Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Sannleikurinn og meirihlutinn

Í morgunútvarpinu gagnrýndi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins nafngreindan bandarískan ţingmann fyrir ađ vera slíkt afturhald og fáráđ ađ draga í efa ađ loftslagsbreytingar vćru af mannavöldum. Fréttastjórinn benti á ađ 97% vísindamanna héldu ţví gagnstćđa fram og ţá ţyrfti  ekki frekari vitnana viđ.

Galileo Galilei hélt ţví fram ađ jörđin snérist í kringum sólina en ađrir vísindamenn ţess tíma héldu fram ţví gagnstćđa. Galilei ţurfti ađ vinna ţađ sér til lífs ađ afneita skođunum sínum og 99% vísindamanna ţess tíma hrósuđu sigri. En samt snérist ţó jörđin í kringum sólina.

Meiri hluti vísinda- og frćđimanna ţurfa ekki ađ hafa rétt fyrir sér. Má minna á gleđidans frćđimanna um efnahagsmál fyrir hrun og hvernig ţeir sem andćfđu og héldu ţví fram ađ guđdómlegi gleđileikurinn um ađ búa til auđćfi úr engu gengi aldrei upp voru hćddir og hrakyrtir. Eđa ađgerđir vegna sel- eđa hvalveiđa ţar sem ögfarnar bera skynsemina ofurliđi.

Tim Yeo formađur nefndar breska ţingsins um orkumál og loftslagsbreytingar segir ađ hnattrćn hlýnun ţyrfti ekki ađ vera af mannavöldum, heldur geti náttúrulegar ađstćđur valdiđ ţeim breytingum sem hafa orđiđ. Tim Yeo var umhverfisráđherra í ríkisstjórn John Major og harđasti baráttumađurinn fyrir hörđum ađgerđum til ađ koma í veg fyrir losun kolefnis út í andrúmsloftiđ. Áriđ 2009 sagđi hann ađ ţeir sem andćfđu hnattrćnni hlýnun af mannavöldum mundu ţagna innan 5 ára vegna. Nú telur hann stađreyndirnar um hnattrćna hlýnun af mannavöldum ekki eins augljósar. Sá stimpill verđur ţví ekki hengdur á Tim Yeo ađ hann sé öfgamađur í afneitun.

Ţrátt fyrir ţađ ađ ég dragi í efa ađ meiri háttar loftslagsbreytingar stafi af mannavöldum ţá skiptir samt máli ađ viđ göngum um jörđina og auđlindir hennar af virđingu og gćtni.  Góđ umgengni, nýting og umhverfisvernd skipta miklu máli vegna svo margra hluta sem eru mikilvćgir fyrir gott líf og velferđ jarđarbúa í framtíđinni. Ţađ ađ hrapa ađ niđurstöđum á hćpnum forsendum er hins vegar allt annađ mál


Hćttiđ og fariđ.

Ţađ er athyglisvert ađ fylgjast međ umfjöllun í Bretlandi ţessa dagana. Almenningur virđist á einu máli um ađ Bretar eigi ađ fara burt úr Afganistan og skipta sér ekki af borgarastríđinu í Sýrlandi. Sama dag og ţessi umrćđa fór sem hćst aflétti breski utanríkisráđherrann banni viđ vopnagjöfum til uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Ţađ hefur aldrei veriđ nein vitrćn glóra í ţví ađ senda ungt fólk frá Vesturlöndum til ađ stríđa í Afganistan. Hvađa árangri ćtla Vesturlönd ađ ná međ ţví? Hvađa hagsmunum eru ţau ađ ţjóna?  Ţúsundir ungmenna hafa veriđ skotin og ađrar ţúsundir fengiđ varanleg örkuml. Hvers vegna?

Svo er ţađ Sýrland og hinn illi Assad. Harđstjórn Assads er ekki ný af nálinni og var raunar enn harđvítugri ţegar fađir hans var viđ völd. Af hverju ađ styđja uppreisn gegn Assad? Hvađ kemur Vesturlöndum átök í landinu viđ? Var ekki nóg ađ gert međ ruglinu í Líbýu og ţeim hrćđilegu mistökum ađ ráđast inn í Írak á upplognum forsendum í trássi viđ alţjóđalög.

Eftir ađ ráđist var inn í Írak og Afganistan hefur heimurinn ekki síst heimavígstöđvarnar í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum orđiđ hćttulegri en áđur.  Árangurinn af ţessu hernađarbrölti er algjör óreiđa og dagleg morđ og hryđjuverk í ţeim löndum sem Vesturlönd hafa ráđist inn í eđa haft hernađarleg afskipti af.

Er ţá ekki kominn tími til ađ endurskođa hernađar- og afskiptasemisstefnuna? Ţađ hefur engin gefiđ Bandaríkjunum og Bretlandi umbođ til ađ hafa alltaf rétt fyrir sér og ráđast á hvern sem er ađ geđţótta.

 


Bjartar vonir vakna.

Óvenju miklar vonir virđast bundnar viđ nýju ríkisstjórnina. Margir af stuđningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grćnna segjast binda vonir viđ nýju stjórnina. Ţađ hefur komiđ nokkuđ á óvart hvađ stuđningur viđ stjórnina er víđtćkur.

Vissulega á hver ríkisstjórn sína hveitibrauđsdaga og ţađ skiptir máli ađ nota ţá sem best.  Ţađ er ánćgjulegt ađ finna ţá breytingu sem hefur orđiđ á viđhorfi fólks. Nú horfa margir vongóđir fram á veginn og búast viđ góđum árangri ríkisstjórnarinnar hinir sem eru ekki eins bjartsýnir segja samt: "Ţetta verđur ekki verra en sú ríkisstjórn sem fyrir var" og bćta jafnvel viđ:  "Ţađ er ekki hćgt." 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur var rúin trausti og jafnvel hörđustu stuđningsmenn Samfylkingar og Vinstri grćnna jánka ţví margir ađ sú ríkisstjórn hafi međ öllu brugđist í ađ efna kosningaloforđ en murrast stundum međ einhverjar afsakanir af hverju gekk svona illa.

Ţađ er sögunnar ađ skilgreina ţađ betur af hverju ríkisstjórn Jóhönnu var jafnslćm og raun bert vitni. Ţađ er ekki viđfangsefniđ í dag. Viđfangsefniđ í dag er ađ ţessari ríkisstjórn gangi sem allra best.

Standi ţessi ríkisstjórn sig ekki ţá verđum viđ vissulega í rosalegum vanda.  Ţađ skiptir ţví máli unga fólk ađ láta hendur standa fram úr ermum, gera sitt besta og ekkert ţras.


Bákniđ burt er forgangsverkefni

Forsenda ţess ađ ríkisstjórnin geti framkvćmt ţá góđu hluti sem hún lofar ađ framkvćma á ţessu kjörtímabili er m.a. ađ draga mjög úr umsvifum og útgjöldum ríkisins.

Til tilbreytingar mćtti fara ađra leiđ viđ ađ ná útgöldum ríkisins niđur en norrćna velferđarstjórn Jóhönnu fór.

Í stađ ţess ađ ráđast ađ sjúkrastofnunum, öryrkjum og öldruđum mćtti skođa ađ skera í burtu flottheitin og fíneríiđ og fituna sem hefur dafnađ ágćtlega hjá ríkinu frá ţví fyrir Hrun.

Af hverju má ekki endurskipuleggja utanríkisţjónustuna miđađ viđ nútímaţarfir í margmiđlunarumhverfi? Leggja niđur sendiráđ og fćkka starfsfólki. Hvađ međ ađ draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka, samtaka og félaga sem eđlilegt er ađ standi á eigin fótum án ađkomu skattgreiđenda. Hvađ međ ađ einfalda ríkiskerfiđ án ţess ađ draga úr ţjónustu međ hjálp tćkninnar? Hvađ međ ađ draga úr velferđarkerfi atvinnuveganna?

Spennandi verkefni bíđa nýs menntamálaráđherra, en hann ţarf ađ einhenda sér í ađ íslenskir námsmenn útskrifist stúdentar 2 árum fyrr en ţeir gera núna ţ.e. á sama aldri og í nágrannalöndum okkar.  Auk ţess ţarf ađ umbylta skólastarfinu ţar sem möguleikar í margmiđlun gefa tćkifćri til ađ bćta kennslu og frćđslu međ mun minni tilkostnađi en nú.


Stjórnarsáttmáli og verđtrygging

Ţađ er röng stađhćfing í stjórnarsáttmálanum ađ skuldavandi heimila sé tilkominn "vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuđstólshćkkunar verđtryggđra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins."

Höfuđstólshćkkanir verđtryggđu lánanna voru ađ öllu leyti fyrirsjáanlegar og á ţađ benti ég í ţingrćđu sama dag og neyđarlögin svokölluđu voru samţykkt í október 2008 og krafđist ađ sett yrđu neyđarlög fyrir heimilin í landinu ţar sem verđtryggingin yrđi tekin úr sambandi ţá strax.

Ţađ ţurfti engan spámann til ađ sjá fyrir höfuđstólshćkkanir verđtryggđra lána, lćkkun fasteignaverđs og lćkkun launa viđ hrun fjármálafyrirtćkjanna. Ţađ gerist alls stađar á öllum tímum ţegar slík kreppa dynur yfir. 

Norrćna velferđarstjórnin gerđi ekkert af viti varđandi skuldavanda heimilanna og ţess vegna er sá skuldavandi eitt brýnasta vandamáliđ ađ leysa til ađ stuđla ađ jafnrćđi neytenda og fjármagnseigenda sem og koma hjólum efnahagslífsins í gang.

Brýnast er ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum ţegar í stađ. Ekki bíđa til áramóta og láta máliđ ţćfast í nefnd. Ţađ er ekki flókin lagabreyting ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum.

Hitt er flóknara ađ fćra niđur höfuđstóla og í ţá vegferđ verđur ađ fara af mikilli varfćrni og nákvćmni til ađ hún nýtist sem best og kosti skattgreiđendur sem minnst. 

Ţađ er hins vegar ekki ásćttanlegt ađ leiđrétting verđtryggđu höfuđstólanna sé miđuđ viđ árin 2007-2010. Vćri ekki rétt ađ taka líka höfuđstólshćkkunina á verđtryggđu lánunum frá ţví ađ Landsfundur Sjálfstćđisflokksins samţykkti áriđ 2011 ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum og fćra niđur höfuđstóla.  Frá ţeim tíma hafa höfuđstólar verđtryggđu lánanna hćkkađ meir en 100 milljarđa.

Ţađ er alltaf dýrt ađ vera vitur eftir á.  Ţađ er gćfa ţjóđa ađ eiga stjórnmálaleiđtoga sem eru vitrir ţegar á ţarf ađ halda og hafa ţekkingu og menntun til ađ takast á viđ verkefnin af skynsemi strax.

Vonandi erum viđ ađ fá slíka leiđtoga.


Hver er á beit í buddunni ţinni?

Stofnađur hefur veriđ "Samráđvettvangur" skipađur stjórnmálaleiđtogum ţjóđarinnar og fleirum. Margt hefur vettvangurinn bent nýtilegt og gagnlegt. Annađ orkar tvímćlis

Vettvangurinn bendir á ţá stađreynd, ađ bankastarfsmenn og útibú séu hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum og kostnađur neytenda miklu meiri. Sama gildir um verslun međ lengsta afgreiđslutíma, flesta verslunarfermetra og flest verslunarfólk á hvern íbúa. Vöruverđ er ţví mun hćrra en í nágrannalöndunum.  Ríkisvaldiđ verđur ţví ađ stuđla ađ virkri samkeppni en leiđin til ţess er ađ afnema allar hömlur í viđskiptum fólksins. Ţađ leggur vettvangsfólk ţó ekki til. 

Raunar féll Vettvangurinn á fyrsta prófi skynseminnar ţegar lagt var til ađ hćtta samkeppnishamlandi ađgerđum ríkisvaldsins í svína- og kjúklingaframleiđslu,en ríghalda í hćstu landbúnađarstyrki og innflutningsvernd fyrir kál,mjólkur- og sauđfjárbćndur. Allt á kostnađ neytenda og skattgreiđenda. Auk ţess eiga neytendur áfram ađ borga hćsta verđ sem um getur fyrir ţetta fínerí.

Rök vettvangsins varđandi svína- og kjúklinga er ađ ţar sé um verksmiđjuframleiđslu ađ rćđa og ţess vegna ţurfi ţeir ekki styrki eđa innflutningsvernd. Annađ gildi um búframleiđslu međ óhagkvćmni flutningskostnađar og lítilla eininga. Neytendur og skattgreiđendur eiga enn ađ mati vettvangsins ađ borga fyrir ţá rómantík sem slíkri framleiđslu fylgir.

Jónas frá Hriflu og sá ţýski skođanabróđir hans frá sama tíma sem börđust fyrir smábýlastefnunni sem skyldi ţróast og dafna á kostnađ Grimsbý lýđsins geta snúiđ sér viđ í gröfinni harla glađir yfir ţví ađ jafnvel ţeir stjórnmálamenn sem segjast ađhyllast frjálsa samkeppni sem og ţeir sem ađhyllast sósíalisma skuli sameinast í Samráđsvettvangi um smábýlastefnu sem stríđir gegn hugmyndum um frjálsa samkeppni, hagkvćmni og jöfnuđ.

Samráđsvettvangurinn er eitt besta dćmiđ um hugsjónasneyđ í íslenskri pólitík og skort á ţví ađ stjórnmálamenn samtímans séu tilbúnir til ađ berjast fyrir skynsamlegum hlutum á grundvelli hugmyndafrćđinnar sem ţeir eiga ađ standa fyrir.

Hvađan kemur framleiđenda réttur til óhagkvćmrar framleiđslu og ađ vera á beit í buddunni ţinni?


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 2291723

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband