Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2020

Eurovision og íslensk tunga

Ríkisútvarpiđ á skv. lögum, ađ leggja rćkt viđ íslenska tungu,menningu, sögu ţjóđarinnar og menningararfleifđ.

Í gćr var í sjónvarpsţćtti, talađ viđ ţá sem standa ađ lögum, sem keppa um ađ verđa fulltrúi Íslands á nćstu Eurovision keppni. Óneitanlega var gaman ađ sjá margt hćfileikaríkt ungt fólk, sem hefur metnađ til ađ gera sitt besta í tónlistinni og skapa nýja hluti. 

Á sama tíma og hćgt var ađ dást ađ útsjónasemi, elju og dugnađi ţeirra sem talađ var viđ og stefna ađ ţví ađ verđa fulltrúar Íslands međ framtak sitt á nćstu Eurovision, ţá fór ekki hjá ţví ađ manni hnykkti viđ ađ hlusta á tungutakiđ sem ţetta dugmikla fólk á sínu sviđi talađi. 

Ef eitthvađ var, ţá var enskan ţví tamara en íslenskan ţegar kom ađ ţví ađ fjalla um ţađ sem ţau eru ađ gera og hvers ţau vćnta af ţáttöku sinni í keppninni. Nú var ţessi ţáttur viđtöl viđ Íslendinga sem keppa ađ ţví ađ koma fram fyrir Íslands hönd á vegum stofnunar, sem ber lögum samkvćmt ađ leggja rćkt viđ íslenska tungu. Vćri ţađ óeđlileg krafa, ađ RÚV legđi ţćr kvađir á keppendur fyrir Íslands hönd, ađ ţeir töluđu íslensku ţegar fjallađ vćri um framlag ţeirra, jafnvel ţó ađ ţeim ţyki hentast ađ texti viđ lögin séu á ensku.

Ţetta er spurning um ţjóđlegan metnađ og baráttu fyrir ţví ađ varđveita tungumál sem á í vök ađ verjast og viđ megum ekki sofna á verđinum viđ ađ varđveita ţađ, vernda og efla.


Bara ömurlegt: Ţetta á líka viđ um Katrínu, Guđna og Agnesi.

Carl I Hagen er merkilegur norskur stjórnmálamađur. Hann byggđi upp Framfaraflokkinn norska nánast frá grunni. Hann er ţekktur fyrir ađ vera rökfastur og segja sínar skođanir umbúđalaust.

Í bloggfćrslu í gćr slátrađi hann rćđu norska forsćtisráđherrans eins og segir í fyrirsögn Netavisen. Gagnrýni Hagen á rćđu norska forsćtisráđherrans á ekki síđur viđ um nýársávörp Guđna Th. Jóhannessonar forseta, Katrínar Jakobsdóttur forsćtisráđherra og Agnesar biskups ţjóđkirkjunnar. Carl I Hagen sagđi ađ rćđa Ernu Solbert forsćtisráđherra hefđi veriđ ömurleg (eins og rćđur Guđna, Katrínar og Agnesar).

Ţađ sem Carl I Hagen sagđi um rćđu norska forsćtisráđherrans, en á ekki síđur viđ okkar forustufólk er svohljóđandi:

"Er hnattrćn hlýnun virkilega stćrsta vandamáliđ sem Noregur stendur frammi fyrir? Ţađ var alla vega skođun forsćtisráđherrans Ernu í nýársávarpi hennar. Bara ömurlegt.

Fullyrt er án ţess ađ sannanir séu til stađar skv. vísindalegum könnunum eđa vísindalegra hugmynda sem hćgt er ađ taka alvarlega, ađ ţađ sem mennirnir setja út í andrúmsloftiđ af lofttegundinni CO2, sem er raunar lífgefandi, geti haft áhrif á hnattrćna hlýnun (en semsagt ekki stađbundna)

Nokkrar stađreyndir sem Erna gleymdi:

CO2 er nćring fyrir allt líf sérstaklega allan gróđur. 

Innihald CO2 í lofthjúpnum er 0.041 prósent. 3-5% af losuninni kemur frá fólki, en restin frá náttúrunni. Hlutfall Noregs í losuninni er 0.11 prósent. 

Ef Noregur hćtti allri losun kolefnis, hefđi ţađ svipađa ţýđingu og ţegar lítill strákur pissar í sjóinn. Semsagt núll.

Slćmt ađ Erna skuli telja ađ takmörkun losunar kolefnis sem kostar 30-50 milljarđa Norskra króna árlega, sé mikilvćgasta áskorunin, sem viđ stöndum frammi fyrir. - Bara ömurlegt.

Persónulega finnst mér mikilvćgara ađ hugsa betur um gamla fólkiđ okkar, fá betra heilbrigđiskerfi, betri skóla, betri innviđi og varnir o.s.frv. Og lćgri skattar og gjöld fyrir flest fólk hér í Noregi er mikilvćgara og semsagt betra."

Ţađ sem Carl I. Hagen gagnrýnir á nákvćmlega viđ međ sama hćtti um rćđur forseta Íslands, forsćtisráđherra og biskupsins yfir Íslandi. Óneitanlega sérstök trúarbrögđ sem hafa heltekiđ margt forustufólk í hinu kalda Norđri.


Ekki gleyma: og friđur í heiminum ađ sjálfsögđu.

Í fegurđarsamkeppnum eru keppendur teknir í ímyndarkennslu. Ţar er ţeim sagt hvađ má segja og hvađ ekki. Allt til ađ keppendurnir sýni ađ ţeir séu mannvinir og telji ađ öll dýrin í skóginum eigi ađ vera vinir. Eitt sem er ómissandi er ađ segja ađ ţeim sé umhugađ um friđ í heiminum.

Óneitanlega sótti sú hugsun á, viđ ţessi áramót, ađ stjórnmálamenn og forustufólk ţjóđarinnar vćru allir, ađ einum undanskildum, farnir ađ ganga í sama hönnunarskóla stađalímynda og keppendur í fegurđarsamkeppnum. En á ţeim bćjum er ţađ ekki heimsfriđur heldur barátta gegn loftslagsbreytingum.

Biskupinn yfir Íslandi gerđi loftslagsbreytingar ađ inntaki nýársrćđu sinnar, en gleymdi kristindómnum og ofsóknum á hendur kristnu fólki. Sama gerđi forsetinn og forsćtisráđherra og ađrir stjórnmálaleiđtogar í áramótagreinum sínum í Morgunblađinu ađ einum undanskildum.

Ţađ sem einkenndi umfram allt annađ greinar og rćđur stjórnmálaleiđtoga, forseta og biskups var skortur á framtíđarsýn og bođun ađgerđa sem hefđu áhrif til lengri tíma litiđ. Svo virđist sem íslenskt forustufólk sé ţess ekki umkomiđ ađ horfa lengra fram á viđ en til viđfangsefna og vandamála í núinu. Framtíđarsýn til lengri tíma er greinilega ekki kennd í hönnunarskólanum. 

Hugsanlega er ástćđan sú, ađ engin pólitísk hugmyndafrćđi er til lengur í íslenskri pólitík.

Samt sem áđur voru áramótagreinar og rćđur forustufólks ţjóđarinar vel samdar og engir hnökrar á umbúđum tómra pakka. Áramótapakkar, sem umgjörđ sjálfsagđra hluta um ekki neitt sem máli skipti međ einni undantekningu.

And world peace of course. Eđa ađ breyttum breytanda í heimi nútímans. Og loftslagsbreytingar ađ sjálfsögđu.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 60
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 259
  • Frá upphafi: 1558711

Annađ

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 231
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband