Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
16.4.2017 | 07:40
Kam Kam Kam- Hann er upprisinn.
Hann er upprisinn. Kristnir arabar segja Kam Kam Kam - Upprisinn-Upprisinn-Upprisinn. Á vesturlöndum segjum við þetta sjaldnast nema á upprisuhátíðinni. Andrew White sem hefur þjónustað kristna í Mið-Austurlöndum um árabil segir að meðal kristinna araba þá hljómi þessi orð -inntak fagnaðarerindis kristins fólks- oft sem herhvöt og huggun til kristins fólks í þessum heimshluta og þýðir í þeirra huga. Að jafnvel þó að heimurinn telji að endalok þeirra séu skammt undan og þeir séu fullir ótta um hvað framtíðin ber í skauti sér, þá eigi þeir samt sanna von.
Í værðarvoðum þeirrar velmegunar sem við búum við er fátt sem raskar ró okkar. Helst þó þegar voðaverk Íslamista eru framin í næsta nágrenni við okkur eins og í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, París eða London. Fjarlægari hryllingur, morð og nauðganir vekja ekki eins mikil hughrif.
Eftir innrásina í Írak flúðu margir Kristnir frá Bagdad og öðrum helstu borgum landsins af því að þeir töldu sig öruggari annarsstaðar í landinu þar sem kristnir væru fjölmennari. Þremur árum síðar breyttist allt. Ísil tók völdin í þeim hluta landsins og aðförin að kristnum og fleiri trúarbragðahópum hófst fyrir alvöru og af mikilli hörku.
Heimili kristins fólks vour sérstaklega merkt með arabíska stafnum Nun til að merkja þá sem Nasarea þ.e. áhangendur Jesús frá Nasaret. Þeir sem gátu flýðu til Jórdaníu, Líbanon, svæði undir stjórn Kúrda og jafnvel til Sýrlands. Til þessa dags segir White að þeir búi í flóttamannabúðum við sára fátækt eftir að hafa misst allt sem þeir eiga. Kristið flóttafólk í Mið-Austurlöndum hefur það verra en aðrir flóttamenn á svæðinu.
Við lifum á tímum píslarvættis fjölda kristinna sem eru drepnir, nauðgað, missa eigur og eru hrakin frá heimilum sínum vegna ofsa og haturs Íslamista. Þannig er það jafnan þegar trúarbrögð missa samhengi við almenna skynsemi og sjá djöfulinn í hópi þeirra sem eru annarrar skoðunar en þeir sem hafa höndlað hinn eina sannleika.
Það er hægt að tala um stríð gegn kristnum, þó að kristni heimurinn láti sem ekkert sé. Á pálmasunnudaginn voru um 50 manns drepin í kirkjum Kopta í Egyptalandi. Samkvæmt heimildum hjálparsamtakanna "Open Doors" Þá eru að jafnaði 322 kristnir ofsóttir vegna trúar sinnar á hverjum degi. 214 kirkjur og/eða helgistaðir eyðilagðir og yfir 700 ofbeldisbrot gegn kristnum framin. Þetta er ekkert annað en herferð- stríð gegn kristnu fólki. Í Mið-Austurlöndum og Nígeríu er þetta stríð í fullum gangi.
Francis páfi sem ætlar sér að heimsækja Kopta í Egyptalandi seinna í þessum mánuði. Beðið verður eftir því hvað hann segir. Hvað segir páfinn æðsti maður fjölmennustu deildar kristinna á jörðinni. Þorir hann að nefna hlutina réttu nafni - að það geisi stríð í þessum heimshluta gegn kristnum?
Í þessu stríði gegn kristninni ber kristið fólk ábyrgð á því að taka sinn kross og bera sinn hluta byrðanna. Ég skora á íslenska presta, kirkjudeildir og biskupinn já og ríkisstjórnina að láta af pópúlísku rétttrúnaðarhyggjunni og standa með trúarsystkinum okkar og leggja okkar að mörkum.
Það er skylda okkar. Okkar heimur með sínu öryggi, velferð og mannréttindum væri ekki fyrir hendi nema vegna þeirrar kristnu arfleifðar sem við höfum þróað með okkur til umburðarlyndis og viðurkenningar á rétti minnihluta. Þau kristilegu gildi verðum við að verja.
14.4.2017 | 09:11
Það er stöðugt verið að krossfesta Krist.
Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.
Á sama tíma og við minnumst pínu og dauða Jesú með þeirri aftöku sem Rómverjar notuðu til að niðurlægja landráða- og uppreisnarmenn þá hefur kristni heimurinn gleymt Helferðinni gegn kristnu fólki í Írak og Sýrlandi og víðar þar sem vagga kristninnar stóð í frumbernsku trúarbragðanna.
Í Mið-Austurlöndum eru milljónir kristins fólks sem stöðugt er ráðist á og þeim ógnað með útrýmingu.
Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna hvort heldur kaþólika eða mótmælenda láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í Írak og Sýrlandi sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð,hrakið, nauðgað og myrt.
Meir en 3 af hverjum fjórum kristnum hafa flúið Írak frá 2003 og nær helmingur Yasida undan Íslömsku trúarrasistunum.
Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki nánast ekki neitt. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross, ríkisstjórnir Vesturlanda eða kristnar kirkjudeildir.
Hjálparstarfið er á vegum Sameinuðu þjóðanna sem flytja birgðir og hjálpargögn til stofnana sem stjórnað er af múslimum sem dreifa því sem í boði er fyrst til allra annarra en kristinna eða Yasida og sýna kristnum og Yasidum iðulega lítilsvirðingu. Trúarlegur rasismi Íslam er því miður hluti kenningar Múhameðs.
Í grein í DT í gær segir að um margra ára skeið hafi ýmis hjálparsamtök upplýst bresk yfirvöld um að kristnir flóttamenn finnist varla í búðum Sameinuðu þjóðanna í Írak og Sýrlandi.
Einn af hverjum tíu Sýrlendingum var kristinn þegar borgarastyrjöldin hófst árið 2011, en þeir hafa ekki fengið nema um tvö af hverjum hundrað plássum í flóttamannabúðum í landinu og eiga jafnvel þar stöðugt á hættu að vera ofsóttir vegna trúar sinnar.
Vestræna stjórnmála- og fréttaelítan er svo illa haldin af því að fylgja stjórnmálalegri samkvæmni að haldið er blygðunarlaust fram, að með sérstökum stuðningi við Kristið fólk, sé verið að gera upp á mill fólks með óleyfilegum hætti á trúarlegum forsendum. Vísað er til fjölþjóðlegra samninga sem ýmsir lögspekingar halda fram að komi í veg fyrir að stjórnmálamenn megi láta skynsemina ráða varðandi hjálparstarf.
Afleiðingin af þessu rugli er knúin áfram af kórnum sem syngur í sífellu stefið um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli trúarbragða, en leiðir til þess að Kristnum og Yasídum er mismunað og verða útundan einmitt fólkið sem þarf mest á hjálp að halda, en það er ekki umræðuefnið,viðfangsefnið eða vandamálið í huga "góða fólksins" svokallaða.
Að sjálfsögðu eiga múslimar rétt til að fá aðstoð og hjálp eins og fólk af öðrum trúarbrögðum. Munurinn á kristinni boðun og boðun Múhameðs er að skv. okkar boðun eigum við að hjálpa öllum óháð trúarbrögðum en í boðun Kóransins er byggt á trúarlegum rasisma.
Hjálparstarf verður alltaf að miða að því að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. Það eru kristnir og Yasídar í Írak og Sýrlandi í dag. Með því að neita að horfast í augu við þjóðarmorð á kristnu fólki eru stjórnmálamenn og kirkjuhöfðingjar Vesturlanda stöðugt að láta krossfesta Krist og láta sér fátt um finnast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
7.4.2017 | 09:41
Alvarleg mistök Donald Trump.
Ef mál eru hugsuð út frá almennri skynsemi sem engilsaxar nefna "common sense" hve miklar líkur eru á því að aðili sem er með yfirhöndina í styrjaldarátökum grípi til aðgerða sem hann veit að muni vekja almenna fordæmingu heimsbyggðarinnar? Nærtækasta svarið er engar.
Í gær fjölluðu fréttamiðlar um eiturvopnaárás á yfirráðasvæði Isis í Sýrlandi þar sem það var fullyrt að stjórnarherinn hefði notað eiturgas. Það mál er til rannsóknar og þeirri rannsókn er ekki lokið. Rannsakað er hvort að staðhæfingar um að stjórnarherinn hafi beitt eiturvopnaárás séu réttar eða ekki.
Nokkrum sinnum hefur eiturvopnum verið beitt í styrjöldinni í Sýrlandi og alltaf hefur stjórn Assad verið kennt um, en í ljós hefur þó iðulega komið að svo var ekki, en frá því greina vestrænir fjölmiðlar sjaldnast.
Meðan rannsókn stóð yfir á meintum brotum Sýrlandsstjórnar greip Donald Trump til þess ráðs að ráðast á Sýrland með flugskeytaárás. Sú árás var vanhugsuð og óafsakanleg, en er e.t.v. til marks um það að ómögulegt er að segja fyrir um það hverju búast má við af Donald Trump, en slíkt er ekki til þess fallið að auka öryggi í veröldinni.
Að vonum voru þeir einu sem fögnuðu fimbulfambi Trump, Saudi Arabar sem hafa frá upphafi fjármagnað uppreisnarhópa í Sýrlandi og Ísrael, sem hagar sér í þessum átökum eins og Frakkar í 30 ára stríðinu í Þýskalandi forðum.
Á sama tíma og bardagar standa um næst stærstu borg Íraks, Mósúl og fjöldi almennra borgara fellur á degi hverjum og borgarar þar eru án matar, læknishjálpar og jafnvel vatns, þá gera fjölmiðlar ekki grein fyrir því með sama hætti og þeir lýstu átökunum um Aleppo á sínum tíma. Hvað skyldi valda því. Í gær féllu í átökunum um Mósúl fleiri almennir borgarar en þeir sem féllu í meintri eiturvopnaárás Sýrlandsher á ISIS. En það er sjálfsagt aukaatriði.
6.4.2017 | 09:02
Vanhæfni og vanþekking
Stjórnarbylting var gerð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þegar meirihluti nefndarmanna ákvað að formaður nefndarinnar Brynjar Níelsson væri vanhæfur til nefndarformennsku í ákveðnu máli vegna þess að hann var verjandi manns við lögreglurannsókn áður en hann settist á þing.
Fulltrúi Viðreisnar í nefndinni gekk í lið með stjórnarandstöðunni og dæmdi formanninn úr leik. Þetta gerði hann eftir að þingmaður VG hafði gelt í fjölmiðlum.
Formaður nefndarinnar er í tímabundnu leyfi frá störfum og átti þess ekki kost eftir því sem mér skilst að gera grein fyrir máli sínu og taka sjálfur ákvörðun um hæfi sitt eða vanhæfi.
Vinnubrögð af þessu tagi eru vægast sagt fráleit og nefndarmaður Viðreisnar sem gekk til liðs við stjórnaranstöðuna hefur með afstöðu sinni rofið grið á milli stjórnarflokkana og gert það að verkum að formaður nefndarinnar á fáa kosti aðra en að segja af sér.
Óneitanlega kemur það á óvart hvað lítið þingmenn vita eða skilja hlutverk verjanda í sakamáli. Verjandi í sakamáli er skipaður af hinu opinbera og hann samsamar sig ekki með skjólstæðingi sínum og þarf ekki að hafa samúð með honum eða gjörðum hans nema síður sé. Hlutverk verjandans er að færa fram þá bestu vörn fyrir skjólstæðing sinn sem hann hefur framast vit og þekkingu til. Annað hlutverk hefur hann ekki.
Afstaða meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við að lýsa vantrausti á formann sinn í því máli sem nefndin er nú með til umfjöllunar lýsir því fordæmanlegri vanþekkingu og vanhæfni þeirra sem skipa hinn nýja meirihluta nefndarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið í stjórnarsamstarfi þar sem liðhlaupar úr Viðreisn hlaupa út undan sér eins og klálfar á vordegi við minnsta goluþyt.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 145
- Sl. sólarhring: 427
- Sl. viku: 1153
- Frá upphafi: 1702966
Annað
- Innlit í dag: 136
- Innlit sl. viku: 1070
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 135
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Andrés Magnússon
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Atli Hermannsson.
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Bergur Thorberg
-
Birgir Guðjónsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björn Bjarnason
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Dögg Pálsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Einar B Bragason
-
Einar Ben
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Eiríkur Harðarson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elle_
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Guðjón Ólafsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Gústaf Níelsson
-
Halldór Jónsson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Baldursson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Haraldur Pálsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Ólafsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Himmalingur
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Hrannar Baldursson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Pétur
-
Jón Kristjánsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Ríkharðsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Jónas Egilsson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Júlíus Valsson
-
Katrín
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Lífsréttur
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Námsmaður bloggar
-
Pjetur Stefánsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar L Benediktsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rannveig H
-
Rósa Harðardóttir
-
SVB
-
Samstaða þjóðar
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Skattborgari
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Steingrímur Helgason
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sverrir Stormsker
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
gudni.is
-
jósep sigurðsson
-
ragnar bergsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Árni Gunnarsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Guðnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Loncexter