Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2010

Verstu viđskipti ársins

Í viđskiptablađi Fréttablađsins, Markađnum er gerđ  úttekt á verstu viđskiptum ársins. Athyglivert er ađ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráđherra tengist ţeim öllum.

Í fyrsta lagi er nefnt sem dćmi um verstu viđskipti ársins ţegar ríkiđ lagđi fram tólf milljarđa fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar til Sjóvá-Almennra trygginga. Síđan er rakiđ hvernig flokksbróđir Steingríms, seđlabankastjórinn eyđilagđi nú fyrir nokkru sölu á fyrirtćkinu. Ríkiđ situr ţví uppi međ ţann beiska kaleik ađ eiga og reka tryggingafélag vegna ađgerđa Steingríms og ađgerđa og ađgerđarleysis Más Seđlabankastjóra

Í annan stađ er nefnt af Markađnum sem dćmi um slćm viđskipti á árinu eru 26 milljarđa framlag Ríkisins fyrir atbeina Steingríms J.Sigfússonar til VBS fjárfestingabanka.

Í ţriđja lagi nefnir Markađurinn sem dćmi um verstu viđskipti ársins, yfirtöku Ríkisins á sparisjóđum landsins. Ţar er rakiđ ađ Ríkiđ tók yfir rekstur Sparisjóđs Keflavíkur og Byrs, en í blađinu segir ađ björgunarađgerđir Ríkisins kunni ađ kosta á annan tug milljarđa. Steingrímur J. Sigfússon ber einnig höfuđábyrgđ á ţví ađ fariđ skuli í ţessa vegferđ.

Markađurinn hefđi í framhaldi af ţessu mati sínu átt ađ velja versta viđskiptamann ársins, en ţađ hefđi ţá án vafa orđiđ mađurinn sem stendur fyrir öllum ţessum vondu viđskiptum, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráđherra og formađur Vinstri Grćnna.

Steingrímur J. Sigfússon og gjörvallur ţingflokkur hans greiddi atkvćđi međ ţví í haust ađ fjórir fyrirverandi ráđherrar yrđu ákćrđir og dregnir fyrir Landsdóm. Er ekki rétt ađ Steingrímur J. Sigfússon sem ber ábyrgđ á verstu viđskiptum ársins svari til saka fyrir Landsdómi fyrir ţćr raunverulegu sakir sem fyrir liggja hvađ hann varđar.  Ţađ vćri mannsbragur ađ ţví ađ ţingflokkur Vinstri grćnna bćri fram tillöguna til ađ vera sjálfum sér samkvćmur.


Stefna og stefnuleysi borgarstjórans

Í drottningarviđtali síđdegisútvarpsins viđ Jón Gnarr borgarstjóra virtist ţess vandlega gćtt ađ tala um allt annađ en borgarmál. Jón Gnarr lét móđann mása um eigiđ ágćti og ţađ ađ  Besti flokkurinn hefđi enga stefnu jafnvel ţó hann hefđi stefnu sem engin vissi hver vćri ţó hún vćri til en vćri samt ekki til.

Ţó fór svo ađ Jón Gnarr gerđi grein fyrir ţeim atriđum sem virđast inntak í pólitískri hugsun hans. Í fyrsta lagi sagđi hann nauđsynlegt ađ losna viđ markađsţjóđfélagiđ eđa kapítalsimann. Í annan stađ ađ fá hingađ fleiri ferđamenn og í ţriđja lagi ađ friđarsamningar í millum Ísraelsmanna og Palestínumanna fćru fram í Höfđa. Jón Gnarr segir ađ forsenda ţess ađ eitthvađ sé hćgt ađ gera sé ađ losna viđ markađsţjóđfélagiđ.

Andstađa viđ markađsţjóđfélagiđ er merkileg pólitísk yfirlýsing sem felur í sér hinn valkostinn ađ vilja miđstýringu og áćtlunarbúskap. Áćtlunarbúskap eins og í Norđur Kóreu eđa eins og ţađ var í Kína og ađ hluta til á Indlandi. Sjálfsagt veit Jón Gnarr ađ fjöldi Norđur Kóreubúa deyja úr hungri árlega og ţannig var ţađ í Kína og Indlandi. En e.t.v. veit hann ekki ađ eftir ađ Kína og Indland markađsvćddust hefur ţjóđarframleiđsla og velmegun aukist í stórum stökkum.

Sá sem segir ţađ forsendu góđra hluta í ţjóđfélagsbaráttu ađ kasta markađskerfinu burt verđur ađ segja hvađa valkosti hann bođar í stađinn. Ekki verđur hjá ţví komist lengur ađ taka ţađ alvarlega sem stjórnmálamađurinn Jón Gnarr segir. Vissulega er ţađ líka nauđsynlegt ađ fjölmiđlar taki hann sömu tökum og ţeir taka ađra stjórnmálamenn og láti hann standa fyrir máli sínu međ sama hćtti og ţeir ţurfa ađ gera.

Međal annarra orđa hefur Jón Gnarr stađiđ fyrir bćttri stjórnun borgarinnar? Hefur hann dregiđ úr bruđlinu?Hefur hann lćkkađ laun borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa á krepputímum? Hefur hann fćkkađ einkabílum og einkabílstjórum borgarfulltrúa á kostnađ borgarbúa? Af hverju er hann ekki spurđur ađ ţessu af fjölmiđlafólki? 

Bullukollaviđtöl eru ekki bođleg ţegar stjórnandi stćrsta fyrirtćkis landsins Jón Gnarr á í hlut eđa ađ talađ sé um allt annađ en fyrirtćkiđ Reykjavíkurborg, rekstur ţess og stjórnun.

 


Jólagjafir utanríkisráđherra

Kćnasti ráđherra ríkisstjórnarinnar Össur Skarphéđinsson hefur nýtt sér ţá hćfileika sína međ ţeim hćtti undanfarin misseri ađ fólk hefur nánast gleymt ţví ađ hann ćtti sćti í ríkisstjórninni enda vill hann sem minnst vera viđ hana kenndur. Međ sama hćtti stóđ hann ađ skipun ţriggja nýrra sendiherra mitt í jólaösinni, ţegar ţjóđin var upptekin viđ ađ syngja Heims um ból og huga ađ jólasteikinni og jólagjöfum.

Íslenska ţjóđin eyđir hlutfallslega meiri peningum en nokkur önnur ţjóđ í utanríkisţjónustu sína. Á niđurskurđartímum telur ríkisstjórnin samt rétt ađ fjölga enn sendiherrum.

Óljóst er hvar Össur ćtlar ađ koma nýju sendiherrunum fyrir ţar sem ţegar er búiđ ađ sjá fyrir ţesskonar tengslum Íslands og Fćreyja og margir íslenskir sendirherrar starfa nú á Rauđarárstígnum í Reykjavík.

Norrćna vinstri velferđarstjórnin hlítur ađ líta á ţađ sem ţakkarvert ţegar ráđherrar reyna ađ leysa atvinnuvanda yfirstéttarinnar á kreppu- og niđurskurđartímum.

Hvađa skattar skyldu verđa hćkkađir nćst á hinum vinnandi stéttum til ađ halda uppi störfum, launum og styrkjum fyrir vildarvini og afkvćmi ráđherra ríkisstjórnarinnar?


Stađgöngumćđur

Forsjárhyggjan lćtur ekki ađ sér hćđa og birtist í mörgum og sérkennilegum myndum. Ţannig hefur veriđ fróđlegt ađ fylgjast međ umrćđum um stađgöngumćđur undanfarna daga.

Sérfrćđingar úr heilbrigđis- siđfrćđi- og andans stéttum mćta hver af öđrum til umrćđunnar og segja ađ ţađ sé í sjálfu sér allt í lagi međ ađ fá stađgöngumćđur en ţó megi ţessir hlutir ekki vera svona og ađrir hlutir ekki hinseginn. Ég hélt ađ ţetta vćri fyrst og fremst spurning um ađ gengiđ vćri frá málinu međ tryggum samningum milli ađila og gćtt vćri ađ heilbrigđi og jafnrćđi ţeirra ađila sem í hlut eiga.

Eitt flćkjustigiđ er ađ stađgöngumćđur megi ekki grćđa á ađ vera stađgöngumćđur. Í umrćđunni hefur mér fundist ţetta taka hvađ lengstan tíma.  Af hverju skyldu stađgöngumćđur ekki mega grćđa á ţví ađ vera stađgöngumćđur. Af hverju ćttu ţćr ekki ađ taka gjald fyrir ţađ. Hverjum kemur ţađ í sjálfu sér viđ hvort samningar ganga út á ţađ eđa ekki svo fremi sem ţess sé gćtt ađ jafnrćđi sé međ ađilum og annar ađilinn sé ekki ađ misnota hinn.

Af hverju ţarf ađ gera einfalda hluti flókna?


Meiri hluti ríkisstjórnar. Fréttir og ekki fréttir.

Fjölmiđlar slá upp ţeirri ekki frétt í dag ađ varamađur Ţráins Bertelssonar styđji ekki ríkisstjórnina. Ţađ er ekki frétt. Afstađa Katrínar Snćhólm hefur legiđ fyrir frá ţví ađ ríkisstjórnin var mynduđ.  Hins vegar skiptir meira máli varđandi líf og stöđu ríkisstjórnarinnar hvađa afstöđu fríjadrottning Alţingis, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir tekur ţegar hún kemur úr nýjasta barneignarfríinu sínu.

Varamađur Guđfríđar Lilju styđur sinn formann og ríkisstjórnina. En Guđfríđur Lilja fundađi međ ţremenningunum í ţingflokki VG sem sátu hjá viđ atkvćđagreiđsluna um fjárlögin áđur en atkvćđi voru greidd. Ţađ bendir til ţess ađ Guđfríđur Lilja rói á sama báti og Lilja Móses og félagar. Ţar međ er meiri hluta stuđningur viđ ríkisstjórnina ekki fyrir hendi ţegar Guđfríđur Lilja sest á ţing aftur,  miđađ viđ skilgreiningu Jóhönnu Sigurđardóttur, Össurar Skarphéđinssonar og Róberts Marshall.´

Sérkennilegt ađ fjölmiđlar skuli ekki spyrja Guđfríđi Lilju um afstöđu hennar m.a. um hjásetu félaga hennar viđ afgreiđslu fjárlaga. Ţađ vćri frétt. Í stađ ţess er birt hundgömul ekki frétt um varamann ţingmannsins sem lét sig hafa ţađ viđ afgreiđslu fjárlaga ađ greiđa atkvćđi međ sérstakri styrkveitingu til sjálfs síns. 

Ţeir eru flottir ţingmennirnir hjá Vinstri grćnum annađ hvort í fríi eđa sjálfsmennsku nema skarađur sé eldur ađ eigin köku  á kostnađ skattgreiđenda. 


Egill Helgason réttlćtir árásir og skemmdarverk

Egill Helgason starfsmađur Ríkisútvarpsins og Eyjunnar telur réttlćtanlegt ađ ráđast ađ fólki og skemma eigur ţess. Sá er munurinn á Agli Helgasyni og Hallgrími Helgasyni skáldi og rithöfundi, ađ Hallgrímur réđist ađ bifreiđ forsćtisráđherra í tímabundinni geđsveiflu og bađst afsökunar og  telur ţađ óhćfuverk, en Egill Helgason telur slík verk réttlćtanleg.

Í bloggfćrslu sinni á Eyjunni ţ. 9.12.s.l. réttlćtir Egill  fólskulegar árásir óeirđamanna á bifreiđ Karls Bretaprins ţegar hann ásamt konu sinni voru á leiđ í leikhús. Í fćrslunni segir Egill

" Mađur hefur lengi furđađ sig á langlundargeđi fólks í Bretlandi. Óvíđa í Evrópu er jafnmikill ójöfnuđur – óvíđa hefur auđrćđiđ náđ slíkum tökum. En nú er ungt fólk fariđ ađ mótmćla. Og kannski er einmitt ágćtt ađ hinn gagnslausi prins fái smá málningu á lúxusbílinn."

Fjölmiđlar á Bretlandi, jafnt sem leiđtogar stjórnar og stjórnarandstöđu hafa fordćmt atlöguna ađ krónprinsinum og talađ um hana sem fólskulega og óafsakanlega.  En hinn "virti" ţáttastjórnandi á Íslandi Egill Helgason telur hins vegar réttlćtanlegt ađ ráđast á fólk m.a. vegna ţess ađ ţađ eigi peninga og sé gagnslaust ađ hans mati.

Er ţađ virkilega svo ađ stjórnendur Ríkisútvarpsins telji ţađ eđlilegt ađ hafa Egil Helgason áfram í vinnu ţegar fyrir liggur ađ hann er andvígur ţví ađ virt séu mannréttindi fólks en telur ţvert á móti eđlilegt og réttlćtanlegt ađ á fólk eđa eigur ţess sé ráđist. 

Egill Helgason er greinilega ósammála viđmiđunum réttarríkisins um mannréttindi og mannhelgi. Ţađ er ţví ekki tilviljun hvernig Egill Helgason hefur stjórnađ pólitískum viđrćđuţćtti sínum.


Varnarlínan um Steingrím J.

Samningsdrögin í Icesave málinu eru allt ađ 300 milljörđum hagstćđari  okkur en Icesave samningurinn sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu ţvinga upp á ţjóđina.

Samninganefndin sem Steingrímur J. skipađi undir forustu Svavars Gestssonar var vanhćf. Nćsta samninganefnd undir forustu ađstođarmanns Steingríms var líka vanhćf. Í báđum tilvikum lýsti Steingrímur yfir sérstöku trausti á samningamenn sína. Eftir ađ alvörusamningamenn voru kallađir til liggur fyrir ađ ađgerđir Steingríms í málinu voru í besta falli alvarleg mistök, vanrćksla og dómgreindarleysi.

Mistökin,vanrćskslan og dómgreindarleysiđ sem  Steingrímur J. hefur gerst sekur um í Icesave málinu mundu í öđrum lýđrćđisríkjum leiđa til ţess ađ viđkomandi ráđherra segđi af sér. Ţađ ćtlar Steingrímur ekki ađ gera og nú er dregin varnarlína í kring um hann.

Jón Baldvin og ađrir sem verja Steingrím vísa til  kurteisisorđa forustumanns samninganefndar Íslands í Icesave málinu. Slík kurteisisorđ heiđursmanns sýna innrćti hans en afsakar ekki Steingrím J í nokkru. 

Sú síbylja er kyrjuđ og markvisst haldiđ ađ fólki ađ ţau samningsdrög sem nú liggja fyrir um Icesave séu svona miklu hagstćđari en ţau fyrri vegna ţess ađ nú séu ađstćđur allt ađrar í heiminum og ţví hafi í raun ekkert áunnist.

Ţegar nćr er skođađ sést ađ ţessi varnarlína er ţunn og heldur ekki. Kurteisisorđ heiđursmanns hafa litla ţýđingu viđ mat á ţví sem raunverulega gerđist. 

Málefnalegar röksemdir varnarlínunnar um Steingrím halda ekki heldur. Mikill órói er í Evrópu og mun meiri en var ţegar samninganefndir Steingríms voru ađ störfum og luku ţeim međ  óskapnađi sínum. Efnahagsástandiđ í Bretlandi hefur versnađ til muna og ríkisstjórnin ţar verđur ađ grípa til mun harkalegri niđurskurđar í ríkisútgjöldum en Steingrímur J. gerir ţó hann ţyrfti ţess. Ţađ eru ţví falsrök ađ halda ţví fram ađ ađstćđur séu nú allt ađrar og hagstćđari okkur til ađ ná hagfelldum samningum um Icesave.

Steingrímur á sér enga málsvörn í Icesave klúđri sínu og ber ađ segja af sér.

Ţví  má ekki gleyma ađ Steingrímur J. Sigfússon vildi draga 4 fyrrverandi ráđherra fyrir Landsdóm vegna vanrćkslu. Nú liggur fyrir ađ  Steingrímur J. hefur gerst sekur um mun alvarlegri hluti sem hefđu getađ bakađ ţjóđinni mun meira raunverulegt tjón, en ţađ meinta tjón sem ţeir fjórir ráđherrar sem Steingrímur ákćrđi áttu ađ hafa gerst sekir um.

Steingrímur J. verđur ađ axla ábyrgđ á gjörđum sínum og segja af sér?


Afvegaleidd umrćđa

Smám saman kemur betur í ljós hvađ ţađ var sem brást í ađdraganda hrunsins. Sú mynd á eftir ađ skýrast enn betur ţegar Sérstakur Saksóknari fer ađ láta hendur standa fram úr ermum.

Í fréttum í gćr var sagt frá rannsóknarskýrslu erlendra sérfrćđinga um meint bókhaldsbrot endurskođanda og forustumanna Glitnis banka og bođađ er ađ sagt verđi frá svipuđum hlutum varđandi sömu ađila í Landsbankanum ţegar líđur á daginn.

Ţó svo ađ taka verđi fréttum međ fyrirvara og engin sé sekur ţar til sekt hans er sönnuđ, ţá lá ţađ nokkuđ í augum uppi skömmu eftir hruniđ  ađ vafningarnir, viđskiptavildin og bulliđ sem fćrt var sem eigiđ fé banka og vogunarsjóđa og flestra fyrirtćkja í Kauphöllinni,  hefđi ekki getađ veriđ fćrt međ ţeim hćtti í bókhald ţessara ađila án ađkomu endurskođenda og ćđstu stjórnenda ţessara ađila.

Miđađ viđ fréttir í gćr ţá gat ţađ vart dulist stjórnendum Glitnis banka ađ hann var hruninn í ársbyrjun 2008. Samt sem áđur höfđu helstu leikendur hrunsins sem höfđu markvisst sogiđ peninga út úr Glitni upp stór orđ ţegar Glitnir var yfirtekinn í september 2008 og kenndu ţví um ađ Davíđ Oddsson ţáverandi Seđlabankastjóri hefđi horn í síđu eigenda bankans.

Síđan ţá hefur umrćđan veriđ markvisst afvegaleidd af hrunverjum međ ađstođ nytsamra sakleysingja og pólitískra rugludalla. Ráđist var ađ stjórnmálamönnum og embćttismönnum og ţeir hraktir úr embćttum.  Fjölmiđlar spillingaraflanna, ríkisfjölmiđillinn og hluti Háskólasamfélagsins tók ţátt í ţessari herferđ afvegaleiđingarinnar.  Ţessir ađilar bera mikla ábyrgđ á ţeirri bullkenndu umrćđu sem hefur veriđ í landinu. Afvegaleiđing háskólasamfélagsins náđi hámarki ţegar sigurvegari í kosningum til  stjórnlagaţings sagđi ađ hruniđ vćri stjórnarskránni ađ kenna.

Í allri ţeirri auđn pólitískra fúkyrđa, öfugsnúninga sem einkennt hefur íslenska pólitík ekki síst fyrir tilverknađ ţeirra Jóhönnu og Stengríms međ hjálp vinstri sinnađa Háskólasamfélagsins, var ánćgjulegt ađ sjá til tilbreytingar vitrćna og athyglisverđa  blađagrein frá stjórnmálamanni. Ţá grein skrifađi  formađur Framsóknarflokksins í Morgunblađiđ fyirr nokkru. Sú grein var góđ tilbreyting frá innihaldsalusum kjaftavađli  og bulli sem einkennir almennt umrćđuna. Fleiri forustumenn í íslenskum stjórnmálum ćttu ađ taka formann Framsóknarflokksins sér til fyrirmyndar í ţessu efni.

Ţađ er löngu kominn tími til ađ fólk snúi sér ađ ađalatriđunum í umrćđunni á rökrćnan og vitrćnan hátt.


Ein versta fjármálastofnun landsins

Byggđastofnun hefur ítrekađ tapađ öllu eigin fé sínu og ţurft ađ fá stuđning frá skattgreiđendum aftur og aftur. Stuđning í milljarđavís.

Byggđastofnun er lánastofnun sem ávallt hefur veriđ í eigu og umsjá ríkisins og nýtur ţess vafasama heiđurs ađ vera sú lánastofnun íslensk sem oftast hefur ţurft ađ bjarga frá gjaldţroti. Í starfi Byggđastofnunar hafa fariđ saman pólitísk spilling ásamt andvana hugmyndum byggđastefnu síđustu aldar.  

Lánastofnanir í eigu ríkisins eru  of margar og of miklu af peningum skattgreiđenda hefur veriđ sóađ í gćluverkefni fjármálaráđherra. Tugir milljađa frá skattgreiđendum til  VBS, Saga Capital, Sparisjóđanna, Sjóvár-Almennra trygginga  og núna skal Byggđastofnun réttur örlítill milljarđur svo enn eitt hrun fjármálastofnunar verđi ekki ađ veruleika á vakt ţessarar ríkisstjórnar. 

Ţeir sem tala um gildi opinberra lánastofnana og heimta slíkar ćttu ađ kynna sér starfsemi Byggđastofnunar.  Sporin hrćđa ekki síđur en međ eftirlitslausar stórar fjármálastofnanir í einkaeigu ađ stórum hluta á ábyrgđ skattgreiđenda.  Ţađ er best ađ vera laus viđ hvoru tveggja.


Ekkert

Ríkisstjórnin hélt blađamannafund á föstudaginn og skrifađi ţar ásamt forustumönnum lífeyrissjóđa og fjármálafyrirtćkja undir samning um ekki neitt nema ţá helst ađ skattgreiđendur auki niđurgreiđslur vaxta fyrir fjármálafyrirtćki.

Niđurstađan:  Innheimtanlegar skuldir skulu innheimtar af fullri hörku. Ekki skal taka tillit til ţess ađ hundruđir milljarđa verđbćtur hafa falliđ á höfuđstóla verđtryggđra lána frá bankahruninu ţó samdráttur hafi veriđ í ţjóđarframleiđslu og eignvarverđ hafi lćkkađ verulega. Ţar af hafa lífeyrissjóđirnir fengiđ í sinn hlut 126 milljarđa vegna verđtryggingar frá hruni.

Ríkisstjórnin viđheldur gjaldeyrishöftum til ađ verja krónuna og fjármálafyrirtćkin.  Ríkisvaldiđ ábyrgist allar innistćđur fjármálastofnana á kostnađ skattgreiđenda. Samt sem áđur er viđhaldiđ gervigjaldmiđli verđtryggingar sem hćkkar höfuđstóla lána ţrátt fyrir hrun á verđi eigna, minnkandi ţjóđarframleiđslu og lćkkunar launa. Er ţađ virkilega svo ađ stjórnvöld, stjórnendur lífeyrissjóđa og fjármálafyrirtćkja átti sig ekki á ađ ţađ er engin sanngirni í ţessu heldur argasta óréttlćti.

Er ţađ virkilega svo ađ međan fjármálastofnanirnar eru varđar međ gjaldeyrishöftum og ríkisábyrgđ ađ ţá sé ekki svigrúm til ađ fá fulltrúa ţeirra til ađ fallast á afnám verđtryggingar og bakfćrslu ránsfengsins. Ef ţađ var ekki hćgt ţá átti ađ taka ránsfenginn af ţeim. Ţađ hefđi veriđ sanngirni.

Norrćnu velferđarstjórninni er sama um sanngirnina og hún hefur enga stefnu í skuldamálum heimilanna.

Stađreyndin er sú ađ hefđi ríkisstjórnin ekkert gert ţá vćri flćkjustigiđ minna í dag og heimilin betur stödd. 

Međ síđustu ađgerđum sínum hefur ríkisstjórnin endanlega tekiđ vonina frá fólki.  Hún hefur enn einu sinni sýnt ađ hún er stefnu- og úrrćđalaus og gerir ţjóđinni mest gagn međ ţví ađ segja af sér.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 424
  • Sl. sólarhring: 690
  • Sl. viku: 2810
  • Frá upphafi: 2294361

Annađ

  • Innlit í dag: 395
  • Innlit sl. viku: 2562
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 373

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband