóðfélag getur ekki endalaust búið við geðþóttaákvarðanir og það þarf að vera einhver vitræn skýring á því af hverju fólk á Hólmavík, Húsavík og Hornafirði megi ekki taka upp eðlilegt líf þegar smit mælast ekki frá Botnsá í Hvalfirði og hringinn vestur,norður, austur og suður að Selfossi.
Ríkisstjórnin getur ekki staðið aðgerðarlaus hjá og ausið milljarði á dag úr galtómum ríkiskassanum, sem framtíðin á að borga. Því miður allt of þægileg tilvera fyrir marga í núinu enda viðbrögðin samkvæmt því.
4.1.2021 | 22:45
Tilraunastöðin Ísland
Fjölþjóðlegi lyfjarisinn Pfizer á góða talsmenn hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir vilji leggja allt í sölurnar til að þóknast lyfjarisanum svo hægt verði að úða veirulyfinu frá þeim í sem flesta Íslendinga.
Þeir settu fram þá hugmynd með velþóknun heilbrigðisráðherra, að bjóða fjölþjóðlega lyfjarisanum Pfizer, að gera Ísland að alþjóðlegri tilraunastöð. Íslendingar yrðu notaðir sem tilraunadýr svo að gagn mætti hafa af þeim fyrir alla heimsbyggðina að þeirra sögn.
Stundum hvarflar jafnvel að auðtrúa sálum eins og mér, að það sé einhver fiskur undir steini eða jafnvel eitthvað annað en hagsmunir þjóðarinnar, sem ráða svona skyndilegri hugljómun ráðherrans, sóttvarnarlæknisins og forstjórans.
Heilbrigðisráðherrann hefur fram að þessu staðið fast á því,að kapítalistar góðir eða vondir megi ekki græða á sjúkdómum. Nú telur hún það í lagi að fjölþjóðlegur lyfjarisi í eigu kapítalista út um allar koppagrundir græði á því að fólkið í landinu þjónusti þá sem tilraunadýr.
Enn sem fyrr virðist það ráða för hjá heilbrigðisráðherra, að komið verði í veg fyrir að einkaframtakið á Íslandi geti komið að umönnun sjúkra, en það sé í lagi að framselja þjóðina til tilrauna fyrir erlenda auðjöfra svo gróði þeirra geti orðið sem mestur.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 142
- Sl. sólarhring: 424
- Sl. viku: 1150
- Frá upphafi: 1702963
Annað
- Innlit í dag: 134
- Innlit sl. viku: 1068
- Gestir í dag: 134
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Andrés Magnússon
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Atli Hermannsson.
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Bergur Thorberg
-
Birgir Guðjónsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björn Bjarnason
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Dögg Pálsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Einar B Bragason
-
Einar Ben
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Eiríkur Harðarson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elle_
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Guðjón Ólafsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Gústaf Níelsson
-
Halldór Jónsson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Baldursson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Haraldur Pálsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Ólafsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Himmalingur
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Hrannar Baldursson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Pétur
-
Jón Kristjánsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Ríkharðsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Jónas Egilsson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Júlíus Valsson
-
Katrín
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Lífsréttur
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Námsmaður bloggar
-
Pjetur Stefánsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar L Benediktsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rannveig H
-
Rósa Harðardóttir
-
SVB
-
Samstaða þjóðar
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Skattborgari
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Steingrímur Helgason
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sverrir Stormsker
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
gudni.is
-
jósep sigurðsson
-
ragnar bergsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Árni Gunnarsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Guðnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Loncexter