Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Viđ erum epli sögđu hrútaberin

Enn eru erlendir fjölmiđlamenn sem leggja viđ hlustir ţega forseti lýđveldisins segir ţeim frá ţví sem er ađ gerast á hinu fjarlćga Íslandi. Virđingar ţjóđarinnar vegna vonar mađur oft ađ fjölmiđlamennirnir kanni ekki frekar upplýsingar forsetans eins og ţćr sem hafđar eru eftir honum í dag.

Í frétt á BBC í dag er haft eftir forsetanum ađ Íslendingar dćli ekki fé í fjármálastofnanir heldur láti ţćr fara á hausinn. Ţetta er ekki allskostar rétt. Fram til ţess tíma ađ Steingrímur J. Sigfússon tók viđ völdum međ Jóhönnu var ekki dćlt fé í fjármálastofnanir en Steingrímur hefur veriđ iđinn viđ ţađ síđan.

Ţá segir forsetinn ađ hagkerfiđ á Íslandi vaxi nú hrađar en í flestum öđrum Evrópulöndum. Miđađ viđ opinberar hagtölur ţá stenst ţessi fullyrđing ţví miđur ekki en óskandi ađ svo vćri. Ţetta er ţví miđur rangt.

Forsetinn segir ađ halli hins opinbera sé minni en í öđrum Evrópulöndum.  Ţetta kemur í kjölfar fréttar um ađ ríkissjóđshallinn á Íslandi sé međ ţví mesta sem ţekkist í Evrópu.

Lykillinn ađ endurreisninni sé ţó ekki ađeins sá ađ koma skikki á bankakerfiđ heldur einnig ađ taka vilja ţjóđarinnar fram yfir fjármálastofnanir er einnig haft eftir forseta Íslands.  Skyldi ţađ vera ţannig. Er ţađ ţjóđin sem vill halda áfram ađ stynja undir oki verđtryggingar og verstu lánakjörum sem ţekkjast í okkar heimshluta. Varla er ţađ ađ taka vilja ţjóđarinnar fram yfir fjármálastofnanir?

Loks er haft eftir forsetanum ađ krónan sé lykilatriđi í efnahagsbata Íslands.  Skyldi ţessi stađhćfing vera rétt? Hefur ekki gengisfall krónunar valdiđ ţví ađ laun á Íslandi eru međ ţví lćgsta sem ţekkist í Evrópu. Hefur íslenska krónan ekki valdiđ ţví ađ skuldir heimilanna á Íslandi eru ţćr mestu í heimi. Hefur ekki íslenska krónan valdiđ ţví ađ verđ á fasteignum í Evrum eđa Dollurum taliđ hefur hruniđ um rúmlega 60%.  Hvađ er eiginlega svona gott viđ krónuna?

Óneitanlega minnti ţessi frásögn af fullyrđingum forsetans viđ fréttamann BBC um ástandiđ á Íslandi mig á  orđtakiđ: Viđ erum epli sögđu hrútaberin.


Mínútuţögn á morgun vegna atburđanna í Noregi

Norđmenn og Svíar ćtla ađ hafa mínútuţögn á morgun kl. 12 ađ stađartíma ţar.  Ef ég fer ekki villur vegar ţá ţýđir ţađ kl. 10 hjá okkur. 

Mér finnst ađ viđ eigum ađ taka höndum saman međ ţessum frćndţjóđum okkar og hafa mínútuţögn á sama tíma til ađ minnast fórnarlambanna og samhryggjast međ vinum og ćttingjum hinna myrtu og Norđmönnum öllum.

Árás vitfirrta hryđjuverkamannsins á samlanda sína í Osló og unga fólkiđ í Útey var um leiđ árás á lýđrćđiđ og stofnanir ţess.

Viđ skulum ţví hafa mínútu ţögn á morgun kl. 10. 

Ég skora á  yfirvöld ađ taka ţetta upp opinberlega og skora á fólk ađ hafa ţagnar og minningarstund á sama tíma og frćndur okkar í Noregi og Svíţjóđ.  


Hrćđilegt ódćđi

Fréttirnar af hryđjuverkinu í Noregi eru hrćđilegar og enn finnast mér ţćr ótrúlegar.

Hvernig gat ţetta gerst í friđsćlasta ríki heims, ţar sem velmegun er meiri en annarsstađar í heiminum, ţar sem hernađur og hernarđarhugsunu er fjarlćgari en í flestum öđrum ríkjum. Fyrirfram hefđi margir fullyrt ađ svona nokkuđ gerđist aldrei á Norđurlöndum. En ţađ gerđist samt.

Hvađ veldur ţví ađ einstaklingur láti sér detta í hug og framkvćmi svona hryđjuverk?  Viđ ţurfum ađ hugleiđa ţađ og velta fyrir okkur leiđum til ađ draga úr hćttunni á ţví ađ svona sturlun geti aftur leitt til hryđjuverks eins og ţess sem unnin voru í Noregi í gćr.

Flestum er vafalaust eins fariđ og mér ađ fyllast óhug yfir fréttunum af fjöldamorđunum í Noregi og standa međ frćndum okkar í sorginni og hluttekningunni međ ţeim sem misstu börn sín, ćttingja eđa vini. 

Viđ verđum ađ standa saman um ađ gera allt sem í okkar valdi stendur til ađ koma í veg fyrir ađ svona harmleikur geti átt sér stađ.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 859
  • Frá upphafi: 1497171

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 776
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband