Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2016

Skrýtin kosningabarátta

Eftir umrćđuţátt formannana í gćr ţá fundust mér ađeins ţrír standa almennilega í lappirnar hvađ varđar ađ hugsa heildstćtt um ţjóđarhag. Ţađ voru ţeir Bjarni Benediktsson, Sigurđur Ingi Jóhannsson og Benedikt Jóhannesson.

Síđan er ađ sjá hvort ađ ađrir kjósendur hafi metiđ ţađ međ svipuđum hćtti og gefi einhverjum ţessara ţriggja atkvćđi sitt.

Píratar gerđu B, C og D mikinn greiđa međ ađ bođa til stjórnarmyndunar. Ţađ ţrýsti fylgi yfir til ţeirra flokka.

Athyglisvert hvernig Samfylkingarfjölmiđlarnir breyttu allt í einu um afstöđu gagnvart Pírötum og byrjuđu ađ taka á ţeim međ sömu tökum og öđru stjórnmálafólki og ţá kom í ljós ađ ţeir höfđu ekkert fram ađ fćra. Stóđu sig engan vegin í almennum umrćđum og voru ítrekađ gripnir í bullu og rangfćrslum.

Eftir ađ hafa horft á umrćđuţátt forustumanna smáflokkana í gćr ţá verđ ég ađ viđurkenna ađ ţađ voru bara málsvarar Dögunar og Flokks fólksins sem var fólki bjóđandi. Hinir voru eiginlega á sama stađ og Pírataţingmađurinn sem talar um Geimvísindastofun sem mikilvćgasta atvinnutćkifćri íslenskrar alţýđu.

Eftir ađ hafa hlustađ á frambjóđanda Ţjóđfylkingarinnar ţá áttađi ég mig á ađ hún er bara frambođsflokkur án takmarks né tilgangs.

Nú er ađ sjá hvađ kemur upp úr kjörkössunum, en ekki er ég spámannlega vaxin ef Píratar fá ekki mun minna fylgi en kosningaspár hafa gefiđ ţeim um langan tíma. Ef til vill er ţađ ţó bara mín óskhyggja. En sá flokkur er eitt ţađ ömurlegasta sem komiđ hefur fram á stjórnmálavettvangi landsins.


Flokkur fyrir ţig?

Píratar mćlast enn nćststćrstir í skođanakönnunum, sem er raunar furđulegt af ţví ađ flokkurinn hefur ekki stađiđ fyrir neitt sérstakt á ţingi ef undan er skiliđ harkaleg andstađa viđ kristni og kirkju sem og opin landamćri á kostnađ skattgreiđenda.

Ţá hefur forustufólk Pírata veriđ berađ ađ ţví ađ segja ósatt m.a. um menntun sína og vinnu, sem mundi valda meiri háttar hávađa í helstu fjölmiđlum ef ađrir ćttu í hlut.

Sagt er ađ Píratar sćki helst stuđning sinn til ungs fólks og er ţađ ills viti ef ungt fólk í landinu velur sér fyrirmyndir eins og ţćr sem ţar skipa fremstu bekki. Sá metnađur og dugnađur sem komiđ hefur fram hjá ungu fólki á Íslandi undanfarin ár sem birtist m.a. í hugkvćmni í viđskiptum, samskiptum,  öllu sem varđar tölvur hvađ ţá heldur einstaka og frábćra tónlistarútrás auk margs annars er í hróplegu ósamrćmi viđ geljanda, ţjóđfélagslegaandúđ og frođusnakk  forustufólks Pírata.

Mótmćlaframbođ eiga vissulega rétt á sér einkum ef ţau standa fyrir skýra valkosti til breytinga en ţađ gera Píratar engan vegin. Siđvćđing íslenskra stjórnmála,minni skattheimta og traust efnahagsstjórn eru miklvćgastu málin í dag sem varđa heill og hamingju ţjóđarinnar. Ţá baráttu leiđa Pírtar engan vegin. Forustufólk ţeirra hefur ekki sýnt hćfi til ađ gera ţađ auk heldur ţá veikleika ađ vita ekki hvađa menntun ţađ hefur auk heldur hvar ţađ vinnur.

Ţađ er svo til marks um úrrćđaleysi og hugmyndafrćđilega örbirgđ Samfylkingarinnar, Vinstri grćnna og Bjartrar framtíđar ađ ţessir flokkar skuli setjast niđur undir forustu Pírata til ađ rćđa stjórnarmyndun á grundvelli skođanakannana.

Sem betur fer áttar ţjóđin sig stöđugt betur á ţví hvílík vá ţađ vćri ef Píratabandalagiđ ćtti ađ fara ađ stjórna landinu.

Ţá vćri nú heldur betur ástćđa til ađ segja:"Guđ blessi Ísland."

 


Ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar.

Ákvörđun og samstađa stjórnmálaflokkana um ađ stela milljörđum á hverju ári frá skattgreiđendum til ađ fjármagna starfsemi sína er siđlaus. Auk ţess er fráleitt ađ flokksbrot geti gert út á ríkisstyrki og lifi til ţess eins ađ vera frambođsflokkar út á ríkisstyrki.

Ég hef ávallt talađ gegn ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka sem og borgar-, bćjar- og sveitartjórnarstyrkjum til stjórnmálaflokka. Stykur til stjórnmálaflokks og fjármögnun á ađ vera ákvörđunaratriđi hvers einstaklings og ţađ er ekkert annađ en siđlaus ţjófnađur frá fólkinu ađ skylda ţađ til ađ leggja fé til stjórnmálaflokka sem ţađ er gjörsamlega á móti, en ţannig er ţađ í dag.

Af gefnu tilefni vegna ţess ađ ruglađasta Útvarpsstöđ landsins, Útvarp Saga hefur haldiđ ţví fram ađ ég blandist inn í eđa hafi eitthvađ međ hugmyndir sr. Halldórs Gunnarssonar um sameiningu smáframbođa ađ gera ţá er allt sem ţar er sagt alrangt. Frambođ sem njóta mikils fylgis eđa lítils eiga ađ koma fram á grundvelli hugsjóna og baráttu fyrir ákveđnum málefnum. Telji einhver ađ sameining frambođa á ţeim grundvelli ađ fáir vilji kjósa ţau séu forsenda sameiningar ţá er ţar illa tjaldađ til einnar nćtur og á pólitísk fölskum forsendum.

Meginatriđiđ er samt sem áđur ţađ ađ sá ţjófnađur sem stjórnmálaflokkarnir eru sammála um ađ stela peningum frá fólkinu í landinu til ađ fjármagna starfsemi sína er siđlaus og á ađ afnema.


Skýrir valkostir

Nýi fjórflokkurinn sem situr viđ ađ mynda ríkisstjórn undir forustu Pírata auđveldar mörgum ađ kjósa allt annađ en einhvern hluta ţess vinstra brćđings sem ţar er veriđ ađ kokka saman.

Sporin ćttu ađ hrćđa og má m.a. vísa til óstjórnar ţessa sama brćđings í Reykjavíkurborg ţar sem lausafjárstađa borgarinnar er slćm,viđhald gatna er í lágmarki og ţjónusta er skert á međan gjöld á borgarana hćkka.

Kjósendur eiga ţví um ţrennt ađ velja.

Kjósa óstjórn vinstra brćđingsins međ ţví ađ greiđa Pírötum, VG, Samfylkingu eđa Bjartri framtíđ atkvćđi.

Skila auđu eđa henda atkvćđi sínu međ öđrum hćtti á glć međ ţví ađ kjósa flokka sem eiga enga möguleika á ađ ná inn manni.

Kjósa flokka sem hafa stjórnađ međ farsćlum hćtti undanfarin ár. Ţađ skiptir máli ađ áframhaldandi uppbygging íslensks samfélags geti haldiđ áfram.

Hvađ sem líđur ánćgju eđa óánćgju međ einstök mál hjá stjórnarflokkunum,  ţá er áhćttan of mikil miđađ viđ ţađ sem Píratabrćđingurinn sýnir og býđur kjósendum upp á.

Sjálfstćđisflokkinn er ţví sjálfsagđasti og besti valkosturinn fyrir okkur sem viljum einstaklingsfrelsi, festu og öryggi í stjórn landsins.

Ţeir sem vilja ekki kjósa Sjálfstćđisflokkinn en telja nauđsynlegt ađ skynsemi sé gćtt í landsstjórninni geta ţá valiđ á milli Framsóknar og Viđreisnar.

Píratar í ríkisstjórn má ekki vera og á ekki ađ vera valkostur. 

 


Fantasíur fjölmiđils

Ţeir sem hlusta á furđulegasta fjölmiđil landsins Útvarp Sögu gera sér grein fyrir ađ iđulega er ţar hallađ réttu máli og fariđ rangt međ stađreyndir. Ţađ sem verra er ađ á stundum virđist fjörugt ímyndunarafl útvarpsstjórans leiđa hana ítrekađ í gönur.

Hins vegar er ég lítt dómbćr á ţađ sem komiđ hefur fram í ţessum fjölmiđli um árabil ţar sem ég hlusta ekki á hann og tel tíma mínum betur variđ til uppbyggilegri hluta.

Í dag bregđur svo viđ ađ vinir mínir hringja í mig til ađ segja mér ađ konan međ fjöruga og ruglađa ímyndunarafliđ fari hamförum yfir einhverju sem mig varđar og síđar var mér bent á heimasíđu ţessa furđufjölmiđils og ţar er kemur fram ađ ég og Höskuldur Höskuldsson lyfjafrćđingur séum í einhverju furđusamstarfi viđ Flokk fólksins og íslensku ţjóđfylkinguna og ćtlum okkur ađ taka sjóđinn ţegar kosningum lýkur.

Á ýmsu átti ég von en ekki ţví ađ hiđ fjöruga og oft rykuga ímyndunarafl Arnrţrúđar Karlsdóttur mundi leiđa hana í ţćr ógöngur ađ fjalla um hlut sem engin minnsti flugufótur er fyrir.

Í fyrsta lagi höfum hvorki ég né Höskuldur Höskuldsson átt neitt samstarf eđa veriđ í sambandi viđ Íslensku ţjóđfylkinguna eđa Flokk fólksins. Í öđru lagi heyrir "Nýtt afl" ekki undir okkur en er á forsjá einstaklings, sem iđulega er tekin í viđtal á Útvarpi Sögu.

Öll umfjöllun Útvarps Sögu í dag um mig og Höskuld er ţví algjörlega úr lausu lofti gripin. Hefđi ţessi fjölmiđill hina minnstu sómatilfinningu og sinnt eđlilegri fjölmiđlun, hefđi nú veriđ rétt ađ hann spyrđi viđkomandi áđur en hann setur svona bull í loftiđ. Um slíkar reglur sinnir ţessi fjölmiđill ekki frekar en ađrar.


Hrćđslubandalagiđ

Píratar sáu fylgistölur dala í skođanakönnunum og ákváđu ţví ađ ná sér í ókeypis auglýsingu hjá ljósvakamiđlunum međ ţví ađ bjóđa til stjórnarmyndunarviđrćđna á grundvelli skođanakannna.

Formađur Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíđar sem horfa upp á ađ veruleg áhöld kunna ađ vera um ţađ miđađ viđ sömu skođanakannanir hvort flokkar ţeirra ná ţingmanni í nćstu kosningum ákváđu ađ ganga til bandalagsins á grundvelli sömu sjónarmiđa og Píratar ţađ ađ mynda nýtt Hrćđslubandalag.

Katrínu Jakobsdóttur tókst í nokkurn tíma ađ vera međ humm og ha gagnvart ţessum tilburđum Hrćđslubandalagsins einkum vegna ţess ađ hennar flokkur hefur veriđ í sókn skv.sömu könnunum. Svo fór ađ lokum ađ hún ákvađ ađ setjast međ Hrćđslubandalaginu enda ljóst ađ ef til kćmi ţá yrđi hún forsćtisráđherra. Velferđ landsins mćtti ţá skođa međ tilliti til ţess međ hvađa hćtti Katrín Jakobsdóttir stóđ sig sem menntamálaráđherra í tíđ síđustu vinstri stjórnar.

Í framhaldinu gumar Hrćđslubandalagiđ af ţví ađ nú verđi stofnuđ ný vinstri stjórn sem hafi ţađ ađ meginmarkmiđi ađ taka miklu meiri peninga frá ţér skattgreiđandi góđur til ađ auka millifćrslur í ný ríkisstyrkt gćluverkefni og bruđl. Ţá er ţađ einnig yfirlýst viđfangsefni ađ rugla í stjórnarskránni međ óskilgreindum hćtti.

Svo er komiđ ađ hófsömu félagshyggju- og vinstra fólki er brugđiđ ţegar ţađ horfir upp á ađ foringjar Hrćđslubandalagsins ćtla ađ mynda nýja hreinrćktađa vinstri stjórn eins og Jóhanna og Steingrímur gerđu áđur og leiđa hina Guđs voluđu Pírata til áhrifa í íslenskum stjórnmálum.

Hófsömu félagshyggju- og vinstrafólki hrýs hugur viđ ţessu og ţađ spyr hvađ getum viđ kosiđ fyrst svona er komiđ af ţví ađ ţađ horfir á ţađ međ skelfingu hvers konar óstjórn ţjóđin fengi međ ţessu ofurríkishyggjuliđi. Ţađ spyr hvađ getum viđ kosiđ og finnst ađ mörgu leyti međ réttu erfitt ađ kjósa flokka sem hafa ekki tekiđ til hjá sér međ nauđsynlegum hćtti og leyft sérhyggju og spillingarliđi ađ fara sínu fram.

En jafnvel ţetta hófsama vinstra- og félagshyggjufólk segir allt er betra en ţetta glórulausa liđ sem nú hefur sest niđur í bođi Pírata sem njóta einungis fylgis "ég er á móti fólks" úr öllum áttum.

Hugsandi fólk sem ţekkir söguna er eđlilega á varđbergi og ţví er brugđiđ, ef ţađ á eina ferđina enn ađ sigla upp međ ríkisstjórn í sama anda og ţćr ríkisstjórnir sem verst hafa reynst á Íslandi.

 


Pólitískir fréttaskýringar í kufli frćđimennsku.

Í lögum um Ríkisútvarpiđ er kveđiđ á um ađ RÚV miđli fréttum međ sem hlutlćgustum og sönnustum hćtti. Ríkisútvarpiđ er rekiđ fyrir almannafé og ţess vegna geta neytendur gert kröfu til ađ fréttastofa RÚV standi sig ekki verr en einkastöđvar sem ţurfa ekki ađ lúta sömu lagafyrirmćlum.

Samt sem áđur gerist fréttastofa RÚV sig ítrekađ seka um ađ flytja áróđur í stađ frétta og lýsa einni skođun sem ţá á ađ vera hinn heilagi sannleikur. Kallađir eru til stjórnmálamenn í kufli frćđimanna eins og Silja Bára Ómarsdóttir, Eiríkur Bergmann og Ólafur Harđarsson til ađ ţrýsta áróđrinum enn betur ofaní pöpulinn.

Ţessi viđleitni er áberandi ţegar bornar eru saman umfjallanir fréttastofu RÚV og erlendra fjölmiđla. Í morgun var t.d. fjallađ um kapprćđur Donald Trump og Hillary Clinton međ ţeim hćtti í RÚV ađ ómögulegt var ađ álíta annađ en Trump vćri stórhćttulegur "monster" og Silja Bára gaf "frćđilega"skýringu á málinu.

Í breska stórblađinu Daily Telegraph er farin önnur leiđ. Átta blađamenn lýsa sinni skođun á kapprćđunum og draga fram mismunandi hluti. Meirihlutinn segir ađ Trump hafi veriđ sigurvegari en 3 af átta hafa ađra skođun og einn segir ađ kapprćđurnar hafi veriđ "disaster" fyrir Trump. Međ ţví ađ lesa skođanir blađamannana fćst betri mynd af ţví sem um gerđist, en áróđur RÚV međ Silju Báru í ofanálag.

Í gćr var Kastljósţáttur um símtal sem Geir H. Haarde og Davíđ Oddsson áttu í ađdraganda ţess ađ stóru viđskiptabankarnir ţrír féllu í október 2008. Ţar láđist ađ geta ţess sem mestu máli skiptir. Í ljós kom ađ veđiđ sem tekiđ var í FIH bankanum fyrir lánveitingunni reyndist fullnćgjandi.

Ríkissjóđur og/eđa Seđlabankinn hefđu veriđ skađlaus af láninu ef Már Guđmundsson Seđlabankastjóri hefđi ekki tekiđ ţá ákvörđun ađ hafna tilbođi í bankann sem hefđi tryggt fulla endurgreiđslu en ţess í stađ ákveđiđ ađ leika sér sem vogunarsjóđur eingöngu til hugsanlegs ábata fyrir slitastjórn Kaupţings en áhćttu fyrir ríkissjóđ. Áhćttan sem Már Guđmundsson tók kostađi ríkissjóđ milljarđa en ekki lánveitingin sjálf. Um ţađ fjallar RÚV ekki.

Sá kafli málsins sem snýr ađ núverandi Seđlabankastjóra er mun athyglisverđari en símtal Davíđs og Geirs. Af hverju skyldi Kastljós eđa fréttastofa RÚV ekki fjalla um ţađ hvađ ţá heldur pólitísku fréttaskýrendur RÚV í kufli frćđimanna.  


Stjórnarmyndun í ljósi skođanakannana

Undanfariđ hafa Píratar séđ fylgiđ minnka međ hverri nýrri skođanakönnun sem birtist. Ţess vegna spiluđu ţeir út ţeirri hugmynd ađ vinstri flokkarnir mynduđu ríkisstjórn í samrćmi viđ skođanakannanir.

Forustumenn Bjartrar framtíđar og Viđreisnar sáu viđ ţessum ruglanda og ţökkuđu pent fyrir sig. Katrín Jakobsdóttir sem á erfitt međ ađ taka afstöđu í nokkru máli setti tilbođiđ í "ferli" en Samfylkingin sem er viđ dauđans dyr sá kćrkomiđ tćkifćri til ađ leika á sömu pópúlísku pípuna og Píratar.

Formađur Samfylkingarinnar lýsti áhuga á stjórnarsamvinnu Pírata og annarra vinstri flokka og rykiđ var dustađ af Ólafi Harđarsyni stjórnmálafrćđingi sem lýsti ţessari auglýsingu sem merkilegustu uppákomu í íslenskum stjórnmálum í tugi ára. Enn meira ryk var síđan dustađ og uppmunstrađur Jón Baldvin Hannibalsson sem á sínum tíma stóđ ađ stofnun Samfylkingarinna og hann vitnađi um ţá  pólitíska blessun sem fćlist í tilbođi Pírata í sama anda og Steinn Steinar orti á sinni tíđ um Jón Kristófer Sigurđsson kadett í Hjálprćđishernum.

Meira ţurfti til ađ koma í ţeirri viđleitni ađ fá einhverja til ađ glepjast. Fréttadeild Samfylkingarinnar á RÚV lagđi sitt ađ mörkum og ţriđjungur kvöldfréttatímans á sunnudagskvöldi fór í ađ fjalla um ţetta "merka pópúlíska útspil" Pírata og kallađir til meintir sérfrćđingar til ađ slá ţá hörpustrengi sem hentuđu Samfylkingunni.

Ţađ er nú einu sinni ţannig ađ ţađ eru kosningar en ekki skođanakannanir sem telja. Stjórnarmyndun á grundvelli skođanakannana er hvađ svo sem ţeir heiđursmenn og eđalkratar Jón Baldvin og Ólafur Harđarson segja lítilfjölegt útspil málefnasnauđs flokks til ađ vekja á sér athygli og viđbrögđ Samfylkingarinnar eru dćmigerđ viđbrögđ annars málefnasnauđs flokks.

Vert er ađ óska forustufólki Bjartrar Framtíđar og Viđreisnar til hamingju međ ađ hafa ekki falliđ í Píratapyttinn, en ţeir Jón Baldvin og Ólafur Harđarson geta kyrjađ úr ofangreindu kvćđi Steins Steinar:

"Ţađ fékk á vor fátćku hjörtu

og fćrđi oss huggun í sál

ađ hlusta á ţitt Halelúja

og hugljúfa bćnamál.

Halelúja Birgittu Jónsdóttir varđ í umfjöllun ţessara herramanna sem ćđri opinberun og mikiđ yrđi nú landinn sćll ađ fá Steingrím J. aftur sem ráđherra svo ekki sé talđ um vćri rykiđ dustađ af fleirum krataforingjum eins og t.d. Jóhönnu Sigurđardóttur. Hvílík snilld yrđi ţađ nú í stjórnarmyndun ađ fá ţađ dáindisfólk eđa lćrisveina ţess aftur ađ stjórn landsins. Tćr snilld eins og bankastjórinn orđađi Iceseifiđ forđum.


Flokkurinn sem er tímaskekkja.

Stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin var stofnuđ til ađ sameina vinstra fólk í einum stjórnmálaflokki. Stefnuskráin tók miđ af ţessu og var vinstri mođsuđa um aukningu skattheimtu og ríkisútgjalda. Auk ţessa beitti Samfylkingin sér fyrir ađild Íslands ađ Evrópusambandinu hvađ sem tautađi eđa raulađi

Sameining vinstra fólks mistókst og nú bjóđa flokkar vinstri fólks upp á a.m.k. 5 frambođ.

Öllum á óvörum komu Píratar út úr skápnum og buđu upp á stjórnarmyndun vinstra fólks, sem ţeir skilgreina alla ađra en ţá sem styđja Framsóknarflokkinn og Sjálfstćđisflokkinn.

Tilurđ og áframhald Samfylkingarinnar byggir ţví ekki lengur á sameiningu vinstra fólks í einn flokk. Viđreisn hefur tekiđ viđ keflinu fyrir Evrópusambandsađild, hvađ sem tautar eđa raular.

Samfylkingin er tímaskekkja eđa anakrónismi. Forsendur og tilurđ flokksins byggist ekki lengur á hugsjóninni um sameiningu vinstra fólks og Viđreisn hefur tekiđ viđ Evópusambandskeflinu ţó ţeir laumupúkist međ ţađ.

Forustufólk Samfylkingarinnar ađ Össuri Skarphéđinssyni einum undanskildum áttar sig ekki á ţessari stađreynd. Kjósendur gera ţađ hins vegar eins og nýlegar fylgistölur sína.


100 mánuđurnir sem liđu áfallalaust

Áriđ 2016 er heitasta ár á jörđinni í meir en 100 ţúsund ár vegna loftslagsbreytinga, sagđi í frétt vinstra blađsins Guardian í síđustu viku.  Vísađ var til upplýsinga "sérfrćđingsins" James Hansen eins helsta baráttumanns um loftslagshlýnun af mannavöldum. Ţetta er raunar alrangt ţar sem loftslag var hlýrra á jörđinni fyrir um 1000 árum eđa ţegar Ísland byggđist og er ţví miđur ekki eins hlýtt og ţá.

Hansen og annađ ofsatrúarfólk á hnattrćna hlýnun af mannavöldum halda ţví fram ađ finna verđi leiđir til ađ koma koltvísýringi burt úr andrúmsloftinu en áćtlađur kostnađur viđ ţađ eru 570 trilljónir dollara eđa sem samsvarar sjöára heimsframleiđslu. Ţađ ţýđir um 9 milljón króna kostnađ á hvert mannsbarn í heiminum.

Hansen og nótar hans hafa spáđ ţví allt frá árinu 1988 ađ hlýnun vćri óumflýjanleg ef ekki yrđi hćtt ađ brenna jarđefnaeldsneyti og losa koltvísýring út í andrúmsloftiđ. Ţeir hafa ítrekađ fullyrt ađ íshella á pólunum mundi bráđna, sjávarborđ mundi hćkka, ţurkar yrđu stórkostlegt vandamál og hvirfilbylir yrđu sterkari og tíđari. Allt hefur ţetta reynst rangt.

Fyrir 8 árum byrjađi vinstra blađiđ Guardian baráttu fyrir ađ bjarga jörđinni og hélt ţví fram ađ ađeins vćru eftir 100 mánuđir til ţess annars yrđi óbćtanlegur skađi af loftslagsbreytingum óafturkallanlegur íshella pólana mundi bráđna, sjávarborđ mundi hćkka verulega, hvirfilbylum mundi fjölga og styrkur ţeirra aukast og ţurkar yrđu stöđugt fleiri og alvarlegri.

Nú eru ţessir hundrađ mánuđir liđnir og ekkert af ţessu hefur gengiđ eftir og hvađ sem líđur upphrópunum um heitustu ár í sögunni ţá hefur hitastig ekki hćkkađ á jörđinni síđustu átján ár og ţar verđur ađ skođa ađ áriđ 2016 er undir áhrifum frá fyrirbrigđinu El Nino.

Pólar íshellan er um ţađ bil sú sama og ţegar mćlingar hófust áriđ 1979. Varla er hćgt ađ merkja hćkkun sjálvarborđs í um ţađ bil heila öld. Engin breyting hefur orđiđ varđandi styrk eđa tíđni hvirfilbyla. Alvarlegir ţurkar eftir 1950 til dagsins í dag eru einnig fátíđari.

Raunar hefur eitt breyst undanfarin ár e.t.v. vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Jörđin er grćnni og jarđargróđi er miklu meiri en áđur.

Ţrátt fyrir ţessar stađreyndir hefur stjórnmálaelítan ákveđiđ ađ leggja ţungar byrđar á fólk og atvinnulíf sem birtist m.a. í hćkkuđu orkuverđi og álögum á atvinnulíf sem bitnar á endanum á neytendum. En á sama tíma taka Kínverjar og Indverjar ţátt í allri vitleysunni og skrifa undir samninga en láta sér ekki detta í hug ađ fara eftir ţví og auka ţví miđur sem aldrei fyrir losun koltvísýrings.

Helvítisspárnar hafa ekki gengiđ eftir en viđ ţurfum óháđ ţví ađ ganga vel um og gćta fjöreggsins okkar jarđarinnar og skila henni til komandi kynslóđa betri en viđ tókum viđ. Ţađ ţýđir ekki ađ viđ eigum ađ dansa eftir flautu falsspámanna hnattrćnnar hlýnunar.

(Upplýsingar ađ mestu úr ritstjórnargrein Daily Telegraph9.10.2016)


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 412
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 2798
  • Frá upphafi: 2294349

Annađ

  • Innlit í dag: 385
  • Innlit sl. viku: 2552
  • Gestir í dag: 373
  • IP-tölur í dag: 364

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband