Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

Gáfumannafélagiđ fellur á enn einu prófi

Gáfumannafélagiđ undir forustu Egils Helgasonar pistlahöfundar á Eyjunni finnur nú Brynjari Níelssyni alţingismanni allt til foráttu. Brynjar er kallađur nettröll, heimskur og jafnvel geđveikur.

Ástćđa ţessara skrifa Egils og ađdáenda er sú ađ Brynjar skrifađi málefnalega grein fyrir nokkrum dögum um starfsemi embćttis Sérstaks saksóknara. Í grein Brynjars kom fram m.a. hvađ ákćrt hefđi veriđ í fáum málum sem vörđuđu gjaldţrot stóru viđskiptabankanna 2008 og ekkert málanna varđađi í raun ţađ ađ banki eđa bankar fóru í ţrot.  Ţá benti Brynjar á hvađ gríđarlegur fjöldi mála hefđi veriđ felldur niđur af Sérstökum saksóknara, sem er ađ hluta til vegna ţess ađ Gunnar Andersen ţáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins skóflađi til hans lítt eđa óunnum og ónýtum málum undir húrra- og fagnađarhrópum Egils Helgasonar og Ţorvaldar Gylfasonar prófessors.

Allt eru ţetta stađreyndir sem Brynjar fjallar um og ekkert af ţessum atriđum varđar andlega hćfi hans. Umfjöllun Brynjars er innlegg í málefnalega umrćđu um stađreyndir.

Ţessir forustumenn hins eina sannleika bankahrunsins, ţeir Egill Helgason og Ţorvaldur Gylfason sporgöngumenn Evu Joly virđist í mun ađ girđa fyrir málefnalega og vitsmunalega umrćđu um stađreyndir málsins. Sjálfsagt vegna ţess ađ viđ skođun kemur í ljós ađ ţađ stendur ekki steinn yfir steini af fullyrđingum ţeirra eđa Evu Joly varđandi gjaldţrot bankanna í kjölfar gjaldţrots ţeirra.

Umrćđa eins og sú sem Egill Helgason stendur fyrir sem miđar fyrst og fremst ađ ţví ađ vega ađ einstaklingi og hćfileikum hans í stađ ţess ađ fjalla málefnalega um efnisatriđi er í samrćmi viđ ţá greindarlegu hugsun hans og Ţorvaldar Gylfasonar ađ bankarhruniđ sé stjórnarskránni ađ kenna.


Er tími til kominn?

Vilhjálmur Birgisson verkalýđsleiđtogi á Akranesi segir ađ ţađ vanti 700 milljarđa í lífeyriskerfiđ ţrátt fyrir skerđingar.   Hvađ er til ráđa. Hćkka lífeyrisaldur upp í 70 ár e.t.v. 75 ár. Hćkka iđgjöld upp í 19%. Breyta um kerfi.

Hvađ međ ađ láta ţađ vera hlutverk ríkisins ađ annast um heilbrigđismál og vistun aldrađra sem og annarra. Hvađ fólk sparar ađ öđru leyti ćtti ađ vera mál ţess sjálfs. Tónleikar, leikhúsferđir, utanlandsferđir eđa annađ í ellinni á ađ lúta sömu lögmálum og annarra borgara. Ţađ ţarf ekki ţvingađan sparnađ í lífeyrissjóđi til ţess.

Hvernig ćtlum viđ ađ komast í gegn um erfiđleika sem blasa viđ eins og svokallađa snjóhengju upp á rúma 500 milljarđa. Lífeyrissjóđsvanda upp á rúma 700 milljarđa. Einna skuldugustu fyrirtćki og fjölskyldur í Evrópu. Launakjör sem duga vart til framfćrslu hjá stórum hluta launţega.

Ţađ er kominn tími til ađ hugsa ţetta upp á nýtt. Hvađ međ ađ láta markađslausnir ráđa í stađ ţess ađ hneppa borgarana í stöđugt meiri sósíalíska ánauđ ofurskatta og ofurgjalda til lífeyrissjóđa. Svo ekki sé minnst á lánskjör sem miđast viđ hagsmuni lífeyrissjóđa en hvorki eđlilega vaxtatöku á markađi né almenn sjónarmiđ varđandi lánakjör.

Er ekki tími til kominn ađ velja leiđ frelsisisins en hafna ánauđinni?


Reykingarfasisminn

Ég er á móti tóbaksreykingum og mér finnst sígarettureykur óţćgilegur og vil vera laus viđ hann. Reykingafólk á samt sinn rétt og verđur ađ fá ađ stunda nautnalíf sitt međ ţeim hćtti ađ ţađ skađi ekki ađra en sig sjálft.

Tóbaksreykingar eru hćttulegasta fíkniefniđ hvort sem er ólöglegt eđa löglegt af ţví ađ ţćr drepa flesta. Ţrátt fyrir ţađ telur löggjafinn rétt ađ leyfa ţetta fíkniefni en banna önnur sem valda minna tjóni.

Fyrst notkun ţessa fíkniefnis tóbaks er leyft ţá er ekkert sem réttlćtir ađ yfirvöld banni ákveđnar tegundir tóbaksreykinga eins og sígarettur međ mentolfílter međan fílterlausar lútsterkar Camel sígarettur eru látnar óáreittar. Ţađ ekkert óáţekkt ađ banna bjór og leyfa brennivín.

Tilraunir alrćđissinnađs rétthyggjufólks til ađ setja sem víđtćkustu takmarkanir á réttindi reykingafólks til ađ stunda ţessa viđbjóđslegu nautn sína minna á hugmyndafrćđi alrćđisríkis fasista á Ítalíu í tíđ Mussolinis ţegar ákveđna hluti skyldi framkvćma međ ţeim hćtti sem voru ađ skapi Il Duce (leiđtoganum)

Fyrst viđ viljum banna ađ selja annađ en vondar sígarettur af hverju fćrum viđ ţetta ekki á ađrar skađlegar nautnir eins og t.d. sykurneyslu sem drepur líka marga. Hvađ segđu súkkulađi og sćlgćtisneytendur viđ ţví ađ hvorugt vćri sjáanlegt í búđum og ţađ ţyrfti ađ biđja um ţađ sérstaklega og ţá yrđu lokađir kassar opnađir. Ţá er spurning um hvort banna eigi sérstaklega sćlgćti sem börn eru líkleg til ađ ánetjast eins og t.d. kókómjólk og Coco Puffs.

Svo má banna transfitu og krefjast ţess ađ 29 vikur á ári borđi fólk samkvćmt matseđli frá Lýđheilsustofnun.

Svo er líka til sú leiđ ađ gera fólk ábyrgt gerđa sinna, uppfrćđa ţađ og leyfa ţví síđan ađ lifa lífinu án afskipta Ríkisins af neysluvenjum borgaranna.


Á forsetinn frjálst val?

Mikiđ eigum viđ gott ađ hafa ungađ út fjölda frćđimanna sem fjölmiđlamenn tala viđ um málefni sem ţeir frćđimenn hafa enga sérfrćđiţekkingu á.

Eitt af ţessum málum sem stjórnmála- og stjórnsýslufrćđingarnir virđast sammála um er ađ forsetinn eigi frjálst val um ţađ hvort hann samţykkir eđa synjar lagafrumvarpi stađfestingar.

Međ sama hćtti gćtu stjórnsýslu- og stjórnmálafrćđingar komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ embćttismenn ćttu frjálst val um afgreiđslu mála ađ geđţótta, ef eitthvađ vćri óljóst eđa tćki ekki af öll tvímćli í reglugerđ eđa lögum. Embćttismennirnir verđa ađ fylgja ţeim reglum sem stjórnsýslan hefur mótađ og geta ekki afgreitt sambćrilega hluti međ jái í dag en neii á morgun. Sömu reglur gilda um ćđsta embćttismann ţjóđarinnar, forsetann.

Forsetinn verđur ađ vera sjálfum sér samkvćmur og virđa  meginreglur. Forsetinn hefur ekki almennan málsskotsrétt til ţjóđarinnar og fram til ţess tíma ađ Ólafur Ragnar hafnađi ađ stađfesta fjölmiđlalögin hafđi engin forseti eđa hann sjálfur synjađ lögum stađfestingar. Synjun forseta á stađfestingu fjölmiđlalaganna var óheppileg pólitísk geđţóttaákvörđun og andstćđ gildandi stjórnsýsluhefđ. Forsetinn var ţá undir miklum ţrýstingi frá helsta auđhring landsins og fjölmiđlaveldi sem hafđi stutt hann.

Synjun Ólafs Ragnars á Icesave samningunum var annars eđlis ţar var ekki tekist á um flokkspólitískt deilumál í raun heldur rétt fólksins gagnvart frekju og yfirgangi Breta og Hollendinga. Ólafur Ragnar gaf bestu skýringuna á réttmćti ţess ađ vísa ţeim samningum ítrekađ til ţjóđarinnar međ ţeim ummćlum sem hann viđhafđi um Gordon Brown fyrrverandi forsćtisráđherra Breta á alţjóđavettvangi í vor.

Ólafur Ragnar á ţess ekki kost ađ synja lögum um breytingar á veiđigjaldi stađfestingar. Geri hann ţađ er hann orđinn virkur ţáttakandi í daglegum stjórnmálum og synjunin er andstćđ eđlilegri lögskýringu á 26.gr. stjórnarskrárinnar. Miđađ er viđ í 26.gr. stjórnarskrárinnar ađ forsetinn fylgi eigin sannfćringu en ekki áskorunum á undirskriftarlistum. Forsetinn verđur ađ taka af öll tvímćli hvađ ţađ varđar í dag.


Áskorun á menntamálaráđherra

Sú ákvörđun stjórnenda Verslunarskóla Íslands, ađ stytta stúdentsnám um eitt ár er áskorun á menntamálaráđherra ađ láta hendur standa fram úr ermum varđandi ţau sjónarmiđ sem hann hefur sett fram sem stefnumörkun í ţeim málum.

Ţađ er fráleitt ađ íslenskt námsfólk skuli útskrifast stúdentar tveim árum síđar en ungt fólk á hinum Norđurlöndunum, Bretlandi og Ţýskalandi svo dćmi séu tekin. Íslenskt námsfólk er ekki verr gefiđ eđa seinţroskađra en ungt fólk í nágrannalöndunum ţannig ađ ţađ er kerfisvilla sem veldur ţessu.

Ţegar búiđ verđur ađ koma á ţeirri nauđsynlegu kerfisbreytingu ađ fólk verđi almennt stúdentar 18 ára ađ aldri ţá sparar ţađ gríđarlega fjármuni bćđi fyrir einstaklinga og ríkiđ. Ţađ má líka rökfćra ţađ ađ brotthvarf frá námi muni ţá minnka verulega. Fólk vćri ţá ađ koma út í atvinnulífiđ međ háskólapróf 23-24 ára.

Takist menntamálaráđherra ađ koma ţessum breytingum í kring ađ stytta stúdentsnámiđ um tvö ár ţá hefur hann unniđ ţrekvirki og full ástćđa ađ skora á hann ađ láta hendur standa fram úr ermum hvađ ţetta varđar.


Fjölmiđlar, arabíska voriđ eđa hvađ?

Arabíska voriđ var ţađ kallađ ţegar forseta Túnis var steypt af stóli eftir ađ óeirđir urđu í landinu eftir ađ Mohammed Bouazizi kveikti í sér og brann á fjölförnu markađstorgi fyrir tveim árum. Í framhaldinu urđu mótmćli í Cairó og Moubarck Egyptalandsforseta var steypt af stóli. Ţá var röđin komin ađ Ghaddafi einrćđisherra í Líbýu og hann var drepinn međ ađstođ Breta og Frakka.

Vestrćnir fjölmiđlar fóru hamförum og dásömuđu frelsisţránna sem birtist í mótmćlunum en könnuđu aldrei hvađ var á ferđinni og skrifđu fréttir sem gáfu iđulega alranga mynd af ţví sem var ađ gerast. Fjölmiđlafólki liggur svo mikiđ á ađ segja frá atburđum ađ ţeir mislesa iđulega ţađ sem er ađ gerast, kynna sér ekki sögu eđa menningu og gefa ţví iđulega alranga mynd af ţeim atburđum sem eiga sér stađ.

Nú spyrja margir hvort viđ séum ţessa daganna ađ horfa á Arabíska voriđ spilađ aftur á bak eftir ađ Egypski herinn hefur aftur tekiđ völdinn ógilt stjórnarskrána og vikiđ forsetanum úr embćtti. En um hvađ snérist og snýst ţetta allt ţarna í Norđur Afríku?

Mađurinn sem brenndi sig í Túnis var ekki ađ kalla eftir lýđrćđi heldur frjálsri markađsstarfsemi öđru nafni kapítalisma. Hann var ađ mótmćla ađferđum lögreglunnar sem hafđi gert notuđu raftćkin sem hann seldi og innkomu upptćka. Sagt er ađ ţađ hafi tekiđ undir stjórn Moubarak um 500 daga ađ fá leyfi fyrir smásöluverslun og ţađ ţurfti ađ eiga viđ 29 stjórnarstofnanir. Lítiđ lagađist skrifrćđiđ í stjórnartíđ Morsis.

Hernando de Soto hagfrćđingur frá Perú rannsakađi ástćđur ókyrrđarinnar í Norđur Afríku og komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ mótmćlin vćru til ađ ná fram grundvallarmannréttindum eins og starfs- og eignarréttindum. Hann sagđi í skýrslu til Bandaríkjaţings ađ fólk á Vesturlöndum hefđi misskiliđ ţađ sem vćri ađ gerast ţarna og krafan vćri fyrst og fremst um vernd grundvallarmannréttinda eins og starfs- og eignarréttar. Međ ţví ađ sinna ţessum kröfum og gera ţađ ađ skilyrđi ađstođar ađ ţessi grunnmannréttindi vćru virt ţá gćtu Vesturlönd eignast milljónir nýrra vina í ţessum ríkjum.

Vandamálin í ţessum löndum eru mikil og um helmingur íbúanna eru 25 ára og yngri.  Spurningin er hvort ţessi ríki ţurfi ekki einmitt á sama međali ađ halda og Alţýđulýđveldiđ Kína á sínum tíma. Aukna markađshyggju og meiri virđingu fyrir atvinnu- og séreignarrétti.


Einstaklingsfrelsi-Ofurríki og Snowden

Frelsi felst ekki eingöngu í almennum kosningarétti. Frelsi felst einnig í ţví ađ borgarinn sé látinn í friđi og fái ađ haga lífi sínu og starfi innan ramma laganna án stöđugs eftirlits og afskipta ríkisins.

Öll viljum viđ hafa einkamál okkar fyrir okkur sjálf og finnst ógeđfellt ađ opinberir ađilar fylgist međ símtölum okkar, tölvupóstum, sms, vörukaupum og fleiru. Persónuvernd og einstaklingsfrelsi er grundvallaratriđi í frjálsu ţjóđfélagi.

Í bók sinni 1984 fjallar George Orwell um ofurríkiđ ţar sem fylgst er međ hverju fótmáli einstaklinga. Margir töldu áđur ađ Sovétríkin vćru ađ verđa ríkiđ sem fjallađ var um í bók Orwell. Nú virđist sem helsta forusturíki hins frjálsa heims Bandaríkin feti sig dyggilega í átt ađ ţví ađ verđa slíkt ofurríki.

Uppljóstranir Edward Snowden um njósnir ríkisstjórnar Bandaríkjanna um einstaklinga, stofnanir og fyrirtćki ćtti ađ vera umhugsunarefni fyrir frjálslynt og hćgri sinnađ fólk. Snowden eyddi 30 ára afmćlisdegi sínum á flótta frá landi "hinna frjálsu" virđist vera einstaklingshyggjumađur sem er á móti ofurríkinu. Einstaklingur sem er ásamt svo fjölmörgum öđrum er á móti ţví ađ búa viđ ađ ţađ samtöl ţeirra séu hleruđ og hljóđrituđ. Einstaklingur sem er í hópi fjölmargra sem hefur ákveđna ţjóđfélagsvitund einstaklingsfrelsi án ţess endilega ađ skilgreina sig sérstaklega pólitískt.

Edward Snowden studdi frjálslynda einstaklingshyggjumanninn Ron Paul í forkosningum Repúblikana til forseta í fyrra. Ron Paul vill draga úr völdum og áhrifum ríkisins og beitingu Bandaríkjahers. 

Ţrátt fyrir ofurvald Bandaríkjanna og kröfu um framsal Snowden ţá verđa hvorki hann né hans líkar stöđvađir. Hann er í hópi fjölmargra sem gera ţađ sem ţeir telja ađ samviska ţeirra bjóđi ţeim ađ sé rétt.  Snowden segir: "Sannleikurinn mun koma fram og ţađ er ekki hćgt ađ stöđva hann. 

Einstaklingshyggjumenn mćttu og ćttu ađ skođa hvort hugsun og sjónarmiđ sem Snowden stendur fyrir séu ekki nćr hugmyndafrćđi einstaklingshyggju og frjálshyggju en hugmyndafrćđi vinstra fólks.

Miđađ viđ ţćr forsendur er öfugsnúiđ ađ Ögmundur Jónasson og Birgitta Jónsdóttir skuli berjast fyrir réttindum Snowden og hann njóti verndar og fái notiđ mannréttinda, en hvorki Bjarni Benediktsson né Sigmundur Davíđ.

 


Ríkisbankar og bankahrun

Margir trúa ţví ađ ríkisbankar séu ţeirrar náttúru ađ ţeir fari ekki á hausinn. Margir héldu ţví fram viđ bankahruniđ, ađ stofna bćri ríkisbanka í stađ einkabanka. Skýrsla um starfsemi Íbúđalánasjóđs var birt í dag. Stađreyndin er sú ađ Íbúđalánasjóđur er margfalt gjaldţrota og hefur tapađ yfir 370 milljörđum.

Íbúđalánasjóđur sem átti ađ hafa međ höndum einfalda og örugga banka-og fjármálastarfsemi fór samt á hausinn. Ekki var ţar um ađ kenna grćđgisvćđingu og frjálshyggju, sem fyrrum forsćtisráđherra og einn helsti örlagavaldur Íbúđalánasjóđs Jóhanna Sigurđardóttir taldi orsök falls einkabanka áriđ 2008.

Annar hópur opinberra og hálfopinberra fjármálafyrirtćkja, lífeyrissjóđirnir, sem fólk verđur nauđugt viljugt ađ borga 12% af tekjum sínum samkvćmt ţrćlalögum frá Alţingi hafđi tapađ viđ hrun um 600 milljörđum.

Samtals hafa ţessar opinberu og hálfopinberu fjármálaađilar tapađ um 1000 milljörđum eđa sem svarar til nokkrum snjóhengjum og ţrefallt ţví sem ţarf til ađ lagfćra verđryggingarhallann fyrir almenning međ niđurfćrslu höfuđstóla verđtryggđu lánanna. Enn stjórna ţeir sömu og áđur ţessum opinberu og hálfopinberu sjóđum nema ţeir hafi horfiđ til annarra starfa eđa hćtt fyrir aldurs sakir.

Versta fyrirbrigđi í fjármálaheiminum eru einkabankar sem reknir eru á ábyrgđ skattgreiđenda. Í ljósi ţessara stađreynda er eđlilegt ađ velta ţví fyrir sér hvort sé betra ríkisbankar á ábyrgđ skattgreiđenda eđa einkabankar á ábyrgđ eigenda sinna.

Ţegar öllu er á botninn hvolft er ţá ekki einkareksturinn á ábyrgđ eigenda besti kosturinn?

  

 

 


Spygate

Leyniţjónusta Sovétríkjanna KGB var umtöluđ á sínum tíma fyrir ađ setja hljóđnema út um allt, en jafnvel ţó allt ţađ sem um ţá leyniţjónustu var sagt hefđi veri rétt, ţá jafnast ţađ ekki á viđ ţćr ofurnjósnir sem ríkisstjórn Bandaríkjanna stendur fyrir. 

Síđustu daga haf borist upplýsingar um ađ ríkisstjórn Obama hafi víđtćkt njósnanet hjá ţeim ţjóđum sem ţeim eru vinnveittust.  Fylgst er međ ţví sem kemur frá ríkisstjórnum í Evrópu og Evrópusambandinu sem og tölvupóstsamskiptum stjórnmála- og embćttismanna. Fyrst svona víđtćkt njósnanet hjá helstu vinaţjóđum Bandaríkjanna er taliđ nauđsynlegt af Obama forseta til ađ tryggja öryggi Bandaríkjanna, hvađ ţá um ríki sem eru Bandríkjunum óvinveitt.

Ţessar víđtćku njósnir Bandaríkjanna eru óafsakanlegar.  Bandaríkin hafa misst bćđi traust og álit og ţa verđur erfitt ađ endurvinna ţađ. Einhverjir verđa ađ bera ábyrgđ á ţessum mannréttindabrotum og liggur ţá beinast viđ ađ ţeir sem halda um taumanna á ţeim stofnunum sem ţessar njósnir stunda segi af sér. Ţá verđur heldur ekki hjá ţví komist ađ Barrack Obama verđi ađ axla ábyrg međ sama hćtti og Richard Nixon gerđi á sínum tíma og segi af sér. 

Ţessar njósnir eru ţađ víđtćkar og hafa stađiđ ţađ lengi ađ ţađ er útilokađ ađ ţćr hafi veriđ skipulagđar og stundađar án vitundar og beinna fyrirmćla frá sjálfum Bandaríkjaforseta.  

Sú var tíđin ađ forstöđumađur CIA í Miđ-Austurlöndum skrifađi um ađ njósnakerfi Bandaríkjanna ţar vćri í molum og hann hćtti og skrifađi bókina "Sleeping with the Devil." sem fjallar um samskipti Bandaríkjanna og Saudi Arabiu. Merk lesning sem sýnir ađ ţví miđur er langt síđan Bandaríkin fóru hugmyndafrćđilega út af sporinu.

En međ spygate er gengiđ út yfir öll mörk í samskiptum ţjóđa og Bandaríkin verđa ađ endurvinna traust međ ţví ađ viđurkenna og samţykkja ađ ţeir lúti sömu lögmálum og ađrar ţjođir og  ţeir sem ábyrgđ bera á ţessari njósnastarfsemi segi af sér.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 2291723

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband