Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2018

Gunnfánar Viđreisnar

Stjórnmálaflokkurinn Viđreisn er óđum ađ verđa eitt mesta furđufyrirbćri íslenskra stjórnmála. Fyrir nokkrum dögum greiddi flokkurinn atkvćđi međ vantrausti á dómsmálaráđherra fyrir ađ fara ađ m.a. tillögum Viđreisnar í síđustu ríkisstjórn. Yfirklór ţingmanna flokksins vegna ţessa asnasparks eru allt síđari tíma skýringar og vćgast sagt aumkunarverđar. Međ ţví ađ lýsa yfir vantrausti á dómsmálaráđherra lýsti Viđreisn vantrausti á sig sjálfa.

Tveggja daga flokksţingi Viđreisnar er nýlokiđ. Í fréttatíma sjónvarpsins var sýnt frá ţinginu og undir hvađa gunnfánum ţađ starfar. Athygli vakti ađ auk fána flokksins ţá taldi Viđreisn rétt ađ flagga einnig fánum samkynhneigđra og Evrópusambandsins.

Íslenski fáninn sást hins vegar hvergi. Áherslur flokksins liggja ţannig ljósar fyrir.

Ţetta sýnir vel hvers konar flokkur Viđreisn er. Hann er ekki ţjóđlegur flokkur og leggur ekki áherslu á ţjóđleg gildi. Hann leggur áherslu á ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ hvađ sem ţađ kostar. Ţó svo ađ daglega megi horfa upp á hvađa fantatökum Evrópusambandiđ beitir Breta sem hafa sagt sig úr bandalaginu ţá hreyfir ţađ ekki viđ steinbarninu sem flokksfólk Viđreisnar er međ í maganum. Ţetta fólk sér enga framtíđ nema í fađmi Angelu Merkel í Evrópusambandinu.

Flestum sem fylgjast međ ţróun Evrópumála er ljóst ađ  innganga í Evrópusambandiđ fyrir smáţjóđ í dag ţýđir í raun  algjört afsal fullveldis ţjóđarinnar og framsal ţjóđfélagsvaldsins til yfirstjórnarinnar í Brussel. Ţađ breytir engu fyrir flokksfólk í Viđreisn.

Ţađ er síđan ađ vonum ađ formađur Viđreisnar skuli líkja fyrrum flokkssystkinum sínum viđ áfa út úr hól og risaeđlur. Formađurinn hefur raunar áđur gefiđ fólki einkunnir. Mánuđi fyrir hrun sagđi hún um erlendan sérfrćđing sem sagđi ađ veruleg vandamál vćru framundan í íslensku efnahagslífi, ađ hún sem menntamálaráđherra teldi ađ mađurinn ţyrfti ađ fara í skóla í endurmenntun ţví vitleysan í honum vćri ćpandi.

Mánuđi síđar hrundi íslenska bankakerfiđ og Ţorgerđur Katrín og millistjórnandi stćrsta banka landsins á ţeim tíma sem er eiginmađur hennar urđu aldeilis hlessa, en höfđu haft vađiđ fyrir neđan sig og komiđ sér úr persónulegum ábyrgđum af ţví, ađ ţau eru ţegar botninum er hvolft ekki eins og álfar út úr hól ţegar gćta ţarf eigin hagsmuna. 


Trump, Obama og skođanakannanir

Vinsćldir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa ţokast upp á viđ í síđustu skođanakönnunum, en engin fjölmiđill hér á landi sér ástćđu til ađ birta ţćr niđurstöđur. 

Í Daily Telegraph ţ.4 mars s.l. var sagt frá ţví ađ Trump vćri vinsćlli en Barack Obama forveri hans var á sama tíma í forsetatíđ sinni. Ţá eru mun fleiri Bandaríkjamenn sem telja landiđ vera á réttri leiđ en ţeir sem töldu svo vera í forsetatíđ Obama. Samt sem áđur telja fćrri landiđ vera á réttri leiđ en ţeir sem styđja Trump. Ekkert af ţessu er ađ sjálfsögđu fréttnćmt hér á landi. 

Blađiđ telur ađ eitt af ţví sem geri kjósendur ánćgđari međ Trump en áđur séu breytingar á skattalögum og fólkiđ sjái,ađ ţađ hafi meira á milli handanna. Skattalćkkanir Trump lćkka nefnilega líka skatta vinnandi fólks, ţó okkur hafi stöđugt veriđ fćrđar ţćr fréttir ađ ţćr vćru eingöngu fyrir ţá ofurríku og stórfyrirtćki. 

Ţví miđur virđist Donald Trump ekki hafa hugmyndafrćđilega kjölfestu eins og raunar er reyndin međ 57 ţingmenn af 63 á Alţingi í dag. Ţađ gerir ađ verkum ađ hann er lítt útreiknanlegur og hćtta getur veriđ á ađ hann eigi erfitt međ ađ átta sig á leiđum og markmiđum. 

Vegna ţess ađ Donald Trump skortir hugmyndafrćđilega sýn á gildi frjáls markađshagkerfis, hefur honum dottiđ í hug ađ setja verndartolla á innflutt stál og álúmínum.

Ţeir sem halda ađ verndartollar séu lausn á vanda Bandaríkjanna (og ţess vegna Íslands) munu fá ađ finna fyrir afleiđingum slíkrar verndarstefnu ţar sem vöruverđ hćkkar og iđulega lćkka gćđi í leiđinni. Nái ţessi stefna Trump fram ađ ganga. munu Bandaríkjamenn fá dýra kennslu í grunnatriđum varđandi höft, samkeppnishömlur og vćntanlega komast ađ ţví sama og gerđist fyrir tćpum 80 árum ađ frjáls viđskipti eru hagfelld fyrir neytendur en haftastefna og ofurtollar óhagfelld.

Vinsćldir Trump jukust vegna ţess ađ fólk sá ađ ţađ hefur ţađ betra vegna ađgerđa hans. Ţćr vinsćldir geta auđveldlega ţurrkast út ţegar fólk finnur fyrir afleiđinum verndartollana sem munu hćkka vöruverđ verulega m.a. verđ á einni brýnustu neysluvöru Bandaríkjamanna bifreiđum.  


Elítan er fylgislaus

Stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu er međ athyglisverđustu fréttum síđustu daga. Sólveig Anna sem er uppreisnarmađur gegn elítunni í verkalýđđshreyfingunni fékk yfir 80% greiddra atkvćđa og rúm 2000 atkvćđi, en elítunni međ allt sitt hafurtask fékka ađeins 500 atkvćđi. 

Innan viđ 16% félagsmanna í Eflingu greiddu atkvćđi. Fráfarandi stjórn og trúnađarráđ fékk ţví ađeins stuđning 3% ţeirra sem voru á kjörskrá. Sú niđurstađa segir sína sögu um ţađ hvađ verkalýđsforustan er sambandslaus viđ félaga sína.

Ef til vill segir ţetta líka ţá sögu ađ helstu baráttumál verkalýđshreyfingarinnar međ Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ í fylkingarbrjósti, á ekki stuđning í hreyfingunni sjálfri. Gylfi er eindreginn stuđningsmađur verđtryggingar og forgangs lífeyrissjóđa umfram hagsmuni launafólks í landinu. Kjör Sólveigar Önnu nú og Ragnars Ingólfssonar í VR er eftir ţví sem best verđur séđ, uppreisn gegn ţessari stefnu Gylfa, sem Efling hefur fylgt algjörlega og möglunarlaust.

Ef til vill er nú lag ađ ţau Sólveig Anna, Ragnar Ingólfsson og Ađalsteinn Baldursson undir forustu hins einarđa Vilhjálms Birgissonar verkalýđsleiđtoga á Akranesi nái fram verulegum áherslubreytingum í verkalýđsbaráttunni gegn verđtryggingu, lífeyrisfurstum og ofursköttum á atvinnutekjur, til hagsbóta fyrir vinnandi fólk á Íslandi. 

Raunverulegar kjarabćtur felast í afnámi verđtryggingar og lćkkun tekjuskatta. En gamaldags barátta um krónur og aura eru líklegar til ađ valda verđbólgu og gengisfellingu öllum til ills nema fjármagnseigendum og verđtryggingarfurstum. 

Hins vegar verđur verkalýđshreyfingin ađ gera ţá ófrávíkjanlegu kröfu ađ launakjör hinnar nýju stéttar kjararáđsarđrćningjanna (hin íslenska Nomen klatura) verđi fćrđ niđur til samrćmis viđ önnur launakjör í landinu. Allt annađ er óásćttanlegt. Samspilltu stjórnmálaflokkarnir ćtla sér ekkert ađ gera í ţví máli. Ţessvegna reynir á hina nýju forustu í verkalýđshreyfingunni ađ gćta raunverulegra hagsmuna almenns lauanfólks og berjast gegn ofurlaunastefnu ríkisins til hagsbóta fyrir stjórnmálafólk og ćđsta embćttisfólk. 

Farsćl barátta verkalýđshreyfingarinnar er ţjóđarhagur.


Mainstream stjórnmálaflokkar, fasistar og pópúlistar

Eiríkur Bergmann kennari og Samfylkingarmađur var enn einu sinni fengin sem fréttaskýrandi til ađ fara yfir ítölsku kosningarnar. 

Stjórnmálafrćđiprófessornum var eins og svo oft áđur tíđrćtt um pópúlískar og fasískar hreyfingar, sem hann skilgreindi sem ruslflokk stjórnmálanna sem vćru á móti ţví sem prófessorinn kallar "the mainstream flokkum" eđa flokkum sem styđjast viđ ríkjandi viđhorf, meirihlutaflokkum. 

Í yfirferđ sinni tókst prófessornum ađ tala um Norđur Bandalagiđ sem fasískan flokk og ásamt 5 stjörnu hreyfinunni báđa sem pópúlíska flokka og í andstöđu viđ mainstream prófessorsins. 

Ţađ sem ţeir flokkar eiga sameiginlegt sem prófessorinn kallar pópúlíska og fasíska er ađ ţeir eru á móti ríkjandi innflytjendastefnu og hafa efasemdir um Evrópusambandiđ og evruna. Ţađ virđist í huga prófessorsins vera nóg til ađ flokkar verđskuldi ţá skilgreiningu hans ađ vera pópúlíska og jafnvel fasíska. 

Nú er ţađ svo ađ 5 stjörnu hreyfingin og Liga Nord unnu um helming atkvćđa og gćtu myndađ ríkisstjórn saman. Eru ţeir ţá ekki samkvćmt eđlilegri orđaskýringu "mainstream" eđa meirihlutaflokkar. Einhver mundi segja ađ međ ţví ađ kunna skil á einfaldri samlagningu og frádrćtti ţá kćmist fólk ađ rökréttari niđurstöđu en prófessorinn kemst ađ međ sinni flóknu sósíalísku nálgun.

Sú skođun ađ vilja breyta Evrópusambandinu, fara úr Evrópusambandinu og takmarka ađgengi innflytjenda ađ löndum eru eđlilegar pólitískar skođanir, sem allar eiga rétt á sér ekkert síđur en hjónabönd samkynhneigđra eđa velferđarkerfiđ. Ţeir sem hafa ađra skođun en sósíalistarnir á Evrópusambandinu og innflytjendamálum verđa ekki viđ ţađ hćgri öfgafólk eđa pópúlistar. Ţađ fólk er fólk sem hefur skođanir sem eru ađrar en sósíalistarnir og ţćr skođanir eiga jafn mikinn rétt á sér og ţađ án merkimiđa og uppnefninga eins og sósíalisminn sem raunar er sú pólitíska stefna, sem hefur misheppnast hvađ hrapalegast frá lokum síđara heimsstríđs. 

Ţađ er mál til komiđ ađ sósíalistar eins og Eiríkur Bergman átti sig á ađ ţeir eru ekki mainstream og síđur en svo merkilegri en ţađ fólk sem er á móti Evrópusambandinu, Evrunni og óheftu ađgengi innflytjenda. 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 362
  • Sl. sólarhring: 715
  • Sl. viku: 2748
  • Frá upphafi: 2294299

Annađ

  • Innlit í dag: 338
  • Innlit sl. viku: 2505
  • Gestir í dag: 331
  • IP-tölur í dag: 322

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband