Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Hálfsannleikur og stolnar fjađrir

Áramótabođskapur forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar er athyglisverđur. Steingrímur J. Sigfússon minnir á árangur sem hafi náđst, en gleymir ađ nefna ađ flestar mikilvćgustu ráđstafanirnar voru gerđar áđur en hann varđ ráđherra. Jóhanna Sig. flytur hefđbundinn reiđilestur um Sjálfstćđisflokkinn og frjálshyggju.

Jóhanna hefur aldrei skilgreint hvađ hún á viđ međ frjálshyggju. Helst má skilja ađ í ţví felist stuđningur viđ frjálst markađshagkerfi. Hvort sem Jóhönnu líkar betur eđa verr, ţá hefur frjálst markađshagkerfi sannađ kosti sína međ ţeim hćtti ađ engum málsmetandi stjórnmálamanni í Evrópu dettur í hug ađ hallmćla ţví sem slíku eđa tala fyrir ţví ađ hverfa frá ţví nema e.t.v. Jóhönnu á tyllidögum.

Jóhanna miklast af ţví ađ ójöfnuđur ráđstöfunartekna í landinu hafi minnkađ um tćpan helming frá árinu 2007. Hvernig skyldi standa á ţví?  Tekjur og afkoma láglauna- og millitekjufólks hafa ekki batnađ. Árangur til jafnađar hefur ţví náđst međ ţví ađ fleiri hafa nú lakari kjör en áđur og fćrri góđ kjör. Er ţađ jákvćđur árangur?

Ţrátt fyrir allar ţćr upplýsingar sem nú liggja fyrir um bankahruniđ telur Jóhanna ađ rćtur bankahrunsins liggi ađallega í einkavćđingu bankanna. Ţeir sem halda ţessu fram hafa annađ hvort ekki kynnt sér stađreyndir um bankahruniđ og fjármálakreppuna í heiminum áriđ 2008 eđa ekki skilning á viđfangsefninu. Sennilega á hvoru tveggja viđ um Jóhönnu.   

Óneitanlega er ţađ ömurlegt ađ forsćtisráđherra ríkisstjórnar sem kallar sig velferđarstjórn skuli halda ţví fram ađ skuldir heimilanna hafi lćkkađ verulega og 200 milljarđar veriđ afskrifađar af lánum heimilanna. Ţetta er ósatt. Skuldir heimilanna hafa ekki lćkkađ. Ţćr hafa hćkkađ.  Afskriftirnar sem Jóhanna talar um eru ađallega vegna leiđréttingar á ólöglegum gengislánum. 

Engar afskriftir hafa veriđ gerđar á lánum venjulegs fólks sem reisti sér ekki óleysanlegar skuldabyrđar.  Skuldir ţess fólks hafa hćkkađ og hćkkađ. Verđtryggingin sem Jóhanna lofađi ađ afnema heldur svo áfram ađ éta upp eignir ţess fólks. Sú  stađreynd er dapurleg arfleifđ Jóhönnu Sigurđardóttir og versta dćmiđ um svik hennar viđ fólkiđ í landinu.


Íbúđarlánasjóđur og verđtrygging

Íbúđarlánasjóđur verđur ítrekađ ađ fá tugi milljarđa frá skattgreiđendum til ađ fara ekki í ţrot.

Af hverju er Íbúđalánasjóđur í stöđugum vandrćđum? Íbúđalánasjóđur tekur verđtryggđ lán til endurlána. Verđtryggingin étur upp eignir hans eins og annarra sem taka verđtryggđ lán.

Ýmsum hefur veriđ brigslađ um misfellur vegna málefna Eir. Eir byggđi og byggđi og tók verđtryggđ lán. Lánin hćkkuđu en verđ fasteigna stóđ í stađ eđa lćkkađi. Á endanum á Eir á ekki fyrir skuldum ekki frekar en Íbúđalánasjóđur eđa ađrir sem skulda verđtryggđ lán.

Verđmćtasköpun verđur ekki međ verđtryggingu. Verđtryggingin fćrir eignir frá skuldurum til fjármagnseigenda. Íbúđalánasjóđur og Eir eru ţess vegna gjaldţrota vegna verđtryggingar.

Hver sagđi annars ţetta endemis bull: "Ţađ er ekki verđtryggingin sem er vandamáliđ heldur verđbólgan."   Verđtryggingin er verđbólguhvetjandi ţađ ćttu ţeir ađ gaumgćfa sem vitna í ţetta bull.


Gengisfelling og verđbólga

Evran kostar 170  krónur og dollarinn 129. Í ágúst kostađi Evran 146 og dollarinn 118 krónur. Áđur fyrr hefđi veriđ talađ um 12% gengisfellingu.  Ţrátt fyrir gjaldeyrishöft tekst ekki ađ skapa stöđugleika í gengismálum. 

Mikil lćkkun krónunar og nýir neysluskattar ríkisstjórnarinnar á áfengi og tóbak munu auka verđbólguna. Innflutt verđbólga verđur meiri á nćsta ári vegna seđlaprentunar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrulandinu.  Ţrátt fyrir ţessa seđlaprentun erlendis gefur krónan samt eftir.

Vísitala neysluverđs til verđtryggingar mun taka stökkbreytingum upp á viđ einu sinni enn. Svik stjórnmálaflokkana ađ hafa ekki ţegar afnumiđ verđtryggingu á lánum til neytenda mun ţví enn á ný leggja auknar byrđar á fólkiđ í landinu og gera hóp eignafólks ađ öreigum.

Hvađ lengi enn ćtlar valdastéttin á Íslandi ađ reyna sérleiđ verđtryggingar á neytendur?

Hvađ lengi enn ćtla neyendur ađ láta bjóđa sér ţetta óréttlćti?


Lausung og ábyrgđarleysi

Einu sinni var miđađ viđ ađ sá sem hefđi réttindi bćri líka skyldur.  Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur hvađ harđast berst fyrir ţví ađ allir skuli fá allt á annarra kostnađ. 

Viđ formannskjöriđ núna er spurningin, hvort ađ ţeir einir hafi kosningarétt sem hafa stađiđ viđ félagslegar skyldur sínar gagnvart flokknum eđa allir eigi ađ fá allt fyrir ekkert. Báđir formannsframbjóđendurnir og annađ málsmetandi fólk í Samfylkingunni og segir ekki koma til greina ađ réttindum fylgi skyldur. Allir skuli fá ađ kjósa óháđ ţví hvort ţeir hafa greitt til flokksins ţađ sem ţeim ber ađ greiđa. 

Samfylkingin er ţví miđur ekki eini flokkurinn sem hefur ţau viđhorf ađ réttindum fylgi ekki ábyrgđ eđa skyldur. Stjórnmálaflokkar eru almennt hćttir ađ innheimta félagsgjöld eftir ađ ţeir voru ríkisvćddir. Flokksskrár eru ţví ađ verulegum hluta ómarktćkar. Prófkjörin og  stjórnmálin í landinu ganga síđan í takt viđ marktćki flokksskránna.  

Afnema verđur ţá spillingu sem felst í ţví ađ stjórnmálaflokkar taki milljarđa á ári frá skattgreiđendum og ţeim gert ađ standa undir rekstri sínum sjálfir. Ţađ er óneitanlega öfugsnúiđ ađ allir ađrir eigi ađ greiđa fyrir starfsemi stjórnmálaflokka en ţeir sem eru í flokkunum.


Ofsóknir

Í fyrstu miđstöđvum kristinnar trúar í Miđ-Austurlöndum er talin hćtta á ađ kristnir söfnuđir ţurkist út. Kristiđ fólk býr viđ meira hatur og ofsóknir en nokkur annar trúarhópur. Meira en helmingur kristins fólk í Miđ-Austurlöndum hefur flúiđ eđa veriđ drepiđ á síđustu áratugum.

Stjórnmálamenn í kristnum löndum hafa leitt hjá sér ofsóknir sem kristiđ fólk sćtir í Afríku, Asíu og Miđ-Austurlöndum. Í nýlegri skýrslu Civitas segir ađ stjórnmálamennirnir séu hrćddir viđ ađ taka á ţessum ofsóknum af ótta viđ ađ vera kallađir "rasistar".

Ţeir sem snúast frá Íslam til kristinnar trúar eiga ţađ á hćttu ađ vera drepnir í Saudi Arabíu, Máritaníu og Íran og geta búist viđ hörđum refsingum í öđrum löndum í Miđ-Austurlanda. Í skýrslu Civitas segir ađ um 200 milljónir kristins fólks eđa einn af hverjum 10 búi viđ ógn, refsingar, kúgun eđa ţjóđfélagslegt ójafnrétti vegna trúar sinnar. 

Ţađ er brýnt ađ afhjúpa glćpi og brot á mannréttindum gagnvart kristnu fólki. Ţađ ćtti ađ vera pólitískt forgangsverkefni. Sú stađreyn ađ svo er ekki segir okkur sérstaka sögu um skrýtinn fórnarlambakúltúr sem hefur hreiđrađ um sig á Vesturlöndum og í Bandaríkjunum.

Ţví má ekki gleyma ađ trúfrelsi-skođanafrelsi er grundvöllur og undirstađa almennra mannréttinda.

Viđ sem höldum upp á mestu trúarhátíđ kristins fólks ţessa daga ćttum ađ minnast trúarsystkina okkar sem sćta grimmilegum ofsóknum víđa um heim. Viđ eigum ađ gefa ţeim til hjálpar. Ţađ er ţörf á slíkum jólagjöfum. Kristiđ fólk ţarf ađ mynda samtök til varnar mannréttindum kristins fólks og sóknar fyrir kristni og kristileg viđhorf.

Ţau viđhorf eru hornsteinar ţeirra mannréttinda sem viđ berjumst fyrir og teljum sjálfsögđ-en eru ţađ ekki án baráttu.


Nigella og uppskriftin ađ friđsćlum jólum

Nigella Lawson sjónvarpskokkur segist hafa uppskriftina ađ góđum og friđsćlum jólum. Hún býđur alltaf einhverjum utanađkomandi  til ađ taka ţátt í hátíđarhöldunum  međ fjölskyldunn.

"Ţađ verđur alltaf ađ vera einhver  til stađar sem fólk vill ekki líta illa út gagnvart." Ţađ á heldur ekki ađ skipa fólki til sćtis og ţađ er mikilvćgt segir hún. Ef fólki er skipađ til sćti ţá lítur fólk á mikilvćgi sitt í samrćmi viđ ţađ hvađ ţađ er sett langt frá gestgjafanum. Svo segir hún ţađ líka vera rugl ađ ţađ eigi ađ skipa fólki til sćtist eftir kynferđi ţ.e. stelpa, strákur og stelpa strákur.  Á hvađa öld haldiđ ţiđ eiginlega ađ viđ lifum segir Nigella.

Ef uppskriftin er ekki flóknari til ađ eiga góđ og happasćl jól sameiningar og friđar í fjölskyldum ţá ćttu allir ađ geta notiđ ţess.

Svo er spurning hvort ađ sjónvarpskokkur veit betur en ađrir um atriđi sem eru ótengd eldamennsku.

Alla vega skiptir máli ađ viđ skipum málum ţannig ađ jólin verđi sem gleđilegust, skemmtilegust og friđsćlust.


Fátćkt

Fréttir frá Mćđrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpinni og fleiri hjálparstofnunum eru fyrirferđarmiklar. Talsfólk hjálparstofnana talar um vaxandi neyđ og aukna fátćkt.

Af hverju er neyđ í velferđarţjóđfélaginu Íslandi?

Ég ćtla ekki ađ minnast á ríkisstjórnina sem kallar sig norrćnu velferđarstjórnina. Ţađ er óviđkomandi ţessum ţanka.

Fólk í neyđ fćr hjálp frá ríki og sveitarfélögum. Ţar er um miklar fjárhćđir ađ rćđa. Er ţeim fjármunum ţá svona misskipt? Getur veriđ ađ sumir fái margfalt međan ađrir fá lítiđ?

Getur veriđ ađ velferđarkerfiđ ţarfnist umbyltingar frá grunni ţannig ađ um raunverulega velferđ allra geti veriđ ađ rćđa? Á ekki velferđin fyrst og fremst ađ vera fyrir fátćka?  Er ţađ eđlilegt velferđarkerfi ţar sem milljarđamćringurinn nćr í ellilaunin sín frá ríkinu á sama tíma og sonur hans nćr í námslániđ frá ríkinu?

Flestir vilja hjálpa fátćkum en hvenćr er fólk fátćkt? Allir ćttu ađ vera sammála um ađ fólk sem hefur ekki viđunandi húsnćđi og fćr ekki nóg ađ borđa er fátćkt og ţađ er ţjóđarsátt um ađ velferđarkerfiđ komi í veg fyrir ađ nokkur sé án húsnćđis eđa fái ekki nóg ađ borđa. Ef sú stađhćfing mín er rétt ađ ţađ sé ţjóđasátt um ađ tryggja fólki a.m.k. ţá lágmarksvelferđ ađ hafa viđunandi íverustađi og mat. Af hverju er ţá ţessi vandi sem talsmenn hjálparstofnana lýsa?

Ţađ er eitthvađ bogiđ viđ velferđarkerfiđ? 


Eldspúandi dreki eyđileggingarinnar

Í ćvintýrum er sagt frá ţví hvernig vaskir riddarar og jafnvel heilar byggđir glímdu viđ eldspúandi dreka sem eyđilögđu hús, önnur mannvirki og uppskeru bćnda. Ţegar unniđ hafđi veriđ á drekanum fćrđist líf og velmegun yfir svćđiđ.

Viđ höfum eldspúandi dreka eyđileggingar, sem rćnir húsum, mannvirkjum og festir fólk í skuldafjötra. Ţessi dreki er verđtrygging neytendalána sem hefur gert heila kynslóđ íslendinga gjaldţrota. Afleiđingin er aukin fátćkt og örbirgđ. Kreppuskýiđ stćkkar af ţví ađ ţessi dreki er ekki lagđur af velli.

Jafnvel stofnanir eins og Íbúđalánasjóđur verđur ítrekađ gjaldţrota vegna verđtryggingar og vaxtabyrđi verđtryggđra lána sem sjóđurinn endurlánar. Ţađ gleymist varđandi Eir sem mikiđ er talađ um og mađur eftir mann sakfelldur án dóms og laga ađ dreki eyđileggingarinnar er ţar ađ verki. Stćrsti orsakavaldur eignarýrnunar og greiđsluerfiđleika.

Leggja verđur ţennan dreka eyđileggingar og kreppu ađ velli. Afnema verđtryggingu og endurgreiđa ránsfenginn. Ţá fyrst geta landsmenn haldiđ gleđileg jól og stórum hluta fátćktar og örbirgđar verđru vísađ á bug vegna gróandi ţjóđlífs og aukinnar atvinnu.


Burt međ sérfrćđinga

Lýđur Árnason lćknir, sem sat í stjórnlagaráđi birtir grein í Fréttablađinu. Meginniđurstađan er sú ađ Alţingi verđi ađ samţykkja tillögur stjórnlagaráđs og megi ekki láta sérfrćđinga koma ađ málinu.

Orđrétt segir: "Ruglumbull er ađ láta sérfrćđinga tefja för ţess frekar." Síđar segir lćknirinn "Ţinginu ber ţví  skylda til ađ standa viđ sinn hlut og samţykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir ţinglok."´

Lýđur telur ranglega ađ stjórnlagaráđ hafi fengiđ umbođ til ađ taka stjórnarskrármáliđ í eigin hendur og ţeir sem ţvćlist fyrir séu óvinir ţjóđarinnar. Sérstaklega á ţađ viđ sérfrćđinga ađ mati lćknisins, sem geti sullumbullast viđ ađ ruglumbullast gegn heilögum tillögum stjórnlagaráđs.  

Stjórnlagaráđsliđar voru hvorki alvitrir né óskeikulir. Einn sérfrćđingur bendir  t.d. á,  ađ yrđu tillögur stjórnlagaráđs samţykktar ţá mundu útlendingar fá ađgang ađ auđlindum ţjóđarinnar til jafns viđ Íslendinga. Heldur lćknirinn ađ ţađ sé ţjóđarvilji ađ framselja auđlindirnar til útlendinga eins og stjórnlagaráđ leggur til?

Af grein lćknisins má ćtla, ađ hann telji ađ komist grasalćknir sem hluti fólks treystir, ađ ţeirri niđurstöđu ađ mađur sé međ hjartasjúkdóm, ţá beri ađ fara ađ öllum ráđum grasalćknisins. Ekki megi kalla til hjartasérfrćđinga eđa sérhćft hjúkrunarfólk til sjúkdómsgreiningar eđa ađgerđa.

Lćknirinn og frambjóđandi Dögunar vill vísa sérfrćđi á bug og láta kukl, vangetu og vanţekkingu ráđa ferđ.


Ţorvaldur í frambođ fyrir Dögun

Ég hef ţađ frá ţrem heimildarmönnum sem ég tel áreiđanlega ađ Ţorvaldur Gylfason ćtli í frambođ fyrir Dögun.  Ađrir öfgafyllstu stjórnlagaráđsmennirnir munu einnig ćtla ađ munstra sig í áhöfnina.

Ţađ er ţví ljóst ađ ţađ fjarar hratt undan Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra, sem hefur gengiđ erinda ţessa fólks af ótta viđ ađ ţađ mundi annars valda usla fyrir Samfylkinguna í nćstu kosningum. 

 Ţá er spurning hvort ađ bestu menn Samfylkingarinnar taki ekki völdin af Jóhönnu og leiti samninga viđ stjórnarandstöđuna um ţćr breytingar  á stjórnarskrá sem samkomulag ćtti ađ nást um t.d. auđlindaákvćđi, ţjóđaratkvćđagreiđslur og valdsviđ forseta lýđveldisins.Tillögum stjórnlagaráđs yrđi síđan sturtađ niđur eins og vera ber viđ vandađ löggjafarstarf.

Ţorvaldur er öfgafullur Evrópusinni vill leggja landbúnađarkerfiđ niđur. Međframbjóđendur hans í Dögun,  Guđjón Arnar, Ţór Saari og Gísli Tryggvason eru eindregiđ á móti ţessu og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmađur fjandskapast út í allt og alla sérstaklega Evrópusambandiđ.  Flottur málefnagrundvöllur?  

Kjósendur geta ţá séđ hilla undir Dögun nýrrar ósamstöđu fari svo ólíklega ađ ţessi söfnuđur nái Ţorvaldi á ţing.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 381
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 2767
  • Frá upphafi: 2294318

Annađ

  • Innlit í dag: 357
  • Innlit sl. viku: 2524
  • Gestir í dag: 348
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband