Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Ţingsetning og mótmćli

Í lýđrćđisríki er mikilvćgt ađ borgararnir beri virđingu fyrir ţeim stofnunum sem fara međ lýđrćđislegt vald.  Ţađ á viđ m.a. um Alţingi, ríkisstjórn, dómstóla og lögreglu.

Setning Alţingis er hátíđleg stund, sem markar nýtt upphaf mikilvćgustu stofnunar íslensks lýđrćđis. Viđ borgarar ţessa lands eigum ađ sýna ţessari stund virđingu sem og Alţingi. Mótmćli og ađsókn ađ alţingismönnum viđ ţađ tćkifćri er óhćfa. Ţess vegna eiga ţeir sem vilja fylgjast međ ţingsetingunni ađ gera ţađ af virđuleika í samrćmi viđ ţá hátíđarstund sem ţingsetningin er.

Öđru máli gegnir um ţađ ţegar forsćtisráđherra flytur stefnurćđu sína á Alţingi ţá er mörkuđ stefna ríkisstjórnar sem ađ eđlilegt er ađ bćđi alţingismenn sem og almennir borgarar segi skođun sína á ţess vegna međ friđsamlegum mótmćlum ef svo ber undir. 

Ég hef hvatt fólk til ađ mćta viđ Alţingishúsiđ ţegar forsćtisráđherra flytur stefnurćđu sína til ađ mótmćla ţví óréttlćti sem íslenskir borgarar eru beittir međ verđtryggingu lána. Krafan er ađ viđ njótum sambćrilegra lánakjara og fólk í nágrannalöndum okkar í lánamálum og hvađ varđar verđlag í landinu. Ţađ er eđlilegt ađ viđ sýnum ţeim sem hafa veriđ kjörnir til ađ gćta almannahagsmuna ađ ţeir eru ekki ađ standa sig. Ţar kemur ríkisstjórnin númer eitt. Ţess vegna á ađ mótmćla viđ stefnurćđu forsćtisráđherra.

En ţađ ţarf einnig ađ sýna ţeim sem hafa veriđ kjörnir fulltrúar alţýđu manna í verkalýđsfélögum og ASÍ ađ ţeirra ţáttur er ósćmileg og andstćđ hagsmunum umbjóđenda ţeirra. Verkalýđshreyfingin á Íslandi ber umfram ađra ábyrgđ á ţví lánaokri sem almenningur í landinu hefur ţurft ađ sćta og sćtir.  Er ekki kominn tími til ađ ţađ fólk verđi kallađ til ábyrgđar ekkert síđur en stjórnmálamennirnir?


Menntakefi í molum

Fjórđungur eđa 25 af hverjum 100 fimmtán ára stráka geta ekki lesiđ sér til gagns samkvćmt frétt í Fréttablađinu.

Ţetta ţýđir ađ skólakerfiđ hefur gjörsamlega brugđist. Lestrarkunnátta er forsenda ţess ađ fólk geti stundađ skólanám af einhverju viti.

Nú er ţađ svo ađ viđ höfum eitt dýrasta skólakerfi í heimi, en samt bregst ţađ svona gjörsamlega í helsta grundvallaratriđinu. Af hverju er ţetta? Eru kennararnir ekki starfi sínu vaxnir?  Virkar menntakerfiđ ekki? Hvađ er ađ. Ţađ er útilokađ annađ en ađ fá svör viđ ţví og ţađ strax.

Forsenda framfarasóknar ţjóđar er m.a. sú ađ fólk kunni ađ lesa og skrifa. Ţegar ţađ kemur í ljós ađ einn af hverjum fjórum drengjum sem eru búnir međ skólaskylduna kunna ekki ađ lesa ţá er ljóst ađ menntakerfiđ er í molum.

Hvađ ćtlar menntamálaráđherra ađ gera í ţví? 


Af hverju hafa konur lćgri laun en karlar?

Hvar sem er í heiminum er launamunur milli karla og kvenna. Ekki skiptir máli hvers konar ţjóđfélög er um ađ rćđa. Á heimsvísu hafa konur lćgri laun en karlar svo munar  10-30%.  Ţetta vekur athygli vegna ţess ađ ćtla má ađ eftir ţví sem ţjóđfélög ţróast og menntun kvenna verđur betri ţá ćtti launamunur kynjanna ađ minnka en svo er ekki.

Ţetta er merkilegt m.a. vegna ţess ađ í ríkum löndum starfa hlutfallslega fleiri hjá hinu opinbera ţar sem launamunur kynjanna er almennt minnstur en samt sem áđur kemur ţađ fyrir ekki launamunur eftir kyni er umtalsverđur.

Ţrátt fyrir ađ minna sé um erfiđisvinnu ţar sem reynir á líkamlegan styrk ţá rađast kynin hvar sem er í heiminum í ákveđin og sambćrileg störf og ţar skiptir engu máli hverjar ţjóđartekjurnar eru.

Í grein í Economist 24.4.s.l. er fjallađ um ţetta og velt fyrir sér ástćđum ţessa kynbundna launamunar og ţeir sem hafa áhuga á málinu ćttu ađ kynna sér skrifin ţar, en meginástćđuna fyrir ţví ađ konur eru í láglaunastörfum segir Alţjóđabankinn ađ sé vegna ţess ađ konur stjórni ekki tíma sínum eins og karlar. Á Ítalíu og Austurríki t.d. ţá eyđa konur ţrisvar sinnum lengri tíma í húsverk og barnapössun en karlar.  Í mörgum fátćkari löndum ţá eyđa ţćr mun lengri tíma í ţessa vinnu.

Eitt kemur ţó sérstaklega á óvart en ţađ er ađ í landi kvenfrelsisins Svíţjóđ og kvennakúgunarinnar, Pakistan eyđa karlar í báđum löndum álíka tíma í heimilisstörf. Sérkennilegt?????

Ţađ ađ konur eyđa svona miklu meiri tíma en karlar í heimilisstörf og barnauppeldi takmarkar ţađ möguleika kvenna til starfsvals og ţćr ţurfa frekar ađ vinna hlutastörf. 

Ţađ er athyglivert ađ skođa ţetta og ţađ vekur upp spurningar miđađ viđ herferđ VR varđandi ţessi mál hvernig er ţessu fyrirkomiđ hér á landi hve miklum tíma eyđa kynin í heimilsstörf og barnauppeldi t.d. og einnig hvort auglýsingaherferđ VR er ekki byggđ á röngum forsendum. 

Ţá er spurningin hvort ađ áherslur femínista og kvennahreyfinga hafi ekki veriđ á röngum forsendum og ţađ ţurfi ađra hluti en útgjöld skattgreiđenda t.d. vegna fćđingarorlofs sem átti ađ mati femínista ađ draga úr launamun, sem ekki varđ, til ađ tryggja raunverulega jafnstöđu karla og kvenna í launamálum.


Ekki hnattrćn hlýnun segir Nóbelsverđlaunahafi

Ivar Giaever prófessor og Nóbelsverđlaunahafi hefur sagt sig úr alţjóđlegu vísindaráđi (American Physical Society)  til ađ mótmćla stađhćfingum ţess um hnattrćna hlýnun. Prófessorinn sem vann Nóbelsverđlaun í eđlisfrćđi áriđ 1973 segir ađ hnattrćn hlýnun hafi orđiđ ađ nýjum trúarbrögđum í heiminum.

Prófessorinn sem á sínum tíma studdi Obama til ađ verđa forseti hefur síđan gagnrýnt stefnu hans varđandi hnattrćna hlýnun og segir ađ allt of mikiđ sé gert úr málinu og loftslag hafi veriđ einstaklega stöđugt í síđustu 150 ár.

Vísindaráđiđ sem prófessorinn sagđi sig úr harmar úrsögn hans og segir hana byggđa á misskilningi.

En er ţađ ekki ţannig ađ vísindasamfélagiđ hefur fengiđ billjónir á billjónir ofan frá stjórnmálamönnum sem trúa á hnattrćna hlýnun af mannavöldum og dansa eftir ţeim pípum og búa til vísindalegar niđurstöđur í samrćmi viđ ţađ.

Ţví miđur er háskóla- og vísindasamfélaginu í dag lítt treystandi og mćtti minna á ţađ hvernig viđskipta- og hagfrćđideildir háskólanna íslensku dönsuđu eftir bumbum banka og útrásarvíkinga fram ađ bankahruni.

En sem betur fer eru enn til heiđarlegir vísindamenn sem neita ađ fórna heiđri sínum sem vísindamenn.


Gulliđ hans Gordons Brown

Ţađ vitlausasta af mörgu vitlausu sem Gordon Brown gerđi á ferli sínum sem ráđherra í Bretlandi, var ađ ákveđa 1998 ađ tvöfalda ríkisútgjöld Bretlands á 10 árum. Ţess vegna ţarf breska ríkiđ ađ fá lánađar ţrjár billjónir  enskra punda á viku til ađ standa undir hallarekstri ríkisins.

Hér heima ţarf Steingrímur J  ađ fá lánađar 20 krónur af hverjum 100  sem ríkiđ eyđir ţrátt fyrir ađ hér vćri engin Gordon Brown og engin ákvörđun tekin um ađ auka ríkisútgjöldin nema ţegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn 2007 og ríkisútgjöldin jukust á einu ári um 22%, sem er einstakt afrek í rugli.

Bretar muna  ađ Gordon Brown ákvađ áriđ 1995 ađ selja tćp 400 tonn af gullforđa Breta. Ţetta tala menn um sem rugliđ í Brown, en miđađ viđ hćkkun á gullverđi ţá hefur ríkissjóđur Breta tapađ 11 billjón punda á ţessari vitlausu ákvörđun Gordon Brown.

Fólk skilur ađ ţađ var reginfirra hjá Brown ađ selja gulliđ, en ţađ er samt bara brot af ţví bulli sem aukin ríkisútgjöldin kosta. Í Ágúst s.l. ţurfti breska ríkiđ ađ fá 16 billjónir ađ láni vegna ríkisútgjalda umfram tekjur. Vitlausa gullsalan hans Brown er skiptimynt miđađ viđ vitleysu aukinna ríkisútgjalda.

Vitlausar ákvarđanir stjórnmálamanna lenda alltaf fyrr eđa síđar á fólkinu. Pólitík er nefnilega ekkert grín heldur fúlasta alvara. 

 


Landiđ sem rís ekki

Frá hruni fyrir tćpum 3 árum hefur veriđ stanslaus samdráttur  ţjóđarframleiđslu. Viđ erum eina landiđ í Evrópu ţar sem slíkur samdráttur er.

Samdráttur í ţjóđarframleiđslu ţýđir ađ ţađ er minna sem viđ gerum og minni verđmćti sem viđ framleiđum. Allt minnkar nema ríkisútgjöldin og verđtryggđu lánin. En ţađ eru minni tekjur til ađ standa undir ţessu.

Tölurnar segja hins vegar allt annađ ţví miđur en ţađ sem Jóhanna og Steingrímur halda fram.  Ţau eru ánćgđ yfir ađ útskrifast úr skóla Alţjóđagjaldeyrissjóđsins án ţess ađ starfsfólk ţess góđa sjóđs, sem er kurteist fólk, hreyti í ţau ónotum.

Ţađ grafalvarlegt ađ kreppan skuli stöđugt vera ađ dýpka.  Samdráttur var fyrirsjáanlegur viđ bankahrun,  en fáa órađi fyrir ađ hann yrđi jafn mikill og  langur og raunin er.

Forgangsatriđi er ađ komast út úr kreppunni. Stjórnmálastéttin hefur ekki áttađ sig á ţví.  Ţess vegna er almenningur fullur tortryggni og treystir stjórnmálamönnum og flokkum illa. Mest er stjörnuhrapiđ hjá Steingrími J., en um 6% ađspurđra í nýlegri skođanakönnun sögđust geta hugsađ sér ađ kjósa Vinstri grćna.


Lítiđ álit á Íslendingum

Ég klárađi í gćrkvöldi ađ lesa bókl Alistair Darling, "Back from the Brink".  Bókin fjallar ađallega um ađdraganda bankahrunsins og efnahagserfiđleikanna áriđ 2008 og ţar víkur hann á nokkrum stöđum ađ Íslandi og samskiptum sínum viđ íslenska ráđamenn. Ţađ eru ţó ekki merkilegustu atriđin í bókinni heldur saga hans af ađdraganda efnahagsfárviđrisins haustiđ 2008.

Fundur Björgvins G. Sigurđssonar og Jóns Sigurđssonar fyrrum ráđherra og bankastjóra NIB og Seđlabankans og formanns stjórnar FME og stjórnarmanns í Seđlabankanum, fór greinilega í taugarnar á Darling.  Af ummćlum hans ađ dćma virđist ţessi fundur hafa veriđ illa undirbúinn af hálfu íslenskra ráđamanna og Darling fćr ţađ á tilfinninguna ađ ekki sé veriđ ađ segja sér satt.

Darling gefur ekki haldbćra skýringu á beitingu hryđjuverkalaganna gagnvart Íslandi en segir eingöngu ađ ţar hafi veriđ nauđsynlegt ađ gćta hagsmuna breskra sparifjáreigenda vegna útstreymis af Edge og Icesave reikningunum. Hann rekur viđtal sitt viđ forsćtisráđherra vegna útstreymist af Icesave reikningunum og virđist ţá vera kominn í ţađ skap ađ taka öllu sem íslenskir ráđamenn segja međ tortryggni og jafnvel snúa eđlilegum  spurningum um upplýsingar á hvolf.

Ţađ kemur ítrekađ fram ađ Darling telur íslensku bankana í Bretlandi ekki stórmál og um Ísland og málefni ţess og ţađ sem ţví viđ kemur í bankastarfsemi er fjallađ í heild á um  ţremur blađsíđum í bókinni ţađ er nú ekki meira. En ţar kemur fram eftir ţví sem ég sé óvild og hroki gagnvart Íslandi og íslendingum. Enda eins og hann segir ţá er ţetta land međ íbúafjölda eins og Wolverhampton á Bretlandi eins og fyrrum fjármálaráđherra Breta segir.

Mér fannst athyglivert ţegar Darling segir: Enginn sá bankahruniđ fyrir ţó margir haldi ţví fram ađ ţeir hafi gert ţađ. Engin hefur fundiđ ţeim orđum sínum stađ.  


Geir, Mubarak og Chirac

Ţađ var nöturlegt ađ horfa á ţađ á erlendum sjónvarpsstöđvum í gćr ţegar sýnt var frá réttarhöldum yfir ţrem fyrrum forustumönnum ţjóđa sinna ţeim Geir H. Haarde, Chirac fyrrum Frakklandsforseta og Mubarak fyrrum forseta Egyptalands.

Erlendu sjónvarpsstöđvarnar gerđu málaferlunum yfir ţessum fyrrum ţjóđarleiđtogum mjög takmörkuđ skil, ţannig ađ sjónvarpsáhorfandinn var ekki nema örlitlu nćr um hvađa sakargiftir voru bornar á ţessa menn. Ţó kom fram ađ Mubarak vćri sakađur um mjög alvarlega glćpi m.a. morđ og samsćri. Chirac var sakađur um ađ hafa sem borgarstjóri í París búiđ til störf sem aldrei voru til nema á pappírnum, en borgađ fyrir.

Varđandi Geir H. Haarde ţá var sagt ađ hann vćri sakađur um ađ bera ábyrgđ á fjármálahruni á Íslandi og á einni sjónvarpsstöđ a.m.k. var sagt ađ fjöldi annarra mundi vera ákćrđur vegna glćpa í sambandi viđ fjármálahruniđ, ekki veit ég hvađan sú fréttastofa hafđi ţćr upplýsingar.

Óneitanlega opniberađist vel í ţessu samhengi nöturleiki pólitísku réttarhaldana yfir Geir Haarde.  Pólitíska ákćran gegn honum er til fyrir Alţingi og ţá sem međ máliđ fara.  Mannorđ Geirs H. Haarde er eyđilagt á alţjóđavettvangi sbr. umfjöllun sjónvarpsstöđvanna í gćr og álit Íslands bíđur líka hnekki.

Ţetta eru afleiđingarnar af ómálefnalegri hatursherferđ Vinstri Grćnna og taglhnýtinga ţeirra í Samfylkingunni sem sköpuđu landsdómsmeirihlutann á Alţingi. Vćri ţessi sami meirihluti samkvćmur sjálfum sér ćtti hann nú ţegar ađ vera búinn ađ ákćra ţá Steingrím J. Sigfússon fjármálaráđherra og Jón Bjarnason landbúnađar- og sjávarútvegsráđherra fyrir raunverulegar sakir sem liggja fyrir en ekki tilbúin hugarfóstur eins og um er ađ rćđa í ákćrunni gagnvart Geir H. Haarde.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 394
  • Sl. sólarhring: 701
  • Sl. viku: 2780
  • Frá upphafi: 2294331

Annađ

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 2535
  • Gestir í dag: 358
  • IP-tölur í dag: 349

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband