Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
30.5.2013 | 12:05
Sannleikurinn og meirihlutinn
Í morgunútvarpinu gagnrýndi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins nafngreindan bandarískan þingmann fyrir að vera slíkt afturhald og fáráð að draga í efa að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Fréttastjórinn benti á að 97% vísindamanna héldu því gagnstæða fram og þá þyrfti ekki frekari vitnana við.
Galileo Galilei hélt því fram að jörðin snérist í kringum sólina en aðrir vísindamenn þess tíma héldu fram því gagnstæða. Galilei þurfti að vinna það sér til lífs að afneita skoðunum sínum og 99% vísindamanna þess tíma hrósuðu sigri. En samt snérist þó jörðin í kringum sólina.
Meiri hluti vísinda- og fræðimanna þurfa ekki að hafa rétt fyrir sér. Má minna á gleðidans fræðimanna um efnahagsmál fyrir hrun og hvernig þeir sem andæfðu og héldu því fram að guðdómlegi gleðileikurinn um að búa til auðæfi úr engu gengi aldrei upp voru hæddir og hrakyrtir. Eða aðgerðir vegna sel- eða hvalveiða þar sem ögfarnar bera skynsemina ofurliði.
Tim Yeo formaður nefndar breska þingsins um orkumál og loftslagsbreytingar segir að hnattræn hlýnun þyrfti ekki að vera af mannavöldum, heldur geti náttúrulegar aðstæður valdið þeim breytingum sem hafa orðið. Tim Yeo var umhverfisráðherra í ríkisstjórn John Major og harðasti baráttumaðurinn fyrir hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir losun kolefnis út í andrúmsloftið. Árið 2009 sagði hann að þeir sem andæfðu hnattrænni hlýnun af mannavöldum mundu þagna innan 5 ára vegna. Nú telur hann staðreyndirnar um hnattræna hlýnun af mannavöldum ekki eins augljósar. Sá stimpill verður því ekki hengdur á Tim Yeo að hann sé öfgamaður í afneitun.
Þrátt fyrir það að ég dragi í efa að meiri háttar loftslagsbreytingar stafi af mannavöldum þá skiptir samt máli að við göngum um jörðina og auðlindir hennar af virðingu og gætni. Góð umgengni, nýting og umhverfisvernd skipta miklu máli vegna svo margra hluta sem eru mikilvægir fyrir gott líf og velferð jarðarbúa í framtíðinni. Það að hrapa að niðurstöðum á hæpnum forsendum er hins vegar allt annað mál
28.5.2013 | 21:50
Hættið og farið.
Það er athyglisvert að fylgjast með umfjöllun í Bretlandi þessa dagana. Almenningur virðist á einu máli um að Bretar eigi að fara burt úr Afganistan og skipta sér ekki af borgarastríðinu í Sýrlandi. Sama dag og þessi umræða fór sem hæst aflétti breski utanríkisráðherrann banni við vopnagjöfum til uppreisnarmanna í Sýrlandi.
Það hefur aldrei verið nein vitræn glóra í því að senda ungt fólk frá Vesturlöndum til að stríða í Afganistan. Hvaða árangri ætla Vesturlönd að ná með því? Hvaða hagsmunum eru þau að þjóna? Þúsundir ungmenna hafa verið skotin og aðrar þúsundir fengið varanleg örkuml. Hvers vegna?
Svo er það Sýrland og hinn illi Assad. Harðstjórn Assads er ekki ný af nálinni og var raunar enn harðvítugri þegar faðir hans var við völd. Af hverju að styðja uppreisn gegn Assad? Hvað kemur Vesturlöndum átök í landinu við? Var ekki nóg að gert með ruglinu í Líbýu og þeim hræðilegu mistökum að ráðast inn í Írak á upplognum forsendum í trássi við alþjóðalög.
Eftir að ráðist var inn í Írak og Afganistan hefur heimurinn ekki síst heimavígstöðvarnar í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum orðið hættulegri en áður. Árangurinn af þessu hernaðarbrölti er algjör óreiða og dagleg morð og hryðjuverk í þeim löndum sem Vesturlönd hafa ráðist inn í eða haft hernaðarleg afskipti af.
Er þá ekki kominn tími til að endurskoða hernaðar- og afskiptasemisstefnuna? Það hefur engin gefið Bandaríkjunum og Bretlandi umboð til að hafa alltaf rétt fyrir sér og ráðast á hvern sem er að geðþótta.
26.5.2013 | 22:51
Bjartar vonir vakna.
Óvenju miklar vonir virðast bundnar við nýju ríkisstjórnina. Margir af stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna segjast binda vonir við nýju stjórnina. Það hefur komið nokkuð á óvart hvað stuðningur við stjórnina er víðtækur.
Vissulega á hver ríkisstjórn sína hveitibrauðsdaga og það skiptir máli að nota þá sem best. Það er ánægjulegt að finna þá breytingu sem hefur orðið á viðhorfi fólks. Nú horfa margir vongóðir fram á veginn og búast við góðum árangri ríkisstjórnarinnar hinir sem eru ekki eins bjartsýnir segja samt: "Þetta verður ekki verra en sú ríkisstjórn sem fyrir var" og bæta jafnvel við: "Það er ekki hægt."
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var rúin trausti og jafnvel hörðustu stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna jánka því margir að sú ríkisstjórn hafi með öllu brugðist í að efna kosningaloforð en murrast stundum með einhverjar afsakanir af hverju gekk svona illa.
Það er sögunnar að skilgreina það betur af hverju ríkisstjórn Jóhönnu var jafnslæm og raun bert vitni. Það er ekki viðfangsefnið í dag. Viðfangsefnið í dag er að þessari ríkisstjórn gangi sem allra best.
Standi þessi ríkisstjórn sig ekki þá verðum við vissulega í rosalegum vanda. Það skiptir því máli unga fólk að láta hendur standa fram úr ermum, gera sitt besta og ekkert þras.
23.5.2013 | 20:58
Báknið burt er forgangsverkefni
Forsenda þess að ríkisstjórnin geti framkvæmt þá góðu hluti sem hún lofar að framkvæma á þessu kjörtímabili er m.a. að draga mjög úr umsvifum og útgjöldum ríkisins.
Til tilbreytingar mætti fara aðra leið við að ná útgöldum ríkisins niður en norræna velferðarstjórn Jóhönnu fór.
Í stað þess að ráðast að sjúkrastofnunum, öryrkjum og öldruðum mætti skoða að skera í burtu flottheitin og fíneríið og fituna sem hefur dafnað ágætlega hjá ríkinu frá því fyrir Hrun.
Af hverju má ekki endurskipuleggja utanríkisþjónustuna miðað við nútímaþarfir í margmiðlunarumhverfi? Leggja niður sendiráð og fækka starfsfólki. Hvað með að draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka, samtaka og félaga sem eðlilegt er að standi á eigin fótum án aðkomu skattgreiðenda. Hvað með að einfalda ríkiskerfið án þess að draga úr þjónustu með hjálp tækninnar? Hvað með að draga úr velferðarkerfi atvinnuveganna?
Spennandi verkefni bíða nýs menntamálaráðherra, en hann þarf að einhenda sér í að íslenskir námsmenn útskrifist stúdentar 2 árum fyrr en þeir gera núna þ.e. á sama aldri og í nágrannalöndum okkar. Auk þess þarf að umbylta skólastarfinu þar sem möguleikar í margmiðlun gefa tækifæri til að bæta kennslu og fræðslu með mun minni tilkostnaði en nú.
22.5.2013 | 21:52
Stjórnarsáttmáli og verðtrygging
Það er röng staðhæfing í stjórnarsáttmálanum að skuldavandi heimila sé tilkominn "vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins."
Höfuðstólshækkanir verðtryggðu lánanna voru að öllu leyti fyrirsjáanlegar og á það benti ég í þingræðu sama dag og neyðarlögin svokölluðu voru samþykkt í október 2008 og krafðist að sett yrðu neyðarlög fyrir heimilin í landinu þar sem verðtryggingin yrði tekin úr sambandi þá strax.
Það þurfti engan spámann til að sjá fyrir höfuðstólshækkanir verðtryggðra lána, lækkun fasteignaverðs og lækkun launa við hrun fjármálafyrirtækjanna. Það gerist alls staðar á öllum tímum þegar slík kreppa dynur yfir.
Norræna velferðarstjórnin gerði ekkert af viti varðandi skuldavanda heimilanna og þess vegna er sá skuldavandi eitt brýnasta vandamálið að leysa til að stuðla að jafnræði neytenda og fjármagnseigenda sem og koma hjólum efnahagslífsins í gang.
Brýnast er að afnema verðtryggingu á neytendalánum þegar í stað. Ekki bíða til áramóta og láta málið þæfast í nefnd. Það er ekki flókin lagabreyting að afnema verðtryggingu á neytendalánum.
Hitt er flóknara að færa niður höfuðstóla og í þá vegferð verður að fara af mikilli varfærni og nákvæmni til að hún nýtist sem best og kosti skattgreiðendur sem minnst.
Það er hins vegar ekki ásættanlegt að leiðrétting verðtryggðu höfuðstólanna sé miðuð við árin 2007-2010. Væri ekki rétt að taka líka höfuðstólshækkunina á verðtryggðu lánunum frá því að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti árið 2011 að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa niður höfuðstóla. Frá þeim tíma hafa höfuðstólar verðtryggðu lánanna hækkað meir en 100 milljarða.
Það er alltaf dýrt að vera vitur eftir á. Það er gæfa þjóða að eiga stjórnmálaleiðtoga sem eru vitrir þegar á þarf að halda og hafa þekkingu og menntun til að takast á við verkefnin af skynsemi strax.
Vonandi erum við að fá slíka leiðtoga.
13.5.2013 | 18:49
Hver er á beit í buddunni þinni?
Stofnaður hefur verið "Samráðvettvangur" skipaður stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar og fleirum. Margt hefur vettvangurinn bent nýtilegt og gagnlegt. Annað orkar tvímælis
Vettvangurinn bendir á þá staðreynd, að bankastarfsmenn og útibú séu hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum og kostnaður neytenda miklu meiri. Sama gildir um verslun með lengsta afgreiðslutíma, flesta verslunarfermetra og flest verslunarfólk á hvern íbúa. Vöruverð er því mun hærra en í nágrannalöndunum. Ríkisvaldið verður því að stuðla að virkri samkeppni en leiðin til þess er að afnema allar hömlur í viðskiptum fólksins. Það leggur vettvangsfólk þó ekki til.
Raunar féll Vettvangurinn á fyrsta prófi skynseminnar þegar lagt var til að hætta samkeppnishamlandi aðgerðum ríkisvaldsins í svína- og kjúklingaframleiðslu,en ríghalda í hæstu landbúnaðarstyrki og innflutningsvernd fyrir kál,mjólkur- og sauðfjárbændur. Allt á kostnað neytenda og skattgreiðenda. Auk þess eiga neytendur áfram að borga hæsta verð sem um getur fyrir þetta fínerí.
Rök vettvangsins varðandi svína- og kjúklinga er að þar sé um verksmiðjuframleiðslu að ræða og þess vegna þurfi þeir ekki styrki eða innflutningsvernd. Annað gildi um búframleiðslu með óhagkvæmni flutningskostnaðar og lítilla eininga. Neytendur og skattgreiðendur eiga enn að mati vettvangsins að borga fyrir þá rómantík sem slíkri framleiðslu fylgir.
Jónas frá Hriflu og sá þýski skoðanabróðir hans frá sama tíma sem börðust fyrir smábýlastefnunni sem skyldi þróast og dafna á kostnað Grimsbý lýðsins geta snúið sér við í gröfinni harla glaðir yfir því að jafnvel þeir stjórnmálamenn sem segjast aðhyllast frjálsa samkeppni sem og þeir sem aðhyllast sósíalisma skuli sameinast í Samráðsvettvangi um smábýlastefnu sem stríðir gegn hugmyndum um frjálsa samkeppni, hagkvæmni og jöfnuð.
Samráðsvettvangurinn er eitt besta dæmið um hugsjónasneyð í íslenskri pólitík og skort á því að stjórnmálamenn samtímans séu tilbúnir til að berjast fyrir skynsamlegum hlutum á grundvelli hugmyndafræðinnar sem þeir eiga að standa fyrir.
Hvaðan kemur framleiðenda réttur til óhagkvæmrar framleiðslu og að vera á beit í buddunni þinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 125
- Sl. sólarhring: 408
- Sl. viku: 1133
- Frá upphafi: 1702946
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 1052
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 117
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Andrés Magnússon
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Atli Hermannsson.
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Bergur Thorberg
-
Birgir Guðjónsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björn Bjarnason
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Dögg Pálsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Einar B Bragason
-
Einar Ben
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Eiríkur Harðarson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elle_
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Guðjón Ólafsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Gústaf Níelsson
-
Halldór Jónsson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Baldursson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Haraldur Pálsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Ólafsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Himmalingur
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Hrannar Baldursson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Pétur
-
Jón Kristjánsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Ríkharðsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Jónas Egilsson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Júlíus Valsson
-
Katrín
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Lífsréttur
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Námsmaður bloggar
-
Pjetur Stefánsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar L Benediktsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rannveig H
-
Rósa Harðardóttir
-
SVB
-
Samstaða þjóðar
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Skattborgari
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Steingrímur Helgason
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sverrir Stormsker
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
gudni.is
-
jósep sigurðsson
-
ragnar bergsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Árni Gunnarsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Guðnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Loncexter