Leita ķ fréttum mbl.is

Bloggfęrslur mįnašarins, jśnķ 2012

Alvarlega nįmskreppan

Kalli vinur minn segir aš nįmskreppan sé bśin hjį sér. Hann hękkaši sig śr tveim ķ ašaleinkunn ķ 4 eša um 100% og sagši aš kennarinn hefši sagt aš hann vęri langflottastur. Kalli sagši aš Einar bekkjarbróšir hans hafi veriš eitthvaš sśr af žvķ aš kennarinn sagši aš žaš vęri ekki ķ lagi hjį honum af žvķ aš hann lękkaši śr 8.4 ķ 8.3 ķ ašaleinkunn sem er nįttśrulega rosalegt hallęri. Žannig aš Kalli sagši aš Einar vęri ķ alvarlegri nįmskreppu mešan nįmskreppan vęri bśin hjį sér, eins og Gylfi Zoega ašal hagfręšingur RŚV mundi orša žaš.

Elsti banki ķ heimi fęr ašstoš skattgreišenda.

Banca Monte dei Paschi di Siena sem stofnašur var įriš 1472 hefur fengiš 3.9 milljarša Evru (630 milljaršar krónur)  fjįrframlag og stušning frį ķtalska rķkinu. Hefši bankinn ekki fengiš žessa fyrirgreišslu frį skattgreišendum hefši hann veriš tekinn ķ skiptamešferš.

Bankinn var stofnašur 1472 af borgaryfirvöldum ķ Siena til aš lįna hinum fįtęku. “

Ķtalska rķkisstjórnin segir aš žetta sé gert til aš Ķtalķa virši skuldbindingar sķnar viš Evrópusambandiš um aš styrkja bankastarfsemina.

Enn eitt dęmiš um aš svonefnd Evrukreppa er ķ raun bankakreppa og allt fįriš og endalausir fundir leištoga Evrópusambandsins snśast ķ raun um meš hvaša hętti og hvernig sem mestum byršum af gjaldžrota bönkum og uppblįsnum hlutabréfamörkušum verši velt yfir į skattgreišendum. Ķ raun hjįlp fyrir hina rķku į kostnaš samfélagsins. 

Ķtalska žingiš telur ekki  įstęšu til aš skipa rannsóknarnefnd eša sérstakan saksóknara til aš fjalla um žrot žessa banka. Žį veršur sérstakur Landsdómur ekki kallašur saman.

Į Ķtalķu viršast menn įtta sig į aš einkafyrirtęki geti fariš ķ žrot įn žess aš stjórnmįlamenn hafi meš žaš aš gera eša beri įbyrgš į žvķ.  En žvķ mišur žį eru žeir eins og stjórnmįlamenn ķ Evrópu og Amerķku helteknir af žeirri meinloku aš žaš eigi aš bjarga fjįrmunum hinna rķku į kostnaš skattgreišenda. 

Um žaš snżst fjįrmįlakreppan ķ heiminum.


Rannsókn į embętti Umbošsmanns alžingis

Ķ sķšustu viku vakti ég athygli į skrifum Halldórs Jónssonar verkfręšings um žaš hvernig Umbošsmašur alžingis kom sér undan žvķ aš rannsaka kvörtun hans vegna SpKef og Byr. Einnig hvernig Umbošsmašur brįst hlutverki sķnu meš žvķ aš taka mįliš ekki upp af eigin frumkvęši sbr. 5.gr. laga um Umbošsmann alžingis.  Ķ kjölfariš hefur mér veriš bent į aš żmis fleiri dęmi séu um aš Umbošsmašur alžingis geri ekkert žegar honum er bent į brot į stjórnsżslureglum hjį nśverandi stjórnvöldum.

Umbošsmašur mun hafa komiš sér hjį aš skoša forsendur og lagagrundvöll žess aš 46 milljöršum var sóaš ķ VBS og Saga Kapķtal meš vķsan til žess aš mįliš vęri hjį eftirlitsstofnun EFTA.  Dęmin eru fleiri.

Umbošsmašur alžingis er eftirlitsstofnun stjórnsżslunnar meš rķkar valdheimildir til aš taka mįl upp af eigin frumkvęši, afla allra gagna  og taka skżrslur af mönnum. Žrįtt fyrir žį gagnrżni sem menn hafa kosiš aš beina aš stjórnmįlamönnum og stjórnsżslunni fyrir hrun, žį hefur ekki veriš rannsakašur žįttur eftirlitsstofnunar stjórnsżslunnar - Umbošsmanns alžingis.

Full įstęša er til aš skoša įherslur umbošsmanns, framkvęmd eftirlits hans og mįlshraša. Jafnframt žarf aš skoša žį samkennd sem viršist hafa rķkt meš umbošsmanni og bankamönnum fyrir bankahrun.

Žekkt eru ummęli umbošsmanns į fundi meš bankamönnum voriš 2007 žar sem hann sagšist ętla aš gęta žess vel aš eftirlitsstofnanir fęru ķ einu og öllu eftir "skrįšum og óskrįšum" stjórnsżslureglum.  Umbošsmašur hvatti bankamenn einnig til aš leita óhikaš til sķn meš umkvartanir gagnvart stjórnsżslunni.

Auk žess aš rannsaska starfsemi Umbošsmanns fyrir hrun žarf aš rannsaka starfsemi embęttisins eftir hrun. Sérstaklega žarf aš skoša įstęšur žess aš Umbošsmašur veigrar sér viš aš skoša mįlefni sem gętu komiš rķkisstjórninni illa.


Ósżnilega höndin eša dauša höndin.

Stjórnmįlamenn hafa sjaldnast bśiš til aršbęr störf. Žeir geta hins vegar stušlaš aš umhverfi hagvaxtar og velmegunar meš  žvķ aš takmarka skattheimtu og afskipti rķkisvaldsins af žeim sem eiga sjįlfir fyrirtękin sķn og bera alla įbyrgš į žeim.

Rķkisstjórnin hefur fariš žveröfuga leiš. Skattlagning hefur veriš óhófleg į lķtil og mešalstór fyrirtęki.  

Žaš fer oftast framhjį stjórnlyndum stjórnmįlamönnum aš smį og mešalstór fyrirtęki eru forsenda framfara, hagvaxtar og velmegunar.  Žessi fyrirtęki verša śtundan af žvķ aš litli kapķtalistinn berst įfram og nżtur afrakstursins ef vel gengur en žaš hjįlpar honum enginn ef illa fer. Smį- og mešalstóra fyrirtękiš fęr ekki milljarša lįn og žaš fęr ekki afskrifaš hįar fjįrhęšir. Žaš nżtur heldur ekki sérstakra skattaķvilnana sem stórfyrirtękin geta nżtt sér.  Eigendur litlu fyrirtękjanna vinna meira, taka minni laun og missa eignir sķnar ef žaš gengur ekki vel.

Hvķlķkt regindjśp er stašfest į milli žeirra sem vinna ķ umhverfi smįatvinnurekstursins og velferšarkerfis stórfyrirtękjanna og rķkisfyrirtękjanna žar sem stjórnendurnir taka venjulegast enga įhęttu en geta įtt völ į góšum eftirlaunum, starfslokasamningum auk żmiss smįręšis eins og nįmsferšum, orlofsįrum o.s.frv. Milljaršarnir eru afskrifašir į stórfyrirtękin og sķšan halda sömu stjórnendurnir sem ekkert eiga įfram aš stjórna endurreistum fyrirtękjum og geta grafiš upp milljarš eša fleiri ef į žarf aš halda til aš halda fyrirtękinu.

Rķkisstjórn Jóhönnu Siguršardóttur hefur aukiš vanda smį og mešalstórra fyrirtękja verulega. Žannig var viršisaukaskattur hękkašur. Fjįrmagnskostnašur er sį hęsti sem žekkist ķ heimi og ofurskattheimta og pappķrsfįr ķ kringum lķtil fyrirtęki ķžyngir rekstrinum.

Nś hefur rķkisstjórnin komiš meš įętlun um atvinnusköpun meš įherslu į millifęrslur ķ gegn um rķkisfjįrhirsluna meš žvķ aš skattleggja suma og millifęra žį peninga til annarra. Atvinnuįętlun rķkisstjórnarinnar sem Gušmundur Steingrķmsson alžingismašur kallar "planiš góša" byggist ašallega į žvķ aš nį peningum frį śtgeršinni meš aušlindaskatti, til aš millifęra peningana ķ gęluverkefni sem eru žóknanleg kommissar Jóhönnu og kommisar Steķngrķmi. 

Žessi hugmyndafręši fer žvert į žaš sem stjórnmįlamenn ķ Bandarķkjunum eru aš įtta sig į aš gengur ekki lengur. Obama forseti sem og pólitķskir andstęšingar hans standa nś fyrir ašgeršum sem hafa fengiš nafniš "Jumpstart our business startups act." Žaš felst m.a. ķ žvķ aš bęta stöšu lķtilla og mešalstórra fyrirtękja žar sem eigendurnir eiga og bera įhęttu af fyrirtękjunum sķnum.

Į Evrópska efnahagssvęšinu eru meir en 23 milljónir einkafyrirtękja žau fyrirtęki žyrftu ekki aš rįša nema einn starfsmann hvert til aš eyša atvinnuleysinu ķ įlfunni en žar eru tęplega 23 milljónir atvinnulausir. 

Lķtil og mešalstór fyrirtęki hér į landi eru umtalsvert fleiri en žeir atvinnulausu. Meš žvķ aš lękka skatta og gefa litlum og mešalstórum fyrirtękjum ešlilegt svigrśm į markašnum og ešlilegt lįnaumhverfi  žį vęri hęgt aš eyša atvinnuleysinu, auka velmegun og hagvöxt ķ landinu umtalsvert.

Dauša hönd rķkisstjórnarinnar, rķkisafskipta, gęluverkefnanna, śtblįsins svonefnds velferšarkerfis og andlitslausu stórfyrirtękjanna sem starfa į įbyrgš skattgreišenda dregur hins vegar mįttinn śr hagkerfinu.

Žaš veršur aš gefa žvķ duglega fólki sem er tilbśiš til aš vinna mikiš og leggja mikiš af mörkum og taka įhęttu til aš gera drauma sķna aš veruleika ešlilegt svigrśm. Žaš er forsenda sjįlfbęrni og framfara ķ žjóšfélaginu.


Ķslenska śtrįsin

Fįir hafa fariš jafn fallegum oršum um ķslensku śtrįsina og śtrįsarvķkinga og Ólafur Ragnar Grķmsson, sem var žess vegna kallašur klappstżra śtrįsarinnar.  Tveim įrum fyrir hrun sagši hann eftirfarandi į fundi hjį Sagnfręšingafélaginu:

"Śtrįsin er stašfesting į einstęšum įrangri Ķslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeiš en žjóšin hefur įšur kynnst, ekki ašeins ķ višskiptum og fjįrmįlalķfi heldur einnig ķ vķsindum, listum, greinum žar sem hugsun og menning, arfleifš og nżsköpun eru forsenda framfara.

Śtrįsin er byggš į hęfni og getu, žjįlfun og žroska sem einstaklingar hafa hlotiš og samtakamętti sem löngum hefur veriš styrkur Ķslendinga."

Ekki veršur segt aš forseti vor sé spįmannlega vaxinn. En žetta meš öšru skżrir af hverju hann ber višurnefniš "Klappstżra śtrįsarinnar"  og žaš meš réttu.


Forsetinn, lżšręši og fjölmišlar

Góš og hlutlęg fjölmišlun skiptir miklu fyrir mįlefnalega umręšu. Góšir mįlefnalegir fjölmišlar stušla aš žvķ aš alvöru stjórnmįlamenn komist įfram en ekki bara glamrarar og fólk meš yfirboš.

Miklu skiptir aš fjölmišlun sé ekki hneppt ķ fjötra. Fįir hafa bent į žaš meš jafn góšum hętti og forseti lżšveldisins Ólafur Ragnar Grķmsson.  Ķ žingręšu į Alžingi ž. 13. febrśar 1995 sagši hann eftirfarandi:

"Ef įlķka hringamyndun veršur ķ fjölmišlum og oršiš hefur į žeim svišum atvinnulķfsins sem kennd eru viš kolkrabbann og smokkfiskinn žį er veriš aš aš stefna lżšręšislegu ešli ķslenskrar fjölmišlunar ķ hęttu. Ég vil žess vegna viršulegi forseti, bišja hęstvirtan menntamįlarįšherra aš lżsa višhorfum sķnum til žess aš setja löggjöf meš žessum hętti og jafnvel knżja į um žaš įšur en žingi lżkur."

Įriš 1995  taldi Ólafur Ragnar Grķmsson alžingismašur naušsynlegt aš sett yršu lög um fjölmišla til aš tryggja lżšręšislegt ešli fjölmišla.

Įriš 2004 ž. 2. jśnķ neitaši Ólafur Ragnar Grķmsson forseti aš stašfesta fjölmišlalögin sem rķkisstjórn Davķšs Oddssonar hafši fengiš samžykkt į Alžingi žrįtt fyrir hatramma andstöšu og mįlžóf Samfylkingarinnar til aš koma ķ veg fyrir lżšręšislegt ešli fjölmišla. 

Afleišingin: Lżšręšislegt ešli ķslenskrar fjölmišlunar varš aš engu. Fjölmišlarnir voru ķ eigu aušhringja śtrįsarvķkinga og eigenda bankanna sem hrundu ķ október 2008. Gagnrżni į starfsemi žessara ašila nįši žvķ ekki fram ķ gegn um hefšbundna fjölmišlun ķ landinu. Žökk sé Ólafi Ragnari Grķmssyni.


Hver var žaš?

Hvaša frambjóšandi til forseta ķslenska lżšveldisins skyldi hafa lżst sérstakri įnęgju og hrifningu af stjórnarfarinu ķ Arabarķkinu   Abu Dhabi?  

Hvaš nś kona?

Til hamingju meš barįttudaginn ķslenskar konur. 

Ef til vill var žaš žannig aš žegar konur tóku sér frķ og héldu einn best heppnaša śtifund sem haldinn hefur veriš ķ landinu, aš žį opnušust augu margra varšandi kynjamismun ķ landinu. Einn elsti žingmašurnin į žeim tķma, dr. Gunnar Thoroddsen var af sumum atyrtur fyrir aš leggja fram frumvarp um jafna stöšu karla og kvenna. En frumvarpiš var samžykkt af Alžingi og  jafnstaša kynjanna uršu lög ķ landinu.

Hvaš hefur gerst sķšan? Njóta konur jafnréttis og jafnstöšu?   Ķ lagalegu tilliti gera žęr žaš en mikill launamunur er enn į milli kynjanna. Stafar hann bara af kynferši eša eru ašrar įstęšur sem valda žvķ?

Višurkennt er og hefur veriš sżnt fram į ķ ķtrekušum könnunum į vegum Sameinušu žjóšanna aš velferš žjóša er žeim mun meiri eftir žvķ sem jafnstaša kynjanna er meiri og atvinnužįttaka kvenna. Žrįtt fyrrir žaš bżr rśmur helmingur mannkyns viš mikla kvennakśgun.  Žvingašar giftingar, umskurn, svipting ešlilegra réttinda, bann viš skólanįmi, atvinnužįttöku og fleira er vķša ķ Afrķku, Asķu og raunar vķšar. Ķ Evrópu višgengst žręlasala žar sem konur eru hnepptar ķ įnauš og misnotašar. 

Kvennréttindahópar hafa žvķ verk aš vinna sem og ašrir sem unna mannréttindum. Žetta er ekki einkamįl kvenna. Žetta er hluti af almennri mannréttindabarįttu. Žaš skiptir mįli aš berjast fyrir žvķ sem mįli skiptir en lįta vera aukaatriši sem jafnvel geta į endanum oršiš til tjóns fyrir ešlilega starfsemi ķ žjóšfélagiš.

Spurning er hvort aš sumar kröfur femķnķstanna hafa oršiš til žess t.d. aš lękka laun įkvešinna stétta ķ staš žess aš koma į launajafnrétti sem aš var stefnt. Žį er spurning um hvort kynjakvótar og fléttuhugmyndir allskonar į kynjavķsu eigi rétt į sér eša standist kröfur um jafnstöšu kynjanna.

Ég lķt į réttindabarįttu kvenna fyrir jafnstöšu sem sjįlfsagšan og ešlilegan liš ķ aš koma į mannréttindum.  En žaš er rangt aš lįta fólk njóta eša gjalda kynferšis sķns vegna žess aš svo og svo margar konur eša karlar eru ķ fleti fyrir žar sem einstaklingur vill hasla sér völl

Ašalatrišiš er samt aš gleyma ekki grundvelli hugmyndarinnar um jafnstöšu kynjanna og nś er barįttuvettvangurinn sérstaklega aš nį jafnstöšu fyrir konur žar sem réttindi žeirra eru smįš og svķvirt og koma ķ veg fyrir kynlķfsžręlkun og misnotkun į fólki. Žaš eru nęg verkefni.

 Unga kona žaš er aldrei hęgt aš jįta oki kynsystra žinna į forsendum ólķkrar menningar eša trśarbragša. Mannréttindi eru algild og žaš er aldrei hęgt aš samžykkja frįvķk frį žeim.


Umbošsmašur Alžingis bregst.

Halldór Jónsson, verkfręšingur, hefur ritaš athyglisverša pistla um SpKef mįilš į bloggsķšu sinni.  Ķ einum žeirra rekur hann kvörtun sķna til Umbošsmanns alžingis vegna SpKef og Byr, en sķšarnefnda fyrirtękiš er einnig dęmi um įbyrgšarlausan fjįraustur Steingrķms J. Sigfśssonar śr sjóšum skattgreišenda. 

 

Umbošsmašur Alžingis mun hafa komiš sér undan žvķ aš fjalla um mįliš - taldi aš Halldór ętti ekki ašild.  Umbošsmašur alžingis taldi ekki įstęšu til aš taka mįliš upp af eigin frumkvęši, eins og hann hefur fulla heimild til skv. 5. gr. laga um Umbošsmann alžingis. 

 

Ķ mįlefnum Byrs og Spkef, einkum Spkef, liggur fyrir aš fjįrmįlafyrirtęki voru rekin į undanžįgu ķ heilt įr og sķšan stofnuš nż įn žess aš nokkur forsenda vęri fyrir slķku.  Ekkert liggur fyrir um žaš aš stjórnvöld hafi byggt į traustum gögnum viš veitingu undanžįgu ķtrekaš eša stofnun nżrra fyrirtękja.  Samtals tapaši SpKef um 30 milljöršum į įrunum 2009 og 2010 - eigiš fé fór śr žvķ aš vera jįkvętt um 5,4 milljarša ķ upphafi įrs 2009 (aš teknu tilliti til bankahrunsins ķ október 2008) ķ 25 milljarša byrši į skattborgara žessa lands. 

 Žaš er furšulegt aš embętti sem į aš hafa eftirlit meš stjórnvöldum sinni ekki slķku eftirliti og žaš kallar į spurningar um samkennd Umbošsmanns meš nśverandi stjórnvöldum. 

 

Žessi sami umbošsmašur Alžingis brįst viš meš öšrum hętti  žegar  hann hóf  aš eigin frumkvęši rannsókn į žvķ žegar Geir Haarde, forsętisrįšherra, réš tķmabundiš hagfręšing ķ skrifstofustjórastöšu į nżrri efnahags-og alžjóšamįlaskrifstofu ķ forsętisrįšuneytinu ķ mišju bankahruni.  Žį brįst umbošsmašur alžingis skjótt viš, aš eigin frumkvęši, og lokaši mįlinu į methraša, 2 mįnušum, meš įvķtum į Geir žann 29. desember 2008.  

 

Į žessum tķma stóšu öll spjót į Geir og aušvelt aš kaupa sér vinsęldir meš žvķ aš hnżta ķ hann. 

 

Žaš skiptir greinilega mįli hver į ķ hlut en žetta dęmi mišaš viš žann hroša sem stjórnsżslan er ķ Spkef mįlinu og Byr mįlinu sżnir aš umbošsmanni Alžingis viršist mislagšar hendur ķ mati sķnu į mikilvęgi mįla og  įsęttanlegri stjórnsżslu.


Stjórnmįlamašur meš framtķšarsżn

Žess er minnst aš breski stjórnmįlamašurinn Enoch Powel hefši oršiš 100 įra um žessar mundir.

Enoch Powell var framsżnn, vķšlesinn, fjölmenntašur og einna gįfašasti mašurinn ķ enskri pólitķk į įrunum upp śr seinni heimstyrjöld og fram yfir 1980.

Hann varaši viš žvķ aš sameiginleg mynt ķ Evrópu gęti ekki haft neitt annaš ķ för meš sér en sameiginlega rķkisstjórn og sagši "annaš er meiningarlaust og ómögulegt įn hins"  Žessi ummęli eiga svo sannarlega viš ķ dag žó žau vęru sögš fyrir tępum 30 įrum.

Hann var į móti afskiptum Bandarķkjamanna ķ Vķetnam frį upphafi og sagši žį m.a. "Stašreyndin er sś aš Bandarķkjamenn bśa ekki ķ Suš Austur Asķu eins og Vķetnamar og nįgrannar žeirra gera."

Meš sama hętti mį ętla aš hann hefši veriš į móti afskiptum ķ Ķrak, Afganistan og Lķbżu. 

Hann krafšist žess aš allir hermenn fengju góša og sömu mešferš, lķka óvinahermenn. Ķ žvķ sambandi gagnrżndi hann haršlega ašgeršir breska hersins gegn Mau Mau uppreisnarmönnum ķ Kenża og fordęmdi haršlega žį sem köllušu svörtu Mau Mau uppreisnarmennina "sub human".  Žį var annaš andrśmsloft og viršing fyrir fólki af öšrum kynžįttum ólķk žvķ sem er ķ dag. Andstęšingur hans ķ pólitķk Denis Healey sagši um ręšu Powell um barįttuna viš uppreisnarmenn ķ Kenża "the greatest paliamentary speech I ever heard, with all the moral passion and rhethorical force of Demosthenes."

Margir segja aš ręša Powell um Mau Mau strķšsfangana og mešferšina į žeim megi allt eins vel heimfęra upp į fangana ķ Guantanamo ķ dag

Powell var einn merkasti žingmašur į breska žinginu į sķnum tķma og višurkenndur lęrdóms- og gįfumašur. Hann varš žó višskila viš flokk sinn og er helst minnst ķ dag fyrir ummęli um innflytjendamįl žar sem hann fordęmdi afneitunina og žöggunina varšandi žetta mįlefni og taldi aš innflytjendum mundi fjölga mun meira en opinberar įętlanir geršu rįš fyrir. Powell var fordęmdur fyrir žetta og kallašur rasisti. Ķ dag įtta menn sig į aš Powell hafši rétt fyrir sér. Hann hafši hins vegar rangt fyrir sér varšandi vaxandi įtök milli fólks af ólķkum kynžįttum.

Įsakanir um rasisma leiddu til žess aš Powell fór śr breska ķhaldsflokknum. Ķ dag višurkenna flestir aš žęr įsakanir voru rangar. Merkimiši sem hengdur var į hęfan mįlsvara mįlefnalegra skošana til aš reyna aš žagga nišur ķ honum og koma honum śt ķ horn ķ breskri pólitķk.

Ķ dag višurkenna menn aš Enoch Powell var langt frį žvķ aš vera rasisti. Meira aš segja Michael Foot sem varš formašur Verkamannaflokksins višurkenndi žaš og benti į višhorf Powell varšandi Mau Mau uppreisnarmennina.

En óréttmętir merkimišar eru hentugir fyrir žį sem vilja girša fyrir mįlefnalega umręšu og réttmętar en hęttulegar skošanir aš mati žeirra sem hafa einkaleyfi į pólitķskri rétthugsun.


Nęsta sķša »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fęrslur

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.4.): 392
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 2778
  • Frį upphafi: 2294329

Annaš

  • Innlit ķ dag: 366
  • Innlit sl. viku: 2533
  • Gestir ķ dag: 356
  • IP-tölur ķ dag: 347

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband