Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Svar ţitt skal vera já já og nei nei.

Ţegar Ólafur Jóhannesson var formađur Framsóknarflokksins ţá var eitt sinn vísađ til ţeirrar ţekktu setningar í Biblíunni ađ "svar ţitt skal vera já já og nei nei" Ţannig ţótti Framsóknarflokkurinn fara ţá og svo virđist sem flokkurinn hafi nú gengiđ í endurnýjun lífdaga međ afturhvarfi til fortíđar.

Í viđtali í Morgunblađinu í dag lýsir nýkjörinn formađur Framsóknarflokksins skođunum sínum međ einkar fróđlegum Framsóknarhćtti. Hann vill bćđi semja um Icesave skuldbindingarnar og ekki semja um ţćr. Ég velti ţví fyrir mér hvort formađur Framsóknarflokksins viti ekki hver afstađa Framsóknarflokksins var til ţessa máls ţegar ţingsályktunartillaga ţess efnis var afgreidd á Alţingi.  Miđađ viđ afstöđu ţingmanna flokksins í málinu liggur ţá ekki afstađa Framsóknarflokksins ljós fyrir?

Um hugsanlega minnihlutastjórn segir hann ađ ţar eigi ađ fara ríkisstjórn sem sitji sem allra skemmstan tíma og umbođ stjórnarinnar mjög takmarkađ. Á sama tíma bendir formađur Framsóknarflokksins réttilega á mikinn  vanda fjölskyldna og fyrirtćkja í landinu sem brýn nauđsyn sé ađ leysa sem fyrst. 

Mér er ţađ satt ađ segja nokkur ráđgáta hvernig ríkisstjórn sem á ađ hafa takmarkađ umbođ og sitja í sem skemmstan tíma á ađ geta gert eitthvađ sem máli skiptir varđandi ţau ađkallandi vandamál sem viđ er ađ glíma og formađur Framsóknarflokksins bendir réttilega á. 

Nýkjörinn formađur Framsóknarflokksins ber mikla ábyrgđ á ţví hvernig mál hafa ţróast. Hann gaf ţá yfirlýsingu fyrir lögnu ađ Framsóknarflokkurinn mundi verja minnihlutastjórn Vinstri Grćnna og Samfylkingarinnar falli. Ţess vegna fóru  málin í ţennan farveg.

En Sigmundur Davíđ er greinilega nokkuđ snjall samningamađur ţví ađ ţegar hann var búinn ađ trylla VG og Samfylkingu í stjórnarmyndunarviđrćđur ţá segir  hann aftur og aftur já en og já en, bara ef ţiđ geriđ ţetta.  

Raunar er ţessi afstađa hans og Framsóknarflokksins ekki dćmi um hiđ nýja Ísland sem ţeir tala um heldur ţađ gamla. Ţann hráskinnaleik og sérgćsku sem hefur valdiđ ţví ađ fólk hefur ekki viljađ styđja viđ Framsóknarflokkinn.

Formađur Framsóknarflokksins virđist ekki átta sig á ađ viđ erum á ögurstundum í íslensku samfélagi og ţađ liggur á ađ starfhćf ríkisstjórn verđi mynduđ til ađ taka á ţeim bráđavanda sem viđ er ađ glíma ekki til eins mánađar eđa tveggja heldur til lengri tíma. Ríkisstjórn sem ćtlar sér ađ sitja í 2 til 3 mánuđi ćtlar sér ekki og getur ekki markađ afgerandi spor svo sem nauđsyn ber til.  Ég fć ekki betur séđ en ţetta hafi átt ađ vera hundrađ daga gleđistjórn til ađ tryggja stjórnarflokkunum fylgi viđ kosningar en taka verđi á vandamálunum eftir ţađ.

Ríkisstjórn sem treystir sér ekki og mun ekki hafa međ ný fjárlög ađ gera og nauđsynlegar ađgerđir í ríkisrekstrinum er ekki ađ marka neina sérstaka stefnu til frambúđar.  Vandi heimilanna og fyrirtćkjanna er meiri en svo ađ ţađ sé hćgt ađ sćtta sig viđ svona ruglanda í stjórnmálum.

For


mbl.is Stjórn mynduđ í dag eđa á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnarkreppa og gengi krónunnar hćkkar.

stjornarsattmalinnŢegar ríkisstjórn segir af sér og stjórnarkreppa er í landi ţá hefur ţađ venjulega í för međ sér ađ gengi gjaldmiđils landsins fellur. En ekki hér.  Ţingvallastjórn Geirs og Ingibjargar féll og frá ţeim tíma hefur krónan veriđ ađ styrkjast.

Var gengi og traust á Ţingvallastjórninni ef til vill svo rýrt ađ markađurinn telji stjórnarkreppu betri  en Ţingvallastjórnina?


Klappstýra vinstri stjórnar.

olafurragnarForseti lýđveldisins hefur tekiđ ađ sér nýtt hlutverk. Hann er ekki lengur klappstýra útrásarinnar og ferđast ekki lengur međ einkaţotum útrásarvíkinga eđa situr bođ ţeirra á dýrustu veitingastöđum veraldar eđa býđur ţeim í dýrđleg bođ á Bessastöđum.

Nú hefur forsetinn tekiđ ađ sér ađ vera klappstýra nýrrar vinstri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grćnna og notar tćkifćriđ í leiđinni til ađ koma ađ vćgast sagt umdeildum lögskýringum á ýmsum ákvćđum stjórnarskrárinnar sem snertir valdsviđ forseta og ríkisstjórnar.

Mér finnst einnig vćgast sagt undarlegt ađ forsetinn skuli tjá sig međ ţeim hćtti sem hann hefur gert um vćntanlegar viđrćđur Samfylkingar og VG og hverjir muni styđja ţá stjórn. Ég minnist ţess ekki ađ fyrri forsetar hafi nokkru sinni blandađ sér međ sama hćtti í ţjóđmálaumrćđuna eins og Ólafur Ragnar Grímsson.

Ţví miđur ţá ákvađ forsetinn ađ fara ţessa leiđ og fela fyrrum flokkssystkinum sínum ađ brćđa sig saman í stađ ţess ađ láta á ţađ reyna hvort hćgt vćri ađ koma á ábyrgri stjórn allra flokka til ađ leiđa ţjóđina áfram og út úr vandanum.

Ţó ađ fráfarandi ríkisstjórn hafi vissulega veriđ vandrćđastjórn ţá er hćtt viđ hér verđi illa tjaldađ til fárra nátta.


Ţjóđstjórn ábyrgasti valkosturinn.

Íslendingar standa frammi fyrir alvarlegum ađstćđum í ţjóđlífinu. Efnahagshruniđ í október kallađi á margháttađar ađgerđir. Fráfarandi ríkisstjórn brást seint og illa viđ. M.a. gat Ţingvallastjórnin ekki komiđ saman skammlausum fjárlögum. Gríđarlegur halli kallar á harđari ađgerđir í ríkisfjármálum á nćsta ári.

Bráđavandinn sem viđ stöndum frammi fyrir er ţríţćttur. 

 Bregđast verđur viđ vanda atvinnufyrirtćkjanna til ađ eđlilegt atvinnulíf haldist í landinu.

Bregđast verđur viđ vanda fjölskyldnanna í landinu vegna óeđlilegra lánakjara á einstaklinga.

Tryggja verđur eđlileg viđskipti viđ útlönd.

Ţví miđur gafst Ţingvallastjórnin upp viđ ađ koma ţessum verkefnum í höfn.

Yrđi mynduđ ţjóđstjórn ţá getur einn flokkur ekki sett ţau skilyrđi ađ hann leiđi ríkisstjórnarsamstarfiđ.  Ná verđur samkomulagi um ţađ sem ţjóđstjórnin mun vinna ađ og ţau verkefni sem hún ţarf ađ leysa.

Ástandiđ er ţađ grafalvarlegt ađ ţađ er ábyrgđarhluti ađ alţingismenn skuli ekki átta sig á ţví ađ ţađ verđur ađ leggja flokkshagsmuni til hliđar og hugsa eingöngu um hagsmuni íslensku ţjóđarinnar til ađ koma í veg fyrir ađ sá bráđavandi sem fyrir er leiđi til nýs hruns međ enn alvarlegri afleiđingum.

Svo virđist ţví miđur  sem forseti lýđveldisins skynji ekki  mikilvćgi ţess ađ víđtćk samstađa náist um stjórnun landsins og tekist verđi strax á viđ ţau vandamál sem viđ er ađ etja en skjóta ţeim ekki á frest.

Ég verđ ađ viđurkenna ţađ ađ ég hef sjaldan haft eins miklar áhyggjur af möguleikum og framtíđ ţjóđarinnar en nú og ţađ er okkur ađ kenna.   Viđ alţingismenn, fráfarandi ríkisstjórn og forseti lýđveldisins erum ekki ađ axla okkar ábyrgđ međan ekki er mynduđ ríkisstjórn međ víđtćku umbođi sem er tilbúin til ađ stjórna og veit hvađ á ađ gera.


Af hverju segir ríkisstjórnin ekki af sér?

Mér er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin segir ekki af sér. Hún hefur veriđ lífvana undanfarna daga.

Ţađ var efnahagshrun í byrjun október fyrir tćpum 4 mánuđum. Sömdu ţau Ingibjörg og Geir ekki ţá um ţađ hvert skyldi stefna og hvađ ţyrfti ađ gera. Lá ekki ljóst fyrir ađ ţađ vćri ćrinn vandi framundan sem taka ţyrfti á?

Mér sýnast ţau Geir og Ingibjörg vanhćf til ađ vera leiđtogar í ríkisstjórn fyrst ţađ ţarf ađ fara semja núna um ţađ sem hefđi átt ađ gera fyrir 4 mánuđum síđan.

Ríkisstjórn sem veit ekki hvert á ađ halda eđa hvađ skal gera gerir borgurum sínum ţann mesta greiđa ađ hćtta og fara frá.

Satt best ađ segja hélt ég ađ Geir mundi eftir ítrekađar ögranir Samfylkingarinnar fara ađ loknum fundi miđstjórnar og ţingflokks Sjálfstćđisflokksins út á Bessastađi og segja af sér fyrir sína hönd og ráđuneytis síns. Ţađ var ţađ sem hann átti ađ gera í stöđunni.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pappírsbarónarnir geta ekki gert hvađ sem er.

Ég óska Vilhjálmi Bjarnasyni til hamingju međ ađ hafa unniđ máliđ gegn Glitni banka. Vonandi verđur ţessi niđurstađa stađfest í Hćstarétti.  Vilhjálmur á miklar ţakkir skildar fyrir ađ gćta hagsmuna litla hluthafans. Ţetta er áfangasigur og vonandi vinnur Vilhjálmur fullnađarsigur í Hćstarétti.

Ég er  ţeirrar skođunnar ađ pappírsbarónarnir sem véluđu um hagsmunina hvort heldur ţeir Bjarni Ármannsson eđa Ólafur Ólafsson o.fl. hafi fariđ of frjálslega fram svo vćgt sé til orđa tekiđ. 

Hvađ gera yfirvöld nú.


mbl.is Vilhjálmi dćmdar bćtur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kvótahafar fá 7 milljarđa frá ríkinu.

Ţađ er merkilegt ađ á tímum efnahagsţrenginga og niđurskurđar ađ ţá skuli ríkisstjórnin fćra kvótahöfum 7 milljarđar vegna 30 ţúsund tonna viđbótarafla í ţorski. Hefđi ekki veriđ rétt ađ ţjóđin hefđi fengiđ allan afrakstur ţessa viđbótarafla eins og nú háttar til í ţjóđfélaginu? Hefđi ekki veriđ rétt ađ viđbótaraflaheimildir yrđu bođnar út til hćstbjóđanda og ţjóđin fengiđ tekjurnar?

Ţađ er veriđ ađ loka sjúkrastofnfunum vegna fjárskorts en á sama tíma munar sjávarútvegsráđherra og ríkisstjón hans ekki um ađ rétta kvótahöfunum viđbótargjöf í milljörđum taliđ.

 Hvar var Samfylkingin ţegar ákvörđun var tekin um ţessa rausnarlegu gjöf til kvótahafanna.  Voru ţau búin ađ gleyma ummćlum um kvótakerfiđ sem stćrsta rán Íslandssögunnar?

Er hćgt ađ afsaka svona ríkisstjórn. 

Sýnir ţetta dćmi ekki hversu blygđunarlaus ríkisstjórnin er í ađ hygla forréttindahópnum í ţjóđfélaginu á kostnađ okkar hinna?


Ţetta gengur ekki.

Mér var brugđiđ ţegar ég sá ađ ríkisbankinn Landsbankinn ćtlar ađ henda 11 milljónum dollara eđa jafnvirđi 1.4 milljarđa króna í Decode Genetics. Er ekki nóg komiđ af óeđlilegum bankaviđskiptum á Íslandi. Er ekki nóg komiđ af ţví ađ veita ótryggđar fyrirgreiđslur til fyrirtćkja eins og Decode Genetics. Á sínum tíma m.a. vegna Davíđs Oddssonar gengust ţáverandi ríkisbankar ţ.á.m. Landsbankinn í  ađ kaupa hlutabréf í Decode og selja ţau síđan aftur á allt of háu verđi sem bankamenn ţess tíma markađssettu međ vćgast sagt óeđlilegum hćtti. Nú ţegar Landsbankinn er orđinn ríkisbanki aftur ţá á ađ henda einum og hálfum milljarđi til viđbótar í ţetta fyrirtćki sem hefur ţegar kostađ okkur allt of marga milljarđa.

Fyrirtćki eins og Decode á ađ reka á kostnađ og áhćttu eigenda ţess en ekki íslensku ţjóđarinnar.   Ţađ hefđi veriđ betra ađ hafa ađra en Davíđ og Co viđ stjórnvölin ţegar bankarnir voru einkavćddir til ađ sjá til ţess ađ kapítalistarnir bćru ábyrgđ á sjálfum sér, grćddu á eigin verđleikum og ţyrftu ađ ţola tapiđ sálfir í stađinn fyrir ađ láta ţjóđina gera ţađ.

Mér er gjörsamlega ofbođiđ ađ nýí ríkisbankinn skuli henda einum og hálfum milljarđi međ ţessum hćtti.


mbl.is deCODE semur viđ Landsbanka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stytta hefđi átt ađ vera komin fyrir löngu.

Ţađ er löngu tímabćrt ađ knattspyrnuhreyfingin sýni Albert Guđmundssyni tilhlýđilega virđingu. Ţess vegna er ánćgjulegt ađ heyra ađ ćtlunin sé ađ gera styttu af ţessum frábćra fótboltamanni og forustumanni knattspyrnuhreyfingarinnar um árabil.

Ég man eftir viđtali viđ Albert Guđmundsson ţegar Ísland hafđi tapađ fyirr Dönum 14 gegn 2 og Albert svar spurđur hvađ ćtti ađ gera.  Albert var ekki banginn en sagđi ţađ sem viđ eigum ađ gera er ađ viđ eigum ađ vinna okkur út úr ţessu vandamáli og skođa hvađ fór úrskeiđis og stilla upp sama liđi fljótlega aftur ţví ađ ţar eru margir miklir hćfileikamenn. Ţetta er ungt liđ sagđi Albert og ţađ versta sem hćgt er ađ gera er ađ standa ekki viđ bakiđ á ţessum strákum (Endursagt eftir minni) Fljótlega eftir ţetta tók Albert viđ forustu í KSÍ og ţađ var hans hlutverk ađ byggja upp íslenska knattspyrnu.

Ţađ mćttu margir minnast ţess ađ ţađ er mikilvćgast ađ örvćnta ekki ţegar erfiđleikar steđja ađ. Ţá skiptir máli ađ hafa örugga menn í forustu. Hvort heldur í íţróttum eđa ţjóđmálum.

Ţađ er fleiri sem ađ mćttu minnast Alberts Guđmundssonar og sýna honum verđuga virđingu.  Sjálfstćđisflokkurinn á Albert Guđmundssyni mikiđ ađ ţakka ţó ađ hann ţyrfti ađ hrekjast burt úr flokknum vegna skammsýni ţeirra sem síđan tóku viđ stjórn flokksins. Albert var ötull baráttumađur fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Albert var helsti framkvćmdamađurinn viđ byggingu Sjálfstćđishússins viđ Háaleitisbraut og hann kom betri skipan á fjármál flokksins en áđur höfđu veriđ. Á ţeim tíma ţurftu stjórnmálaflokkarnir ađ hafa fyrir ţví ađ safna peningum en slitu ţá ekki út úr skattgreiđendum eins og núna. Sennilega hafa fáir veriđ eins framkvćmdasamir viđ ađ byggja upp Sjálfstćđisflokkinn eignalega og Albert Guđmundsson. Ţađ er ţví kaldhćđni örlaganna ađ ţađ skyldu  vera andstćđingar hans í flokknum sem nýttu sér ávexti erfiđis hans og margra fleiri.


mbl.is Stytta af Alberti rís á nćsta ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Síđustu dagar Bush

Rúmur hálfur mánuđur er til loka embćttisferils George W. Bush jr. Bandaríkjaforseta. Hćgt er ađ segja um hann ţegar hann hćttir ađ fariđ hefur fé betra.  Vegna vanstjórnar sinnar og afglapa eru Bandaríkin í vanda hvar sem litiđ er. Efnahagshrun, dvínandi áhrif og misheppnuđ hernađarumsvif verđa ţeir minnisvarđar sem Bush forseti skilur eftir sig.  Allan tímann sem hann hefur veriđ forseti hefur hann gefiđ Ísraelsmönnum grćnt ljós til ađ fara sínu fram gagnvart Palestínumönnum.  Ef til vill eru Ísraelsmenn nú í ađdraganda kosninga hjá sér ađ nýta síđustu daga ţessa slappa forseta til ađ herđa tökin sem aldrei fyrr gagnvart Palestínufólki.

Ţađ trúa ţví sennilega engir ađrir en ţeir sem hafa komiđ til Ísrael hvađ ţeir koma illa fram viđ Palestínufólkiđ. Ég hefđi ekki trúađ ţví fyrifram ađ sjá annan eins valdahroka og víđtćka ađskilnađarstefnu í verki eins og er í Ísrael. Ađskilnađarmúrinn er gott dćmi um ţađ ađ ţegar einn mún ófrelsisins hrynur ţá búa nýir harđstjórar til nýjan. Berlínarmúrinn féll en múrinn um ţvera Palestínu til ađ loka Palestínufólkiđ annađ hvort úti eđa inni er nćr fullger.

Mér er ţađ óskiljanlegt afhverju lýđrćđisríki Evrópu og Ameríku láta ţetta gerast án ţess ađ grípa til víđtćkra ađgerđa gegn Ísrael. Hvađ međ viđskiptabann. Slit á stjórnmálasambandi. Ţađ er ekki hćgt fyrir lýđrćđisríki ađ horfa ţegjandi upp á ítrekuđ og stöđug mannréttindabrot Ísraelsmanna.

Ţessi mannréttindabrot Ísrael eru ekki bara ógn viđ fólkiđ í Palestínu. Ţađ má ekki gleymast.

Ég vona ađ Barack Obama verđandi forseti Bandaríkjanna sýni dug í ţessu efni og láti ţađ ekki ganga lengur ađ Gyđingar misbjóđi mannréttindum og mannhelgi.  Fram til ţess tíma tel ég niđur ţá daga sem Bush á eftir ađ gegna embćtti í Hvíta Húsinu í Washington D.C.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2022
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 698
  • Sl. viku: 1512
  • Frá upphafi: 1954128

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1393
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband